Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 79
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
bura til að leika Höllu og tvíburasyst-
ur hennar, en tvíburasystir Höllu er
jógakennari sem vill breyta heim-
inum með því að breyta sjálfum sér,
meðan Halla vill breyta heiminum
með aðgerðum sínum. Að lokum varð
það úr að Halldóra leikur báðar kon-
urnar í myndinni.
Við erum sjálf í bílslysinu
„Halldóra er prófessional systir
mín, því við höfum fylgst lengi að allt
frá því við lékum saman í Óvitum sem
börn. Þegar hún eftir útskrift gekk
atvinnulaus um götur Reykjavíkur
réð ég hana sem tónlistarmann í ein-
leik mínum Ormstungu, sem hún tók
yfir,“ segir Benedikt kíminn. „Sein-
ast unnum við saman í Jesú litla.
Samstarf okkar hefur verið mjög far-
sælt og náið. Ég ber mikið traust til
hennar bæði faglega og persónu-
lega.“
Af hverju ákvaðst þú að tefla sam-
an umhverfisvernd og móðurhlut-
verkinu?
„Hetjan okkar stendur frammi fyr-
ir þeim valkosti að hætta sinni hættu-
legu sjálfsfórn sem skemmdarverka-
kona og einbeita sér að því að bjarga
þessu barni og verða foreldri. Stóra
spurningin er hins vegar hvort það
verði einhver heimur til handa
barninu ef hún hættir að reyna að
bjarga heiminum. Að tala um lofts-
lagsbreytingar sem stórkostleg tæki-
færi, líkt og fyrrverandi forsætisráð-
herra gerði, er svipað því að tala um
bílslys sem stórkostlegt tækifæri.
Málið er bara að við erum sjálf í bíl-
slysinu,“ segir Benedikt og bendir á
að þegar rætt sé um loftslagsmálin
þurfi líka að skoða fleira.
„Sumir telja að okkur Íslendingum
beri siðferðileg skylda til að fórna há-
lendi Íslands til að hægt sé að fram-
leiða ál, sem er mjög verðmætur og
léttur málmur, en 80% af orku okkar
fara í álbræðslu. Í ljósi þeirrar að-
steðjandi ógnar sem mannkynið
stendur frammi fyrir í loftslags-
málum getur náttúruverndarsinni
varla réttlætt það að vernda hálend-
ið. Hins vegar er ekkert launung-
armál að heimurinn sem við erum að
framleiða álið fyrir er heimur sóunar.
Allt einnota ál sem er hent er um-
hverfisglæpaverk. Lausnin er því að
skera niður og minnka neyslu. Við
getum ekki réttlætt það að fórna há-
lendinu fyrir sóunarkúltúr. Ef við
viljum verja hálendið verðum við að
fókúsera á stóra samhengið, á sóun-
arkapítalismann eða neyslukapítal-
ismann. Við verðum að breyta lífsstíl
og orkustrúktúr á stóru plani til að
geta bjargað jörðinni og hálendinu.
Það er markmið þessarar mann-
eskju, sem er skiljanlegt. Svo er
spurning hversu róttæk manneskjan
getur verið í baráttu sinni. Á móti
stefnum við sjálfu lýðræðinu sem er
hinn heilagi kaleikur okkar heims-
hluta. Halla er uppreisnarmaður
gegn kerfi sem er að sökkva jörðinni,
en hún er gerð að uppreisnarmanni
gegn lýðræðinu. Hún vill meina að til
séu lög æðri mannalögum. Hún kall-
ar til sín náttúruréttinn sem Ari-
stóteles og allir byltingarmenn kalla
alltaf til sín. Það er rétturinn til að
verja líf okkar, limi og heilsu. Þetta er
farið að nálgast guðslög og sharía-
lög. Þetta er því hárfín lína og auðvelt
að misstíga sig.“
Finnst þér þú vera nógu tímanlega
með þessa mynd?
„Ég er örugglega alltof seinn með
þessa mynd sem hefði verið frábær í
aðdraganda byggingar Kárahnjúka-
virkjunar. En kveikjan að myndinni
er líka komin þaðan. Ég gleymi því
ekki, eins og margir landar mínir,
þegar varnaræfingin Norðurvíkingur
fór fram 1999 í samstarfi við NATO,
stuttu áður en framkvæmdir við
Kárahnjúka hófust, og íslenskir ráða-
menn ákváðu að velja sem leiksvið þá
aðsteðjandi hættu að umhverfis- og
náttúruverndarfólk væri að mótmæla
inni á hálendinu. Þarna æfði NATO
sig í því að drepa borgara í náttúru-
verndarbaráttu.“
Risastór búðargluggi
Eins og fyrr sagði lauk Critics‘
Week í Cannes í gærkvöldi. Auðvitað
var Benedikt spurður hvaða þýðingu
það hefði að fá boð á hátíðina til að
kynna Kona fer í stríð.
„Það var gífurlegur léttir að fá boð
um þátttöku á Critics‘ Week, því það
er mikið undir,“ segir Benedikt og
bendir á að aðeins séu sjö myndir
valdar inn. „Fyrir vikið fær myndin
meiri athygli, sem er frábært. Can-
nes er eins og risastór búðargluggi
eða markaðstorg þar sem saman eru
komnir allir heildsalar og smásalar í
bransanum og dagskrárstjórar ann-
arra hátíða. Oft eru kvikmyndahá-
tíðir lykillinn að því að komast í sam-
band við góðan dreifingaraðila.
Cannes er drottning kvikmyndahá-
tíðanna, en fast á hæla henni koma
San Sebastián, Berlín, Toronto, Loc-
arno og Sundance. Að lokinni frum-
sýningu hér heldur Kona fer í stríð í
sinn festival-rúnt um heiminn.“
Er ekki erfitt fyrir þig sem skap-
andi listamann að vera bundinn yfir
því að kynna myndina á hinum ýmsu
hátíðum næstu tvö árin?
„Ég ætla að taka Lars á þetta,“
segir Benedikt og vísar þar til danska
kvikmyndaleikstjórans Lars von
Trier sem treystir sér ekki til að
ferðast með flugvélum. „Umhverfis-
sporið af því að fljúga mínum ca. 90
kílóum milli hátíða er gífurlegt. Ég
mun því ekki hlaupa eftir hverju sem
er, enda hægara sagt en gert að vera
skapandi manneskja á hótelherbergi
á kvikmyndahátíð.“
Ertu kominn með hugmynd að
næsta verkefni?
„Já, en markmið mitt er að geta
gert kvikmynd án titils. Kynningar-
plakatið yrði hvítt og á því stæði ein-
vörðungu að um væri að ræða kvik-
mynd eftir Benedikt Erlingsson,“
segir Benedikt og vísar því alfarið á
bug að hann sé kominn með stór-
mennskubrjálæði.
„Bestu aðstæður fyrir áhorfendur
til að sjá mynd eða leiksýningu eru að
vita ekki neitt og geta komið að lista-
verkinu eins og óskrifuðu blaði, sitja í
myrkinu og láta koma sér á óvart án
þess að búið sé að móta sýn áhorf-
enda fyrirfram með dómum eða
kynningarviðtölum,“ segir Benedikt
og viðurkennir fúslega að þennan
draum hans sé vandasamt að upp-
fylla. „Kannski kemst ég einhvern
tímann á þann stað að þetta sé hægt.
Ég er ekki að tala um þetta út frá
sjálfsupphafningu heldur út frá
fagurfræðilegum forsendum.“
Súrt og sætt verk um kjöt
Bíða þín einhver verkefni í leikhús-
inu?
„Mín bíður það ánægjulega verk-
efni á næsta ári að setja upp leikrit
eftir Jón Gnarr, sem er uppáhalds
íslenska leikskáldið mitt,“ segir
Benedikt sem 2012 leikstýrði Hótel
Volkswagen eftir Jón Gnarr á fjölum
Borgarleikhússins. „Þetta var leik-
húslegt fíaskó, enda urðu sýningar
ekki margar. Ég held að það hafi ver-
ið Jóni sjálfum að kenna því hann var
borgarstjóri á þessum tíma og menn
vilja ekkert sjá sýningar eftir borgar-
stjóra. En sýningin var stórkostleg
og leikararnir kunna ennþá textann
sinn og vitna í verkið þegar þeir hitt-
ast á förnum vegi. Við stefnum að því
að hafa samlestur á verkinu í haust.
Næsta verk verður bæði súrt og
sætt, en umfjöllunarefnið er kjöt,“
segir Benedikt og tekur fram að
áætluð frumsýning sé í Þjóðleikhús-
inu vorið 2019.
„Ég hef ekkert meira um verkið að
segja. Áhorfendur eiga bara að
treysta því að þegar við Jón vinnum
saman verður útkoman stórkostleg,“
segir Benedikt og rifjar upp að síðast
þegar þeir Jón unnu saman hafi leik-
skáldið varla haft tíma til að skrifa.
„Hann var mjög upptekinn maður,
enda borgarstjóri, þannig að ég réð
mann til að heimsækja hann reglu-
lega og sitja yfir honum meðan hann
var í baði og skrifa upp eftir honum
verkið. Þannig varð það verk til, Jón
talaði það eins og véfrétt. Núna vinn-
ur hann bara sem leikari í Þjóðleik-
húsinu og situr sjálfur á rassinum við
skriftir.“
Hvort kallar sterkar á þig, kvik-
myndin eða leikhúsið?
„Ég held að ég sé mjög heppinn
með það að geta farið á milli leikhúss-
ins og kvikmyndarinnar. Fyrir mér
eru þetta náskyldir miðlar og ég get
stefnt að því að verða íslenskur Ing-
mar Bergman og fá mitt einkaklósett
í öllum leikhúsum þjóðarinnar. Það
er líka fjárhagslega hagkvæmt að
geta flakkað milli miðla, því það líða
fimm ár milli fyrstu og annarrar
myndar minnar. Þú lifir ekki á mynd-
inni þinni í meira en eitt og hálft ár og
eitthvað verða börnin að borða. Það
er ekki slæmur kostur að fá að skapa
og segja sögur í leikhúsinu,“ segir
Benedikt og bendir á hversu ósann-
gjarnt sé að hampa alltaf leikstjór-
anum fyrir listaverk sem sé í reynd
afrakstur samsköpunar.
„Það er alltaf svo mikil áhersla
lögð á höfund eða leikstjóra kvik-
myndar, sem á sér auðvitað prakt-
ískar skýringar. En um leið er það í
raun svo óréttlátt, af því að enginn
gerir kvikmynd einn – ekkert frekar
en leiksýningu – en ef eitthvað er þá
er kvikmynd meira samsköpunarferli
en leiksýning. Þegar manni er lyft
upp á pall og tekur við verðlaunum
stendur maður á öxlum samstarfs-
fólks síns, sem er ekki einu sinni boð-
ið á hátíðina,“ segir Benedikt og tek-
ur fram að hann sé svo lánsamur að
hafa í listræna teymi sínu Bergstein
Björgúlfsson kvikmyndatökumann,
Davíð Þór Jónsson tónlistarmann og
Davíð Alexander Corno klippara sem
einnig komu að gerð Hross í oss. „Svo
hafa þeir staðið mér nærri leik-
húsmennirnir Snorri Freyr Hilm-
arsson og ekki síst meðhöfundurinn
minn Ólafur Egill Egilsson. Það er
þessari áhöfn að þakka og öllum um
borð að þetta strandhögg okkar hér í
Cannes hefur heppnast.“
okkur“
Morgunblaðið/Eggert
»Hann var mjög upp-tekinn maður, enda
borgarstjóri, þannig að
ég réð mann til að heim-
sækja hann reglulega og
sitja yfir honum meðan
hann var í baði og skrifa
upp eftir honum verkið.
Óháði kórinn heldur sína fyrstu
vortónleika í kvöld kl. 20 í kirkju
Óháða safnaðarins að Háteigsvegi
56. Kórinn var stofnaður í mars á
þessu ári og er því líklega yngsti
kór landsins. Í tilkynningu segir að
efnisskráin verði frumleg og öðru-
vísi og að á tónleikunum verði flutt-
ar útsetningar kórstjóra Óháða
kórsins, Kristjáns Hrannars Páls-
sonar, á tónlist Fleet Foxes, Bítl-
anna og Jóhanns Jóhannssonar
ásamt frumsömdu efni eftir kór-
stjórann. Einnig verður flutt sér-
stök útgáfa af einu vinsælasta dæg-
urlagi þjóðarinnar, „Nínu“, en lagið
verður útsett í moll á tónleikunum.
Í tilkynningu kemur einnig fram
að Óháði söfnuðurinn hafi fjárfest í
glæsilegasta Hammond-orgeli
landsins, nýuppgerðu af Þóri Bald-
urssyni og að tónleikarnir verði
jómfrúsigling hljóðfærisins hjá nýj-
um eigendum.
Óháð Liðsmenn Óháða kórsins sem stofnaður var í mars á þessu ári.
Fyrstu vortónleikar Óháða kórsins
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s
Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas.
Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fös 25/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Mystery boy (Stóra sviðið)
Fim 24/5 kl. 19:30
MYSTERY BOY (Yfirnáttúruleg ástarsaga)
Aðfaranótt (Kassinn)
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?