Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Krabbamein í blöðruhálskirtli er vanalega hægvaxandi og hefur yfirleitt hvorki áhrif á lífs- lengd né lífsgæði. Flestir deyja því með krabbameinið en ekki af völdum þess. En meinið getur í sumum tilfellum verið ágengt, valdið einkennum, stytt líf og rýrt lífsgæði. Mikilvægt er að greina þau krabbamein sem krefjast meðferðar. Á sama tíma er mikilvægt að veita þeim karl- mönnum ráðgjöf og stuðning sem greinast en þarfnast ekki með- ferðar. Blöðruhálskirtillinn gegnir mjög afmörkuðu hlutverki og er í raun óþarfur séu frekari barneignir ekki fyrirhugaðar. Kirtill- inn myndar basískan hluta sæðisvökvans sem hlutleysir súrt umhverfið í leggöng- um kvenna. Þetta get- ur lengt líf sáðfrumna og aukið líkur á getn- aði. Kirtillinn stækkar oft með hækkandi aldri, getur þrengt að þvagrásinni sem ligg- ur í gegnum kirtilinn og leitt til þvagtregðu. Meðferð og fylgikvillar Þrátt fyrir þróun í aðgerðar- tækni og geislameðferðum geta aukaverkanir sem rýra mjög lífs- gæði karlmanna fylgt meðferð á krabbameini í blöðruhálskirtli. Kirtillinn liggur djúpt í grindarhol- inu í mikilli nálægð við þéttriðið net fíngerðra tauga sem eru nauð- synlegar fyrir holdris. Sömuleiðis liggur neðri hluti kirtilsins við hringvöðva sem kemur í veg fyrir þvagleka. Vöðvinn og ristaugarnar geta skaddast við meðferð og vald- ið einkennum á borð við stinning- arvandamál og þvagleka. Með- ferðin gagnast sumum karl- mönnum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. Í þeim tilfellum er áhætta á fylgi- kvillum metin ásættanleg. PSA-próf PSA er glýkóprótein sem mynd- ast í blöðruhálskirtlinum og fer að hluta út í blóðrásina. PSA-gildi í blóðsýni er lágt við eðlilegar að- stæður en hækkun getur verið vís- bending um sjúkdóm í kirtlinum. PSA-skimunarprófið er ekki gallalaust. Frískir karlmenn geta verið með hækkað PSA og menn með krabbamein í kirtlinum geta verið með eðlilegt PSA-gildi. Þessi staðreynd takmarkar notagildi PSA sem skimunarprófs. Enn fremur er PSA-gildið eitt og sér ekki nægjanlegt til að greina krabbameinið eða meta hve alvar- legt það er. Vefjasýni frá blöðruhálskirtli Þegar grunur er um krabbamein í blöðruhálskirtli, t.d. ef PSA-gildið er hækkað eða ef æxlisgrunsam- legir hnútar greinast við þreifingu um endaþarm, er næsta skref að taka vefjasýni frá kirtlinum. Þá eru notaðar grannar nálar til að fá sýni frá blöðruhálskirtlinum. Sýnin eru tekin ómstýrt um endaþarm. Í smásjá sést hvort æxlisfrumur leynast í kirtlinum og hve illvígar þær eru. Þetta inngrip er einfalt og nauðsynlegt til að staðfesta greininguna og meta stig krabba- meinsins. Aukaverkanir eru óþæg- indi og jafnvel sársauki við sýna- tökuna. Venjulega sést blóð í þvagi, hægðum og sæðisvökva í nokkra daga eða vikur á eftir. Al- varlegir fylgikvillar við inngripið eru sjaldgæfir. Segulómskoðun af blöðruhálskirtli Rannsóknir sýna að hver vefja- sýnataka frá blöðruhálskirtli grein- ir um helming marktækra krabba- meina í kirtlinum. Venjulega er mælt með tveimur sýnatökum ef sú fyrsta sýnir ekki fram á krabbamein. Við það eykst næmi greiningarinnar og greinast þá um þrjú af fjórum marktækum krabbameinum í kirtlinum. Til að auka næmi vefjasýnatök- unnar er víða notuð segulóm- skoðun af blöðruhálskirtlinum fyrir sýnatökuna. Sjáist breytingar í kirtlinum er miðað á þau svæði. Rannsóknir hafa sýnt að þessi að- ferð fækkar sýnatökum, fleiri marktæk krabbamein greinast og á sama tíma greinast ekki mein sem ekki þarfnast meðferðar. Flókið getur verið að meta breyt- ingar á segulómmyndum og þarf vel þjálfaða sérfræðinga til að meta myndirnar. Enn fremur er segulómskoðun dýr rannsókn og biðlistar geta verið langir sem tak- markar notkunarmöguleika. Mottumars og ráðgjöf Mottumars, árlegt árvekniátak Krabbameinsfélagsins í marsmán- uði, beinist að þessu sinni að krabbameini í blöðruhálskirtli. Unnið er að þróun gagnvirks tækis sem ætlað er sem stuðningur fyrir sjúklinga og lækna þegar kostir og gallar PSA-skimunar eru ræddir. Einnig er vert að minna á að fag- fólk hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins veitir upp- lýsingar og ráðgjöf í Skógarhlíð 8 í Reykjavík alla virka daga og síma- tími er á milli kl. 13 og 15 í síma 800 4040. Nánari upplýsingar um þjónustuna og námskeið er að finna á krabb.is. Krabbamein í blöðruhálskirtli Eftir Jón Örn Friðriksson »Krabbamein í blöðruhálskirtli er vanalega hægvaxandi og hefur yfirleitt hvorki áhrif á lífslengd né lífs- gæði. Jón Örn Friðriksson Höfundur er þvagfæraskurðlæknir við sjúkrahúsið á Akureyri, LSH og Krabbameinsskrá Íslands. jonorn@krabb.is Fáir velkjast lengur í vafa um að sann- gjörn og drengileg samkeppni sé til hags- bóta fyrir alla. Allar helstu stjórnmála- hreyfingar á Vestur- löndum styðja opið lýðræðissamfélag með félagslegu stuðnings- neti og frjálsum mark- aði. Vissulega hafa komið nýjar víddir inn í stjórnmálin á síðustu árum þar sem náttúruvernd og loftslagsmál eru orðin fyrirferðarmikil í um- ræðunni. En átökin á stjórn- málasviðinu snúast þó helst um það hvar eigi að draga mörkin á milli markaðarins og fé- lagslegra inngripa hins opinbera. Frjáls markaður En þótt hinn frjálsi markaður sé góður er hann ekki fullkominn. Sjálfur Adam Smith benti á það á ofanverðri 18. öld að ríkið hefði það hlutverk á frjálsum markaði að setja leik- reglur til þess að tryggja heiðarlega og sanngjarna samkeppni. Menn hafi lengi vitað að hringa- myndun auðmanna og stór- fyrirtækja leiðir til fákeppni eða ein- okunar sem eru andstaða hins frjálsa markaðar. Bandaríkjamenn settu Sherman-lögin strax árið 1890 til að taka á hringamyndun og evr- ópska samkeppnislöggjöf má rekja í gegnum sáttmála Evrópusambands- ins aftur til lagasetningar einstakra Evrópuríkja á fjórða áratugnum. Markaðsbrestir En það var ekki fyrr en á seinni hluta síðustu aldar að hugtakið markaðsbrestur tók á sig skýra mynd sem hagfræðilegt hugtak. Markaðsbrestur er það þegar fram- leiðsla, dreifing eða sala á vöru eða þjónustu er ekki skilvirk vegna ein- hverrar brenglunar á markaði. Þetta getur t.d. verið vegna nátt- úrulegrar einokunar, fákeppni eða upplýsingavandkvæða. Þá er oft hætta á því að tilteknum samgæðum eða almannahagsmunum sé kastað fyrir róða vegna sérhagsmuna eða stundargróða. Neytendavernd Við þessu bregðast vestræn ríki með því t.d. að setja lög til að tryggja samkeppni eins og hér var gert árið 1994. Lög um neytenda- vernd, merkingar eða upplýsinga- gjöf til almennings eru af sama toga. Stundum er líka gripið inn í með beinni ríkisafskiptum, opinberri verðlagningu, styrkjum eða til- teknum kvöðum á fyrirtæki. Þetta er algengt í fjarskiptum, heilbrigð- isþjónustu og fleiri geirum. Þannig er tryggt að samkeppni sé sann- gjörn og heiðarleg – samfélagi og neytendum til góða. Upplýsingavandkvæði Á Íslandi er umræða um sam- keppnismál oft grunn og frasa- kennd. Við búum hér við ýmsa markaðsbresti sem helgast af því að landið er lítið og fyrirtæki komast gjarna í fákeppnisstöðu. En það vantar líka mikið upp á að íslensk- um neytendum séu tryggðar réttar og ítarlegar upplýsingar. Oft er dansað á línu hins löglega þegar lát- ið er liggja að því að tiltekin vara sé eitthvað annað en hún er. Neyt- endur eiga t.d. að fá réttar og góðar upplýsingar hvar sem þeir kaupa matvörur, hvort sem er í verslunum, á veitingastöðum eða í mötuneytum. Neytendur eiga rétt á að vita Kvaðir um að upplýsa um fram- leiðsluferil eru litlar og eftirlitið í molum. Neytendur eiga augljóslega að fá að vita hvort – og þá hvaða – hormónar, lyf, eitur- eða varnarefni voru notuð við framleiðslu matvæla. Neytendur eiga líka rétt á að um- hverfisfótspor matvöru komi fram með skilmerkilegum og skýrum hætti m.t.t. kolefnislosunar, áburð- arnotkunar, erfðabreytts fóðurs, sýklalyfjanotkunar, hormónanotk- unar, notkunar á illgresis- eða skor- dýraeitri o.s.frv. Upplýsingaskortur er alvarlegur markaðsbrestur og við honum verður að bregðast ef frjáls markaður á að blómstra. Eftir Svavar Halldórsson »Upplýsingaskortur er alvarlegur mark- aðsbrestur og við hon- um verður að bregðast ef frjáls markaður á að blómstra. Svavar Halldórsson Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. svavar@bondi.is Sanngjörn samkeppni ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.