Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss Við hvetjum alla sem hafa í hyggju að sigla með Norrænu á næsta ári að bóka snemma til að tryggja sér pláss Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Í desember 2016 kom rof í þagnar- múrinn sem dómararnir í Hæsta- rétti hafa hlaðið umhverfis réttinn. Mun það hafa verið 5. desember að báðar fréttastöðvar í sjónvarpi RÚV og Stöð 2 sögðu fréttir af fjár- málaumsvifum dómara við Hæsta- rétt á árunum fyrir bankahrunið 2008. Kom þar í ljós að sumir þeirra höfðu verið afar athafnasamir á fjár- málamarkaði á þessu tímabili og velt þar tugum milljóna króna. Höfðu þeir þá eftir atvikum tapað fjár- munum vegna ástands bank- anna, bæði við hrunið og einnig á næsta tímabili þar á undan. Fréttir af þessu virtust byggjast á upplýsingum úr Glitni banka hf., sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Samkvæmt þessum upplýsingum hafði þáverandi forseti réttarins ver- ið stórtækastur og velt háum fjár- hæðum á þessum markaði, líklega allt frá árinu 2002. Hafði hann ávaxt- að pund sitt með góðum árangri á uppgangstíma en daprast flugið þeg- ar á leið og mun hann hafa losað sig við flestar fjárfestingar sínar áður en skellurinn kom haustið 2008. Samt mun hafa legið fyrir að hann tapaði umtalsverðu fé. Þó að upplýs- ingarnar sem þarna voru birtar væru sýnilega ekki fengnar eftir lög- legum leiðum, hélt enginn því fram að þær væru rangar. Aðrir dómarar, Viðar Már Matt- híasson og Eiríkur Tómasson, höfðu átt hlutafé í Landsbanka Íslands hf. en tapað því við fall bankans. Sam- kvæmt fréttum mun Viðar hafa tap- að um 10 milljónum króna en Eirík- ur lægri fjárhæð, tæplega tveimur milljónum eins og áður kom fram. Þetta hindraði þessa dómara ekki í að eiga sæti í máli nr. 456/2014, þar sem stjórnendur þessa sama banka voru dæmdir til þungra refsinga fyr- ir athafnir sínar fyrir fall bankans. Um þessa hagsmuni dómaranna höfðu ekki legið fyrir upplýsingar, þegar þeir sátu sem dómarar í mál- um, þar sem krafist var refsinga yfir fyrirsvarsmönnum bankanna, sem almenningur á Íslandi kenndi að verulegu leyti um ófarirnar. Í réttar- farslögum er kveðið svo á að dómari teljist vanhæfur til meðferðar máls meðal annars ef „fyrir hendi eru ... atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa“. Þátttakendur í hrunadansi Við blasti að menn sem höfðu ver- ið þátttakendur í hrunadansi mark- aðarins á ofangreindu tímabili gátu ekki talist trúverðugir til að dæma um sakir bankamanna, sem nú voru af mikilli harðdrægni dregnir fyrir dóm og taldir ábyrgir fyrir þeim skaða sem meðal annars þessir sömu dómarar höfðu beðið í þessum dansi. Af þeim upplýsingum sem birtust var ljóst að þetta átti ekki við um dómarana alla. Að vísu verður að hafa í huga að þetta voru bara heild- stæðar upplýsingar frá einum af hin- um þremur stóru bönkum sem hér störfuðu á þessum tíma og það raun- ar þeim minnsta þeirra. En af upplýsingunum mátti að minnsta kosti draga þá ályktun að sá dómari sem stórtækastur hafði verið í fjárfestingum, Markús Sigur- björnsson forseti réttarins, var van- hæfur til að sitja í dómi í öllum þess- um málum, hvort sem forsvarsmenn Glitnis banka hf. höfðu átt í hlut eða forsvarsmenn hinna bankanna tveggja. Að því er hann snerti sér- staklega komu upp álitamál sem tengdust aðild hans að svokölluðum „Baugsmálum“, þar sem rétturinn hafði í stórum stíl vísað frá dómi ákærum á hendur fyrirsvars- mönnum Baugs á árunum 2005–6. Fer ekki hjá því að grunsemdir vakni um að þessi dómari hafi á þeim tíma átt fjárhagsmuni sem tengdust þessum sakborningum án þess að nokkur hefði um það vitað. Þetta þyrfti að upplýsa. Þegar þessar upplýsingar birtust varð uppi fótur og fit í samfélaginu, eins og við mátti búast. Og viti menn. Í fjölmiðlum birtust tveir sér- fræðingar, sem vildu gera lítið úr þessu öllu saman. Annar þeirra var Skúli Magnússon formaður Dómara- félags Íslands, sem sýnilega taldi það vera hlutverk sitt að bera í bæti- fláka fyrir félagsmennina sem þarna voru í skotlínu. Hinn var Sigurður Tómas Magnússon, sem kynntur var sem háskólakennari í lögfræði. Það var auðvitað rétt. Hann er það sem kallast atvinnulífsprófessor við Há- skólann í Reykjavík og hefur verið aðalkennari þar í réttarfari allt frá því hann tók við þeirri grein af mér á árinu 2004, þegar ég varð dómari við Hæstarétt. Hins vegar hefði kannski þurft við kynningu á þessum annars ágæta viðmælanda fréttamanna, að láta þess getið að hann hafði starfað sem verktaki hjá sérstökum sak- sóknara og verið atkvæðamikill í málsóknum þess embættis á hendur bankamönnunum. Báðir þessir menn vildu gera lítið úr áhrifum þessara nýju upplýsinga á hæfi dóm- aranna við Hæstarétt sem dæmt höfðu á undanförnum árum í málum bankamanna. Skotið var á viðræðustund í Kast- ljósi RÚV, þar sem sá sem þetta skrifar var settur við borð með for- manni Dómarafélagsins, Skúla Magnússyni. Heyrði ég því fleygt á eftir að margir áheyrendur hefðu áttað sig á vanhæfi dómaranna og al- varleika málsins. Dáðleysi stjórnmálamanna Í framhaldi af þessu urðu nokkrar umræður um málefnið. Það tók þjóð- ina hins vegar ekki nema nokkrar vikur að gleyma þessu til að geta á ný snúið sér að hefðbundnum titt- lingaskít. Í millitíðinni hafði það þó gerst að Hæstiréttur hafði sett regl- ur um birtingu upplýsinga um atriði sem snerta fjármál dómaranna frá og með áramótum 2016/2017. Þessar upplýsingar taka ekki til fortíðar- innar, það er að segja þess tímabils er rétturinn hafði fellt fjölda dóma í refsimálum á hendur fyrirsvars- mönnum banka. Bar auðvitað að upplýsa allt slíkt, bæði vegna þess að upplýsingarnar sem birst höfðu í byrjun desember tóku aðeins til eins af bönkunum þremur og svo líka vegna þess að greiða þurfti för þeirra sakborninga í dómum fortíðar sem vildu kanna möguleika á endur- upptöku mála sinna. Dáðleysi íslenskra stjórnmála- manna er alveg með eindæmum, en þeir hefðu þurft að beita sér fyrir þessu en gerðu ekki. Ætli það hafi ekki verið af nærgætni við dóm- arana og þá á kostnað þeirra sem dæmdir höfðu verið án þess að hafa notið réttar til að fá upplýsingar um hagsmuni dómara, sem hugsanlega hefðu valdið vanhæfi þeirra. Það er allrar athygli vert að í regl- unum sem Hæstiréttur setti um birtingu upplýsinga um þessi efni í framtíðinni fólst óbein viðurkenning á því að slíkar upplýsingar skipta máli, þegar kannað er hvort dómari sé vanhæfur til að sitja í dómi í ein- stöku máli. Skrítið að telja unnt að strika út fortíðina í þessu efni, þar sem einnig hlaut að koma til athug- unar hvort vanhæfir dómarar hefðu setið í dómum. Þar virtist viðhorfið vera að menn yrðu að sitja uppi með þunga fangelsisdóma, sem hugs- anlega höfðu verið kveðnir upp af vanhæfum dómurum. Ekki yrði greitt með neinum hætti fyrir mögu- leikum þeirra á að fá upplýsingar um atriði sem kunnu að skipta meg- inmáli við athugun á þessu. Ekki veit ég hvort dómararnir náðu að hag- ræða í fjármálavafstri sínu í desem- bermánuði 2016, eftir að fjölmiðla- hvellurinn varð, en áður en skylt varð um áramótin að birta upplýs- ingarnar. Það er dæmigert að staðið skuli vera að þessu með þeim hætti að óvissa er skilin eftir um þetta. Nefnd um dómarastörf Í lögum um dómstóla nr. 15/1998 er kveðið á um að starfa skuli þriggja manna nefnd um dómara- störf. Nefnd þessi skal setja almenn- ar reglur um aukastörf dómara og að hvaða marki samrýmanlegt sé embætti dómara að hann eigi hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Dómari skuli tilkynna nefndinni um hlut sem hann eignast í félagi eða fyrirtæki. Sé ekki getið um heimild til að eiga slíkan hlut í almennum reglum nefndarinnar skal dómari þó fyrir fram leita leyfis hennar til þess. Þessi nefnd um dómarastörf hefur í samræmi við fyrirmæli laganna sett „reglur um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrir- tækjum.“ Voru reglur þessar settar 20. júní 2000 og eru nr. 463/2000. Í reglunum segir meðal annars að dómara sé skylt að tilkynna nefnd- inni um eignarhlut sinn í félagi, sem hefur skráð gengi í verðbréfavið- skiptum, sé hann að verðmæti allt að 3.000.000 króna. Leita skuli heim- ildar nefndarinnar sé eignarhlutur dómara í félagi umfram þessi mörk. Fékk aldrei heimild Fyrir lá að hlutur Markúsar Sig- urbjörnssonar í Glitni banka hf. hafði frá upphafi verið yfir þessum mörkum. Kom fram af hans hálfu, að hann hefði á árinu 2002 fengið sam- þykki nefndar um dómarastörf til að mega eiga bréfin í Glitni banka hf. Þetta staðfesti vinur hans Gunn- laugur Claessen, þáverandi formað- ur nefndarinnar, í grein í Frétta- blaðinu 9. desember 2016. Gunnlaugur gaf þar í skyn að þögn nefndarinnar um erindi Markúsar á þessum tíma hefði jafngilt samþykki hennar! Þessi ráðagerð dómarans fyrrverandi um að þögn hafi verið sama og samþykki fær auðvitað ekki staðist og er raunar furðulegt að maðurinn skuli segja þetta. Nefndir eru ekki til nema á fundum. Það er síðan sérstaklega kald- hæðnislegt í þessu sambandi að Hæstiréttur hefur í seinni tíð sak- fellt menn fyrir að hafa tekið ákvarð- anir um lánveitingar „milli funda“ í lánanefndum bankanna, hafi þess ekki verið gætt að bóka slíkar ákvarðanir með réttum hætti. Af- staða þeirra félaga, Markúsar og Gunnlaugs, um samþykki með þögn- inni utan funda, er líka kyndug í ljósi dóms meirihluta Landsdóms í máli Geirs Haarde. Þar var Geir sakfelld- ur fyrir að hafa ekki tekið mál fyrir á formlegum fundum ríkisstjórnar. Rof í þagnarmúrinn Í bókinni Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun setur lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum og sakar þá um klíkuskap. Morgunblaðið/RAX Gagnrýninn Jón Steinar Gunnlaugsson segir dómara við Hæstarétt láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum og þeir láti sig vanhæfi litlu skipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.