Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
✝ Stefán Krist-jánsson fædd-
ist í Reykjavík 8.
desember 1982.
Hann lést 28. febr-
úar 2018.
Foreldrar Stef-
áns eru Margrét
Stefánsdóttir kenn-
ari, f. 18. júní
1960, og Kristján
Matthíasson fiðlu-
leikari, f. 10. júní
1961, og er kona hans Guðrún
Bryndís Guðmundsdóttir geð-
læknir, f. 20. júlí 1963. Hálf-
systkini Stefáns eru Lára Krist-
ín Óskarsdóttir, f. 11. ágúst
1994, Anna Margrét Óskars-
dóttir, f. 19. janúar 1996, Ing-
unn Erla Kristjánsdóttir, f. 21.
maí 1994, sambýlismaður henn-
ar er Egill Axfjörð Friðgeirs-
son, f. 26. janúar 1987, og Matt-
hías Kristjánsson, f. 19. septem-
ber 1997. Stefán lætur eftir sig
einn son, Kristján, f. 1 ágúst
2003, og er móðir hans Harpa
Ingólfsdóttir Gígja hagfræð-
ingur. Sambýliskona Stefáns er
Lilja Björk Erlingsdóttir, f. 27.
ágúst 1972.
Stefán ólst upp að mestu hjá
móður sinni og hafði lögheimili
hjá henni að
Flyðrugranda 6.
Hann lauk skyldu-
námi frá Haga-
skóla og stúdents-
prófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Hann innritaðist
síðan í stærð-
fræðideild við Há-
skóla Íslands og
las þá jafnframt
mikið um hagfræðileg málefni.
Um tíma kenndi Stefán skák
hjá Skákskólanum og í grunn-
skólum borgarinnar og sinnti
jafnframt ýmsum störfum með
skákiðkun sinni. Stefán tefldi
á mörgum stórmótum hér
heima og víða um heim og
vann til fjölda verðlauna. Stef-
án var í Ólympíusveit Íslands
2000-2008, varð alþjóðlegur
meistari 2002 og skákmeistari
Reykjavíkur árin 2002 og
2006. Hann kláraði áfanga til
stórmeistara 2006, þá aðeins
23 ára, og varð síðan stór-
meistari í skák árið 2011.
Útför Stefáns fer fram frá
Neskirkju í dag, 15. mars
2018, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Yfir mig hellast minningar um
þig, elsku Stebbi minn. Alls stað-
ar sem ég fer. Þar ert þú – allt
minnir á þig. Ég sakna þín svo
óendanlega mikið. Þó að árin okk-
ar sjö hafi oft verið ansi storma-
söm þá var taugin svo sterk og
kærleiksrík sem hélt okkur
saman. Sem betur fer vorum við
opin og dugleg við að tjá tilfinn-
ingar okkar hvort við annað.
Sumum fannst skrýtið að við vær-
um saman vegna aldursmunar og
ýmislegs annars en við kærðum
okkur kollótt.
Við vorum búin að tala um að
verða gömul saman og létum okk-
ur dreyma um framtíðina. Ég finn
ennþá lyktina af þér og finn fyrir
nærveru þinni. Ég vakna stund-
um talandi við þig. Nú get ég bara
beðið eftir að sjá þig aftur þegar
minn tími kemur.
Elsku mamma Magga og fjöl-
skylda. Okkar missir er mikill.
Verum hvert öðru styrkur í sorg-
inni.
Þín
Lilja Björk.
Elsku yndislegi bróðir minn.
Orð fá ekki lýst hversu óraun-
veruleg tilfinningin er – að þú sért
farinn. Þú kenndir mér svo margt
og hjálpaðir mér þegar ég þurfti á
stuðningi að halda. Eitt það mik-
ilvægasta og síðasta sem þú sagð-
ir við mig var að það er ekkert að
óttast, aldrei, nema óttann sjálfan
og maður þarf að minna sig á það
þegar maður finnur fyrir honum.
Það eina sem er til og verður allt-
af til er núið, bæði óendanlega
stutt og óendanlega langt. Ég trúi
að þú sért hjá mér núna, og verðir
alltaf. Þá er ekkert að óttast.
Anna Margrét.
Sorg, hef ég lært, er einungis
ást. Öll ástin sem þú vilt gefa en
getur það ekki. Öll þessi uppsafn-
aða ást fyllir augnkrókana, hnút-
inn í hálsinum og holrúmið í
brjóstinu. Sorg er bara ást með
engan stað til að fara.
Lára Kristín.
Stefán hitti ég fyrst fyrir um 14
árum þegar við Kristján pabbi
hans hófum sambúð. Þá var Stef-
án nýlega orðinn pabbi, og Krist-
ján litli sonur hans eingöngu
nokkurra mánaða. Þeir feðgarnir
komu endrum og eins í heimsókn í
Daltúnið. Stefán hafði frá fyrstu
stund þægilega nærveru og ein-
hvern veginn fannst manni maður
alltaf hafa þekkt hann. Það var
gaman að spjalla við hann um allt
mögulegt og var hann laginn við
að láta fólki líða vel í návist sinni.
Þegar Kristján yngri eltist sá
maður hversu fallegt samband
hafði þróast á milli þeirra feðga
og stundum var eins og þeirra á
milli væri eitthvað í gangi sem við
hin skildum ekkert endilega. Ég
fékk einnig að kynnast snilligáfu
Stefáns þegar ég varð vitni að því
að hann tefldi blindskák við
pabba sinn sem hafði uppstillt
taflborðið fyrir framan sig. Stefán
var að hvíla sig í sófanum eftir
stóra máltíð og virtist ekki mjög
einbeittur – en hann vann að sjálf-
sögðu!
Það var mikið áfall fyrir Stefán
þegar móðir hans lenti í alvarlegu
slysi árið 2010. Stefán var mjög
náinn mömmu sinni og minntist
hann stundum á það að hann hefði
ekki komið sér í gegnum skólann
og annað ef hann hefði ekki haft
hana til að reka á eftir sér.
Komum Stefáns hingað í Dalt-
únið fækkaði síðastliðin ár, þó
kom hann nokkrum sinnum og
dvaldi hjá okkur í nokkra daga.
Ég minnist þess sérstaklega í eitt
skiptið þegar Stefán var hér og
Kristján yngri kom og úr varð
góð stund með fótbolta og
skemmtilegheitum. Þó að óvissan
um framtíðina væri alltaf handan
við hornið hafði Stefán lag á að
njóta stundarinnar með strákn-
um sínum. Síðast þegar Stefán
dvaldi hjá okkur hafði dregið af
honum. Hann hafði á orði að
framtíðarfyrirmyndirnar væri
ekki að finna í þeim heimi sem
hann var kominn með báða fætur
í. Samt var alltaf stutt í stoltið og
vildi hann ekki eða treysti sér
ekki til að þiggja stuðning frá öðr-
um. Hann ætlaði í gegnum þetta á
sinn hátt. Því miður vannst hon-
um ekki tími til að klára þá vinnu,
sem hann þó var byrjaður á.
Kæri Stefán, hvíl í friði.
Guðrún Bryndís
Guðmundsdóttir.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Það er kaldhæðnislegt að setj-
ast loksins niður nú á dánardegi
Stefáns bróður míns Guðmunds-
sonar sem lést fyrir ári úr hjarta-
áfalli tæplega 56 ára. Annar Stef-
án sem er mér ekki síður ástkær
lést fyrir skömmu aðeins 35 ára,
en fyrir tæpum tuttugu árum lést
sonur minn Guðmundur Ísar að-
eins 13 ára. Harmurinn sem að
okkur er kveðinn er hyldjúpur
enda um að ræða snöggt andlát,
fyrirvaralaust, þegar þeir Stebbi
bróðir, Stebbi Kristjáns og Gúndi
féllu frá. Yngstu börnin mín hafa
nú misst báða eldri bræður sína,
skyndilega, og gullhjartað Stefán
bróður. Ég kynntist Stefáni hálfu
ári áður en ég kynntist föður
hans. Við Margrét móðir hans
þekktumst og synir okkar kynnt-
ust sumarið 1992 á Laugarvatni,
þegar Magga var að vinna á
Edduhótelinu í menntaskólanum
en ég leigði íbúð hjá hreppnum og
vann við skriftir. Gúndi var með
mér á Laugarvatni þetta sumar
og Stefán með Möggu. Þeir urðu
strax perluvinir, Stefán að verða
tíu ára og guttinn minn að verða
sjö. Mynd í huga mér er meðal
annars: tveir glókollar, ánægðir
út að eyrum að spila fótbolta. Og
þegar Stebbi bróðir kom í heim-
sókn var hamingjan í hámarki.
Hálfu ári síðar voru þeir Stebbi
Möggu og Gúndi Guggu orðnir
stjúpbræður og eignuðust sam-
eiginlegan bróður, Matthías, og
systur, Ingunni Erlu. Stefán
eignaðist einng systurnar Láru
Kristínu og Önnu Margréti. Þeir
höfðu um margt að tala þegar
þeir hittust þann stutta tíma sem
Gúndi átti eftir að lifa og Stebbi
kenndi Gúnda auðvitað mann-
ganginn.
Stefán var sérlega ljúfur
drengur sem hafði góða nærveru,
hann var hvers manns hugljúfi,
skarpgreindur eðaldrengur í alla
staði. Það var honum mikið áfall,
eins og okkur öllum, þegar
Magga lenti í slysi fyrir allnokkr-
um árum og varð aldrei söm. Þau
voru gífurlega náin mæðgin og
örlög hennar tók hann nærri sér
eins og við öll sem þekkjum
Möggu.
Við erum harmi slegin vegna
andláts elsku Stefáns Kristjáns-
sonar, hans minning mun lifa
meðal þjóðarinnar því hann hefur
sannarlega markað djúp spor í
skáklistina. Enn einn íslenskur
drengur, með glæsilegan feril í
sínu fagi, er fallinn í valinn allt of
ungur. Hann vann marga stór-
sigra í skákinni en tapaði á tafl-
borði lífsins, elsku hjartagullið,
drengurinn sem ég var svo lán-
söm að kynnast ungum að aldri.
Stefán Kristjánsson skilur eft-
ir sig yndislegan dreng, Kristján,
sem mun dafna og blómstra um
ókomin ár og bera föður sínum
fagurt vitni. Elsku Magga, Krist-
ján og stórfjölskyldur ykkar
beggja, með þessum fátæklegu
orðum votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Guðbjörg Gróa
Guðmundsdóttir.
Einstaki húmoristinn, djúpi
hugsuðurinn, fagra sálin, klári,
stríðni, sæti Stebbi. Við erum öll í
lausu lofti.
Hvað nú?
Hljómsveitin Radiohead fang-
ar ástandið vel;
Það er ekki allt í lagi, það er
ekki allt í lagi, það er ekki allt í
lagi.
Það er allt í lagi, það er allt í
lagi, það er allt í lagi.
Það er ekki allt í lagi, það er allt
í lagi, það er allt í lagi,
það er allt í lagi.
Þínar frænkur,
Ragnhildur Lára (Ragga
Lára) og Margrét Helga
(Magga Helga).
Það er með ólýsanlegri sorg í
hjarta sem við nú kveðjum
Stebba frænda, son Möggu syst-
ur, stórmeistarann. Hann var ein-
stakur maður sem við áttum í
mjög nánum tengslum við, rædd-
um andleg málefni og tilgang lífs-
ins. Stebbi var friðarsinni, ljúfur
og kærleiksríkur, hafði góða
kímnigáfu en hjá honum var alltaf
stutt í grínið. Hann var fallegur,
innan sem utan, talaði aldrei illa
um náungann, hafði alltaf það að
markmiði að bæta sig og nú síðast
að tileinka sér lífsreglurnar fjór-
ar, byggðar á lífsspeki Toiteka-
indíána, sem afinn deildi með
barnabörnunum sínum.
Stebbi átti margar góðar
stundir með afa og ömmu á
Dragaveginum, en þar átti hann
öruggt athvarf og leið vel.
Synir okkar voru nánast sem
bræður, nú báðir 14 ára en Stebbi
frændi var mikið með þá saman
þegar þeir voru yngri. Kristján
var sólin í lífi hans en Stebbi ætl-
aði alltaf að vera til staðar fyrir
hann þegar hann næði sér aftur á
beinu brautina. Lífið virðist
stundum ósanngjarnt, við vitum
lítið fyrir fram um hvert leið ligg-
ur, gjarnan annað en við gerðum
ráð fyrir. Þótt Stebbi hafi dregist
dýpra inn í veröld undirheima
lifði ljósið með honum innst inni
og vonin um betra líf. Það að svo
margir láti líf sitt vegna vímuefna
er samfélagslegt nútímamein sem
þarf að horfast í augu við með því
að ræða opinskátt um undirheim-
ana, hvað sé löglegt og hvað ólög-
legt og hvað sé í raun og veru
hægt að gera til að vonin um
betra líf geti orðið að veruleika
hjá þeim sem þangað rata.
Góðar minningar um fallega og
hreina sál lifa – geislar góð-
mennsku lýsa upp myrkrið.
Takk, takk, takk Stebbi fyrir
allt. Við í fjölskyldunni elskum
þig öll og styðjum hvert annað í
sorginni yfir því að missa þig úr
lífi okkar.
Lára frænka, Guðni,
Hróar og Stefán Franz.
Hann var sjö ára og sat við
borðið og horfði á stórt hvítt blað
fyrir framan sig. Yfir hann kom
einhver ótrúlegur sköpunarkraft-
ur – hann teiknaði hratt með lit í
hendi sem þeyttist yfir flötinn,
skransaði og krassaði og sprakk
með tilheyrandi hljóðum, blístr-
um og skruðningi. Þetta var orr-
usta spúandi dreka, óvætta og
manna sem lifnuðu við á blaðinu.
Orrustan var upp á líf og dauða.
Innlifunin var alger. Hvert strik
hafði sögu og tilgang. Það var
magnað að sjá hvernig myndin
varð til. Marglaga listaverk sem
hægt var að lesa aftur á bak og
áfram.
Fljótlega leysti taflborðið
teikniblaðið af hólmi. Þar háði
Stebbi margar orrustur og vann
marga eftirminnilega sigra. Hann
gat séð leikinn fyrir. Útsjónar-
samur, hugmyndaríkur og kænn
hugur hans óf flókin útspil langt
fram í tímann.
Það er eins og hver orrusta hafi
runnið sitt skeið þegar nýjar
áskoranir birtust. Spilamennska
og póker yfirtóku skákina og
hann náði einnig undraverðum
árangri þar.
Erfiðustu baráttuna háði
Stebbi við fíknina. Hann leitaði
svara um tilgang lífsins. Hann
gerði orð Nietzsches að sínum, að
lífið er ekki ráðgáta til að leysa
heldur leyndardómur til að lifa.
Nú er myndin hans Stebba full-
kláruð og við reynum að lesa hana
til baka.
Stebbi er farinn á undan okkur
inn í víddir heimsins. Með ólýs-
anlegri sorg og söknuði sendi ég
syni hans, foreldrum og systkin-
um hjartans heimsins ljós og
kærleika. Líka afa hans sem átti í
honum hvert bein frá því hann
fæddist.
Ragnhildur (Ragga).
Þann 28. febrúar síðastliðinn
misstum við ástkæran vin okkar
og frænda. Frænda sem í raun
var okkur sem bróðir og sonur,
enda vorum við meira og minna
saman öll sumur, og margar helg-
ar, frá því að hann var átta ára
gamall. Við verðum ævinlega
þakklát fyrir allar samverustund-
irnar og fyrir að hafa fengið að
kynnast honum svo vel. Stebbi
var tíu ára þegar hann hóf að
sækja skákæfingar hjá TR og
náði undraverðum árangri á
skömmum tíma. Ekki leið á löngu
þar til alþjóðlegur titill var í höfn
og síðar kom sá stóri. Stórmeist-
aratitillinn náðist þó ekki ein-
göngu vegna meðfæddra hæfi-
leika. Stebbi var mikill
keppnismaður og ef áhuginn var
fyrir hendi var tekið á hlutunum
af einurð og festu. Hann gat setið
og teflt við okkur sleitulaust tím-
unum saman án þess að á honum
sæjust þreytumerki. Hann var
ekki bara hógvær stórmeistari,
heldur einfaldlega vingjarnlegur
og góður meistari. Það var alltaf
stutt í hláturinn enda var Stebbi
einstaklega skapgóður og tók öll-
um hlutum með jafnaðargeði. Þó
að skákin hafi leikið stórt hlut-
verk brölluðum við ýmislegt ann-
að. Við eigum svo margar góðar
minningar með Stebba. Öll ferða-
lögin um landið með afa og ömmu,
þar sem leikjatölvan og boltinn
voru tekin með og blindskák tefld
á leiðinni undir ljúfum tónum ZZ
Top. Fótbolti var ekki bara spil-
aður á sparkvelli, heldur líka inni í
stofu þar sem húsgögnin fengu að
kenna á því og í tölvu, þar sem
rígur stórvelda fótboltaheimsins
var útkljáður fram á nótt. Sama
hvernig fór var mikið hlegið og
allir skildu sáttir, en sigur-
vegarinn gætti þess þó að minna
hina á úrslitin. Við kveðjum nú
Stebba í hinsta sinn með trega og
sorg, en einnig með þakklæti fyrir
allt sem hann gaf okkur og við
munum varðveita allar góðu
minningarnar um ókomna tíð.
Þórarinn Stefánsson,
Katrín Þórarinsdóttir og
Stefán Þórarinsson.
Það voru þung tíðindi að fá, tíð-
indin um andlát Stefáns Krist-
jánssonar, sem einn vinur okkar
færði mér símleiðis. Nær tveimur
vikum síðar sat ég í afgreiðslu lík-
amsræktarstöðvar. Í rælni minni
fletti ég blaðinu og allt í einu
blasti dánartilkynning Stebba við
mér. Óraunverulegri tilfinningu
hef ég sjaldan fundið. Akkúrat í
þessari afgreiðslu sátum við fé-
lagarnir svo oft á árum áður. Ný-
búnir í rækt, sjænaðir og flottir
með heilsudrykk í hönd að ræða
hitt og þetta, á leiðinni að bralla
hitt og þetta. Hugur hans var op-
inn, andlega þenkjandi. Man þeg-
ar hann var að pæla í að læra jap-
önsk fræði sem höfðu heillað
hann.
Hann var einn allra sterkasti
íslenski skákmaður sögunnar,
slíkir voru þessir meðfæddu hæfi-
leikar sem hann var þekktur fyr-
ir. Eitt hæfileikabúnt, góður í
öllu. Þekkt er sagan þegar Stefán
var að tefla við sterkan skák-
meistara og einn þekktasti skák-
meistari sögunnar, sem þá var
kominn á efri ár, fylgdist með
skákinni og kom að Stefáni eftir
skákina og hvíslaði að honum að
hann hefði aldrei vitað hverju
hann myndi leika næst.
Síðasta minningin um Stebba
er góð að ylja sér við. Þá tefldum
við nú í vetur á Íslandsmóti skák-
félaga. Hann vann örugglega,
eins og alltaf þegar við tefldum.
Að lokinni skák gerði hann svo
hefðbundið grín að mér á góðlát-
legan hátt, taldi taflmennsku
mína vafasama og hló. Megi allar
góðir vættir veita fjölskyldunni
styrk á þessum erfiðu tímum.
Minningin um Stebba Kristjáns
lifir.
Stefán Steingrímur
Bergsson.
Síðustu vikur hafa verið
stormasamar. Skömmu eftir að
ég fagnaði því að ná langþráðum
stórmeistaratitli í skák fékk ég
símtal frá bróður mínum um að
góðvinur okkar beggja frá blautu
barnsbeini, Stefán Kristjánsson,
væri fallinn frá. Stefán var sjálfur
stórmeistari í skák og á því sviði
lágu leiðir okkar saman.
Mig langar að skrifa örfá orð,
til að minnast þessa góða drengs,
sem heillaði okkur alla bæði með
framgöngu sinni við taflborðið og
utan þess. Með leiftrandi gáfum
sínum og húmor. Með kaldhæðni
sinni og með sínum sterka kar-
akter. Með glæstum skáksigrum
sem alltaf munu halda minningu
hans á lofti.
Stefán byrjaði mikið seinna að
tefla en við hinir. En ekki leið á
löngu þangað til hann var orðinn
sterkari en við allir. Það þarf að
hafa margt til brunns að bera til
að vera góður skákmaður. Og
Stebbi bjó yfir kostum sem létu
hann taka fram úr okkur og vera
skrefinu á undan. Í bland við nátt-
úrulega tilfinningu fyrir leiknum
hafði hann stáltaugar, ásamt því
að vera bæði úrræðagóður og þol-
inmóður í erfiðum stöðum. Það
var eins og styrkur hans ykist í
hverri skák, nánast með hverjum
leik, og það var augljóst að hann
myndi ná langt. Eins langt og
hann vildi. Ég tefldi með honum
um allan heim á árunum 1997-
2005. Á stöðum eins og Aþenu,
Ohrid, Búdapest, Mallorca og
Gautaborg. Á Evrópumótum og
Ólympíumótum. Við urðum al-
þjóðlegir meistarar. Við nutum
lífsins. Lögðum hart að okkur í
skák, ræddum um skák en líka
um allt á milli himins og jarðar.
Vorum keppinautar en fyrst og
fremst góðir vinir og á milli okkar
ríkti gagnkvæm virðing. Við
borðuðum á fínum veitingastöð-
um og rússuðum um götur Búda-
pest í ódýrum leigubílum. Okkur
voru allir vegir færir. Í einni ferð-
inni sagði hann við mig að við yrð-
um báðir stórmeistarar. Ég man
alltaf hvað ég var ánægður með
þá spá hans. Þá trú hans. Við urð-
um það, og ég veit að hann fylgd-
ist með því, og þú ruddir brautina
Stebbi og sýndir okkur hinum að
þetta var hægt. Þetta er hægt.
Þegar kom að skák sá ég í honum
viljastyrk og trú sem ég fann ekki
alltaf hjá sjálfum mér.
Á taflborði lífsins fer fram ann-
ar bardagi, sem lýtur öðrum lög-
málum en sá leikur sem við lögð-
um fyrir okkur. Í skák má finna
ákveðna sanngirni, ákveðið rétt-
læti, ef svo má að orði komast. Í
henni er rökleg framvinda, sam-
fella sem við getum stýrt upp að
ákveðnu marki. Lífið er ekki
þannig, á köflum er það hvorki
réttlátt né sanngjarnt.
Árið 2010 lenti móðir Stefáns í
alvarlegu slysi. Það var reiðarslag
fyrir alla fjölskylduna. Ég get
með engu móti skýrt eða skilið
hvað síðan gerðist, á allra síðustu
árum, en það fór að halla undan
fæti. Það eru til stormar sem við
getum ekki staðið af okkur. Ég
mun minnast Stefáns sem eins
sterkasta skákmanns sem Ísland
hefur alið, en fyrst og fremst ylja
mér við og minnast okkar góða og
trausta vinskapar utan skák-
borðsins.
Ég votta nánustu aðstandend-
um Stefáns mína dýpsta samúð.
Megi allt gott umvefja ykkur og
styrkja ykkur í sorginni.
Bragi.
Í dag kveð ég góðan vin minn,
Stefán Kristjánsson stórmeist-
ara. Mig langar að minnast hans
hér í fáeinum orðum.
Ég kynntist Stefáni fyrst árið
1993 þegar hann byrjaði að mæta
á æfingar í Taflfélagi Reykjavík-
ur. Það fór ekki mikið fyrir Stef-
áni til að byrja með en hann var
fljótur að taka framförum í skák-
inni. Árið 1997 tapaði ég minni
fyrstu keppnisskák gegn honum, í
Politiken Cup í Danmörku. Á
þeirri stundu áttaði ég mig á því
að þarna væri á ferðinni mikið
efni í skákinni. Við Stefán byrj-
uðum að fara æ oftar út að tefla
saman og kynntumst við vel og
náðum vel saman þó að ólíkir
værum við. Eftirminnilegustu
ferðirnar með Stefáni voru Ól-
ympíuskákmótið í Istanbúl árið
2000 og mótin þar sem hann land-
aði stórmeistaraáföngunum sín-
um, 2004 í Noregi og 2006 í
Austurríki. Þetta voru miklir
gleðitímar og var glatt á hjalla þá.
Stefán
Kristjánsson