Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 59

Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 59
Hafnarstræti 17-19 | 101 Reykjavík | +354 514 6800 | reykjavikkonsulathotel.is Í upphafi síðustu aldar setti Ditlev Thomsen, konsúll, kaupmaður og ferðamálafrumkvöðull, sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur með atorku sinni og umsvifum fjölskyldufyrirtækisins. Gestrisni hans, framsýni og alþjóðleg hugsun var annáluð. Ríflega öld síðar opnum við nýtt og glæsilegt Reykjavík Konsúlat hótel á sama stað og Thomsens Magasín stóð í Hafnarstræti. Í anda konsúlsins búum við vel að ferðalöngum og bjóðum þá velkomna til okkar. Á hótelinu eru 50 glæsileg herbergi og svítur þar sem gestir hafa aðgang að baðhúsi og líkamsræktaraðstöðu. Einnig er þar veitingastaðurinn Gott Reykjavík sem býður upp á heilnæma og gómsæta rétti frá morgni til kvölds. Reykjavík Konsúlat hótel er hluti af Curio Collection by Hilton, alþjóðlegri keðju einstakra hótela með sögulega skírskotun. Við hlökkum til að vera partur af nýrri ásýnd miðbæjarins. Reykjavík Konsúlat hótel býður gesti velkomna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.