Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Svo gæti farið að skortur verði á grásleppuhrognum á þessu ári, þar sem margt bendir til þess að ekki takist að veiða það magn sem mark- aðurinn kallar eftir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og þar segir að fréttir hafi borist frá Grænlandi um að þar hafi komið bakslag í veið- arnar. Veiðar í maí hafi gengið illa og því allt útlit fyrir minni heildar- afla en gert var ráð fyrir. Í Noregi hafi veiðar hins vegar gengið mun betur en undanfarin ár sem hafa verið afspyrnuléleg. Með- alveiði þar undanfarin fimm ár jafn- gildir 530 tunnum af hrognum. Nú er hins vegar búist við að vertíðin skili 1.500 tunnum. Hér á landi er aflinn kominn yfir 3.000 tonn sem er 15 - 16% meira en á sama tíma í fyrra. Meðalveiði á dag er 9% meiri. Alls hafa 181 bátar hafið veiðar, en búast má við að heildarfjöldinn verði milli 240 og 250 eða svipað og á síðasta ári. Heimilt er að stunda veiðarnar í 44 daga og hafa 85 bátar lokið veið- um. Nýttir veiðidagar á þriðjudag voru komnir yfir sex þúsund sem er 1.200 dögum fleira en á sama tíma í fyrra. Mismunurinn stafar aðallega af því að rúmlega 60 bátar voru hættir veiðum í fyrra þegar vertíðin var lengd úr 36 dögum í 46. Á móti kemur að nú er 11 bátum færra á veiðum. Miðað við stöðuna má búast við að vertíðin skili 9 - 10 þúsund tunn- um, en ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar jafngildir rúmum 10 þúsund tunnum eða 5.487 tonnum af grá- sleppu. Veiðar eru langt komnar á öllum veiðisvæðum nema í inn- anverðum Breiðafirði þar sem þær hefjast nk. sunnudag 20. maí. aij@mbl.is Heildarveiði á grásleppu er undir væntingum Talið er líklegt að heildarveiði Íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna á grá- sleppu nái ekki því magni sem framleiðendur grásleppukavíars höfðu vænst. Hér við land hefur meira veiðst af grásleppu í vor heldur en í fyrra. Morgunblaðið/Ófeigur Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í myndinni var fjallað um laxeldi í sjókvíum með áherslu á þau um- hverfisáhrif sem af því geta hlotist, en óhætt er að segja að dregin hafi verið upp dökk mynd af þessari atvinnu- grein. Einar seg- ist þó ekki hafa orðið var við mikla óánægju innan raða sam- bandsins. „Þessi mynd er áróðursmynd og til hennar var stofnað með það í huga, allt frá upphafi. Útkoman er eftir því og í samræmi við það sem við bjuggumst við; einhliða mál- flutningur gegn fiskeldi,“ segir Ein- ar í samtali við 200 mílur. „Við dveljum því ekki sérstaklega við þessa mynd, frekar en flestir aðrir.“ Í samræmi við ríkjandi stefnu Einar segir það ljóst að atvinnu- greinin hafi fest rækilega rætur á Íslandi og af því séu menn stoltir. „Ef útflutningur í fiskeldi er bor- inn saman við útflutningsverðmæti sjávarútvegsins þá er hann þar í þriðja sæti á eftir þorski og loðnu. Það er því hægur en stígandi vöxtur í gangi,“ segir Einar og bendir á að sú þróun einskorðist ekki við Ís- land. „Þessi atvinnugrein er orðin stór hluti af matvælaframleiðslu í öllum heiminum. Heildarframleiðsla á laxi í heiminum nam um 2,5 milljónum tonna á síðasta ári og til urðu úr því alls 17,5 milljarðar máltíða. Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, FAO, hefur þá hvatt til aukins fiskeldis og í sömu átt stefna þær þjóðir þar sem fisk- eldi er þegar stundað,“ segir Einar. „Okkar stefna er í samræmi við þá stefnu sem segja má að sé ríkjandi í heiminum.“ Áhættan bundin við fáar ár Einar bendir á að ólíku sé saman að jafna, aðstæðum eldis í kvíum í Noregi og Skotlandi og svo aðstæð- um hér, eins og gert hafi verið í myndinni. „Hafrannsóknastofnun hefur bent á það að þetta sé tvennt ólíkt, þar sem í þessum löndum er fiskeldi meðal annars stundað nærri árós- um. Hér á landi er einn og hálfur áratugur síðan ákveðið var að fisk- eldi færi nær eingöngu fram á Vest- fjörðum og á hluta Austfjarða, fjarri laxveiðiám. Áhættumat stofnunar- innar, sem kynnt var í fyrra, sýnir árangurinn af þessu, en hættan á erfðablöndun við villta laxfiska er þar sögð bundin við þrjár til fjórar ár.“ Skynsamleg stefna mörkuð Segir hann forsvarsmenn fyrir- tækja í atvinnugreininni telja eðli- legast að fiskeldi sé byggt upp á grundvelli vísindalegrar þekkingar. „Það var niðurstaða í stefnumót- unarnefnd sem skilaði áliti sínu í ágúst síðastliðnum, að svo skyldi gert. Að því verki komu fulltrúar eldisfyrirtækja, veiðifélaga, um- hverfisráðuneytisins og loks sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis- ins. Ég tel að þetta sé skynsamleg stefna, sem þarna var komist að sameiginlegri niðurstöðu um.“ Bent hefur verið á að varla sé til sú próteinframleiðsla sem skilji eft- ir sig jafnlítið kolefnisfótspor og fiskeldi. „Í heimi þar sem við glímum við þung kolefnisfótspor víða þá skiptir það miklu máli, eins og fjöldi al- þjóðastofnana hefur vísað til.“ „Dveljum ekki við þessa mynd“ Hægur og stígandi vöxtur er í fiskeldi á Íslandi, segir Einar K. Guðfinnsson, for- maður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann gefur lítið fyrir efni myndarinnar „Undir yfirborðinu“, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Laxeldi Ljóst er að fiskeldi hefur fest rækilega rætur á Íslandi, segir Einar. Einar K. Guðfinnsson Nýju skipi Samherja, Björgu EA-7, verður formlega gef- ið nafn við hátíðlega athöfn á laugardag. Hefst athöfnin klukkan 14 á Togarabryggjunni við hús Útgerðarfélags Akureyringa. Lúðrasveit Akureyrar spilar fyrir og eftir athöfnina og eru allir sem vilja hjartanlega velkomnir til að gleðjast með starfsfólki útgerðarinnar. Björgu formlega gefið nafn á laugardag Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.