Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Birgir Axelsson skrúðgarðyrkjumeistari á 40 ára afmæli í dag.Birgir rekur sitt eigið fyrirtæki, Brústein ehf., og hefur sér-hæft sig í að gera grjóthleðslur úr náttúrugrjóti og laugar en
sinnir einnig hellulögnum og annarri skrúðgarðyrkjutengdri starf-
semi. Höfuðstöðvar hans eru í Hafnarfirði og í Neskaupstað.
„Ég bý að mestu leyti yfir veturinn fyrir sunnan en mitt aðalstarfs-
tímabil, á vorin og fram á haust, er fyrir austan. Ég byrjaði fyrst að
vinna þar í kringum 2011 við Laugarfell en fór svo 2013/2014 í Nes-
kaupstað þegar við Guðmundur í Allraverk gerðum minningarreit um
þá sem hafa farist í snjóflóðum þar. Síðan hef ég verið þar meira og
minna. Núna er ég að hlaða sáluhlið við kirkjugarðinn á Fáskrúðsfirði
ásamt öðrum verkum í yfirborðsfrágangi.“
Birgir er líka einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar
Eistnaflug í Neskaupstað. Skipulagningin fyrir næstu hátíð er vel á
veg komin og dagskráin er tilbúin. „Þar verður fullt af rosalegu
þungarokki. Hátíðin endar samt með þvílíku balli með Gusgus á laug-
ardagskvöldinu, en við endum hana alltaf með annarri tónlist en
þungarokki. Þegar fólk er búið að hlusta á þungarokk í fjóra daga þá
er gott að breyta til og fá almennilegan dans í lokin.“
Tónlist og mótorhjól eru mikið áhugamál hjá Birgi. „Ég reyni alltaf
að fara á mótorhjóli á Eistnaflug og taka hringinn um Ísland í leið-
inni. fertugsgleðin byrjaði síðasta sumar með mótorhjólaferð til
Mexíkó en þetta sumar verður ferðast bæði um landið og erlendis með
syni mínum, Adrían Snæ, sem er sex ára, og ætlum við að njóta þess
sem mest.“
Í tilefni fertugsafmælisins ætlar Birgir að halda heljarinnar veislu í
kvöld fyrir vini og ættingja í Elliðaárdalnum. „Ég vona að sem flestir
hafi fengið frí í vinnunni á morgun.“
Tveir flottir Birgir með afa sínum, Þorgeiri, á 90 ára afmæli hans 2016.
Veislugestir taki
sér frí á morgun
Birgir Axelsson er fertugur í dag
Ó
lafur Gíslason, listfræð-
ingur og fararstjóri,
fæddist í Reykjavík 17.
maí 1943 og ólst þar
upp á Leifsgötunni.
Hann var auk þess í sveit á sumrin,
frá fimm til tólf ára aldurs, í gamla
torfbænum á Hofsstöðum í Skaga-
firði sem Björn Pétursson, langafi
hans, byggði á sínum tíma.
Ólafur var í Austurbæjarskóla,
lauk stúdentsprófi frá MR 1963,
stundaði nám við háskólann í Lundi
í Svíþjóð 1963-64 og við Listaaka-
demíuna í Kaupmannahöfn 1964-66.
Þá dvaldi hann við nám og störf á
Ítalíu 1966-67, 1968-69 og 1985-86.
Ólafur starfaði við kennslu á ung-
lingasviði með hléum á árunum
1967-74. Hann starfaði einnig við
gróðurrannsóknir á hálendi Íslands
hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins á sumrin frá 1964 til 1979, var
blaðamaður við Þjóðviljann 1981-92
og fréttaritari RÚV á Ítalíu 1985-86.
Ólafur hefur verið fararstjóri er-
lendis frá 1979, einkum á vegum
Samvinnuferða og Heimsferða, oft-
ast á Ítalíu, en einnig á Grikklandi,
Tyrklandi, Króatíu, Kúbu og víðar.
Ólafur stundar enn fararstjórn í
ígripum á vegum Heimsferða, þar
sem Róm og Sikiley hafa m.a. verið
árlegir viðkomustaðir hans.
Ólafur var einn af stofnendum
myndlistarhópsins SÚM 1967, tók
virkan þátt í starfsemi þess fé-
lagsskapar og skrifaði sögu hans í
SÚM-bókinni sem Listasafn
Reykjavíkur gaf út 1989.
Ólafur hefur kennt listheimspeki
og listasögu við Listaháskólann frá
stofnun hans, haldið fjölda nám-
skeiða hjá Endurmenntun HÍ frá
1990, og komið að stundakennslu hjá
Myndlistarskólanum í Reykjavík.
Þá hefur hann skipulagt og stjórnað
fjölda námsferða um sögustaði og á
listasöfn, einkum á Ítalíu, í Grikk-
landi og Tyrklandi í tengslum við
kennslu sína við Listaháskólann og
Endurmenntun HÍ. Ólafur stendur
enn fyrir árlegum námskeiðum í
listheimspeki við Listaháskólann.
Ólafur er höfundur fræðitexta í
bókunum um allmarga íslenska
myndlistarmenn, þar á meðal Gret-
ar Reynisson, útg. 2000, Kristján
Guðmundsson, 2001, Guðjón Ket-
ilsson, 2010, Rósu Gísladóttur, 2012,
Kees Visser, 2013, og Arnar Her-
bertsson, 2016. Hann hefur skrifað
fræðitexta um samtímalist og lista-
sögu í bækur, tímarit, sýningarskrár
og dagblöð, og skrifaði lengi list-
gagnrýni fyrir Þjóðviljann og DV.
Ólafur heldur úti vefsíðu (hug-
Ólafur Gíslason, listfræðingur og fararstjóri – 75 ára
Heimspeki og list Ólafur Gíslason, listfræðingur og fararstjóri, í rústum
grísk-rómversku borgarinnar Pergamon í Tyrklandi árið 2009.
Alltaf fengist við
áhugamál sín
Reykjavík Tvíburarnir Lilja
Þorgrímsdóttir og Þór
Þorgrímsson fæddust 17.
maí 2017 og eiga því eins
árs afmæli í dag. Lilja
fæddist kl. 14.28, þyngd
hennar var 2.182 g og
lengd 45 cm. Þór fæddist
kl. 14.44, þyngd hans var
2.284 g og lengd 45 cm.
Foreldrar Lilja og Þórs eru
Lydía Grétarsdóttir og
Þorgrímur Andri Ein-
arsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
ALLTAF KLÁRT
Í ÞRIFINAJAX
NÚ FÆRÐU
AJAX með
matarsóda og sítrónu
og AJAX
með ediki og eplum
Hjálpar þérað gera heimiliðskínandi
hreint