Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 86

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Björk heldur tónleika í Háskólabíói 12. apríl næstkomandi og flytur ásamt hópi tónlistarmanna lög af nýj- ustu plötu sinni, Utopia, hennar tí- undu sólóplötu sem kom út í nóvem- ber síðastliðnum. „Þetta verður eins konar general- prufa fyrir væntanlega tónleikaferð,“ segir Björk í samtali um tónleikana og bætir við að eins og í mörgum fyrri tónleikaferðum vinni hún með hópi íslenskra listamanna. „Alveg síðan ég gerði Homogenic hef ég unnið með ís- lenskum strengjaleikurum, íslensk- um brassstelpum á Voltu, var með kórinn á Medullu og svo framvegis … nú eru íslenskar flautustelpur með mér.“ Á flauturnar leika þær Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Stein- unn Vala Pálsdóttir, Björg Brjáns- dóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Bergur Þórisson leikur á básúnu og sér um rafhljóð og þá er ásláttarmeistarinn Manu De- lago með eins og á nokkrum síðustu plötum Bjarkar. „Svo er Heimir Sverrisson að hanna leikmyndina og Margrét Bjarnadóttir kóreógrafíuna. Við þessir Íslendingar höfum verið að æfa kóreógrafíuna á leikmyndinni en förum síðar til London, í lok maí, og þar bætist við ljósasjóið og vísúal- arnir sem eru sýndir á skjá fyrir aft- an okkur.“ Björk segir að þessa tón- leika nú haldi þau því án þess. „Ég hef í raun aldrei selt áður inn á þetta stig en mér heyrist fólk hér heima kvarta yfir því að ég spili ekki nógu oft hérna og svo held ég líka að þetta verði mjög gott fyrir okkur öll og lærdómsríkt að rúlla þessu í gegn, sem genaralprufu án ljósa og mynd- ræna þáttarins.“ Bara sjö er betra Björk hefur gert mjög athyglis- verð myndbönd með fjórum laganna á Utopiu. Verður sjónræna nálgunin á sviðinu í sama anda, fuglar, vindur og draumkenndur léttleiki? „Það kemur frá sama grunni en er samt öðruvísi. Við leggjum alltaf mikla vinnu í þessi myndbönd og það er ákveðin frásögn í þeim, ég er alltaf með í þeirri hugmyndavinnu, en við fáum fyrir sviðið útgáfu sem er frek- ar stemningar sem lögin gerast í,“ segir hún. Flautur eru áberandi á Utopiu og útsetti Björk leikinn á plötunni fyrir tólf flautur. „Þær verða færri á tón- leikunum því ég komst að því þegar ég var að gera útsetningarnar að það er ástæða fyrir því að ekki eru til nein verk fyrir svo margar, hvorki í klass- íska heiminum né poppinu. Ég komst að því að læf er best að hafa bara sjö. Þá heyrir maður betur í einstakling- unum, og þótt það sé mótsagnakennt þá myndast meiri orka. Þessar stelp- ur eru ólíkar, sumar eru í nútíma- tónlist, aðrar í franskri rómantík, sumar í tilraunaspuna eða hljóð- effektum – þær eru mjög ólíkar. Og þetta eru bestu flautuleikarar Ís- lands! Leika til dæmis með Sinfóní- unni. Þá er gaman hvað þær eru á ólíkum aldri, ein unglingur og svo skalinn upp úr …“ Björk segir þær leika bæði á tré- og málmflautur. „Mest á þessar klassísku en líka á alt-flautu, sem er dýpri, og bassaflautur, sem eru ennþá dýpri. Í Frakklandi býr mikill sérvitr- ingur sem hefur varið ævinni í að skera út í tré stykki sem herma eftir helstu fuglum heimsins og við pönt- uðum svoleiðis og stelpurnar spila að- eins á það. Þá fengum við send frá Ástralíu, frá konu sem spilar á plöt- unni, löng plaströr sem er sveiflað yf- ir höfðinu og þá myndast vindhljóð.“ Flautuleikararnir eru með Björk á sviðinu allan tímann og hafa verið samdar sviðshreyfingar fyrir þær. Tvær útgáfur af tónleikum Þegar spurt er hvort Björk hafi þurft að breyta útsetningunum af plötunni mikið fyrir tónleikaferðina segir hún það hafa verið nokkra handavinnu að fækka flautunum út tólf í sjö. Svo hafi hana langað til að draga fram fleiri sóló hjá stelpunum. „Ég lærði það í eldgamla daga, þegar ég var í Kukli og Sykurmolunum, að þegar ég byrja að túra er oft gott að hafa eitthvað sem getur vaxið áfram. Og það er misjafnt eftir plötum hvað það er. Á þessari plötu myndi ég segja að það væru flautusólóin og gegnum túrinn, sem verður „on“ og „off“ í tvö, þrjú ár, mun ég kannski bæta inn flautusólóum hér og þar. Stelpurnar gera þegar ákveðna sánd- effekta, alls konar yfirtóna og vind- hljóm. Þemað er í raun vindur og það er rok út alla plötuna,“ segir hún og hlær. „Og svo eru það fuglar.“ Utopia er lengsta plata Bjarkar, yf- ir 70 mínútur; mun hún leika hana í heild sinn á tónleikunum? „Nei. Á einhverjum tímapunkti en ekki núna. Það verða tvær útgáfur af plötunni á tónleikaferðinni. Í fyrsta „Lærdómsríkt að rúlla þessu í gegn“  Björk kemur fram með sjö flautuleikurum í Háskólabíói 12. apríl  Generalprufa fyrir tónleika- ferð sem mun vara í tvö til þrjú ár  „Hressa hliðin“ af plötunni Utopia mun hljóma segir hún Ljósmynd/Santiago Felipe Utopia „Ég hef í raun aldrei selt áður inn á þetta stig en mér heyrist fólk hér heima kvarta yfir því að ég spili ekki nógu oft hérna og svo held ég líka að þetta verði mjög gott fyrir okkur öll,“ segir Björk um tónleikana í Háskólabíói. Breski myndlist- armaðurinn An- ish Kapoor hefur fordæmt það að víðfrægt úti- listaverk hans í Chicago-borg, „Baunin“ svo- kölluð eða „Clo- ud Gate“, skuli birtast í áróðurs- myndbandi NRA, samtaka byssueigenda í Bandaríkj- unum, ásamt fleiri opinberum stöð- um stórborga, sem dæmi um vara- sama staði að vera á. Í yfirlýsingu fordæmir Kapoor NRA og martraðarkenndar sundr- ungarhugmyndir samtakanna og segir þau afskræma „allt það sem Cloud Gate – og Bandaríkin – tákna.“ Hann ákvað þó að höfða ekki mál til að stöðva birtingu myndbandsins þar sem NRA hefði her lögfræðinga og gríðarlegt fjár- magn sem gerði þeim kleift að draga málaferli á langinn. Fordæmir notkun NRA á Bauninni Cloud Gate Kapo- ors í Chicago.flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.