Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Stuðmenn voru heiðraðir á Íslensku tónlistar- verðlaununum í Hörpu í gærkvöldi og voru þar sæmdir heiðursverðlaunum Samtóns. Þegar hljómsveitarmeðlimir veittu verðlaun- unum viðtöku tileinkaði Jakob Frímann Magnús- son Tómasi M. Tómassyni, bassaleikara hljóm- sveitarinnar, þau. Tómas féll frá í janúar síðast- liðnum. Stuðmenn voru stofnaðir árið 1970 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Morgunblaðið/Eggert Stuðmenn hlutu heiðursverðlaunin Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Grímsnes- og Grafningshreppur er eina sveitarfélag landsins sem hækkar fasteignagjöld þeirra fasteignaeig- enda í sveitarfélaginu sem sækja um leyfi hjá sýslumanni til að bjóða upp á heimagistingu. Samkvæmt lögum má leigja út eigið íbúðarhúsnæði í skamm- tímaleigu í allt að 90 daga sé sérstaks leyfis til þess aflað. Sveitarfélagið lítur svo á að umrætt húsnæði sé atvinnuhúsnæði þessa til- teknu 90 daga og leggur á fasteigna- skatta í samræmi við það. Þannig túlk- ar sveitarfélagið landslög á annan hátt en öll önnur sveitarfélög landsins. Yfirfasteignamatsnefnd úrskurðaði sveitarfélaginu í óhag í þessum efnum í desember síðastliðnum og hefur sveitarfélagið áfrýjað ákvörðuninni til héraðsdóms. Sumarbústaðaeigendur í sveitarfé- laginu sem Morgunblaðið hefur rætt við segjast ósáttir, en dæmi eru um að tekjurnar af skammtímaútleigu sum- arbústaðanna standi ekki undir hækk- un fasteignagjaldanna. Fasteigna- skattur fyrir atvinnuhúsnæði er lagður á alla 90 dagana, þrátt fyrir að húsnæðið sé einungis leigt út hluta þess tíma. „Sveitarfélög fara oft bara sínu fram og eru ekkert að fara að lands- lögum, þrátt fyrir að það liggi fyrir úr- skurðir,“ segir Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Landssamtaka sumarhúseigenda. Hann segir óskiljanlegt hvernig Grímsnes- og Grafningshreppur túlki lögin. „Ef þú býrð í Reykjavík og vilt leigja út íbúðina þína á AirBnB, áttu þá að borga hærri fasteignagjöld? Nei. Af hverju ættu þeir sem eiga fasteign í þessu sveitarfélagi þá að gera það? Þetta er ekki rekstur í þeim skilningi, þó að þú nýtir þér fasteign þína í út- leigu með þessum hætti,“ segir Sveinn. Segir löggjafann vera í basli Afstaða sveitarfélagsins byggist á því að lög um tekjustofna sveitarfélaga stangist á við þá lagabreytingu sem leyfði einstaklingum að bjóða upp á heimagistingu í íbúðarhúsnæði án rekstrarleyfis í allt að 90 daga. Gunnar Þorgeirsson, oddviti hreppsins, segir í samtali við Morgun- blaðið að það hefði þurft að breyta tekjustofnalögum sveitarfélaganna til þess að þau heimili skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis. „Við þurfum bara að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum. Í mínum skilningi held ég að löggjafinn sé í hálf- gerðum vandræðum með þetta ágæta 90 daga frumvarp,“ segir Gunnar. Á meðan ekki sé búið að „skýra leikregl- urnar og breyta tekjustofnalögunum“ muni sveitarfélagið leggja fasteigna- gjöld á með þessum hætti. „Í tekjustofnalögum kemur skýrt fram að það skuli leggja á á grundvelli nýtingar húss, hvort sem þú ert með eitthvert „númer“ í 90 daga eða ekki,“ og vísar þar til skráningarnúmera sem fasteignaeigendur sem standa í skammtímaleigu fá. Gunnar segir „fullt af sveitarfélög- um“ hvetja hreppinn til að halda mál- inu til streitu, til þess að fá þetta á hreint. „Ef menn ætla að skrifa lög um að það megi leigja út 90 daga og þá skuli það undanþegið fasteigna- gjöldum sem atvinnuhúsnæði, þá á náttúrlega að breyta tekjustofnalög- unum líka og það var ekki gert. Þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Gunnar. Mikið af sumarhúsum er í sveitar- félaginu og töluvert um að fólk standi í útleigu án þess að hafa tilskilin leyfi. Að sögn Gunnars er fylgst vel með því og er starfsmaður í vinnu hjá hreppn- um við að fylgjast með um 30 síðum á netinu þar sem bústaðir eru til leigu. Atvinnuhúsnæðisgjöld eru lögð á þá sem reynast standa í útleigu án leyfa. Leggja aukagjöld á 90 dagana  Grímsnes- og Grafningshreppur hækkar fasteignagjöld þeirra sem hafa leyfi til níutíu daga útleigu  Oddviti hreppsins segir lög stangast á  Prófmál fram undan vegna úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar Gömul og verðmæt íslensk frímerki og bréfaumslög verða boðin upp á 50 ára afmælisuppboði sænska frí- merkjauppboðshússins Postiljonen í Malmö sem hefst í dag og stendur í þrjá daga. Að sögn Steinars Friðþórssonar hjá Postiljonen er stærstur hluti þess íslenska frímerkjaefnis sem að þessu sinni er í boði úr safni erlends stórsafnara sem hefur verið iðinn safnari íslenskra frímerkja í hátt í hálfa öld. Þar sem safnarinn kýs að halda nafni sínu leyndu, líkt og ekki er óalgengt þegar slík söfn eru seld, hefur hann kosið að kalla safn sitt HÖFN, með vísan í Höfn í Horna- firði sem hann að eigin sögn hreifst mjög af eftir komu sína þangað fyrir allmörgum árum. Samanlögð byrjunarboð íslensks frímerkjaefnis á uppboðinu að þessu sinni eru um 15 milljónir íslenskra króna að meðtöldum umboðslaunum seljanda. Steinar segir að öruggt sé hins vegar að samanlagt söluverð komi til með að verða umtalsvert hærra en sem því nemur þar sem margt sjaldgæfra og eftirsóttra ís- lenskra hluta er með á uppboðinu að þessu sinni. Steinar segir að á meðal áhuga- verðs efnis á uppboðinu sé bréf dag- sett í Sauðlauksdal hinn 24. júní 1848, sent til „herra Chirurgus J. S. Weivath, Isefiörds handelstad“. Byrjunarboð er 200 evrur. Þá er þar eina þekkta eintak af 20 aura græn- bláu aurafrímerki frá árinu 1891 með rauðri svokallaðri „í gildi“- yfirprentun frá árinu 1902. Byrj- unarboð er 5.000 evrur. Loks má nefna ábyrgðarbréf sem sent var með flugvél sænska flugkappans Ahrenbergs er hann gerði mislukk- aða tilraun til flugs yfir Atlantshaf með viðkomu á Íslandi árið 1929. Einungis 65 slík bréf voru send frá Íslandi. Byrjunarboð er 1.000 evrur. gudmundur@mbl.is Verðgildi frímerkjanna ekki undir 15 milljónum  Íslenskt safn er- lends stórsafnara á uppboði í Svíþjóð Frímerki Bréf sem sent var með flugvél Svíans Ahrenbergs 1925. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson var í gær kjörinn for- maður Matvís, Matvæla- og veit- ingasambands Ís- lands. Tveir aðr- ir voru í fram- boði og kusu alls 392 í kosning- unum. Hlaut Óskar 203 at- kvæði eða 51,8% greiddra atkvæða. Alls voru 1.774 á kjörskrá og var kjörsókn 22,1%. „Það sem ég tel að við þurfum að leggja áherslu á er að standa vörð um iðngreinarnar okkar. Svo eru náttúrlega fram undan kjarasamningar hjá okkur og það virðist stefna í hörð átök þar, þannig að við þurfum að vera tilbúin. Þeir renna út núna um ára- mótin,“ segir Óskar spurður um áherslur nýs formanns. Hann segir að eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar verði að kalla saman samn- inganefnd, vinna í kröfum og ákveða áherslur. „Mér sýnist landslagið vera þann- ig að öll félög eru að búa sig undir átök. Við verðum ekki undanskilin í því,“ segir Óskar aðspurður hvers vegna hann telur stefna í átök í við- ræðum. mhj@mbl.is Nýr formaður Mat- vís býst við átökum í kjaraviðræðum Óskar Hafnfjörð Gunnarsson Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. SÍÐUSTU SÆTIN Allt að 15.000kr. afsláttur á mann PÁSKASÓL BENIDORM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.