Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Litið er á móðurina sem hinn eðlilega og náttúrulega umönnunaraðila barna á meðan feðurnir eru skil- greindir sem aðstoðarmenn. Til þess benda niðurstöður rannsókna Sunnu Kristínar Símonardóttur, doktors í félagsfræði og kennara við Háskóla Íslands. Hún varði doktorsritgerð sína síðasta haust þar sem hún skoð- aði mótun hinnar „góðu“ íslensku móður í gegnum ráðandi orðræður um tengslamyndun, brjóstagjöf og fæðingu. Sunna er nú að rannsaka hvernig foreldrar taka ákvörðun um skiptingu fæðingarorlofs út frá hug- myndafræðinni um hlutverk mæðra og feðra m.a. út frá ráðandi orðræðu um móðurhlutverkið á Íslandi. „Ég er að skoða birtingamyndir þess hversu mismikla áherslu sam- félagsleg orðræða leggur á annars vegar hlutverk mæðra og hins vegar feðra og velta fyrir mér hvaða afleið- ingar það hefur á jafnrétti kynjanna og þessa hugmynd um jafna fjöl- skylduábyrgð,“ segir Sunna. „Mínar niðurstöður benda til þess að við lít- um enn þá þannig á að konan sé hinn eðlilegi og náttúrulegi umönnunar- aðili. Þetta tengist margvíslegri áherslu á tengslamyndun sem er mjög kynjuð. Það er ætlast til þess að mæður leggi líkama og sál í barnið til þess að ná fram öruggri og góðri tengslamyndun á meðan feður eru skilgreindir sem einhvers konar að- stoðarmenn og ekki lögð nærri því eins mikil áhersla á þeirra tengsla- myndun við barnið. Kröfurnar eru allar á mæðurnar.“ Sunna segir þessa niðurstöðu vera í samræmi við hugmyndafræði sem hefur verið kölluð áköf mæðrun. „Það gengur í mjög stuttu máli út á það að mæður eigi að beina öllum sínum kröftum að móðurhlutverkinu og að sjálfsmynd þeirra eigi að mót- ast fyrst og fremst af því. Áköf mæðrun rímar illa við okkar áherslur um jafnrétti og að það sé mikilvægt að deila fjölskylduábyrgð. Á sama tíma er það að vera móðir skilgreint sem erfiðara, tímafrekara og flókn- ara en áður þekktist.“ Kröfur um fullkomnun Íslenskar mæður upplifa mikla pressu á að standa sig í móðurhlut- verkinu að sögn Sunnu. „Þær upplifa mikla pressu á að gera allt rétt; fylgja öllum leiðbeiningum, vera búnar að lesa sér til um allt, fara á námskeið í að útbúa hollan og líf- rænan mat, nota taubleyjur, vera lengi með barnið á brjósti og halda fullkomið barnaafmæli. Það er alltaf verið að bæta í þessar kröfur um ein- hverja ímynd að fullkomnun sem mig langar til að við byrjum að efast um sem samfélag að sé endilega rétta leiðin,“ segir Sunna og bætir við að það sé eiginlega búið að sérfræði- væða það að vera foreldri. „Þessi pressa er ekki sett í jafn- miklu mæli á feður. Ef við skoðum foreldrahópa á Facebook eins og Maukóðir foreldrar eða hópa um uppeldistengd málefni þá eru fáir karlar í þeim hópum. Konur eru að leita ráða við öllu mögulegu sem við- kemur þessu hlutverki og bak við það er einhver kvíði og einhverjar áhyggjur af því að vera ekki að standa sig nægjanlega vel. Það má kannski velta fyrir sér hvers vegna samfélagsleg orðræða er að ýta kon- um í þessa átt. Við þurfum að vera vakandi fyrir orðræðunni og stýr- ingu inn í viss hlutverk. Ef við erum ekki meðvituð um hvað er í gangi er svo auðvelt að falla inn í mynstrið og þessa hugmynd um að það þurfi að gera hitt og þetta til að vera nógu góðar.“ Hættulegar hugmyndir Sunna hefur skoðað umræðu í fjöl- miðlum í tengslum við foreldra- hlutverkið og segist skynja þar að ákveðnar átakalínur séu dregnar upp á milli þess sem er skilgreint sem best fyrir börnin og jafnréttis, eins og það séu ósamrýmanlegir þættir. „Það er mikill þungi í orð- ræðunni um að konur eigi nú að vera lengur heima, leikskólar séu ekki góðir staðir fyrir ung börn og svo það sem ég kalla sjálfsniðurrif leikskól- anna sem er orðræðan um að börn séu of lengi í leikskólanum og að skil- greina leikskólaveru barna sem vinnu. Það eru þessar hugmyndir um að börnin líði fyrir jafnréttið sem eru mjög hættulegar fyrir alla sem hafa áhuga á að skapa jafnrétti í sam- félaginu. Það er svo mikil hætta á að jafnréttið tapi því tilfinningarökin eru svo sterk ef þetta er skilgreint hagsmunamál barna annars vegar og jafnréttis hins vegar. Það þarf ekki að lesa mjög djúpt til að skilja að þarna er fyrst og síðast verið að tala til mæðra og konur taka þessa um- fjöllun nærri sér.“ Móðurinni virðist vera beint inn á þá braut að foreldrahlutverkið sé á hennar herðum á meðan faðirinn er í þeirri stöðu að geta enn valið og hafnað. „Mæður hafa ekki það val. Því við sem samfélag dæmum mæð- ur miklu harðar en feður. Við þekkj- um það alveg að það er horft öðruvísi á hlutverk mæðra en feðra, sér- staklega þegar kemur að umönnun ungra barna. Auðvitað verða til ákveðin mynstur sem getur reynst erfitt að brjóta niður, þegar móðirin er allt í öllu en faðirinn er einhvers- konar aukastærð, en það sem mér finnst mjög mikilvægt að benda á er að foreldrahlutverkið er ekki fast og ósveigjanlegt. Það þróast í samfél- ögum, menningarsvæðum og tímum og það hefur mikil áhrif á það hvern- ig við upplifum okkur sjálf í hlut- verkinu hvaða skilaboð við fáum frá samfélaginu, hvers ætlast er til af okkur. Ég held að mæður og feður fái allt öðruvísi skilaboð frá sam- félaginu og þess vegna er mikilvægt að benda á það og skoða með gagn- rýnum hætti til þess að breyta því þannig að við búum til rými fyrir meira jafnrétti.“ Eigum að berjast gegn stýringu Spurð hvernig megi breyta þessu viðhorfi segir Sunna að hennar per- sónulega skoðun sé sú að konur verði að sleppa tökum á samviskubitinu. „Mæður eru uppteknar af því að þær eigi alltaf að vera með samviskubit því þær séu að klúðra málunum. Ef þær standi sig vel í vinnu þá hljóti þær að vera að standa sig illa gagn- vart börnunum og öfugt. Mín skoðun er sú að fullkomnun er ekki til og mæður eiga ekki að sækjast eftir henni. Síðan þarf að hvetja feðurna til að fara inn í þetta hlutverk með það markmiði að þeir geti allt jafnvel og mæðurnar. Það er engin ástæða til þess að halda að mæður búi yfir einhverjum eðlislægum þáttum sem feður búa ekki yfir. Svo skiptir máli samfélagslega að vera með kerfi sem hjálpar fólki að sameina ólík svið lífsins, eins og að vera með góða leikskóla, og að við sem samfélagsþegnar séum með- vituð um þessa orðræðu og þessa stýringu. Þegar við erum meðvituð um hana getum við líka barist gegn henni.“ Kröfurnar eru allar á mæðurnar  Samfélagið leggur meiri áherslu á hlutverk mæðra en feðra  Móðurinni beint inn á þá braut að foreldrahlutverkið sé á hennar herðum  Átakalínur dregnar upp á milli uppeldis og jafnréttis Morgunblaðið/Hari Jafnrétti Sunna Kristín Símonardóttir er kennari í kynja- og félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún skoðar hvaða afleiðingar viðhorf samfélagsins til móðurhlutverksins getur haft á jafnrétti kynjanna og jafna fjölskylduábyrgð. Áköf mæðrun (intensive moth- ering) er talin hafa verið ráð- andi hugmyndafræði um móðurhlutverkið í vestrænum samfélögum frá um 1990. „Þá hafði atvinnuþátttaka kvenna aukist og konur höfði uppi kröfur um samfélagsleg völd og jafnrétti. Þá einhvernveginn byrjar þessi sterki fókus á móðurhlutverkið. Þetta er am- erísk hugmyndafræði, um mömmuna sem á að vera heima, en hún hefur áhrif á foreldramenningu í öllum vest- rænum samfélögum og það er ekkert lát þar á. Það sem er áhugavert í íslenska samheng- inu er að meðfram þessari hugmyndafræði höfum við líka þessa jafnréttissýn og hug- mynd um okkur sjálf sem fem- iníska paradís þar sem jafn- rétti sé náð,“ segir Sunna. Stangast á við jafnréttið ÁKÖF MÆÐRUN Morgunblaðið/Golli Með börnin Krafa er á það að mæður beini öllum sínum kröftum að móður- hlutverkinu og að sjálfsmynd þeirra eigi fyrst og fremst að mótast af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.