Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 46

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Enski heimsfræðingurinn Stephen Hawking, einn þekktasti vísindamaður heimsins, lést á heimili sínu í Cambridge í fyrrinótt, 76 ára að aldri, rúmri hálfri öld eftir að hann greindist með sjúkdóm sem talið var að yrði honum að aldurtila innan tveggja eða þriggja ára. Hawking er þekktastur fyrir að gera heimsfræðina aðgengilega almenningi með skrifum sínum um flókin hugtök á borð við svarthol og sögu alheimsins. Bækur hans seldust í milljónum eintaka. „Stjarna var að deyja í alheiminum,“ sagði eðlis- og heimsfræðingurinn Lawrence Krauss á Twitter um andlát Hawkings. Fjöl- margir aðrir vottuðu minningu hans virð- ingu sína, þeirra á meðal Theresa May, for- sætisráðherra Bretlands, sem sagði að heimurinn hefði misst „afburðasnjallan og einstakan hugsuð“ en bætti við að „arfleifð hans gleymist ekki“. Samverkamenn hans og fyrrverandi nemendur minntust einnig góðrar kímnigáfu hans og þrautseigju. Kominn af háskólafólki Stephen Hawking fæddist í Oxford 8. jan- úar, sléttum 300 árum eftir andlát ítalska stjörnufræðingsins, eðlisfræðingsins og heimspekingsins Galileos Galilei, sem hefur verið lýst sem föður nútímavísinda. Hawk- ing lést á fæðingardegi þýska eðlis- fræðingsins Alberts Einsteins. Foreldrar Hawkings voru háskólafólk og höfðu lokið námi við Oxford-háskóla. Móðir hans nam hagfræði, stjórnmálafræði og heimspeki og faðir hans nam læknisfræði og stundaði rannsóknir á hitabeltissjúkdómum. Hawking nam eðlisfræði við Oxford- háskóla og var síðar sæmdur doktorsnafnbót í heimsfræði við Cambridge-háskóla. Greindist með hreyfitaugahrörnun Ungi vísindamaðurinn greindist með mjög sjaldgæfan sjúkdóm, blandaða hreyfi- taugahrörnun (ALS), sem felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsök- um og geta ekki lengur sent skilaboð til vöðvanna. Afleiðingarnar eru þær að styrk- ur vöðva minnkar, þeir rýrna og verða mátt- lausir, að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands. Hawking var 21 árs þegar hann greindist með sjúkdóminn og læknar hans sögðu að hann myndi aðeins lifa í tvö eða þrjú ár. „Ég hef lifað fimm áratugum lengur en læknar spáðu,“ sagði hann í heimildarmynd frá 2013 um ævi hans. „Ég hef reynt að nýta tíma minn vel. Vegna þess að hver dag- ur gæti verið minn síðasti hef ég sterka löngun til að gera sem mest úr hverri ein- ustu mínútu.“ Hreyfitaugahrörnunin ágerðist með ár- unum. Hann þurfti fyrst að nota hækjur en undir lok sjöunda áratugarins var hann kominn í vélknúinn hjólastól. Læknar hans þurftu síðar að gera rauf á barka hans þeg- ar hann fékk alvarlega lungnabólgu og það varð til þess að hann missti málið. Eftir það hafði hann samskipti við fólk með hjálp tölvu sem var búin raddgervli. Fjallað er um baráttu hans við sjúkdóm- inn og fyrra hjónaband hans í kvikmyndinni The Theory of Everything frá árinu 2014. Hawking kvæntist fyrri eiginkonu sinni, Jane Wilde, árið 1965 og þau eignuðust tvo syni og eina dóttur. Þau skildu árið 1990 og fimm árum síðar kvæntist hann hjúkrunar- fræðingi sínum, Elaine Mason. Vinsæll höfundur Skrif hans um heimsfræði vöktu athygli úti um allan heim og fyrsta bók hans, Saga tímans, seldist í meira en tíu milljónum ein- taka. Hún var gefin út í íslenskri þýðingu Guðmundar Arnlaugssonar, fyrrverandi rektors, árið 1990 í flokki Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Síðasta bók Hawkings, Skipulag alheimsins, var gefin út af Tifstjörnunni á íslensku árið 2011 í þýð- ingu Baldurs Arnarsonar og Einars H. Guð- mundssonar. Árið 1974 varð Hawking einn af yngstu mönnunum sem hafa verið teknir í bresku vísindaakademíuna, Royal Society, þá 32 ára að aldri. Árið 1979 var hann skipaður í Lúk- asarembættið, sem er prófesssorstaða í stærðfræði við Cambridge-háskóla og nýtur mikillar virðingar. Meðal þeirra sem gegnt hafa embættinu er enski stærð- og eðlis- fræðingurinn Isaac Newton. Hreyfitaugahrörnunin varð til þess að hann var algerlega háður öðrum í daglega lífinu, gat til að mynda ekki baðað sig, klætt sig eða borðað án hjálpar annarra. Hann sagði þó að sjúkdómurinn hefði ekki hamlað honum að ráði í vísindastörfunum, jafnvel þvert á móti auðveldað honum að einbeita sér að rannsóknum sínum á alheiminum. Ein bjartasta stjarna vísindanna  Heimsfræðingurinn Stephen Hawking látinn, 76 ára að aldri  Afburðasnjall og einstakur hugs- uður  Lamaðist vegna sjaldgæfs sjúkdóms en varð einn af þekktustu vísindamönnum heimsins Enski eðlisfræðingurinn og heimsfræðingurinn er látinn, að sögn fjölskyldu hans í gær Fæddist 8. janúar í Oxford Stephen Hawking Heimild: www.hawking.com Greindist með blandaða hreyfitaugahrörnun, ALS, (með skaddaðar efri og neðri heilataugar) Ljósmynd: Hawking heldur fyrirlestur á skrifstofu sinni í Cambridge 24. mars 2017. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu í Hong Kong (Mynd: Anthony Wallace) Lauk doktorsnámi, ritgerð hans fjallar um eiginleika alheimsins Hóf rannsókn í heimsfræði við Cambridge-háskóla Lagði fram kenningar á grundvelli skammtafræðinnar um að svarthol sendi frá sér geislun og líftími þeirra sé því takmarkaður Bók hans, Saga tímans, gefin út Skipaður í sömu prófessorsstöðu við Cambridge- háskóla og enski stærð- og eðlisfræðingurinn Isaac Newton gegndi á sínum tíma Bókin Alheimurinn í hnotskurn gefin út 1963 1965 1962 1970 1979 1988 2001 1942 AFP Heiðraður Barack Obama sæmdi Hawking Frelsisorðunni í Hvíta húsinu í ágúst 2009. Hví er alheimurinn til? » Markmið mitt er einfalt,“ sagði Stephen Hawking eitt sinn um vís- indastörf sín. „Það er að skilja alger- lega alheiminn, hvers vegna hann er eins og hann er og hvers vegna hann er til.“ » Hawking lagði fram kenningar um upphaf og þróun alheimsins á grund- velli afstæðiskenningar Alberts Ein- steins og skammtafræðinnar. » Vísindamaðurinn komst að því að svarthol senda frá sér geislun vegna skammtaáhrifa og líftími þeirra er því takmarkaður. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að 23 rúss- neskum sendiráðsmönnum yrði vís- að úr landi eftir að stjórnvöld í Rúss- landi urðu ekki við kröfu hennar um útskýringar á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi gagnnjósn- ara í Bretlandi. May sagði að sendiráðsmennirnir 23 væru í reynd leyniþjónustumenn og þeir ættu að fara frá Bretlandi innan viku. Sendiherra Rússlands í Bretlandi sagði að brottvísun sendi- ráðsmannanna væru „óviðunandi“ og „óréttlætanleg“. Rússar hafa neitað ásökunum breskra stjórnvalda um að þeir beri ábyrgð á taugaeitursárásinni á Rússann Sergej Skripal og dóttur hans. Þau eru alvarlega veik á sjúkrahúsi. May sagði að breska stjórnin hefði einnig ákveðið að aflýsa fundum með rússneskum embættismönnum, m.a. utanríkisráðherra Rússlands. Enn- fremur hefur verið ákveðið að Bret- ar sendi enga ráðherra eða fulltrúa drottningar á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi í sumar, að sögn fréttavefjar BBC. AFP Eiturárás Hermenn í hlífðarfatnaði fjarlægja bifreið sem tengist árásinni. Bretar vísa 23 Rússum úr landi Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.