Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Stefán var síðan formlega út-
nefndur stórmeistari árið 2011 og
var þá eins og áhuginn dofnaði og
önnur áhugamál tóku við hjá
honum.
Mig langar að lýsa Stefáni að-
eins sem skákmanni. Stefán var
með gott stöðumat og var góður
að skynja hvenær krítísku augna-
blikin væru að koma upp í skák-
unum. Hann var góður að reikna
út leikjaraðir. Stefán hafði stál-
taugar við skákborðið og lét ekk-
ert slá sig út af laginu þó að stað-
an væri flókin og hann í
tímahraki. Ískaldur töffari. Það
var ekki laust við að við hinir öf-
unduðum hann smá af þessum
eiginleika hans. Ef ég ætti að
finna einhvern veikleika á honum
sem skákmanni voru það líklega
byrjanirnar hans, sem voru
stundum ekki nægilega góðar
eins og hjá svo mörgum íslensk-
um skákmönnum. Ég er á þeirri
skoðun að Stefán hefði getað orð-
ið sterkur 2600-2650 Elo-stiga
stórmeistari ef hann hefði við-
haldið áhuganum og lagt sig í það
verkefni.
Sá Stefán sem ég vil muna eftir
var klár og skemmtilegur dreng-
ur, vinur vina sinna og með hár-
beittan svartan húmor. Ég fékk
stundum að finna fyrir þeim
húmor.
Stefán var listrænn í eðli sínu
enda hafði hann ekki langt að
sækja það. Kristján Matthíasson
faðir hans hefur einmitt starfað
mikið við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Oft var hlustað á klassísk
tónverk og góða kvikmyndatón-
list í skákferðunum og á Flyðru-
granda hér á árum áður.
Hin síðari ár byrjaði Stefán að
einangra sig mikið og heyrði mað-
ur lítið sem ekkert í honum. Ég
hugsaði oft út í það hvort Stefáni
tækist ekki að vinna sig úr erfið-
leikum sínum en því miður gerð-
ist það ekki.
Ég kveð góðan vin með sökn-
uði og votta fjölskyldunni innilega
samúð mína á þessum erfiðu
tímum.
Þér góðir englar lýsi leið,
er liðið hefur dapra neyð,
og flytji þig í hásal hans,
sem huggun best er sálu manns.
Þó mæða væri um margt þitt líf,
þér mildan dóminn færi, og hlíf
sé ljósið skæra lausnarans,
sem lýsir best upp hugskot manns.
Friðarkærleiks góður Guð,
sem gefur allan lífsfögnuð,
verndi þig og veiti frið.
Vel ég þess af hjartabið.
(Gísli á Uppsölum)
Jón Viktor Gunnarsson.
Það er mjög óraunveruleg og
vond tilfinning að vita að Stefán
Kristjánsson sé látinn. Þrátt fyrir
að samband okkar hefði minnkað
mikið síðustu ár leit ég alltaf á
hann sem gamlan og traustan vin.
Ég kynntist Stebba á skákæf-
ingum í Melaskóla. Hann var
fimm árum eldri en ég og hann
var mín helsta fyrirmynd í skák-
inni. Hann var mjög skemmtileg-
ur strákur, alltaf í góðu skapi og
stutt í grínið. Hann var einn efni-
legasti skákmaður sem Íslending-
ar hafa eignast og er það enn
merkilegra í ljósi þess hversu
seint hann byrjaði að tefla. Gífur-
legt sjálfstraust og stáltaugar
voru aðalsmerki Stebba og í raun
má segja að hann hafi verið ótrú-
lega fljótur að ná árangri í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Það sást líka síðar þegar hann
byrjaði að spila póker og náði þar
að verða með þeim bestu í heimi á
ótrúlega stuttum tíma.
Stebbi var mjög vinsæll og
vinamargur innan skákhreyfing-
arinnar á Íslandi en var samt allt-
af góður við mig þrátt fyrir að ég
væri þessum árum yngri. Við fór-
um saman í ótal keppnisferðir í
skák og með okkur myndaðist
mikil vinátta.
Ein eftirminnilegasta skák-
ferðin sem ég og Stebbi fórum
saman í var First Saturday-
áfangamótið í Búdapest árið 2006.
Margir skákmenn hafa ákveðna
siði fyrir skákir og okkar rútína
fyrir hverja skák var að hlusta á
sama lagalistann og svo á kvöldin
horfðum við á Jack Bauer bjarga
heiminum í 24. Þessi rútína snar-
virkaði og okkur gekk báðum frá-
bærlega á mótinu. Ég náði mínum
fyrsta áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli og Stebbi sínum öðr-
um stórmeistaraáfanga. Stebbi
var svo útnefndur stórmeistari í
skák árið 2011. Á þessu tímabili
vorum við í talsverðu sambandi
og margar góðar minningar frá
íbúðinni hans á Flyðru-
grandanum. Þá var oft hlustað á
tónlist og kallaði Stebbi mig yfir-
leitt „DJ“ en ég kallaði hann
„Æðstastur“ sem sýndi hversu
mikið álit ég hafði á honum.
Síðustu ár fórum við hvor sína
leiðina en hann átti alltaf stóran
sess í hjarta mínu. Ég mun alltaf
muna eftir Stebba sem sérstak-
lega góðum vini og félaga og það
er svo sorglegt að hann sé farinn
langt fyrir aldur fram. Ég vil
votta fjölskyldu Stefáns Krist-
jánssonar mína dýpstu samúð.
Dagur Arngrímsson.
Hann gekk til mín hægum
skrefum með góðlátlegt bros á
vör, klæddur íþróttabuxum og
leðurjakka. Hreyfingarnar
minntu svolítið á James Dean og
spengilegur líkaminn gaf í skyn
að þarna færi góður íþróttamað-
ur. Hann snaraði sér lipurlega inn
í bílinn og sagði kíminn á svip:
„Ég geri ráð fyrir því að þú sért
þú, ég er að minnsta kosti ég.
Hvað ætluðum við aftur að
ræða?“
Þannig kom Stefán Kristjáns-
son mér fyrst fyrir sjónir, sér-
stæður og skemmtilegur en eilítið
fjarrænn. Stefán bar mikla per-
sónu. Hann var afburðavel gef-
inn, framúrskarandi góður skák-
maður og fór hiklaust lítt troðnar
slóðir þegar honum sýndist svo. Í
seinni tíð brá hann gjarnan yfir
sig hörðum skráp þess sem segir
sig frá hefðbundnum lífsstíl en
það skein þó alltaf í góðmennið
einhvers staðar á bak við brynju
töffarans.
Kannski áttu leiftrandi gáfur
stærstan þátt í því hve Stefán
undi lítt við meðalmennsku og
drunga hversdagslífsins. Hann
átti í linnulítilli baráttu við óvin
sem fáir hafa sigrað, og eftir að
hafa gengið óvarðaða stigu árum
saman var vegmóðum vandratað
á alfaraleið.
Nú hefur húmað að vini mínum
Stefáni en fyrir þeim sem til
þekktu logar ljós hans skært og
mun ekki slokkna. Ég treysti því
að Stefán rati nú á þær slóðir lífs-
lausnar sem hugur hans hefur
alltaf þráð.
Fjölskyldu Stefáns og vensla-
fólki votta ég samúð og bið þeim
Guðs blessunar.
Jón Þorvaldsson.
Góður vinur er fallinn frá.
Minningarnar streyma fram og
maður á bágt með að sætta sig við
þessi ótímabæru tíðindi.
Við Stefán kynntumst þegar
hann fór að stunda skákæfingar
hjá Taflfélagi Reykjavíkur 12-13
ára gamall. Ég var þá leiðbein-
andi á svokölluðum laugardags-
æfingum og tók snemma eftir
skákhæfileikum Stefáns. Fljót-
lega eftir að hann byrjaði að
mæta á æfingarnar var hann far-
inn að sigra sér eldri og reyndari
nemendur. Mér varð ljóst á þess-
um árum að Stefán hafði ótrúlega
hæfileika og virtist ekki hafa mik-
ið fyrir hlutunum. 13 ára aldurs-
munur var á okkur og ekki hvarfl-
aði að mér á þessum tíma að við
ættum eftir að verða vinir og
ferðast margoft saman á skákmót
erlendis. Ólympíuskákmótin í
Istanbúl árið 2000, Bled 2002,
Mallorca 2004, Tórínó 2006 og
Dresden 2008 koma upp í hugann.
Stefán var einungis 17 ára gamall
þegar hann var valinn í Ólympíu-
lið Íslands í skák árið 2000. Það
voru forréttindi að fá að kynnast
Stefáni. Greind, stáltaugar og
kímnigáfa voru aðalsmerki hans.
Að geta haldið ró sinni þrátt fyrir
að eiga bara nokkrar sekúndur
eftir á klukkunni er öfundsverður
eiginleiki. Iðulega snúið á and-
stæðinginn og hann mátaður
þrátt fyrir að tíminn væri nánast
búinn.
Stefán var hvers manns hug-
ljúfi. Rólegur í fasi og aldrei
heyrði ég hann hallmæla nokkr-
um manni. Þrátt fyrir að hafa náð
framúrskarandi árangi við það
sem hann tók sér fyrir hendur
bar aldrei á neinu monti eða
hroka hjá Stefáni. Einungis bros
þegar stærstu sigrunum var
landað.
Fjölskyldu Stefáns sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur. Þín
verður sárt saknað.
Þröstur Þórhallsson.
Ég kynntist Stebba þegar
hann byrjaði fyrst að tefla. Þótt
hann væri í árganginum á undan
vorum við báðir 11 ára enda mun-
aði bara tveimur mánuðum á okk-
ur í aldri, hann fæddur í desem-
ber og ég í febrúar. Ég hafði
sjálfur stundað skák í nokkur ár,
með þokkalegum árangri að eigin
mati, en það leið ekki á löngu þar
til Stebbi var orðinn betri en ég.
Síðan varð hann betri en allir
strákarnir. Sautján ára gamall
var hann kominn í landsliðið og
orðinn einn allra fremsti skák-
maður þjóðarinnar.
Færni Stebba á skákborðinu
kom líka snemma í ljós. Hann
byrjaði tiltölulega seint að tefla
miðað við marga aðra en var fljót-
ur að bæta upp fyrir það með
mikilli ástundun og óbilandi
metnaði. Ég man sérstaklega eft-
ir því hvað hann var viljugur að
skoða skákir sem hann tapaði illa.
Aftur og aftur skoðaði hann þess-
ar skákir þar til hann var búinn
að læra af mistökunum. Ef ein-
hver var svo heppinn að ná að
snúa á hann, gat sá hinn sami ver-
ið viss um að það gerðist ekki aft-
ur með sama hætti.
Við Stebbi urðum fljótt góðir
vinir. Við áttum vel saman, höfð-
um sömu áhugamál og svipaðan
húmor. Báðir áttum við heima í
Vesturbænum og vorum því jafn-
an samferða niður í Taflfélag og
heim aftur. Oftar en ekki sátum
við lengi og spjölluðum saman áð-
ur en við kvöddumst. Það var allt-
af gott að tala við Stebba. Fyrir
utan hvað hann var fyndinn og
skemmtilegur þá var hann svo
hreinn og beinn að hann sagði
alltaf hlutina eins og hann sá þá.
Og hann var svo skýr í hugsun að
yfirleitt hafði hann rétt fyrir sér.
Með árunum styrktist vináttan
og við eyddum ótal stundum sam-
an. Margar minningar koma upp
í hugann: Kiddakvöld hjá Óla H.;
heimsóknir í Seiðakvíslina til Óla
Kjartans, vinar okkar; utan-
landsferðir á skákmót, tónleika,
fótboltaleiki og bardaga hjá okk-
ar manni, Gunnari Nelson. Og
svo öll hin skiptin þar sem við
kíktum í heimsókn hvor til ann-
ars eða hittum aðra vini. Allt eru
þetta ljúfar og góðar minningar.
Það var erfitt að horfa upp á
vin sinn feta hina vafasömu slóð
fíknar síðustu árin. Sérstaklega
var vont að geta lítið hjálpað til
þar sem Stebbi hafði alltaf verið
boðinn og búinn að aðstoða mig ef
eitthvað bjátaði á. Lengi hélt
maður í vonina um að hann næði
að rífa sig upp og sigrast á erfið-
leikunum. Þessi klári náungi, sem
maður var svo stoltur af að kalla
vin sinn.
Samskiptin minnkuðu nokkuð
síðustu árin en við hittumst þó
alltaf öðru hverju, í hinsta skiptið
á Íslandsmóti skákfélaga síðast-
liðið haust. Eftir skákina skutlaði
ég Stebba heim og við sátum
lengi eftir og spjölluðum saman.
Það lá vel á okkur báðum og við
ræddum hvað það yrði gaman að
fara í utanlandsferð næsta
sumar. Þótt við vissum innst inni
að líklega yrði aldrei af þessum
áformum var gott að láta sig
dreyma. Í smástund var eins og
allt væri mögulegt og framtíðin
óskrifað blað. Við kvöddumst með
faðmlagi eins og svo oft undir það
síðasta.
Mikið er sárt að þurfa að skrifa
þessi minningarorð um þig,
Stebbi minn. Ég á eftir að sakna
þín. Fjölskyldunni sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Sigurður Páll Steindórsson.
Ég man þegar ég sá þennan
eftirtektarverða strák fara að
tefla fyrst á skákmótum um 11-12
ára gamall. Ekkert rosalega góð-
ur þá og var töluvert lakari en
jafnaldrarnir. En fljótlega sást að
hann hafði eitthvað sem aðrir
höfðu ekki endilega. Það stóð
heldur ekki lengi að hann væri
lakari en jafnaldrarnir því hann
náði þeim fljótlega og var
skömmu síðar orðinn betri en þeir
flestir. Stefán hafði mikla skák-
hæfileika frá náttúrunnar hendi.
Hann bar enga virðingu fyrir
andstæðingum sínum og var al-
gjörlega taugalaus. Ég minnist
Ólympíuskákmótsins á Mallorca
2004 þegar hann var hvað eftir
annað næstum því fallinn á tíma
en lék á síðustu sekúndunni
sallarólegur. Liðsstjórinn var
hins vegar að fara á taugum.
Stefán var fljótur að stimpla
sig inn og var valinn í Ólympíu-
liðið árið 2000. Í landsliði Íslands
átti hann fast sæti til 2008. Þá var
annað áhugamál, pókerinn, orðið
honum hugleiknara og skákiðkun
minnkaði. Stefán var reyndar aft-
ur valinn í landsliðið árið 2011 eft-
ir frábæra frammistöðu það skák-
árið en þá varð hann að hætta við
að fara með dags fyrirvara vegna
bakmeiðsla.
Ég fór tvisvar í landsliðsferðir
með Stefáni, 2004 og 2007. Góður
og skemmtilegur liðsfélagi sem
var gaman að fara með í slíkar
ferðir. Hann gat hins vegar ært
mann með þessu sífellda tíma-
hraki – en skildi ekkert í því að
það væri verið að gera athuga-
semdir við það. Taugakerfi hans
var miklu fullkomnara en annarra
liðsfélaga.
Stefáns og góðrar nærveru
hans söknum við úr skákhreyf-
ingunni. Hreyfingin hefur misst
góðan mann og félaga.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Gunnar Björnsson, forseti
Skáksambands Íslands.
Ég kynntist Stefáni Kristjáns-
syni haustið 1993 þegar ég, nýi
kennarinn, bauð upp á skák-
kennslu í Melaskóla. Stebbi, eins
og hann var ætíð kallaður, varð
strax mjög áhugasamur og mætti
alltaf. Hann bætti sig jafnt og
þétt og fljótlega varð hann sterk-
asti skákmaður skólans og sama
gilti er hann fór yfir í Hagaskóla.
Í skákkeppnum grunnskólanna
var ekki hægt að hugsa sér betri
fyrsta borðs mann en Stebba.
Hann lagði sig alltaf fram og var
jafnframt hvetjandi við liðsfélaga
sína á sinn yfirvegaða hátt.
Það var alltaf gaman að fylgj-
ast með Stebba tefla. Hann var
hugmyndaríkur í sókn og þraut-
seigur í vörn. Einnig hafði hann
þann einstaka hæfileika að halda
ró sinni og einbeitingu í öllum
stöðum, og þá skipti ekki höfuð-
máli hver andstæðingurinn var
eða hversu mikið var í húfi. Þessir
sömu eiginleikar fylgdu honum
alla tíð, er hann fór síðar að etja
kappi við stórmeistarana og verða
að lokum einn þeirra.
Ég minnist Stebba sem góðs
félaga, ætíð var stutt í bros og
glettni. Aldrei heyrði ég hann
hallmæla nokkrum manni. Það
verður tómlegt að mæta á skák-
viðburði án þess að hitta hann.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu og vina Stebba á þess-
um erfiðu tímum.
Arngrímur Þór
Gunnhallsson.
Í dag fylgjum við
elsku Dísu ömmu
síðasta spölinn,
spor sem alltaf er
erfitt að ganga.
Amma var sannkölluð hvunn-
dagshetja og minningar um
brosmilda, hjartahlýja og
umhyggjusama konu lifa í hjört-
um okkar sem eftir stöndum.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það er gott til þess að vita að
núna ertu komin til afa og sam-
an haldið þið ykkar ævintýra-
siglingum áfram í eilífðarland-
inu.
Hvíl í friði, elsku amma.
Harpa, Trausti og
barnabarnabörn.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta
blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og
þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að
sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Elsku Dísa. Þín er sárt sakn-
að hér. Við horfum á eftir ætt-
arstólpunum, einum og einum,
hverfa yfir móðuna miklu og það
myndast sífellt stærra skarð í
ættina okkar við brotthvarf
hvers og eins ykkar. Þetta er
gangur lífsins en hann er samt
svo sár.
Fyrir mér, kennaranum, var
alltaf eins og það hefði verið
„samasemmerki“ á milli þín og
Trausta. Trausti=Dísa. Þessi
nöfn hafa eiginlega alltaf verið
sögð í sömu hendingu frá því ég
man eftir mér, því svo náin vor-
uð þið hjónin. Alveg frá því að
ég var barn og eftir að Trausti
frændi dó. Þú varst alltaf Dísa
hans Trausta. Hann nefndi jafn-
vel trilluna sína eftir þér þannig
að þú varst greinilega alltaf í
huga hans þó hann væri úti á
sjó. Þið voruð líka einstaklega
mannblendin og hrókur alls
fagnaðar á ættarmótum og það
var greinilega í genunum því öll
ykkar afkvæmi eru þannig.
Glaðværð og ævintýri einkenndu
ykkur eftir mikið heimshorna-
flakk sem á sínum tíma var al-
veg einstakt og sögurnar af
framandi lífi voru mörgum svo
framandi.
Það var alltaf gott samband á
milli fjölskyldu minnar og þinn-
ar og núna síðustu árin fékk ég
að kynnast þér aðeins nánar
heldur en í gegnum heimsóknir,
ættarmót, afmæli og aðra lífs-
viðburði. Ég var nefnilega um
tíma gestakennari við Háskól-
ann á Akureyri og kenndi í stað-
lotum. Í nokkur af þeim skiptum
sem ég fór norður þá gisti ég
hjá þér í Langholtinu. Þú dekr-
aðir við mig og varst frábær
Ásdís
Ólafsdóttir
✝ Ásdís Ólafs-dóttir fæddist
5. ágúst 1932. Hún
lést 20. febrúar
2018.
Útför hennar fór
fram 2. mars 2018.
gestgjafi og það var
alveg sama þó ég
segðist ekki vilja
neina viðhöfn, þú
varst alltaf með
eitthvert bakkelsi
og oftar en ekki að
prófa einhvern mat-
arrétt.
Ég man það líka
að í eitt skiptið kom
ég að þér þar sem
þú varst að tala við
einhvern sem ég ekki sá. Þegar
þú varðst mín vör sagðir þú ...
„æ, ég var bara að tala við hann
Trausta minn. Þótt hann sé far-
inn þá er hann alltaf svo nærri
mér“. Svo bentir þú mér á mynd
af honum sem þú hafðir inni í
stofu og sagðir „fyrir utan það
að ég tali við hann þá kveiki ég
yfirleitt á kerti við hliðina á
myndinni af honum. En láttu
þér ekki bregða, Gulla mín, þó
þú heyrir mig tala við einhvern
sem þú ekki sérð. Ég er ekki
orðin rugluð.“ Ég sagði henni þá
að svona talaði ég líka oft við
myndir af þeim sem ég hefði
misst og saknaði.
Mér varð hugsað til þessa
þegar ég rakst á ljóðið hér í
byrjun. Þrátt fyrir að ástvinir
og annað samferðafólk Dísu eigi
núna um sárt að binda þá trúi
ég því að Dísa og Trausti séu nú
sameinuð og að enn og aftur
ferðist þau aftur um framandi
heima eins og þau gerðu þegar
þau voru ung.
Ég sendi börnum Dísu,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um og vinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðlaug Björgvinsdóttir.
Elsku amma okkar.
Við systur hefðum ekki getað
átt betri og merkilegri ömmu. Á
öllum mannamótum varst þú
glæsilegust og vaktir alltaf at-
hygli. Þegar við vorum litlar sát-
um við stjarfar yfir sögunum
sem þið afi sögðuð okkur frá
ferðalögum ykkar út um allan
heim, þær voru endalaust marg-
ar og heilluðu okkur allt fram á
fullorðinsaldur.
Við dáðumst að því hvað þú
varst sterk að hafa flutt með afa
á milli framandi landa og búið til
heimili fyrir fjölskylduna hvar
sem þið voruð niðurkomin.
Styrkur þinn veitir okkur inn-
blástur til að takast á við hvað
sem er og gefa okkur tíma fyrir
það sem okkur er mikilvægast.
Hvort sem það er að skoða
heiminn, njóta lífsins, umkringja
sig með góðu fólki og fjölskyldu
og njóta góðrar tónlistar (Louis
Armstrong fyrir Kötlu og
Johnny Cash fyrir Hildi, takk
amma!). Það munum við alltaf
hafa með okkur.
Ofan á allt þetta varst þú svo
ótrúlega góð amma. Það var al-
laf jafn yndislegt að heimsækja
þig í Langholtið þar sem aldrei
vantaði dýrindis kræsingar, frá-
bært spjall með góðum ráðlegg-
ingum og sérstaklega var gott
að fá hlýtt og mjúkt faðmlag frá
þér.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði og nokkrum línum eftir
Halldór Jónsson frá Gili:
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Katla og Hildur
Ásgeirsdætur.