Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 36

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Fyrr í mánuðinum var fyrsta skóflustungan tekin að endurbættri tennishöll Kópavogsbúa, þeirri einu á landinu. Fyrir eru í höllinni þrír vellir en í viðbyggingunni verða tveir til viðbótar, auk tveggja minni padel-valla, en padel er íþrótt sem lýsa má sem nokkurs konar blöndu af tennis og skvassi, að sögn Jónasar Páls Björnssonar, framkvæmdastjóra Tennishallar- innar. Þá verður félagsaðstaðan bætt til muna og svæði undir hana fjór- faldað, með það að markmiði að skapa nokkurs konar klúbbstemn- ingu. Fimm ára aðdragandi Tennishöllin var fyrst opnuð vorið 2007 en fyrir það hafði tenn- isiðkun verið í næsta húsi þar sem nú er Sporthúsið. Höllin hefur síð- an notið mikilla vinsælda og segir Jónas að fyrir um fimm árum hafi orðið ljóst að núverandi húsnæði rúmaði ekki starfsemina. Spurn eftir völlum væri meiri en framboð og oft erfitt að finna lausan tíma. Stækkunin var ekki óumdeild, en hún var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs árið 2016 með sex at- kvæðum gegn fimm og féllu þau þvert á flokkslínur. Tennishöllin er til húsa í botni Kópavogsdals í lítilli gryfju og sést varla frá götunni. Andstæðingar stækkunarinnar vilja láta Kópa- vogsdalinn óáreittan en hann er eitt helsta útivistarsvæði Kópa- vogsbúa og skilgreint sem opið svæði samkvæmt aðalskipulagi. Jónas segir þó flesta sátta við útkomuna. „Það voru einhverjir í pólitíkinni sem höfðu eitthvað á móti þessu, en mér heyrist að þeir hafi flestir komið að málinu í loka- afgreiðslunni.“ Útfærsla stækkun- arinnar sé látlaus og viðbyggingin Tennishöllin stækkar  Fyrsta skóflustungan tekin á dög- unum eftir fimm ára baráttu KÓPAVOGUR VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Kópavogur er næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Þar búa tæp- lega 36.000 manns, eða um tíu pró- sent landsmanna. Mikill uppgangur hefur verið í bænum síðustu ár og íbúum fjölgað um 11 prósent á fjór- um árum. Í Kópavogi er stærsta verslunarmiðstöð landsins, Smára- lind. Nýlega var Norðurturn Smáralindarinnar, háhýsi áfast verslunarmiðstöðinni, opnaður, og hefur Íslandsbanki auk fleiri fyrir- tækja fært höfuðstöðvar sínar þang- að. Bæjaryfirvöld hafa háleitar hug- myndir um svæðið, sem segja má að sé í miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar skal koma Borgarlínustopp og á því svæði sem nú er bílastæði og bensínstöð rís nýtt hverfi, 201 Smári. Í Kópavogi er hæsta hús lands- ins, þar er sýslumannsembætti alls höfuðborgarsvæðisins til húsa og hvergi á landinu er styttra milli tveggja verslana Vínbúðarinnar (800 metrar úr Smáralind á Dal- veg). Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogur Kópavogskirkjan er eitt helsta kennileiti bæjarins. Þokkalegt að búa í Kópavogi  Skortur á ódýru húsnæði og þjónustu- íbúðum meðal þess sem íbúar vilja bæta úr  Fá nýbyggingarsvæði standa Kópa- vogi til boða og því nauðsynlegt að fyrirhuguð uppbygging fari fram með þéttingu byggðar innan núverandi bæjarmarka. Þetta segir Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópa- vogs. Íbúum Kópavogsbæjar hefur fjölg- að ört undanfarin ár. Fyrir tuttugu ár- um voru íbúar tæplega 20.000 en eru nú 36.000. Frá árinu 1990 hefur fjöldi nýrra hverfa bæst við bæinn, Smárinn, Lindir, Salir, Kórarnir, Hvörfin og Þingin. Birgir segir fram- tíðarskipulag bæj- arins hins vegar gera ráð fyrir því að horft verði inn á við, líkt og í öðr- um sveit- arfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Þannig muni 75% þeirrar uppbygg- ingar sem verður til ársins 2024 fara fram innan núverandi íbúðabyggðar. Gert er ráð fyrir að íbúar Kópavogs verði um 40 þúsund í lok árs 2024 þegar núverandi aðalskipulag bæj- arins fellur úr gildi en Birgir segist vera vanur að nota þá tölu sem neðri mörk íbúafjöldans. Hann hafi áður brennt sig á því að íbúaaukning fari fram úr spám bæjarins. Nýtt miðhverfi í vinnslu Meðal þeirra reita sem eru í upp- byggingu er Auðbrekka, iðnaðargata í miðju íbúðarhverfi milli Álfhólsvegar og Nýbýlavegar. Þar er hafin vinna við uppbyggingu íbúða, sem að end- ingu verða 160, en fasteignafélagið Lundur er eigandi svæðisins. Á Glaðheimasvæðinu sem afmark- ast af Reykjanesbraut til vesturs og Bæjarlind til norðurs, er gert ráð fyrir 530 íbúðum. Þar eru framkvæmdir langt komnar og fyrstu íbúar farnir að flytja inn. Þá munu 550 íbúðir rísa á Kársnesi, auk þess sem Wow Air hyggst flytja höfuðstöðvar sínar þangað og byggja þar hótel. Skipulagsvinnu á þessum þremur reitum er þó ekki lokið og þar eru þéttingartækifæri til frambúðar, að sögn bæjarstarfsmanna. Þá er einnig áformað að 160 íbúðir rísi sunnan Smáralindar. Það svæði hefur verið nefnt 201 Smári en gert er ráð fyrir þéttri byggð með verslunarrými á jarðhæð þar sem þjónusta verði í göngufæri. „Við getum kallað þetta nýtt miðhverfi,“ segir Birgir, en vill forðast að kalla þetta nýjan miðbæ Kópavogs. „Um það eru skiptar skoð- anir,“ segir hann og rifjar upp deilur sem upphófust þegar til stóð að færa bæjarskrifstofurnar úr Hamraborg- inni í Norðurturn Smáralindarinnar. Ekki byggt austan Heiðmerkur Það er þó ekki svo að Kópavogs- bær eigi ekki landsvæði. Um 80 fer- kílómetra land austan Heiðmerkur tilheyrir bænum. Það landsvæði er ekki samtengt restinni af bænum heldur skilur Heiðmörkin, sem er í eigu Reykjavíkur, svæðin að. Svæðið stækkaði raunar um 30 ferkílómetra í fyrra þegar Héraðsdómur úrskurðaði að svæði frá Heiðmörk að Bláfjöllum tilheyrði Kópavogsbæ en ekki Reykja- vík. Aðspurður segir Birgir engin áform vera um nýtingu þess svæðis og að hann sjái ekki fyrir sér að þar verði nokkurn tíma byggt. „Við höfum ásamt hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu sammælst um ákveðin ytri mörk byggðar á svæðinu og hún gerir ekki ráð fyrir að byggð fari út fyrir Heiðmörk.“ Byggðin megi ekki þenjast um of, auk þess sem mikilvægt er að hafa í huga að vatns- ból höfuðborgarbúa eru í Heiðmörk og varasamt að byggja og nálægt því. alexander@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Auðbrekka Framkvæmdir við nýtt íbúðarhúsnæði eru komnar á fullt Uppbygging til framtíðar verði inn á við Birgir H. Sigurðsson. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 585 Strákú á tann verði Garðkl a/Garðskófla 595 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 995 Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali 3.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar með 100 kg burðarge frá 995 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Laufhrífur frá 999 Laufsugur 7.495 Úðabrúsar í mörgum stærðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.