Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
✝ Esther Árna-dóttir fæddist í
Hellnafelli við
Grundarfjörð 2. júlí
1933. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund 9. maí síðast-
liðinn.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Árni
Sveinbjörnsson, f.
3.12. 1891, d. 11.10.
1963, og Herdís
Sigurlín Gísladóttir, f. 24.2.
1899, d. 1.10. 1996, ábúendur að
jörðinni Hellnafelli. Esther var
ein af ellefu systkinum: Ingi-
björg, f. 1923, d. 2012, Guðbjörg,
f. 1925, Sveinbjörn f. 1926,
Guðný f. 1928, Gísli f. 1930, d.
1992, Kristín, f. 1931, Arndís, f.
1935, d. 2017, Benedikt Gunnar,
f. 1937, d. 1944, Sigurberg, f.
1940, Ívar, f. 1940, d. 2011.
Esther giftist 24.2. 1953 Guð-
mundi Óskari Júlíussyni, f. 3.12.
1926, d. 16.9. 2008. Foreldrar
hans voru hjónin Júlíus Magn-
ússon, f. 12.7. 1883, d. 4.1. 1931,
og Jónína Margrét Jónsdóttir, f.
17.1. 1891, d. 6.9. 1970. Esther
og Guðmundur eignuðust fjögur
börn: 1) Valdimar Karl, f. 10.5.
1953, maki Rebekka María Sig-
býliskona Inga Hrund Arn-
ardóttir, f. 3.1. 1979, þau eiga 3
börn. b) Guðbjörn, f. 2.6. 1983,
sambýliskona Matthildur Fann-
ey Jónsdóttir, f. 15.12. 1972, þau
eiga 4 börn. Matthildur á eitt
barnabarn. 4) Elfa Hrönn, f.
17.2. 1965, maki Eyjólfur Jó-
hannsson, f. 26.9. 1964, börn
þeirra eru a) Glóey Þóra, f. 14.4.
1997, b) Gabríel Hrannar, f.
12.9. 1999.
Esther ólst upp í Hellnafelli
en flutti til Reykjavíkur og vann
meðal annars sem stofustúlka
hjá frændfólki sínu á Ásvalla-
götu og við ýmis þjónustustörf
áður en hún og Guðmundur hófu
búskap. Esther og Guðmundur
byggðu sér heimili við Holta-
gerði 52 í Kópavogi og ólu þar
upp börnin sín. Esther starfaði
sem verslunarkona í mjólkurbúð
og tveimur kjörbúðum í vest-
urbæ Kópavogs. Síðar starfaði
hún við kjötiðnaðarstörf hjá
Ferskum Kjötvörum. Esther
flutti á Strikið 8 í júlí 2007 þegar
Guðmundur, vegna veikinda,
fluttist á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð í Kópavogi. 1. ágúst
2017 flutti Esther vegna veik-
inda á hjúkrunarheimilið Grund
og naut þar hlýlegrar og góðrar
þjónustu þar til hún lést.
Útför Estherar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 17. maí
2018, og hefst athöfnin kl. 15.
urðardóttir, f. 25.1.
1969, sonur Valdi-
mars er Hrólfur
Knakan, f. 1.11.
1978, móðir Ragn-
heiður Eggerts-
dóttir. Dóttir Valdi-
mars og Rebekku
er Ester Björg, f.
23.8. 1992, sam-
býlismaður Theo-
dór Orri Jörg-
ensson, f. 13.12.
1987, dóttir Rebekku er Eyrún
María Gísladóttir, f. 7.5. 1986,
sambýlismaður Gestur Örn Sæv-
arsson, f. 20.11. 1981, þau eiga 3
börn. 2) Árdís, f. 17.3. 1954,
maki Einar Eggertsson Brekk-
an, f. 4.6. 1951, synir þeirra eru
a) Brjánn, f. 13.6. 1972, maki
Charlotte Brekkan, f. 14.9. 1972,
þau eiga þrjár dætur, b) Einar
Friðrik, f. 30.6. 1974, maki
Angelica Brekkan, f. 15.7. 1975,
þau eiga tvo syni, c) Brandur, f.
2.2. 1983, sambýliskona Karin
Stenberg, f. 7.5. 1983, þau eiga
tvær dætur. 3) Elín Rósa, f. 20.5.
1961, maki Jón Rafn Valdimars-
son, f. 4.10. 1966, synir Elínar og
fyrri eiginmanns hennar Axels
Guðbjörnssonar eru a) Óskar
Sæmann, f. 23.12. 1981, sam-
Elsku besta mamma mín er lát-
in. Mamma var sterk, dugleg og
æðrulaus og hún tók á móti lífinu
eins og það kom. Hún var einstak-
lega jákvæð og ég held að hennar
meginhlutverk í lífinu hafi verið að
styðja, styrkja og standa á bak við
börnin sín og pabba. Við í litlu fjöl-
skyldunni, ég, Eyjólfur, Glóey
Þóra mín og Gabríel Hrannar
minn, fengum svo sannarlega okk-
ar skerf af þessari hlýju og stuðn-
ingi frá mömmu. En hún gat líka
verið ákveðin og gaf engan afslátt,
því hún vildi ýta sínu fólki áfram
til að það gæti átt gott líf. Mamma
lagði alltaf mikla áherslu á mennt-
un, hún hvatti mig í námi. Eitt af
því síðasta sem við ræddum var
útskrift Gabríels sem stúdents og
hún innti mig eftir því hvort hún
Glóey, sem útskrifaðist sem stúd-
ent fyrir ári, ætlaði ekki örugglega
að fara í háskóla. Þannig var
mamma, hún hvatti okkur ákveðin
áfram.
Mamma var mikil hannyrða-
kona. Þegar barnabörnin komu í
heimsókn gaukaði hún yfirleitt að
þeim sokkum eða vettlingum. Hún
var alveg einstaklega dugleg í
höndunum og allt sem hún gerði
var gert af svo mikilli natni og svo
fallegt. Ég naut góðs af þessum
hæfileikum mömmu, hún galdraði
fram hvert dressið á fætur öðru á
mig á unglingsárunum. Eitt sinn
var ég að reyna að fá hana til að
kenna mér galdrana, þá sagði hún:
„Æi, Elfa, ertu ekki til í að fara
fram í eldhús og setja upp kart-
öflur?“
Mamma saumaði ótrúlega fal-
legt jólaskraut sem hún gaf barna-
börnunum á jólum og er sett á
jólatréð okkar á hverju ári og svo
er settur í gluggann stór jólakrans
sem hún saumaði út svo fallega, al-
settur pallíettum. Síðustu ár
mömmu hrakaði sjóninni hennar
mikið og hún varð næstum blind.
Þetta aftraði henni þó ekki frá því
að prjóna húfur og trefla allt eftir
minni og enn eru fullir skápar af
prjónadóti eftir hana á Grund þar
sem hún dvaldi síðasta tæpa árið
sitt. Í vor spurði ég hana hvort
hún gæti enn prjónað vettlinga
eftir minni, því Gabríel vantaði
vettlinga, og hún sagðist halda
það. Tveimur dögum síðar fæ ég
smáskilaboð frá mömmu: „Vett-
lingarnir hans Gabríels eru tilbún-
ir.“ Þannig var mamma alltaf að
hugsa um og sinna fólkinu sínu en
ekki trufla of mikið.
Í veikindum pabba gekk
mamma æðrulaus í hlutverk
hjúkrunarkonu hans. Ég dáist
endalaust að því hversu vel hún
sinnti þessu nýja hlutverki. Um-
burðarlyndið, ræktarsemin, ástin
og umhyggjan sem mamma veitti
honum þar til hann lést var aðdá-
unarverð. Þetta er eitt af stóru
gildunum sem mamma kenndi
mér, að rækta fólkið mitt. Og
þetta er eitt af þeim gildum sem
ég reyni að kenna börnunum mín-
um, elsku mamma mín. Mín litla
fjölskylda fékk svo sannarlega að
kynnast ást, umhyggju og rækt-
arsemi frá þér, elsku mamma, og
fyrir það er ég þér svo ótrúlega
þakklát. Ég er einnig þakklát fyrir
það að hafa ekki haft nóg að
„gera“ undanfarið og hafa því haft
tíma til að veita þér ást, umhyggju
og ræktarsemi og að hafa gengið
með þér síðasta spölinn, elsku
mamma mín. Takk fyrir allt og allt
og Guð geymi þig alla tíð. Sjáumst
þegar minn tími kemur og ég kíki í
vöfflukaffi.
Þín dóttir,
Elfa Hrönn.
Meira: www.mbl.is/minningar
Elsku tengdamóðir,
Hin langa þraut er liðin,
Nú loksins hlaustu friðinn,
Og allt er orðið rótt,
Nú sæll er sigur unninn,
Og sólin björt upp runnin,
Á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
Fyrst sorgar þraut er gengin,
Hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
En það er Guðs að vilja,
Og gott er allt, sem Guði er frá.
Far þú í friði,
Friður Guðs þig blessi,
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Það er gott að geta yljað sér við
góðar minningar, upp koma í huga
Spánarferðirnar. Ég man þegar
ég bauð þér með okkur í fyrsta
skiptið út til Spánar, þú tókst nú
ekkert alltof vel í það, þar væri nú
alltof heitt og þú afþakkaðir það
skiptið. Ég ákvað þó að gefast
ekki upp þar og hafa frekar sam-
band þegar það væri örlítið mild-
ara loftslagið og þá varstu nú opin
fyrir því að prufa eina svona ferð.
Svo kom það á daginn að þú naust
þín heldur betur vel á Spáni, það
lá enginn lengur í sólbaði því þú
ætlaðir nú ekki að koma heim
freknótt, þú ætlaðir að vera brún.
Þegar það var búið að teyga meiri-
hlutann úr sólinni skaustu þér oft-
ast inn og settir rúllur í hárið og
nýttir svo seinustu sólargeislana
til þess að láta hárið þorna og fá
þér eitt hvítvínsglas með því. Eftir
það var ekki annað að gera en að
klæða sig upp fyrir kvöldið og var
mín alltaf búin að dressa sig vel
upp í hvert skiptið, komst svo nið-
ur galvösk og spurðir hvort það
væru ekki allir tilbúnir! En þú
varst nú yfirleitt sú fyrsta sem var
tilbúin. Svo var það uppáhalds-
staðurinn þinn á Spáni sem við
borðuðum á, Patio Andaluz, og þá
varstu alltaf búin að taka þig sér-
staklega vel til því þar voru vinir
þínir að syngja og spila á gítar
langt fram á kvöld. Suma daga
breyttum við þó til og fórum á
daginn á markaðinn, þar gerðirðu
reyfarakaup í veskjum en það er
ekki fjarri lagi en þú hafir haldið
veskjasölumönnunum uppi þá
daga sem þú mættir á markaðinn.
Þessar ferðir eru mér einstaklega
minnisstæðar og enduðu með því
að vera fimm talsins.
Þú varst einstaklega mikil
hannyrðakona hvort sem þú varst
með fulla sjón eða litla hafði það
lítil áhrif á handavinnuna þína sem
var alltaf svo einstaklega falleg.
Það sem ég geymi alltaf eru
skrautin sem þú gerðir á jólapakk-
ana á hverju ári, þau prýða jóla-
tréð á okkar heimili og munu gera
um ókomna tíð.
Takk fyrir öll gömlu og góðu ár-
in, takk fyrir að reynast mér vel
sem tengdamóðir og takk innilega
fyrir alla góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Þín tengdadóttir,
Rebekka María
Sigurðardóttir.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Estherar Árnadóttur
tengdamóður minnar. Þegar mað-
ur eldist finnur maður hvað tíminn
líður hratt og stundum held ég að
mín kynslóð átti sig ekki á því
hvað fólk af kynslóðunum á undan
hefur lagt mikið á sig til að koma
sér og sínum upp sæmilegum lífs-
skilyrðum og þaki yfir höfuðið. Ég
hitti Esther fyrst 1989 þegar við
Elfa Hrönn vorum nýbyrjuð að
hittast og var boðið í mat í Holta-
gerðinu þar sem þau hjónin höfðu
búið síðan 1962, frá því þau
byggðu hús sitt og bjuggu þau þar
næstu áratugina. Í þá daga uxu
peningar ekki á trjánum heldur
vann fólk hörðum höndum við að
koma þaki yfir höfuðið á sér og
brauðfæða fjölskylduna.
Esther hefur þá verið lítið eitt
eldri en ég er í dag og ef ég set mig
í hennar spor er ég ekki viss um að
mér hefði litist á vel á ráðahaginn,
að yngsta dóttir þeirra hjóna væri
í slagtogi við hljómsveitarstrák
sem var þá að koma úr tveggja
vikna tónleikaferð sem gaf lítið í
aðra hönd. Það hafði þó ekki áhrif
á móttökurnar og við urðum fljótt
góðir vinir enda var gott að koma
til Estherar, spjalla og drekka
kaffi í eldhúsinu í Holtagerðinu.
Esther vildi hafa hlutina á
ákveðinn hátt og vildi láta gera
hlutina á ákveðinn máta alveg eins
og Gummi sem á sama hátt gat
staðið fast á sínu. Allir hlutir áttu
sinn stað og allt var gert með því
lagi að það dugði.
Þau hjónin festu kaup á tjald-
vagni á tíunda áratugnum sem var
mikið notaður og við Elfa fórum
oft með þeim í útilegur þar sem
hjónin voru í ,,essinu“ sínu. Ég
man eftir góðum ferðum um land-
ið, til dæmis austur á Kirkjubæj-
arklaustur og vestur á Snæfells-
nes þar sem við nutum lífsins og
börnin okkar Glóey, Þóra og
Gabríel Hrannar nutu samvista
með ömmu Esther og afa Gumma.
Ég held að Esther hafi ekki
haft neitt sérlega gaman af elda-
mennsku, hún var þó í essinu sínu
þegar hún fékk stórfjölskylduna í
heimsókn og ég get ennþá kallað
fram braðgðið af saltkjötinu og
baununum sem hún matreiddi á
hverjum sprengidegi eins langt
aftur og ég man.
Einnig var annálað vöfflukaffið
hjá Esther á þjóðhátíðardaginn
sem var fastur liður í tilverunni.
Esther talaði ekki mikið um sín
eigin mál við mig. Þegar maður
talaði við hana var alltaf verið að
huga að einhverjum öðrum í fjöl-
skyldunni eða öðrum nátengdum
vinum. Þegar faðir minn dó langt
fyrir aldur fram var Esther afar
elskuleg við mig og hjálpaði mér
við að takast á við sorgina sem þá
kom svo óvænt og grimmileg.
Eftir að Gummi veiktist mátti
best sjá hvaða manneskju Esther
hafði að geyma. Hún vék ekki frá
manni sínum og annaðist hann af
alúð og algjörri ósérhlífni.
Að lokum langar mig að vitna í
orð séra Arnar Bárðar frá útför
Guðmundar Júlíussonar: „Og við
sitjum á krossgötum og kveðjum
hann sem farinn er veg allrar ver-
aldar eins og það er kallað. Hann
fer sína leið og við okkar en samt
erum við öll á sömu leið. Vegur
allrar veraldar heitir hann, vegur
minn og þinn.“
Takk fyrir allt og allt, mín
kæra.
Eyjólfur Jóhannsson.
Esther Árnadóttir
Þökkum innilega samúð, hlýhug og
vinsemd vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, bróður
og mágs,
GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR,
Eyrarholti 6,
Hafnarfirði.
Herdís Sigurjónsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigtryggur Klemenz Hjartar
Kristín Guðmundsdóttir
Ólafur Jóhannesson Guðný Haraldsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir
Jón Jóhannesson Heiða Björk Norðdahl
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför elskulega
drengsins okkar, bróður og barnabarns,
EINARS SIGURBJÖRNSSONAR.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Samhjálp, banki 322 - 26 - 40040,
kt. 551173-0389.
Brynja Jónsdóttir
Sigurbjörn Einarsson Karen Sif Þorvaldsdóttir
Eggert Árni Sigurbjörnsson
Magnús Þorkell Sigurbjörnsson
Dagur Steinn Arnarsson
Haukur Logi Arnarsson
Hilmar Örn Arnarsson
Hanna Ósk Jónsdóttir Jón Sigurðsson
Guðrún Edda Gunnarsdóttir Einar Sigurbjörnsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS VALDIMARSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns,
Hrafnistu í Reykjavík, fyrir góða umönnun
og hlýhug í hans garð.
Elsa Auðbjörg Unnarsdóttir
Valgerður Stefánsdóttir Gunnar Þorsteinsson
Auðbjörg Stefánsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
SIGURLAUG MAGNEA JÓNSDÓTTIR,
Hlíðarhúsum 5, Grafarvogi,
lést föstudaginn 4. maí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Rúnar Arthur Ingvarsson Elena Kharitonova
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, sonur og afi,
HERMANN INGIMUNDARSON
frá Hafnarhólmi,
lést sunnudaginn 29. apríl. Útför hans fer
fram frá Drangsneskapellu laugardaginn
19. maí klukkan 13.
Krystyna Stankiewicz
Hilmar Vignir Hermannsson Hólmfríður Kristjana Smárad.
Kristín Björk Hermannsd.
Sæunn Hermannsdóttir Harpa Lind Magnúsdóttir
Heiðrún Hermannsdóttir
Inga Hermannsdóttir Gunnar Páll Birgisson
Ragna Kristín Árnadóttir
og barnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður og faðir,
GUÐBJARTUR BERGMANN
ÞORSTEINSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð 11. maí.
Útför hans fer fram mánudaginn 21. maí
klukkan 14 frá Reykhólakirkju.
Ásrún Heiðarsdóttir
Guðbjartur Arnar Guðbjartsson
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGURLÍNA JÓRUNN
GUNNARSDÓTTIR,
Berghólum 19,
Selfossi,
lést á Landspítalanum laugardaginn 12. maí
í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 14.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á að styrkja Krabbameinsfélag
Árnessýslu, 0189 05 450, kt. 430797-2209.
Guðbrandur Einarsson
Vigdís Gunnardóttir
Kristín Guðbrandsdóttir Sveinn Helgason
Klara Guðbrandsdóttir Lingþór Jósepsson
Sigurður Guðbrandsson Émilie Marine Pasquet
Ómar Guðbrandsson Anika Maí Jóhannsdóttir
og barnabörn