Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýlega var starfsemi heildversl- unarinnar Garra ehf. flutt í nýja sérhæfða byggingu við Hádegismóa í Reykjavík. Nauðsynlegt þótti að komast í rýmra húsnæði enda hafa umsvifin í rekstri fyrirtækisins auk- ist mjög á undanförnum árum. Alls starfa um 80 manns hjá Garra sem flytur inn mat og hreinlætisvörur og selur til veitingastaða, hótela, bak- aría, mötuneyta, skóla og annara opinberra aðila og fyrirtækja. „Á síðasta ári þróuðust mál okkar í þá veru að við þurftum að vera flutt eigi síðar en 15. desember. Sú tímasetning hentaði starfsemi okkar vel, eins og kom á daginn. Flutning- arnir gengu vel og snuðrulaust fyrir sig og þjónustan raskaðist aldrei. Því til sönnunar hafa viðskiptavinir verið að spyrja hvort við séum flutt eða enn á gamla staðnum,“ segir Magnús Magnússon, forstjóri Garra. Þrískipt bygging Það var árið 2013 sem stjórn- endur Garra fóru að líta í kringum sig þegar ljóst var að starfsemin þyrfti í stærra hús. Fyrirtækinu bauðst lóðin í Hádegismóum sem hentaði vel, enda nærri fjölförnum umferðaræðum og flutningar á vörum til viðskiptavinar á beinni braut. Ákveðið var að byggja hús sem er 8.300 fermetrar að flatar- máli og undir þaki eru 90 þúsund rúmmetrar. Segja má að húsið sé þrískipt; síní hvorum enda eru mikl- ar vörugeymslur en í fjögurra hæða miðrými eru meðal annars skrif- stofur, aðstaða sölufólks og ýmis salarkynni. Á jarðhæði miðrýmis eru afgreiðsla og stóra að- keyrsludyr. Á lagernum í vestur- enda hússins er þurrvaran og henni þar fyrir komið í rekkum sem eru allt að ellefu metra háir. Í austur- hluta hússins er svo frystiklefi, sem er einn sá stærsti á landinu og tek- ur alls um 2.000 vörubretti. Það sem skapar sérstöðu og er nýmæli í frysti- og kæligeymslunni er að not- ast er við kolsýru sem er 100% um- hverfisvænn kælimiðill. Magnús segir það vera svar við kröfum tím- ans. Freon og ammoníak sem hafa verið algengir kælimiðlar hingað til eru á útleið og verða sennilega bannaðir innan fárra ára vegna nei- kvæðra umhverfisáhrifa. „Með því að nota kolsýruna tök- um við stökk inn í framtíðina, nálg- umst málið með langtímahugsun og förum bestu leiðina sem á endanum er ódýrust,“ segir Magnús. Bætir við að umhverfisþættir hafi verið hafðir að leiðarljósi við hönnun og byggingu hússins og þau séu einn af grunnþáttum í rekstri Garra. Húsið nýja er byggt úr endur- nýtanlegum byggingarefnum; burðarvirkið er stálgrind, ytra byrði er einangrað með steinull í stað frauðplasts eins og tíðkast hefur. Í húsinu er svo orkusparandi LED- lýsing, vatnsgeislahitun hitar upp vinnurými starfsmanna og allir lyft- arar í húsinu eru knúnir orkuspar- nadi lithium-rafhlöðum sem er ný- mæli hér á landi. Svona mætti áfram telja og í krafti þessa er stefnt að því að fá bygginguna um- hverfisvottaða skv. stöðlum. Heildarkostnaður við byggingu hússins er um þrír milljarðar kr. Markaðurinn er að breytast „Það var algjört forgangsmál að vinnuaðstaða starfsfólks yrði sem best og þegar svo er ætti reksturinn líka að ganga betur. Góð aðstaða tryggir líka skjótan afgreiðsluhraða og ánægðari viðskiptavini. Vörur berast okkur oftast í gámum sem við tæmum og röðum í samræmi við veltuhraða, en héðan úr húsi fara á degi hverjum alls um 500 sendingar, litlar sem stórar,“ segir Magnús og bætir við að matvörumarkaðurinn sem Garri starfar á sé stöðugt að breytast. Neytendur séu vel meðvit- aðir um hollustu, næringargildi og svo framvegis. Fólk borði í æ ríkari mæli utan heimilis; fullorðnir til dæmis á vinnustað, börn í skólum og svo framvegis. Þetta sjáist aug- ljóslega í starfsemi Garra sem selur vörur frá um 200 birgjum og fram- leiðendum, innlendum sem erlend- um. Græn hugsun er ráðandi „Breytingar lúta ekki bara að matvörunni sjálfri, heldur líka um- búðunum sem í vaxandi mæli eru úr niðurbrjótanlegum hráefnum svo sem maíssterkju, sykurreyr og pálmalaufum. Svona koma allir um- hverfisþættir sterkar inn og þessi þróun er rétt að hefjast. Græn hugsun er hvarvetna ráðandi og svo verður líka að vera með vísan til hækkandi hitastigs, bráðnunar jökla og annars slíks sem snertir allt líf á jörðinni. Byggingin okkar og val á efnum í henni tekur mið af þessu og raunar á öll starfsemin hér að sýna hvar við stöndum í þessum efnum,“ segir Magnús Magnússon, fram- kvæmdastjóri Garra. Garri er kominn í Hádegismóa  Heildverslun í nýju stórhýsi  Umhverfisþættir ráðandi við efnisval og hönnun hússins  Góð vinnuaðstaða er forgangsmál  Á matvörumarkaði og afgreiða 500 sendingar til viðskiptavina á dag Morgunblaðið/Hari Birgðir Magnús Magnússon í vörugeymslu Garra, en fyrirtækið fær vörur, þ. e matvæli og hreinlætisvörur frá um 200 birgjum bæði innlendum og erlend- um sem eru seldar til veitingastaða, hótela, bakaría, mötuneyta, skóla og fleiri. Alls starfa um 80 manns hjá fyrirtækinu sem er gamalgróið og traust. Hádegismóar Stórhýsi Garra blasir við þegar ekið er inn í borgina við Rauðavatn. Umhverfisþættir voru ráðandi við hönnun og byggingu. „Vöxtur fyrirtækisins hefur verið stöðugur síðastliðin ár og helst í hendur við fjölgun ferðamanna og að sjálfsögðu batnandi efnahag almennt. Síð- ustu misseri hefur þó heldur hægt á, sem má rekja til sterks gengis ís- lensku krónunnar að mínu mati og jafnvægis sem er að skapast,“ segir Magnús Magnússon. Hjá Garra verður opnuð innan tíðar vefverslun þar sem viðskiptavinir geta að mestu afgreitt sig sjálfir. „Við ákváðum fyrir nokkrum árum að stíga þetta skref en töldum okkur ekki geta farið í loftið fyrr en við vær- um komin í hús og með þá aðstöðu sem til þyrfti. Afgreiðsla á vörum í gegnum vefverslun þarf að vera skilvirk og ganga smurt fyrir sig. Reynsla fyrirtækja er sú að ef viðskiptavinur upplifir ekki samkvæmt væntingum í fyrstu atrennu veldur það óöryggi og getur jafnvel orðið til þess að hann reyni ekki aftur. Því þarf að vanda til verka,“ segir Magnús, sem væntir mikils af vefverslun. Mikill vöxtur síðustu árin VEFVERSLUN ER VÆNTANLEG lækka upphitunarkostnað Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Varmadælur Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.