Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 64
„Ég vil nú taka það fram í upp- hafi að ég er enginn uppeldis- sérfræðingur og mér líður jafn kjánalega að skrifa þessi ráð og ef einhver myndi vilja fá mig sem einkaþjálfara með það að leiðarljósi að léttast um 50 kíló! En ég skal reyna að miðla því litla sem ég hef reynt að leggja mig eftir í föður- hlutverkinu,“ segir Einar Bárðarson, stundum þekktur sem umboðsmaður Íslands og núverandi samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. „Við erum öll að takast á við að ala börnin okkar upp í einhverjum raunveruleika sem við ólumst sjálf ekki upp í. Hætturnar eru ekki þær sömu og foreldrar okkar voru að takast á við. Mamma og pabbi voru kannski helst að passa að það væri eitthvað til í ísskápnum og helsta „mann- réttindabarátta“ manns sem krakka var VHS- tæki og Sodastream. Til að forðast einelti var látið undan kröfum um kaup á Millet-úlpu svo maður yrði ekki hafður að athlægi eða hreinlega bara laminn! Reykingar og áfengisneysla voru það sem foreldrar og forráðamenn predikuðu gegn og sem barn eða unglingur átti ég aldrei hjálm. Börnin mín eiga hjólahjálm, skíðahjálm, brettahjálm og fengju sjálfsagt hestahjálm ef þeim dytti í hug að fara út í hestamennsku. Þannig að muna eftir mikilvægi næringar, skjá- tíma, lærdóms, fordóma, eineltis, hegðunar á samfélagsmiðlum, hreyfingar og hvíldar getur verið ansi yfirþyrmandi stundum samhliða heimilisrekstri og fullri vinnu beggja foreldra sem eiga stundum bara þá einu og veiku von að komast í gegnum eina bíómynd í mánuði saman! Það sem ég hef fram að færa verður líklega skotið í kaf af fimm mismunandi eftirlitsstofn- unum og 18 mismunandi sérfræðingum á innan við sólarhring, en það verður bara að hafa það!“ segir Einar og skellihlær. 1 Ég gef frelsi til athafna og gjörða og hvetkrakkana til að prófa en reyni að opna skiln- ing á því að því frelsi fylgir ábyrgð. Ef þau koma seint heim miðað við gefinn tíma þýðir það ákveðin viðurlög og þannig vonast ég til þess að börnin læri að umgangast reglur í því samhengi að frelsi fylgi ábyrgð. Þetta snýst ekki bara um hvenær krakkarnir koma heim í kvöld heldur vona ég að þessi gildi fylgi þeim áfram. 2Þegar kemur að tónlist þá er það mitt við-horf að ég banna krökkunum ekki að hlusta á neitt. En ég fer hinsvegar yfir það í þaula með bæði syni mínum og dóttur að stundum eru þau að hlusta á kvenfyrirlitningu, hatur í ým- iskonar mynd svo ekki sé minnst á subbulegt orðaval. Kvenfyrirlitninguna hef ég tekið nokk- uð vel fyrir því við erum að ganga í gegnum massa rapptímabil. Ég útskýri það að Notorious BIG sé ferlega flottur rappari og flest lögin frá- bær en hann kalli konurnar í lífi sínu mellur og hann tali um það sem svalt stöðutákn að vera melludólgur. Eftir að ég hef útskýrt þessa hluti reyni ég að kenna þeim hvað þau eru að hlusta á og hvað þýðingu þetta hefur allt saman. Þetta geri ég einfaldlega vegna þess að aðgengi krakkanna að allri músík og öllu efni er svo stór- kostlegt að foreldri sem ætlar að fara að reyna að ritskoða hlustun barnanna sinna kemur engu öðru í verk og missir fljótlega vitið. Og kost- urinn við aðgengið er líka að krakkarnir „fest- ast“ ekki í stíl eða tímabili heldur rúlla eins og engisprettur í gegnum heilu áratugina og lista- mennina og geta valið sér allt það besta til að elska til lengri tíma. Dóttir mín er búin með Bítlana, Led Zeppelin, Doors. Allt rapp 90‘s tímabilsins „east coast og west coast“ og kann þetta allt utan að og af því er ég stoltur. Nú er hún í Nirvana og Guns‘ and Roses. Hvernig get ég bannað henni að hlusta á það sem ég fíla sjálfur, það væri fullkomin hræsni. 3 Í daglega lífinu getur maður ekkert að þvígert þó að maður verði stundum pirraður og hvessi sig; ég er bara mannlegur. Sér í lagi þeg- ar maður er að koma flotanum fram úr á morgn- ana og í skólann. Ég reyni hinsvegar að mæta þeim breyskleika með því að sýna börnunum mínum það alla daga að ég elska þau bæði í orði og á borði. En ég elska það hinsvegar ekki hvað þau eru lengi að koma sér á fætur. 4 Ég segi börnunum mínum að ég verði ekkireiður sama hvað þau hafi gert rangt svo lengi sem þau segi satt. Þó eitthvað brotni, bili eða týnist þá er það aukaatriði. Ég verð kannski óhress, en aldrei reiður ef mér er bara sagt satt um málið. Ég hampa sannleikanum. 5 Ég er að reyna að innleiða grænu gildinbæði hjá sjálfum mér og þeim í leiðinni. Einnig umburðarlyndi og virðingu fyrir skoð- unum annarra. Þessi atriði skipta mig máli og ég vil að börnin sjái pabba sinn vera sam- kvæman sjálfum sér og læri þau þannig. 5 UPPELDISRÁÐ Einars Bárðarsonar 64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Móðir á fertugsaldri í Reykjavík fær stjúp- börn heim til sín reglulega, þ.e. börn kærast- ans, og kvartar undan því að hún nái engu sambandi við þau. Börnin hunsa hana og sam- skiptin á heimilinu eru stíf og óþægileg. Þetta á við einkum þegar hún er nálæg. Hún spyr hvernig hún geti breytt þessu ástandi sem er farið að þjaka hana töluvert. Sæl og takk fyrir spurninguna! Það getur reynt á alla að blanda saman fjöl- skyldum og engar tvær fjölskyldur eru eins. Börn hafa almennt góða aðlögunarfærni og samskipti geta breyst með tímanum. Til að auðvelda ferlið eru ákveðnir þættir sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er mikilvægt að full- orðna fólkið sé nokkuð samstiga. Sum börn eru hikandi í framkomu við stjúpforeldri þar sem þau lenda að einhverju leyti á milli foreldra sinna sem þau elska jú og vilja sýna hollustu. Best er ef allir foreldrarnir geta náð saman um ákveðna þætti sem varða velferð barnanna og oftast gengur það betur en fólk á von á. Mikilvægt en tímafrekt að mynda traust Þitt hlutverk sem stjúpforeldri er að mynda traust og það tekur tíma. Mikilvægt er að leyfa börnunum að ráða hraðanum þar sem börn eru ólík og hafa ólíkar þarfir sem stjórnast meðal annars af aldri og þroska. Ef samskiptin ganga ekki vel í byrjun getur tekið tíma að brjóta upp það mynstur. Þá er brýnt að átta sig á hver vandinn er en ekki síður að átta sig á styrk- leikum ykkar og hvernig þið getið nýtt þá til þess að ná betur saman. Þó að það sé oft mjög erfitt næst betri ár- angur ef þér tekst að taka hegðun barnanna ekki persónulega, hún beinist í raun ekki að þér heldur því hlutverki sem þú ert í. Mik- ilvægt er líka að taka tillit til þess að börnin alast upp í öðru umhverfi hluta af tímanum og það getur verið flókið. Það kallar á að nýja fjöl- skyldan lagi sig að börnunum og þörfum þeirra. Myndaðu vináttutengsl í rólegheitunum Látum líffræðilegu foreldrana um uppeld- ið, alla vega í fyrstu. Hlutverk þitt sem stjúpforeldris gæti í byrjun verið að reyna að mynda vináttutengsl við börnin, til dæmis í gegnum áhugamálin þeirra en þó án þess að kæfa þau í athygli. Ef tryggt er að börnin fái tíma með líffræðilegu foreldri án þess að stjúpforeldri sé alltaf með getur dregið úr spennu í samskiptum þess á milli. Þetta er gefandi en um leið krefjandi hlutverk sem þú ert í, en börn venjast tilhugsuninni um að vera hluti af nýrri fjölskyldu smám saman. Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa börn fyrst og fremst á því að halda að finna til ör- yggis og hlýju á heimilum sínum. Gangi þér vel! Stíf og erfið stjúptengsl Spurningum sem berast Fjölskyldunni á mbl.is svarar SÓL sálfræði- og læknisþjón- usta en þar starfar hópur fagfólks sem leggur metnað sinn í að veita börnum, ung- mennum og fjölskyldum þeirra góða þjón- ustu. Nánari upplýsingar á www.sol.is Stjúpfjölskyldur Hlutverk þitt sem stjúpforeldris gæti verið að reyna að mynda vináttutengsl við börnin, til dæmis í gegnum áhugamálin þeirra. Spurt og svarað Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar var í gær og af því tilefni var fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna á Íslandi veitt í þriðja sinn. Að þessu sinni heiðra samtökin kenn- ara í leikskólum, grunnskólum og fram- haldsskólum fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra veitti viðurkenninguna. Í umsögn valnefndar segir að kennarar vinni óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna, jafnvel utan hefðbundins vinnutíma, til dæmis með aðkomu að fjölskylduvanda- málum. Það felst m.a. í samtölum við for- eldra, ráðgjöf, aðstoð við heimanám, koma málum í farveg o.m.fl. til að styðja við fjöl- skylduna. SOS Barnaþorpin eru stærstu einkareknu barnahjálparsamtökin í heiminum sem sér- hæfa sig í að útvega yfirgefnum börnum heimili, foreldra og systkini. Þeir kennarar sem veittu viðurkenning- unni móttöku eru; - fyrir hönd leikskólakennara, Vilborg Guðný Valgeirsdóttir frá leikskólanum Vall- arseli á Akranesi, - fyrir hönd grunnskólakennara, Íris Dröfn Halldórsdóttir frá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og Birna Björk Reynisdóttir frá Egilsstaðaskóla, - fyrir hönd framhaldsskólakennara, Mark Andrew Zimmer frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í valnefndinni sátu: Drífa Sigfúsdóttir, mannauðsráðgjafi, Sigrún Júlíusdóttir, pró- fessor í félagsráðgjöf við HÍ, Nichole Leigh Mosty, verkefnastjóri hjá fjölskyldumiðstöð Breiðholts og Ragnar Schram, fram- kvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viðurkenning SOS Barnaþorpa F.v.: Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Mark Andrew Zimmer framhaldsskólakennari, Vilborg Guðný Valgeirsdóttir leikskólakennari, Birna Björk Reynisdóttir grunnskólakennari, Ragnar Schram framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og Íris Dröfn Halldórsdóttir grunnskólakennari. Viðurkennning fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu fjölskyldna ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.