Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 73

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Elsku vinur minn. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þú varst fyrsti vinur minn. Við kynntumst ungir á leik- skólanum Laut og við smullum svona líka vel saman. Tveir rauð- hærðir pjakkar sem unnu að því að gera fóstrurnar gráhærðar. Við vorum bara venjulegir strákar og lékum okkur alla daga saman. Egill Guðjónsson ✝ Egill Guð-jónsson fæddist 25. júlí 1984. Hann lést 6. febrúar 2018. Útför Egils fór fram 16. febrúar 2018. Einu sinni vorum við spurðir hvort við værum bræður og mér fannst svo geggjað að einhver skyldi halda það því mig langaði alltaf að vera bróðir þinn. Enda vorum við nán- ast eins og bræður þegar við vorum yngri. Við brölluðum ýmislegt saman á þessum tíma og ferðirnar með mömmu þinni og pabba á Flúðir fannst mér alltaf skemmtilegar. Það var svo skemmtileg tilviljun þegar við hittumst óvænt í útilegu á Flúðum fyrir nokkrum árum. Þú með stelpuna þína og ég með strákinn minn. Að fá að sjá þig í pabba- hlutverkinu, spjalla saman og spila kubb var ómetanlegt. Við fórum líka ófáar ferðirnar með pabba þínum á rekann að tína baujur, belgi og allskonar dót sem hafði skolast upp í fjöruna. Við byrjuðum ungir í bisness þegar við gengum í hús að selja rauðmaga, gamla fólkinu í Grinda- vík til mikillar gleði. Það var held- ur ekki leiðinlegt að geta farið með gróðann í sjoppuna á eftir. Við áttum það til að stelast nið- ur á bryggju, sem við máttum að sjálfsögðu ekki en fórum samt til að fylgjast með bátunum koma inn og þegar við vorum búnir fór- um við í mat til mömmu þinnar í Vísi. Það var alltaf mikið um að vera heima hjá þér í Mánasundinu og manni leiddist aldrei þar. Alltaf eitthvað að gera og sérstaklega gaman þegar bræður þínir og pabbi voru allir í mat. Áður en við kláruðum grunn- skóla byrjuðum við að fara hvor í sína áttina en þrátt fyrir það vor- um við alltaf vinir. Við rákumst oft hvor á annan síðustu árin og þú varst alltaf jafn glaður og bros- mildur og sýndir öllu í mínu lífi mikinn áhuga. Spurðir um fjöl- skylduna og hvað væri að frétta af krökkunum mínum. Þú varst oft í huga mér og ég reyndi alltaf að fá fréttir af þér og krökkunum þín- um. Þó ég vildi óska að við hefðum átt meiri tíma saman þá mun ég alltaf geyma góðar minningar frá tímanum sem við áttum. Takk fyr- ir allt. Elsku Ella, Gaui og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur. Hugur minn er hjá ykkur og börnunum. Ragnar Daði. Traustur og góð- ur vinur okkar Kristrúnar, Bjarni Gottskálksson, er til moldar borinn í dag. Hugur minn hefur verið hjá hon- um síðustu daga. Við vorum mjög nánir þau átta ár sem ég var ráð- herra og hann var vinur fjölskyld- unnar. Ekki síst föður míns og höfðu þeir margt að spjalla og nutu samvistanna báðir tveir. Það er mikið þolinmæðisverk að vera bílstjóri ráðherra og þurfa að hlíta duttlungum hans. En það kunni Bjarni og leysti vel af hendi. Með árunum urðum við góðir vinir og samrýndir. Hann fór með mig heim í átthagana austur á Síðu, sýndi mér Heiði og sagði mér frá fólkinu austur þar. Og ferðinni lauk í Skálmarbæ. Þar var tekið vel á móti okkur. Gísli bóndi var sérstakur persónuleiki, ávallt glaður og bjó yfir fróðleik um reynslu kynslóðanna. „Katla setur í herðarnar áður en hún gýs,“ sagði hann. Og svo var haldið til veiða í Kúðafljóti, því að til þess var leikurinn gerður. Ég reyndi Bjarni Jón Gottskálksson ✝ Bjarni JónGottskálksson fæddist 11. maí 1926. Hann lést 28. mars 2018. Útför Bjarna fór fram 12. mars 2018. fyrir mér með stöng en varð ekki var. Bjarni og Gísli drógu fyrir og gengu rösk- lega til verks. Bjarni var ein- stakur persónuleiki. Aldrei heyrði ég hann halla orði til nokkurs manns og hann lagði gott til mála. Mér var óhætt að treysta trúnaði hans og þagmælsku. Hann var lip- ur í umgengni og brást skjótt og vel við ef til hans var leitað. Eng- inn skyldi þó halda, að hann hafi verið skaplaus. Og hann tók þykkjuna upp fyrir vini sína ef svo bar undir. Hann hafði hógværan og skemmtilegan húmor. Og hann var mikill fjölskyldumaður. Það fann ég glöggt þegar talið barst að börnum hans. Hann var glaður og stoltur yfir velgengni þeirra. Bjarna Gottskálkssyni á ég margt að þakka og við Kristrún. Um hann á ég engar minningar nema góðar. Guð blessi minningu hans. Halldór Blöndal. Þegar þú verður ráðherra 34 ára og hefur í tíu ár skrifað leiðara um ráðherrabíla sem snobbtíkur þá er málið flókið. Ég byrjaði á því að taka leigubíla milli staða; það kostaði mikið en samt minna en ráðherrabíllinn. Þá var mér bent á að hafa kannski alltaf sama leigu- bílinn. Það fannst mér góð hug- mynd. Þá kom Bjarni. Þegar hann sótti mig á Holtsgötuna þá bað ég hann að bíða eftir mér á Fram- nesveginum af tveimur ástæðum. Sú fyrri var sú að svört drossían frá BSR teppti umferðina í göt- unni, en síðari var að dóttur minni fannst það svo ógeðslega hallær- islegt að hafa svona bíl nálægt sér. Hún var 14 ára; ég var reyndar sammála henni. Bjarni keyrði mig í fimm ár til 1983. Svarti bíllinn hans var að vísu ekki notaður lengi heldur keyptur mikið minni bíll, rauður. Það var í eina skiptið á fimm árum sem Bjarni var mér bersýnilega ósammála. Bjarni og ritarinn Sæunn Eiríksdóttir urðu hornsteinar vinnunnar og héldu utan um mig eins og son sinn í fimm ár í þremur ráðuneytum. Bjarni Gottskálksson hét hann, lést í hárri elli á Hrafnistu, eftir að hafa verið nokkuð utan heims um skeið. Hann var gersemi hann Bjarni. Áreitnislaus, snyrtilegur, myndarlegur á velli, kunni á mal- arvegina því hann hafði keyrt áður olíubíla um allt land. Ekki undir- gefinn, uppréttur, sagði sínar skoðanir umbúðalaust. Bjarni var reyndar svo glæsilegur að þegar Hallvard Bakke, viðskiptaráð- herra Noregs, kom til mín í opin- bera heimsókn þá gekk einn eldri fylgdarmanna Bakkes beint að Bjarna og heilsaði honum sem ráðherra, fannst Bjarni ráðherra- legri en ég. Ég sat alltaf aftur í ráðherra- bílnum; var þá að rísla við gögn sem ég þurfti að glöggva mig á fyrir næsta fund. En þegar þurfti þá skiptumst við á orðum, töluðum lítið um pólitík. En mest töluðum við um sveitina. Hann um Heiði. Hann sagði mér stoltur frá börn- unum sínum Gottskálk, Ragnari, Heiðu og Hinriki; þau spönnuðu allt mannlífið. Einn spilaði á gítar annar átti risakrana, allt þar á milli. Miklu seinna kom svo Jón til sögunnar. Bjarni var nákvæmlega eins og ráðherrabílstjórar eiga að vera. Drengur góður, lipur, viljug- ur, mætti alltaf korteri áður en hann var beðinn um að mæta. Hafði einn galla: Hann gerði aldr- ei kröfur um neitt fyrir sjálfan sig. Í fimm ár vorum við saman í bíl kannski tíu sinnum á dag, það liðu aldrei meira en nokkrir dagar á milli samfunda okkar nema þrír mánuðir einu sinni á milli ríkis- stjórna. Alltaf þægilegt, aldrei vesen. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins fóru ekki í frí. Þeir vissu að þeir myndu gera stuttan stans í ráðuneytunum og þess vegna þyrfti að klára allan heiminn áður en við gengjum þaðan út. Þegar ég fór utan til sendi- herrastarfa strjáluðust samfundir okkar. Frétti þó af honum líta inn hjá stelpunni sem vildi ekki ráð- herrabílinn í Holtsgötuna. Um þau erindi segi ég ekkert hér. Með þessum línum flyt ég fjöl- skyldu Bjarna Gottskálkssonar, börnum, tengdabörnum og niðj- um samúðaróskir okkar Guðrúnar og þakkir fyrir langa og trygga samfylgd frá mér og börnunum mínum. Svavar Gestsson. Elskulega amma mín hefur nú kvatt þennan heim. Ég hugsa til hennar með hlýju og þakk- læti fyrir allan þann tíma sem hún var til staðar, fátt var henni mikilvægara en afkomendur sínir enda veitti hún okkur öllum gott atlæti og umhyggju í gegnum tíð- ina og dekraði við okkur með mat og kökum. Pönnukökur, flatkök- ur og rifsberjasulta voru þó hvað mest í uppáhaldi hjá mér. Amma var svo hugguleg og myndarleg kona, dálítið smávax- in en fríð, með fallega brún augu, alltaf svo snyrtilega til fara og átti svo fallegt heimili, þar sem við barnabörn og barnabarna- börn vorum alltaf velkomin. Amma fylgdist alltaf vel með út- varpi, blöðum, sjónvarpi, sam- félagsmálum og stjórnmálum, Inga Dagmar Karlsdóttir ✝ Inga DagmarKarlsdóttir fæddist 15. apríl 1913. Hún lést 25. febrúar 2018. Útför hennar fór fram 12. mars 2018. hún vildi jafnræði og var miðjumann- eskja. Það var hægt að ræða allt við ömmu milli himins og jarðar og án hennar hefði lífið verið fátæklegra því hún var svo mikill klettur og samein- ingartákn fjölskyld- unnar. Elsku amma mín, megi Guð umvefja þig blessun. Takk fyrir allt og allt og megir þú hvíla í friði. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín sonardóttir Hafdís Karlsdóttir. Okkar ástkæra Inga í Barma- hlíð er látin, nærri 105 ára gömul. Inga Dagmar Karlsdóttir sýndi okkur það að með jákvæðn- ina að vopni er hægt að ná háum aldri. Inga og fjölskylda bjuggu lengstum á okkar uppeldisárum í Barmahlíð og þess vegna kölluð- um við hana alltaf Ingu í Barma- hlíð. Inga giftist Lása (Nikulási) bróður pabba okkar (Péturs) 1943 og byrjuðu þau búskap á Grettisgötu 67. Á Grettisgötu hefur verið mik- ið um að vera á fyrstu búskapar- árum Ingu og Lása, þau bjuggu í risinu ásamt Ingunni ömmu. Pabbi og mamma bjuggu í kjall- aranum (Pétur og Bagga). Bróðir Lása og Péturs, Loftur Þór, og Guðrún kona hans bjuggu einnig þarna ásamt for- eldrum hennar og bróðir og mág- kona Guðrúnar, Einar Sæm og Sísí, á hæðunum á milli. Í risinu hjá Ingu og Lása var ekkert sal- erni, þannig að þau þurftu að fara með koppana sína í kjallarann til að losa þá. En þetta hefur samt verið aldeilis dýrlegt. Og frjó- samt. Á Grettisgötunni eignuðust Inga og Lási þrjú börn; þau Helgu, Einar og Karl, Þuríður fæddist seinna. Á svipuðum tíma eignuðust mamma og pabbi Odd og Ing- unni. Loftur Þór og Guðrún eign- uðust Jón og Einar, og Einar Sæm og Sísí fluttu að norðan á Grettisgötuna með börnin sín fjögur; Einar, Ólaf, Vilhjálm og Jónínu. Svo það segir sig sjálft að á Grettisgötu 67 hefur verið mikið fjör á þessum árum. En af þessari eldri kynslóð sem þarna bjó á þessu árabili gekk Inga í Barmahlíð, tæplega 105 ára gömul, síðust af velli. Inga okkar allra sem okkur þótti svo afskaplega vænt um og vor- um svo stolt af að þekkja og geta sagt að væri ein af okkur. Það er alveg magnað að rúm- lega aldargömul manneskja skuli hafa munað nöfn okkar allra, barnanna okkar og maka. Kannski vissi hún líka nöfn barnabarna okkar? Hver veit. Við erum öll sammála um að Inga var falleg manneskja, ekki bara í útliti heldur líka að innan. Hún var líka svo sterk. Þessi lágvaxna kona sem átti örugg- lega ekki alltaf þægilegt líf. Hús- móðir sem þurfti að hafa fyrir tilveru sinni og sinna og umbera eins og móðir okkar bræður tvo, sem voru ekki alltaf þeir auð- veldustu. Góðmennsku og fórnfýsi Ingu er vel lýst að hún eftirlét pabba okkar legstað sinn við hlið Lása, sem hún var búin að taka frá fyr- ir sjálfa sig. Þær góðu minningar sem hún skilur eftir í huga okkar eru dýr- mætar. Ingunn, Einar, Loftur Þór og Linda Björg. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, tengda- sonar, afa, langafa og bróður, SIGURJÓNS ÞÓRMUNDSSONAR húsasmíðameistara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á blóðlækningadeild 11G og göngudeild lyflækninga 11B, Landspítalanum, Hringbraut, fyrir einstaka umhyggju, virðingu og alúð. Ragnheiður Lilja Georgsdóttir Ingibjörg Brynja Hlynur Hjaltason Þórmundur Haukur Ragna Pálsdóttir Dagbjört Hlín Steinar Magnússon Hólmfríður Arndal Jónsdóttir Georg Franzson afabörn, langafabarn og systkini Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma og systir, BJÖRG GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. mars klukkan 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar mega gjarnan leyfa Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð, að njóta þess. Sérstakar þakkir færum við öllu því starfsfólki á LHS og SAk sem annaðist hana í veikindum hennar. Björg Unnur Sigurðardóttir Rúnar Ingi Kristjánsson Kolbrún Sigurðardóttir Margeir Steinar Karlsson Rúna Kristín Sigurðardóttir Haukur Arnar Gunnarsson Kristján Ingi, Kristinn Arnar, Aron Ingi, Stella Rún, Dögg, Björgvin Páll, Hafsteinn, Pétur, Dagný og fjölskyldur Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu, samúð og virðingu við andlát og útför föður míns, sonar okkar, bróður, mágs og frænda, JÓHANNS JÓHANNSSONAR tónskálds, sem lést í Berlín níunda febrúar. Sérstaklega viljum við þakka vinum úr tónlistarheiminum sem heiðrað hafa minningu hans með eftirminnilegum hætti. Karólína Jóhannsdóttir Edda Þorkelsdóttir Jóhann Gunnarsson og fjölskylda Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUNNAR BOGASON, lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Minning þín lifir í hugum okkar. Fanney Gunnarsdóttir Eyþór Gunnarsson Þyri Hall Linda Gunnarsdóttir Kolbeinn Konráðsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku drengurinn okkar, bróðir og barnabarn, EINAR SIGURBJÖRNSSON, lést á heimili sínu 6. mars. Útför hans fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi, þriðjudaginn 20. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp, banki 322-26-40040, kt. 551173-0389. Brynja Jónsdóttir Sigurbjörn Einarsson Karen Sif Þorvaldsdóttir Eggert Árni Sigurbjörnsson Magnús Þorkell Sigurbjörnsson Dagur Steinn Arnarsson Haukur Logi Arnarsson Hilmar Örn Arnarsson Hanna Ósk Jónsdóttir Jón Sigurðsson Guðrún Edda Gunnarsdóttir Einar Sigurbjörnsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.