Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 60

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 60
Girnilegar uppákomur fyrir matgæðinga Hönnunarmas hefst í dag með tilheyrandi gleði og girnilegum uppákomum. Þar að auki verður girni- legur páskamarkaður í Laukalæk. Stórkostlegt eggjapartí Gröndalshúsið, Fischersundi, 15.-18. apríl. Teflt er saman teikningum Ránar Flygenring og Benedikts Gröndal af fuglum og eggjum í innsetningu Birnu Geirfinnsdóttur. Omnom kynnir sérlöguð súkkulaðiegg í ólík- um formum, Reykjavík Letterpress verpir nokkrum nýjum eggjum, Bjarni Sigurðsson leirlistamaður frumsýnir eggjabikara með aðstoð landnámshænu og bókaútgáfan Angústúra opnar eggjabókasafn. Páskamarkaður Laugalækjar Laugalæk 11-16 Frú Lauga, Kaffi Laugalækur, Pylsumeistarinn og Ísbúðin Laugalæk halda skemmtilegan markað í sameiningu. Girnileg tilboð og páskastemning. tobba@mbl.is Fallegt Súkkulaði om- nom-egg í spíruhreiðri. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Bleikt hrásalat 150 g hvítkál, rifið 150 g gulrætur, rifnar 50 g rauðrófur, rifnar 50 g ananas, ferskur eða úr dós, sax- aður 2 msk. safi, epla- og engifersafi 1 tsk. hunang ef vill. Öllu blandað saman og látið standa í klst. Þetta bleika hrásalat er virkilega ferskt og gott og hentar vel með grillmat. Það er fljótgert og sniðug leið til að plata grænmeti ofan í börn. Kartöflusalat með vorlauk 500 g kartöflur, soðnar, skrældar og kældar og skornar í bita 3 msk. vorlaukur saxaður (um 2 stilk- ar) 100 g súrar gúrkur, saxaðar 2 tsk. dijon-sinnep 1 tsk. hunang 100 g majónes 100 g sýrður rjómi kóríander, ferskt Hrærið hunangi, sinnepi, majó- nesi og sýrðum rjóma saman. Bætið vorlauk og súrum gúrkum saman við. Hrærið kartöflunum varlega saman við. Toppið með fersku kóríander ef vill. tobba@mbl.is Ég keypti bradwurst-pylsur hjá pylsugerðarmeist- aranum í Laugalæk en þær innihalda 98% kjöt á meðan aðrar pylsur innihalda oft ekki nema 50- 60% kjöt. Þær grillaði ég og bauð upp á sinnep, karrítómatsósu, kartöflusalat, sýrðar gúrkur og hrásalat með. Guðdómlega gott! Fyrirgefið! Íbúar Hringbrautar eru beðnir afsökunar á miklu grillfári og reyk síðustu daga. Ekki var um sinubruna að ræða heldur grillþrif og byrjunardrama. Einfallt Grillmatur má gjarnan vera einfaldur en þá skiptir sköpum að vera með ferskt og gott hráefni. Girnilegt grillmeðlæti Í vikunni langaði mig í djúsí fisk- rétt undir ítölskum áhrifum. Hollan mat en þó með smá ostatryllingi. Útkoman var vægast sagt ljúffeng. Diskar voru sleiktir og andvörp löng. Þorskur í ítalskri sósu með basil og furuhnetum Fyrir 4 800 g þorskhnakkar 2 gulrætur ½ laukur 1-2 hvítlauksrif 1 dós heilir cherry-tómatar 2 msk. ítalskt krydd 1 dl fersk basilíka ½ tsk salt (ég nota parmesan salt frá Nicolas Vahé) 1/3 tsk. pipar 60 g rifinn ostur 3 msk. rjómaostur 2 msk. furuhnetur 5 stk. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir ólífuolía Stillið ofninn á grill og 200 gráð- ur. Hitið 1 msk. af olíu í steypu- járnspotti eða pönnu, best er að nota slíkan pott svo hann geti farið beint inn í ofn. Saxið laukinn, gul- ræturnar og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til hann fer að mýkjast. Hellið tómötunum út í pottinn ásamt 1 msk. af ítalska kryddinu og 1 dl af saxaðri ferskri basilíku. Látið malla í 10 mínútur og slökkvið svo undir pottinum. Smell- ið svo þorskbitunum ofan á sósuna og saltið og piprið fiskinn. Setjið 1 msk. af ítölsku kryddi ofan á fisk- inn. Setjið rifinn ost, rjómaost og furuhnetur nokkuð jafn yfir fiskinn fagra. Að lokum koma saxaðir sól- þurrkaðir tómatar yfir og herleg- heitin eru höfð í ofninum í 12-15 mínútur eftir þykkt fisksins. tobba@mbl.is Morgunblaðið/Tobba Marinósdóttir Unaðslegur, já ég segi unaðslegur ítalskur fiskréttur! Fiskur er eitt af mínum uppáhaldshráefnum. Ekki aðeins er hann meinholl- ur og í raun ofurfæði heldur er hann hráefni sem hægt er að sinna lítið eða mikið allt eftir tíma og smekk. Soðinn fiskur á mínútum eða fiskur sem bú- ið er að nostra við tímunum saman, hvorttveggja er dásamlegt. Ítalskt og gott Þessi fiskréttur slær án efa í gegn hjá þeim sem elska ítalskan mat. Gott salat og hrísgrjón henta vel með. Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.