Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Kompan Sunna Dís í essinu sínu í Kompunni, hljóðveri tileinkuðu hlaðvarpsupptökum, sem opnuð verður á morgun. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is G estir geta tekið viðtal við ömmu sína, haldið langar einræður um hugðarefni sín, lesið inn sögu eða rætt nýj- ustu fréttir við besta vin sinn, svo fáein dæmi séu tekin,“ segir Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, um möguleikana í Kompunni, hljóðveri fyrir hlaðvarpsupptökur, sem opn- uð verður í Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 17 á morgun, föstudag- inn 18. maí. „Þeir geta síðan farið með efnið heim til sín á minniskubbi, og notað það eins og þeir vilja,“ held- ur hún áfram. „Við erum fyrst og fremst að skapa aðstöðuna, sem lánþegar þurfa að bóka fyrirfram og er þeim að kostnaðarlausu. Handhafar bókasafnsskírteina fá afnot af upptökutæki og tölvu og aðgengilegar leiðbeiningar svo þeir geti sem best bjargað sér sjálfir.“ Sunna Dís segir að starfsemi Borgarbókasafnsins sé í stöðugri þróun og Kompan sé aðeins einn angi af öllu því starfi. „Þótt bækur séu í lykilhlutverki, viljum við búa til rými fyrir fólk á öllum aldri til að koma, vera og skapa á bóka- safninu - og lesa auðvitað.“ Bókaormar gleðjast Fyrir tæpu ári hóf Hlaðvarp Borgarbókasafnsins göngu sína með þáttaröðinni Um allt land, þar sem starfsfólkið spjallaði um bók- menntir, sem tengdust lands- hlutum Íslands. Síðan hafa fjöl- margir þættir bæst við, sem allir eru tiltækir gegnum hlekk á vef- síðunni www.borgarbokasafn.is. Um svipað leyti fór starfsfólkið, allt annálaðir bókaormar, að und- irbúa opnun hljóðupptökustúdíós fyrir lánþega. „Hlaðvarp hefur alls staðar verið að sækja í sig veðrið und- anfarin ár. Hægt er að fara ýmsar leiðir, sumir taka upp á snjallsím- ana sína, aðrir nota Skype. Við bjóðum upp á mun betri aðstæður í Kompunni. Hér eru fín upp- tökutæki og hljóðnemar auk þess sem herbergið er vel hljóðein- angrað með afskrifuðum bókum. Við, bókaormarnir, glöddumst mik- ið yfir að geta veitt þessum gömlu bókum framhaldslíf þegar við röð- uðum þeim upp um alla veggi í stað þess að nota eggjabakka eða þvíumlíkt til að einangra.“ Bókasafnsglæpasaga Þótt bókasöfn víðsvegar um heim framleiði eigin hlaðvarps- þætti, er Sunnu Dís er ekki kunn- ugt um nein sem bjóða upp á hljóðver í líkingu við Kompuna. „Við reynum alltaf að vera frum- kvöðlar,“ segir hún brosandi. Í tilefni af opnuninni á morg- un verður gestum og gangandi boðið að koma og kíkja í stúdíóið, prófa tækjabúnaðinn og gleðjast yfir framtakinu. „Við fengum Veru Illugadóttur, sem ég held að megi segja að sé ókrýnd drottning hlað- varpsins á Íslandi, til að vinna fyr- ir okkur einn stuttan hlaðvarps- þátt með bókasafnsþema. Hann er æsispennandi bókasafnsglæpasaga sem við frumflytjum í opnuninni á morgun. Vera er í rauninni fyrsti gesturinn sem notar aðstöðuna í Kompunni,“ segir Sunna Dís að lokum. Bækur fá framhaldslíf í hljóðeinangrun Lánþegum Borgarbókasafnsins í Grófinni er ekki í kot vísað. Frá og með morgundeginum verður þeim, sem vilja gera sína eigin hlaðvarpsþætti, vísað í Kompuna, splunkunýja aðstöðu með tilheyrandi upp- tökubúnaði. „Þótt bækur séu í lyk- ilhlutverki, viljum við búa til rými fyrir fólk á öllum aldri til að koma, vera og skapa - og lesa auðvitað.“ SLÖKKTU Á DEYFÐINNI OG NIKVEI SKUN Eclipse Cross er nýjasti meðlimur Mitsubishi fjölskyldunnar. Hann er hlaðinn staðalbúnaði, með góða veghæð og mikið innanrými. Háþróuð tæknin gerir allan akstur öruggari og eykur sjálfstraustið á vegum úti. Nú fylgir 350.000 kr. sumarauki með öllum nýjum Mitsubishi bílum hjá HEKLU. Slökktu á deyfðinni og kveiktu á dirfskunni með nýjum Eclipse Cross. Hlökkum til að sjá þig! Mitsubishi Eclipse Cross Verð frá: 3.990.000 kr. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum FYRIR HUGSANDI FÓLK Sumarauki að verðmæti350.000 kr. fylgir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.