Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 66
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Herbert Guðmundsson tónlistar-
maður fór um víðan völl í morgun-
þættinum hjá Rikku, Loga og Rúnari
Frey. Talið barst að alkóhólismanum
en þessa dagana stendur Álfasala
SÁÁ yfir. Herbert sagði frá því að
hann hefði nýtt sér þjónustu SÁÁ á
sínum tíma en í júlí næstkomandi
fagnar hann 11 ára edrúafmæli.
„Ég fór í tíu daga inn á Vog í svo-
kallaða afeitrun og síðan fór ég beint
í 12 sporin og fór að vinna og starfa,“
segir Herbert sem fór svo að reyna
að hjálpa öðrum með því að segja
sögu sína og bera út boðskapinn.
„Ég var í heavy neyslu. Ég var í
kókaíni og hassi og bjórsulli. Ég
þurfti mikið að vinna í sjálfum mér.
Ég var samt tiltölulega fljótur að
jafna mig.“
Herbert sækir kirkju einu sinni í
viku og lítur á það sem hluta af því
að halda sér edrú. „Það er gat í okk-
ur sem höfum þennan sjúkdóm og
það þarf að fylla það með einhverju.
Ég þurfti að taka æðri mátt inn í
mitt líf og það var ekki erfitt fyrir
mig. Amma kenndi mér bænir þegar
ég var krakki og ég fór bara að biðja
aftur,“ segir Herbert og fór með
bæn í viðtalinu sem hann segist fara
með á hverjum morgni. Herbert seg-
Herbert Guðmundsson tónlistarmaður var gestur þeirra Loga, Rikku og Rún-
ars Freys í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum en hann samdi nýverið
country-lag sem sungið er af Axel Ó. Herbert fór um víðan völl í spjallinu og
talið barst að alkóhólismanum en þessa dagana stendur Álfasala SÁÁ yfir.
„Ég stjórna ekki
þessari leiksýningu“
ist alltaf vera glaður. „Til hvers að
vera dapur? Það hefur ekkert upp á
sig. Þetta er bara spurning um að
sleppa. Ég er ekki að fara að stjórna
þessari leiksýningu, ég verð bara að
sleppa.“
Hluti af batanum hjá Herberti var
að gera upp fortíðina. „Þú verður
frjáls, því þetta er svo mikil tiltekt.
Við förum og hittum fullt af fólki sem
við vorum að skaða þegar við vorum
að fá okkur. Það er stóri plúsinn í
þessu prógrammi,“ segir Herbert og
bætir við að hann hafi hætt að hitta
gömlu félagana. þegar hann varð
edrú. „Það gerist bara af sjálfu sér.
Þetta voru ekki alvöru félagar, þetta
voru bara neysluvinir. Það verða
andaskipti í manni. Þegar maður er í
neyslu þá er þessi dökki inni í manni
og svo kemur ljósið inn. Þeir sem
falla á bindindinu hafa oft gleymt
bæninni, þeir fara að „hrokast“ upp.“
Talið berst svo að tónlistinni en
nýverið gaf Herbert út plötu með
syni sínum. Herbert hefur alltaf ver-
ið mikill sölumaður og var m.a. far-
andbókasali á árum áður. „En nú
fylli ég bara bílinn af geisladiskum
og fer á galeiðuna eins og það er
kallað. Þetta er svo gaman og gef-
andi,“ segir Herbert sem fær mikið
út úr því að ferðast um landið og
kynnast fólki sem hann hittir. Á dög-
unum samdi hann „countrylag“ fyrir
Axel Ó. en það kom út á dögunum og
var spilað í þættinum. Lagið heitir
„Driving Wild“ og er sungið af Axel.
Hægt er að hlusta á viðtalið við
Herbert og nýja lagið á k100.is.
runarfreyr@k100.is
Jákvæður Herbert
Guðmundsson: „Til
hvers að vera
dapur? Það hefur
ekkert upp á sig.“
Jóhann Freyr Björgvinsson og Guðný Páls-
dóttir frá Heimsferðum komu óvænt inn í
beina útsendingu Magasínsins, færandi
hendi með gjafabréf upp á glæsilega viku-
langa fimm stjörnu dekurferð til Grikk-
lands. Hulda átti hugmyndina að því að
gefa Hvata og konunni hans ferðina í tilefni
brúðkaupsafmælis þeirra í tilefni af bón-
orðsleik sem útvarpsstöðin stendur fyrir um
þessar mundir. Þar eru hlustendur hvattir
til að deila sögum af einni stærstu stund
sambandsins.
Hvati og Dóra Hanna, eiginkona hans,
hafa verið í fjarbúð í vetur, hann hér í bæn-
um og hún í Vestmannaeyjum. Því þótti til-
valið að gleðja hjónakornin á 21 árs brúð-
kaupsafmælisdeginum.
„Hulda kom mér svo sannarlega á óvart
með þessari gjöf frá Heimsferðum. Ég var
nýbúinn að segja við hana eftir útsendingu
á dögunum að við hjónin gætum vel hugsað
okkur að komast í sólina til að slaka á, það
hefur verið mikið að gera á mörgum víg-
stöðvum í okkar lífi undanfarin misseri. Við
náum að skella okkur til Grikklands rétt á
milli flutninga hjá okkur, gæti ekki passað
betur,“ segir Hvati kampakátur með gjöf-
ina.
Hvata komið á óvart með ferð til Grikklands
Hissa Það kom Hvata og eigin-
konu hans, Dóru Hönnu, verulega
á óvart að fá glaðninginn.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Fyrirtæki til sölu
• Steypuframleiðsla og flutningastarfsemi
• Veitingastaður í miðborg Reykjavíkur
• Lífstílsverslun með fatnað og gjafavöru
• Iðnfyrirtæki með málmsmíði og innflutning
• Gistihús í miðborginni
• Jeppaferðir um hálendið
• Heildsala með hárvörur og tengda vöruflokka
• Ísbúðir á Reykjavíkursvæðinu
• Heildverslun með fæðubótarefni
• Öflugar verslanir í Kringlunni
Hér eru nokkur dæmi um fyrirtæki til sölu hjá okkur:
Investis er með yfir 50 fyrirtæki á
sölulista. Um er að ræða fyrirtæki í
verslun, iðnaði, ferðaþjónustu og veitinga-
starfsemi. Einnig rekstrareiningar úr fyrirtækjum auk
sameiningatækifæra. Um 500 fjárfestar eru á póstlista
okkar, þeir fá vikulega upplýsingar um fjárfestingar-
tækifæri