Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 44

Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 44
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ekkert bendir til annars en að Vla- dimír Pútín, forseti Rússlands, verði kosinn í embættið í fjórða sinn í forsetakosningunum næst- komandi sunnudag, 18. mars. Kjör- tímabil forseta Rússlands er sex ár, sitji Pútín út næsta kjörtímabil hef- ur hann þá verið ýmist forseti eða forsætisráðherra í 24 ár, frá árinu 2000 og verður þar með fyrsti leið- toginn í Kreml, frá tíma Leníns, til að vera lengur en tvo áratugi við völd. Í síðustu forsetakosningum árið 2012 var kjörsókn 65% og Pútín fékk 63,6% atkvæða. Í grein breska dagblaðsins The Guardian segir að rússnesk stjórnvöld hafi af því nokkrar áhyggjur að kjörsókn verði enn dræmari í ár og verður því ým- islegt gert til að laða Rússa á kjör- stað. T.d. verða kjósendur á mörg- um stöðum sjálfkrafa þátttakendur í happdrættum þar sem boðið er upp á veglega vinninga á borð við glæsibifreiðar og nýjustu útgáfurn- ar af i-Phone. Í grein The Guardian segir að kosningarnar í ár verði líklega skráðar á spjöld sögunnar sem þær litlausustu í sögu Rússlands. Pútín hefur að mestu haldið sig til hlés í kosningabaráttunni. Í byrjun mán- aðarins steig hann þó fram á sjón- arsviðið og hélt kosningahátíð á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu þar sem tugþúsundir Rússa, þeirra á meðal fjölmörg frægðarmenni og nýbakaðir ólympíumeistarar karla í íshokkíi, fögnuðu forseta sínum ákaft er hann hvatti þá til að ganga til liðs við sig til að byggja upp bjarta framtíð fyrir æsku landsins. Ræða Pútíns á hátíðinni þótti hóg- vær og laus við alla yfirlýsingagleði, en ekki er hægt að segja það sama um ræðu kaupsýslumannsins Ígors Ashmanovs, eins stuðningsmanna forsetans. „Við erum hernaðarríki. Við er- um með leiðtoga sem leggur undir sig landsvæði, vinnur styrjaldir og kynnir nýjar tegundir vopna til sög- unnar. Hvers vegna ætti slíkt ríki að skipta um leiðtoga?“ spurði Ashmanov gesti leikvangsins og uppskar hávært lófatak. Í forsetaframboði í 6. sinn En Pútín er ekki einn um hituna því sjö til viðbótar vilja komast í forsetastól. Sá sem mælist með mest fylgi á eftir forsetanum er Pavel Grudinin, 57 ára gamall milljarðamæringur, stundum kall- aður Jarðarberjakóngurinn vegna þess að hann veitir forstöðu stærstu jarðarberjaræktun Rúss- lands. Hann er frambjóðandi Kommúnistaflokksins, CPRV, og gegndi valdastöðu í Sovétríkjunum sálugu. Sá sem mælist með þriðja mesta fylgið er Vladimír Zhirinovskí, gamalreyndur stjórnmálamaður sem frá árinu 1991 hefur boðið sig sex sinnum fram sem forseta Rúss- lands. Hann er leiðtogi flokks þjóðernissinna, LDPR og vakti talsverða athygli í sjónvarpskapp- ræðum nýverið þar sem allir fram- bjóðendur nema Pútín tóku þátt. Þar kallaði hann Kseníu Sobtsjak, frambjóðanda Borgaralega fram- taksflokksins, „heilalausa“ og hún brást við með að hella yfir hann vatni. Sobtsjak mælist með fjórða mesta fylgið en hún er 36 ára sjón- varpsstjarna og stjórnandi spjall- þátta, stundum kölluð Paris Hilton Rússlands. Hún er dóttir Anatoly Sobtsjak, sem var borgarstjóri í St. Pétursborg og einn af lærifeðrum Pútíns. Hún er sá frambjóðandi sem er hlynntastur vestrænu sam- starfi, hún hefur gagnrýnt Pútín og segir hann hafa setið allt of lengi á valdastóli. Reyndir stjórnmálamenn Boris Títov er leiðtogi Grósku- flokksins og starfar fyrir forseta- embættið að eflingu viðskiptasam- banda við Kína. Hann er 57 ára og hefur fram að þessu haft lítil af- skipti af stjórnmálum. Í viðtali við BBC sagði Títov að spilling, einkum í viðskiptalífinu, væri helsta vanda- mál Rússlands. Meðal stefnumála hans er að landið verði ábatasamur kostur fyrir alþjóðlega fjárfesta. Sergei Baburín er 59 ára og er frambjóðandi Alþýðusamtakanna. Hann er lögfræðingur, hefur setið á rússneska þinginu og var afar mótfallinn því þegar ákveðið var að leysa Sovétríkin upp. Hann er stuðningsmaður utanríkisstefnu Pútíns og innlimunar Krímskagans í Rússland. Grígorí Javlinskí er annar reynd- ur stjórnmálamaður í framboði. Hann er 65 ára, leiðir Jabloko- flokkinn, var hagfræðingur sovéska ríkisins og vann að efnahagsumbót- um þegar Mikhaíl Gorbatsjov var forseti. Hann vill lögleiða lágmarks- laun og berjast gegn fátækt. Maxim Suraíkin er 39 ára, fram- bjóðandi flokksins Rússneskir kommúnistar sem klofnaði frá Kommúnistaflokknum árið 2012. Hann lýsir sjálfum sér sem Lenín- Stalínista og vill að Sovétríkin verði stofnuð að nýju. Þessu til viðbótar má nefna stjórnarandstæðinginn og lögfræð- inginn Alexei Navalní, sem hugði á forsetaframboð en var meinað að bjóða sig fram eftir að hann hlaut fimm ára skilorðsbundinn dóm. Hann hefur verið harður gagnrýn- andi Pútíns og fékk næstflest at- kvæði í borgarstjórakosningunum í Moskvu 2012. Eftir að útséð varð um framboð Navalnís hafa hann og stuðningsmenn hans hvatt Rússa til að sniðganga kosningarnar. Rússar kjósa forseta á sunnudaginn  Fátt kemur í veg fyrir sigur Pútíns á forsetastóli  Sjö aðrir frambjóðendur Aldur: 57 71 36 65 57 59 39 Auðugur kaupsýslu- maður nýtur mest fylgis en er langt á eftir Pútín Leiðtogi öfgaþjóðernis- flokksins LDPR Sjónvarpsfréttamaður með náin tengsl við frjálslynda Fyrrum félagi í Kommúnista- flokknum. Stofnaði flokkinn Rússneskir kommúnistar Sjö frambjóðendur gegn Pútín PAVEL GRUDININ KSENÍA SOBTSJAK VLADIMÍR ZHIRINOVSKÍ GRÍGORÍ JAVLINSKÍ BORIS TÍTOV SERGEI BABURÍN MAXÍM SURAÍKIN 41 Helsti leiðtogi stjórnarandstæðinga. Var dæmdur ókjörgengur, hefur hvatt til þess að forsetakosningarnar verði sniðgengnar ALEXEI NAVALNÍ Fjarverandi 7% 5% 2% 1% innan við 1% Staða samkvæmt könnunum* Heimild: *Opinbera stofnunin VTSIOM Frjálslyndur, stofnaði Jablonko- flokkinn. Í framboði í þriðja sinn Kaupsýslumaður Fyrrum vara- forseti Dúmunnar. Leiðtogi Alþýðu- samtakana sem er þjóðernisflokkur innan við 1% innan við 1% AFP Þaulsætinn Vladimir Pútín á fundi með nánum stuðningsmönnum sínum í Moskvu. Hann hefur að mestu haldið sig til hlés í kosningabaráttunni. 44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Námsmenn víðsvegar um Banda- ríkin gengu út úr skólum sínum í gær til að krefjast þess að stjórn- völd gerðu ráðstafanir til að sporna við mannskæðum skotárásum í landinu. Margir námsmenn söfnuðust einnig saman við Hvíta húsið og gengu að þinghúsinu í Washington, héldu á skiltum með áletruninni „Verjum fólk, ekki byssur“ og hrópuðu „Aldrei aftur“ og „Nú er komið nóg“. Efnt var til mótmælanna í tilefni af því að mánuður er liðinn frá skotárás í framhaldskóla í Flórída þegar fyrrverandi nemandi hans varð sautján manns að bana. „Verjum fólk, ekki byssur“ HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.