Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
✝ HaraldurÁrnason fædd-
ist í Reykjavík 2.
desember 1927.
Hann lést á Land-
spítalanum þriðju-
daginn 8. maí síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Ingunn
Ófeigsdóttir, f. 20.
júlí 1905 á Mið-
húsum í Gnúpverja-
hreppi, d. 24. september 1995,
og Árni Ámundason, f. 29. maí
1901 á Kambi í Villingaholts-
hreppi, d. 29. maí 1986. Har-
aldur fæddist í Reykjavík og
ólst upp á Ljósvallagötu 30 þar
sem hann bjó til ársins 1962 er
hann fluttist með fjölskyldu
sinni að Stóragerði 25 í Reykja-
vík. Þar bjó hann þar til hann
fluttist á Strikið 4, Garðabæ ár-
2018. Þeirra börn eru Auður,
Valdís og Haraldur. 2) Ingunn
Edda íþróttakennari, f. 1. des-
ember 1954. Maður hennar er
Errol Bourne, f. 5. nóvember
1952. Þeirra börn eru Chelsea
Thor og Ashley Edda. 3) Gunn-
ar Haraldsson bóndi, f. 29. apríl
1958. Kona hans er Jóna Mar-
grét Kristinsdóttir, f. 19. des-
ember 1958. Þeirra börn eru
Eygerður, Árni, Margrét, Har-
aldur, Ólöf og Auður.
Að loknu prófi frá Samvinnu-
skólanum hóf Haraldur störf á
Skattstofu Reykjavíkur þar sem
hann vann allan sinn starfsferil
á söluskatts- og síðar virðis-
aukadeild. Haraldur tók virkan
þátt í uppbyggingu Skíðadeild-
ar ÍR ásamt fleiri sjálfboða-
liðum og gegndi hann meðal
annars gjaldkerastarfi þar í
nokkur ár.
Útför Haraldar Árnasonar
fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag, 17. maí 2018,
kl 15.
ið 2007. Systkini
Haraldar voru
Grétar, f. 12. nóv-
ember 1926, d. 27.
apríl 2003, og Guð-
rún Anna, f. 21.
ágúst 1934, d. 17.
janúar 2004.
Árið 1950 giftist
Haraldur Auði
Gunnarsdóttur, f.
22. janúar 1931.
Foreldrar hennar
voru hjónin Margrét Gunn-
arsdóttir húsfreyja, f. 28. des-
ember 1891, d. 30. júní 1985 og
Gunnar Sigurðsson kaupmaður
í Von, f. 2. febrúar 1884, d. 2.
febrúar 1956. Haraldur og Auð-
ur eignuðust þrjú börn. Þau eru
1) Margrét svæfingahjúkr-
unarfræðingur, f. 12. júlí 1948.
Maður hennar var Örn Pálsson,
f. 11. desember 1948, d. 2. apríl
Nú er góður maður fallinn frá,
maður sem ég hef átt þau forrétt-
indi að hafa fengið að kalla
pabba.
Elsku pabbi, það var alltaf svo
gaman að vera með þér, þú varst
svo skemmtilegur, maður vissi
aldrei hvað þér gat dottið í hug,
þú varst hrókur alls fagnaðar og
besti pabbinn sem til er. Þegar
ég hugsa til þín eru ótal margar
minningar sem koma fram. Ein
af mínum uppáhalds-minningum
er þegar við Gunni fórum með
þér í Liverpool-leikfangaversl-
unina á aðfangadag ein jólin, ég
var 5 ára. Þar sá ég rauðan
dúkkusundbol sem var það fal-
legasta sem ég hafði nokkurn
tíma séð, og þú keyptir hann án
þess að ég vissi af. Þegar ég opn-
aði jólapakkann um kvöldið þá
var Daisy dúkkan mín í sund-
bolnum, þessu hef ég aldrei
gleymt. Þú varst alltaf svo hug-
ulsamur, góður og hjálpsamur,
sama hvað það var, hvort sem
það var að ná í mig eftir að ég
missti af strætó og hringdi grát-
andi í þig af því að ég yrði of sein
í bakæfingar eða sprungið dekk á
bílnum, þú varst alltaf til staðar.
Ekki man ég þó eftir að þú hafir
tekið mikinn þátt í uppeldinu á
okkur systkinunum. Eftir að ég
átti mín eigin börn minntist ég á
þetta við mömmu, þá sagði hún
bara að ef við vorum með einhver
læti eða óþekk þá hefðir þú litið á
hana og sagt bara: „Ætlar þú að
láta þau komast upp með þetta?“
Þið mamma voruð dugleg að
fara með okkur í útilegur á sumr-
in, sérstaklega eftir að þú keyptir
Bronco-inn, þá var oft farið í úti-
legur um helgar og á veturna var
farið á skíði sem þú varst dugleg-
ur að kenna okkur systkinunum
á. Á þeim tíma var oftast farið
uppi í Skíðaskála, Kolviðarhól og
seinna í Bláfjöllin. Þegar ég var
12 ára fór ég á skíðanámskeið í
Skíðaskálanum með mín tréskíði
(þau runnu lítið og gat maður
gengið beint upp á þeim og svo
þurfti maður að ýta sér niður). Á
miðju námskeiði komst þú með
ný skíði sem mér fannst svo sleip
að ég gat ekki staðið á þeim, já,
ég hataði þau í byrjun, en þú
hjálpaðir mér og þetta tókst.
Árin liðu og eftir að ég flutti til
Boston voru ótal margar ferðirn-
ar sem þið mamma komuð í
heimsókn til okkar og alltaf var
jafn gaman að fá ykkur. Chelsea
og Ashley fannst alltaf svo gam-
an þegar þú blést í þumalfing-
urinn og vöðvinn á handleggnum
á þér stækkaði. Mikið erum við
þakklát fyrir að þið gátuð komið
síðustu tvö ár og séð öll barna-
börnin, þú varst svo duglegur að
geta þetta þrátt fyrir að líkaminn
væri farinn að bila, en aldrei
kvartaðir þú.
Þið mamma reistuð yndisleg-
an sumarbústað sem þið notuðuð
óspart og nutuð margrar góðrar
stundar sumar sem vetur. Þú
hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni í
Birkilautinni og hafðir gaman af.
Mikinn áhuga hafðir þú á
íþróttum, sérstaklega fótboltan-
um sem þú horfðir mikið á, fylgd-
ist með strákunum. Það var gam-
an þegar þú varst hér í Boston og
Ísland vann England, þá var
spenningur.
Það var heiður að hafa fengið
að halda upp á 90 ára afmælið
þitt með þér síðastliðinn desem-
ber.
Elsku pabbi, þín verður sárt
saknað, við þökkum fyrir dýr-
mæta samfylgd og allar góðu
minningarnar sem við eigum.
Hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Ingunn Edda, Errol,
Chelsea og Ashley.
Það er erfitt að setjast niður
og hugsa til þess að elsku afi
minn er farinn frá okkur, afi í
Stóró eins og ég kallaði hann allt-
af. Ég er viss um að pabbi tekur
vel á móti honum en hann kvaddi
fyrir fimm vikum. Ég er heppin
að minningarnar eru ótal marg-
ar.
Ég þakka ömmu og afa fyrir
að hafa komið hverja einustu
helgi og sótt okkur systurnar og
farið með okkur á skíðaæfingar í
Hamragili, en frá því ég var 8 ára
æfði ég skíði. Alltaf fylgdu afi og
amma mér og studdu mig. Ég má
til með að rifja upp söguna þegar
ég gleymdist í fjallinu, en ég var
uppi á toppi í Hamragilinu þegar
ég sá Taunusinn renna í burtu.
Ég hef verið 10 eða 11 ára gömul.
Ég renndi mér niður eins hratt
og ég gat til að reyna að ná bíln-
um, en allt kom fyrir ekki, bíllinn
brunaði í burtu. Á þessum árum
voru auðvitað engir farsímar en
amma og afi keyrðu beint í bæinn
og voru búin að leggja fyrir utan
Skagaselið þegar þau áttuðu sig
á því að aftursætið var tómt.
Það var gaman að fá að fara
inn á skrifstofu afa í Stóragerð-
inu en afi átti reiknivél sem úr
kom strimill þegar maður lagði
saman og þegar maður dró frá
komu rauðar tölur. Það voru ófá-
ar stundirnar sem ég sat og lagði
saman hinar ýmsu tölur í búð-
arleik.
Á seinni árum hugsa ég með
þakklæti til afa og ömmu þegar
börnin mín voru veik, en alltaf
voru þau til taks og komu til okk-
ar á morgnana og voru hálfan
daginn svo við kæmumst í vinn-
una. Við þetta myndaðist ómet-
anleg tenging við langafabörnin,
en öll eigum við minningar sem
aldrei gleymast frá þessum tíma.
Ég mun aldrei gleyma skírnar-
veislunni hans Runólfs, þegar afi
og Láki afi hans Þorra endurnýj-
uðu vináttu sína, en báðir voru
þeir snöggir að finna sér góð
sæti, sátu þar sem fastast, skál-
uðu, hlógu og rifjuðu upp gamla
tíma.
Það var gaman að fá afa,
ömmu, mömmu og pabba til okk-
ar í Lúxemborg en þar naut afi
sín heldur betur. Að ferðast um
Móseldalinn, heimsækja Trier og
alla smábæina, þá var greinilegt
að honum leið vel, enda naut
hann sín ávallt vel í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Það var alltaf stutt í húmorinn
hjá afa og það voru ófáir fim-
maurarnir sem fuku reglulega og
mun ég geyma þá í minningunni.
Ég er þakklát fyrir að hafa verið
til staðar í veikindum hans síð-
ustu dagana en þó að heilsunni
hrakaði hratt þá var kímnigáfan
alltaf til staðar og alltaf var hann
jafn þakklátur og glaður að fá
heimsókn og hafa okkur hjá sér.
Það er skrítið að koma til ömmu
og enginn afi er heima, en minn-
ingin um góðan afa lifir.
Þín
Valdís Arnardóttir.
Elsku afi minn. Ekki bjóst ég
við að vera að kveðja þig núna,
enda barstu þig svo vel fram á
síðasta dag. Ég veit að lífsgæðin
voru orðin skert og undir það síð-
asta varstu farinn að viðurkenna
að 90 árin væru nú aðeins farin
að segja til sín. Alltaf barstu þig
samt vel og sást um að koma þér
sjálfur á milli staða þar til yfir
lauk. Þú varst alltaf boðinn og
búinn að hjálpa til og vildir alveg
endilega hjálpa til við útkeyrsl-
una hjá okkur og stutt er síðan
þú bauðst til að keyra mig á milli
staða við það. Ef maður hafði
spurningar varðandi bókhald eða
skattamál þá varstu yfirleitt með
svörin á reiðum höndum en ef
ekki þá fékk maður símtal frá þér
síðar um daginn með svörunum.
Þú fylgdist vel með málefnum
líðandi stundar og hafðir miklar
skoðanir á þeim. Það var alltaf
gott að koma til ykkar í Stóra-
gerðið og síðar Strikið og ræða
heima og geima. Þú hafðir mik-
inn áhuga á öllu sem við vorum
að gera og fylgdist vel með öllu á
Gunnarshólma. Þú varst svo
ánægður með framkvæmdirnar
sem við fórum í á gömlu húsun-
um og fylgdist grannt með fram-
vindunni á þeim.
Þegar ég kom á Strikið sastu
gjarnan við tölvuna á skrifstof-
unni þinni og virtist alltaf hafa
nóg fyrir stafni þar. Ég hugsa
með hlýju til símtalanna þegar
þú sagðir mér að eitthvað væri að
klikka í tölvunni og baðst mig um
að kíkja á það við tækifæri. Vildir
þó aldrei trufla og hafðir áhyggj-
ur af því að þú værir að ónáða,
sem var auðvitað aldrei raunin.
Þú hafðir gaman af því að rifja
upp gamla tíma og þær eru ófár
sögurnar sem sitja eftir um
hvernig hlutirnir voru á þínum
yngri árum og ekki síst sögur um
foreldra þína og tengdaforeldra.
Þessar sögur eru gull og ég á ef-
laust eftir að segja mínum börn-
um þær.
Mikið var líka gott að koma til
ykkar ömmu í Birkilautina, þá
miklu paradís sem þið voruð búin
að búa ykkur til þar. Strákarnir
mínir nutu sín vel þar og fannst
spennandi að fá að gista. Hlaupa
um flötina og kanna ævintýra-
göngin.
Þið lögðuð ómælda vinnu í
svæðið í kringum bústaðinn og sú
vinna skilaði sér í algjörri para-
dís. Skjólsælli og fallegri staður
er vandfundinn og gátu þið setið
á pallinum fyrir framan bústað-
inn í skjóli nánast sama hvernig
viðraði.
Mér þótti svo vænt um að þú
gast komið í skírnarveisluna
heima þegar við vorum að skíra
„þá frönsku“ eins og þú kallaðir
hana. Ég veit að það var ekki
auðvelt en þegar ég talaði um
það við Frilla hvað ég væri glöð
með það þá sagði hann að þú
hefðir ekki bara mætt heldur
hefðir þú verið hrókur alls fagn-
aðar.
Ég á eftir að sakna þín mikið
og veit að þú átt eftir að halda
áfram að fylgjast með okkur.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
og hafðu það sem allra best þar
til við hittumst næst. Þín,
Margrét Gunnarsdóttir.
Þetta ætlar að verða ár ykkar
pabba, elsku afi minn, sem þið
skellið ykkur saman á vit ævin-
týranna. En það var nú oft
minnst á að þið væruð að eldast
saman þrátt fyrir 21 árs aldurs-
mun!
Minningin um flottan afa er
falleg og dýrmæt, sem ég mun
varðveita vel í hjarta mínu. Það
eru nú ekki allir sem ná því að
verða 90 ára, flott það!
Hamragil var okkar staður.
Við systur með ykkur ömmu all-
ar helgar á skíðum. Dásamlegir
tímar þrátt fyrir að skammast
okkar gífurlega fyrir alla glerja-
söfnunina. En þú máttir ekki
tóma glerflösku sjá nema stoppa
og taka með. Auðvitað var leynd-
ur lærdómur í þessu öllu og ég
held að flestir af mínum sam-
nemendum úr Menntaskólanum
við Sund muni eftir mér að safna
flöskum í frímínútum. En það
sem kom frá flöskusöfnun fór
upp í mína útskriftarferð sem var
nú dágóður slatti, svo takk fyrir
það.
Það er alltaf sárt að kveðja en
minningarnar ylja mér. Alltaf
hress og skemmtilegur og með
húmorinn í lagi. ,,See you later
alligator“ er nú svo lítið þitt, afi
minn, svo það er við hæfi að nota
það hér.
Guð geymi þig.
Þín,
Auður Arnardóttir.
Við andlát og útför mágs míns
Haraldar Árnasonar koma í hug
mér minningar um góðar sam-
verustundir og sambýli um ára-
bil. Ég var ungur að árum þegar
ég kom fyrst í fjölskylduhúsið
Ljósvallagötu 30 í Reykjavík til
að heimsækja systur Halla, Guð-
rúnu Önnu, sem varð svo eigin-
kona mín. Við giftingu okkar
fengum við inni í þessu fimm
íbúða fjölskylduhúsi sem Ingunn
og Árni, tengdaforeldrar mínir,
höfðu reist af fádæma dugnaði
með stækkun á litlu húsi sem þau
höfðu keypt nokkrum árum áður.
Þá voru fyrir í húsinu auk Ing-
unnar og Árna, bróðir Halla
Grétar og Sissa með þrjá syni,
Halli og Auður með tvær dætur
auk annarra leigjenda. Þetta
ágæta sambýli stóð í nokkur ár
og stuðlaði að góðu sambandi
milli fjölskyldnanna eftir að hver
um sig hafði komið sér upp eigið
húsnæði.
Árni faðir Halla var ættaður
frá Kambi í Flóa, alinn upp við
búskap og í sinni hans blundaði
alltaf bóndinn, sérstaklega hvað
varðaði sauðfé. Það kom sér því
vel að Auður kona Halla er dóttir
Gunnars í Von sem reisti og rak
bú á Gunnarshólma. Þar fékk
Árni inni með kindurnar sínar og
kartöflugarð í nokkur ár og voru
margar ferðirnar sem Halli fór
þangað með föður sínum. Halli
vann á Skattstofunni í Reykjavík
alla tíð, fyrst við almenn störf en
síðar þegar söluskattur kom til
sögunnar varð hann yfirmaður
þeirrar deildar og naut vinsælda
í starfi. Á yngri árum stundaði
hann skíðaíþróttina af kappi, var
ÍR-ingur og tók þátt í uppbygg-
ingu við skála félagsins í Hamra-
gili. Ekki verður annað sagt en
að Halli hafi borið aldurinn vel og
hann var alltaf hress og kátur
hvert sinn sem við hittumst. Nú
er komið að leiðarlokum og ég vil
þakka Halla fyrir samferð og
samveru í gegnum árin. Ég sendi
Auði og börnum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Haraldar
Árnasonar.
Ólafur G. Karlsson.
Kær fjölskylduvinur og mágur
er fallinn frá. Halli kom inn í fjöl-
skylduna í „Von“ og Gunnars-
hólma með Auði systur minni.
Ég, yngst af 5 systrum, beið
spennt eftir því að systur mínar
gengju út, eins og sagt var í
gamla daga.
Ég varð ekki fyrir vonbrigð-
um. Halli var glæsilegur maður,
skemmtilegur og traustur og
hafði þann mikilsverða hæfileika
að taka sig ekki alltof alvarlega
og sjá það spaugilega í lífinu.
Hann tók virkan þátt í lífinu á
Gunnarshólma. Ekki kom hann
einn heldur kom Árni pabbi hans
mikið með honum í sveitina. Árni
var mikill öðlingur og heilsteypt-
ur maður. Árni átti nokkrar roll-
ur sem voru fljótlega fluttar á
Gunnarshólma, okkur til mikilla
ánægju.
Áður en Halli kom inn í fjöl-
skylduna höfðu aðrar systur mín-
ar gengið út. Kristján og Daníel
voru mættir og á ég margar góð-
ar minningar frá þeim tíma. Síð-
an bættist einn í viðbót, Konni.
Alltaf var nóg að gera í sveitinni
og munaði mikið um þessa kraft-
miklu ungu menn.
Það er gaman að sjá Gunnars-
hólma blómstra áfram í höndum
Gunnars Haraldssonar og Jónu
Margrétar og allra þeirra glæsi-
legu barna.
Elsku Auður, Maggý, Ingunn
Edda, Gunnar og aðrir ástvinir,
ég sendi ykkar mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Edda Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Haraldur Árnason var mikill
öðlingur og með betri mönnum
sem ég hef þekkt. Ég kynntist
Halla og Auði þegar ég og konan
mín tókum saman haustið 2008.
Tóku þau mér strax vel og var
ávallt gaman að hitta þau og
spjalla um daginn og veginn. Þau
bjuggu á Strikinu allan þann
tíma sem ég þekkti Halla og fór-
um við Margrét og börnin oft í
heimsókn til þeirra. Halli var
alltaf brosandi og í góðu skapi.
Það klikkaði ekki. Hann sýndi
manni alltaf mikinn áhuga og
spurði hvað maður væri að
bauka. Ég held ég hafi örugglega
ekki átt samtal við hann þar sem
hann sagði ekki brandara, sem
vissulega voru misjafnir að gæð-
um, en kannski eðlilegt þegar
maður segir jafn marga og Halli
gerði. Þetta var Halli fyrir mér,
áhugasamur um allt og alla,
hress, ræðinn og með húmorinn í
lagi.
Ég hafði gaman af að ræða við
Halla um gömlu dagana. Harald-
ur ólst upp á Ljósvallagötunni
þar sem foreldrar hans höfðu
byggt sér heimili og lýsti hann
fyrir mér Reykjavík á hans upp-
vaxtarárum. Hann og Auður
voru eina fólkið sem ég þekki
sem hafði áhuga á frjálsum
íþróttum. Þau fóru á að minnsta
kosti tvenna Ólympíuleika, ann-
ars vegar í München árið 1972 og
hins vegar til Kanada 1976. Halli
lýsti aðstæðum vel og hvernig
var að upplifa svona stóra við-
burði. Ólympíuleikarnir í Mün-
chen eru líklegast þekktastir fyr-
ir gíslatökuna og fannst mér
áhugavert að heyra hvernig
ástandið var þegar þetta gekk yf-
ir.
Við Margrét skoðuðum mynd-
ir af þeim hjónum og vinafólki
þeirra frá þessum tíma. Glæsi-
legt klassafólk þar á ferð. Þannig
var Halli til síðustu stundar og
það hljóta að teljast forréttindi.
Halli var alltaf að hjálpa öllum.
Hann vann hjá skattinum megnið
af sinni starfsævi og ég veit ekki
betur en hann hafi gert skatt-
framtöl fyrir hálfa ættina fram
að dánardegi. Hann var alltaf
eitthvað að spekúlera og spurði
mig ósjaldan spurninga af lög-
fræðilegum toga og var sjálfsagt
að aðstoða þegar ég gat. Dreng-
irnir okkar voru mjög hændir að
honum og var sérstaklega gaman
að koma í heimsókn í bústað
þeirra hjóna. Síðasta sumar þeg-
ar við komum í heimsókn þá var
Halli að slá blettinn með orfinu,
91 árs gamall.
Halli var flottur fyrirmyndar-
maður og ég vona að ég verði
eins og hann þegar ég kemst á
efri árin. Ég kveð að sinni og
votta Auði innilega samúð á þess-
ari erfiðu stundu.
Virðingarfyllst,
Friðleifur Egill
Guðmundsson.
Haraldur Árnason
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI JÓN MAGNÚSSON
húsasmíðameistari
frá Vesturhúsum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í
Vestmannaeyjum fimmtudaginn 10. maí.
Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 19. maí
klukkan. 13.
Unnur Tómasdóttir
Ólöf Helgadóttir Kristján L. Möller
Tómas Helgason Jenný van der Horst
Kristinn Helgason Þórhildur R. Guðmundsd.
og barnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BERENT SVEINBJÖRNSSON
pípulagningameistari,
Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 18. maí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Sveinbjörn Berentsson Auður Björgvinsdóttir
Jóhanna Berentsdóttir Dagur Jónsson
Hólmfríður Berentsdóttir
Jóhann Berentsson
og barnabörn