Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
✝ Baldvin Ein-arsson fæddist
að Moldnúpi undir
Eyjafjöllum 22.
mars 1934. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 8. maí, 84
ára að aldri.
Foreldrar hans
voru Einar Sigur-
þór Jónsson,
bóndi, f. 26.4.
1902, d. 31.10. 1969, og Eyjólf-
ína Guðrún Sveinsdóttir, hús-
freyja, f. 9.1. 1897, d. 27.5.
1967. Systkini Baldvins eru
Guðjón, f. 1929, Sigríður f.
1930, Eyþór f. 1931, d. 2015,
Guðrún f. 1935 og Sigurjón f.
1938.
Baldvin giftist Sigurveigu
Haraldsdóttur 24.11. 1956.
Sigurveig er fædd á Tjörnum,
Vestur-Eyjafjallahreppi, 5.
og eiga þau tvö börn: Bjarka
og Viðar.
Baldvin gekk í barnaskóla á
Ysta-skála undir Eyjafjöllum
og tók landspróf í Gagnfræða-
skóla Austurbæjar í Reykjavík.
Hann stundaði síðar nám sam-
hliða vinnu og lauk stúdents-
prófi frá Öldungadeild Hamra-
hlíðarskóla árið 1984.
Baldvin starfaði hjá Sam-
bandi Íslenskra samvinnu-
félaga meginhluta starfs-
ævinnar, meðal annars sem
starfsmannastjóri. Síðustu tíu
ár starfsævinnar starfaði hann
sem skrifstofustjóri hjá
Verkfræðistofunni Hönnun.
Hann var handlaginn og
skilur eftir sig hús og gróð-
urreiti sem hann byggði og
ræktaði sjálfur. Baldvin var
talnaglöggur og aðstoðaði
marga vini og ættingja við
uppgjör og skattskil til margra
ára.
Útför Baldvins fer fram frá
Seljakirkju í dag, 17. maí 2018,
klukkan 11.
apríl 1934. Börn
Baldvins og Sigur-
veigar eru:
1) Einar Bald-
vinsson f. 1954,
kvæntur Aðalheiði
Jónsdóttur og eiga
þau fimm börn:
Baldvin, Jón Val,
Einar Örn, Önnu
Karen og Ernu
Björk. Barnabörn-
in eru fimm.
2) Jón Heiðar Baldvinsson f.
1957, kvæntur Jóhönnu Stur-
laugsdóttur og eiga þau þrjú
börn: Karólínu, Þóreyju og
Sigurgeir. Barnabörnin eru
þrjú.
3) Gunnar Baldvinsson f.
1961, kvæntur Björgu Sigurð-
ardóttur og eiga þau tvö börn:
Sigrúnu og Sigurð.
4) Eyrún Baldvinsdóttir f.
1970, gift Stefáni Jóhannssyni
Pabba leið best þegar hann
hafði nóg fyrir stafni. Í frítím-
um var hann sífellt að dytta að,
snyrta, laga og bæta eða rækta.
Hann var af þeirri kynslóð þar
sem menn gerðu allt sjálfir.
Fyrsta íbúðin sem hann og
mamma eignuðust var í íbúða-
blokk sem pabbi byggði með
góðum nágrönnum frá grunni.
Síðar byggði hann einbýlishúsið
í Bláskógum með aðstoð fjöl-
skyldunnar. Þar voru ekki
margir iðnaðarmenn kallaðir til,
bara rafvirki og múrari. Allt
annað gerði pabbi og við strák-
arnir hjálpuðum til. Seinna
byggði hann svo sumarhúsið í
Fossreit undir Eyjafjöllum með
sömu uppskrift. Í millitíðinni
byggðum við bræðurnir okkar
eigin hús og þá leið pabba vel.
Fór á milli og lagði lið, alltaf
tilbúinn að hjálpa þegar eftir
því var leitað.
Pabbi var ljúfmenni, hógvær
og kurteis. Hann var farsæll í
vinnu og vel liðinn. Mér þótti
sem strákur gaman að fara í
vinnuna til hans og fann til mín
þegar ég sagðist vera sonur
Baldvins. Pabbi var snyrti-
menni og vildi hafa allt í röð og
reglu í kringum sig. Bílarnir
hans voru gott dæmi um þetta,
alltaf hreinir og aldrei auka-
hlutur innandyra. Ég man bara
eftir einu skipti sem pabbi
skammaði mig en það var þegar
ég hafði einhvern tíma fengið
lánaðan bíl og það varð eftir
tóm gosflaska í aftursæti.
Það voru sterk persónuleika-
einkenni pabba að hann lét fátt
eða ekkert stoppa sig þegar
eitthvað stóð til. Ef hann hafði
tekið ákvörðun um einhverja
framkvæmd þá var bara vaðið í
hlutina og verkin kláruð. Mér
er sérstaklega minnisstætt þeg-
ar ég var að ljúka námi í Há-
skóla Íslands og var að lesa fyr-
ir síðasta prófið. Ég hafði
helgina til að lesa og þurfti að
fara yfir mikið námsefni. Á
sama tíma taldi pabbi sig þurfa
að pússa upp þakið fyrir málun.
Ég bað hann um að bíða með
það svo ég hefði næði til að
lesa. Fyrst um sinn heyrðust
engin skraphljóð en þegar leið
á daginn byrjaði hann að pússa
en gerði það bara aðeins hægar
til að minnka ónæðið. Þannig
var pabbi og hann hélt áfram
að viðhalda stóra húsinu í Blá-
skógum þrátt fyrir að heilsan
væri farin að gefa sig síðustu
árin. Pabbi pússaði þakið aftur
sumarið 2016 þá 82 ára aldri.
Og ekki datt honum í hug að
biðja um aðstoð.
Pabbi veiktist af berklum
sem ungur maður og þurfti að
yfirgefa mömmu og nýfæddan
son og dvelja á Vífilsstöðum.
Hann fór í stóra skurðaðgerð
en var heppinn því hann veikt-
ist um það bil sem ný lyf komu
fram sem læknuðu þennan
hræðilega sjúkdóm. Fyrir vikið
átti pabbi gæfuríkt líf og skilur
eftir sig stóra fjölskyldu sem nú
syrgir hann. Pabbi var umfram
allt fjölskyldumaður og alltaf til
staðar fyrir fjölskyldu, vini og
ættingja.
Pabbi lést á meltingar- og
nýrnadeild Landspítalans 8.
maí. Fjölskyldan er afar þakk-
lát starfsfólki spítalans fyrir
góða umönnun.
Gunnar Baldvinsson.
Síðustu vikur hafa vetur og
vor háð baráttu. Á sama tíma lá
pabbi mikið veikur á Landspít-
alanum og lést 8. maí sl. þegar
vorið loks lét sjá sig. Eftir sitj-
um við ættingjarnir og yljum
okkur við minningarnar um
hann.
Pabbi fæddist á Moldnúpi
undir Eyjafjöllum og ólst þar
upp ásamt 5 systkinum. Mér
finnst alltaf yndisleg sagan af
því að sama ljósmóðir tók á
móti pabba og mömmu, mamma
fæddist á Tjörnum undir Eyja-
fjöllum 2 vikum á eftir pabba.
Markarfljótið skildi þessa bæi
að og var það farartálmi og því
enginn samgangur á milli bæj-
anna. Þegar mamma var fædd
varð ljósmóðurinni að orði að
þarna væri komin stúlka handa
litla drengnum sem hafði ný-
lega fæðst á Moldnúpi. Hún
reyndist sannspá því mamma
og pabbi kynntust á sláturver-
tíð í Djúpadal 17 árum síðar.
Pabbi og Einar bróðir
greindust báðir með berkla
þegar Einar var á fyrsta ári.
Þeir voru heppnir að læknast
en pabbi var á annað ár á Víf-
ilsstöðum og fór einnig í
lungnaskurð, þar sem hluti af
öðru lunganu var tekinn. Pabbi
náði fullu starfsþreki og á far-
sælan starfsferil að baki, lengst
af hjá Sambandinu og síðast á
verkfræðistofunni Hönnun.
Samhliða vinnu byggði pabbi
fyrst íbúðina á Háaleitisbraut
og síðan einbýlishús að Blá-
skógum 6. Hann var í hópi
þeirra fyrstu sem tóku stúd-
entspróf frá Öldungadeild MH
1984. Pabba féll sjaldan verk úr
hendi og bar húsið í Bláskóg-
unum og garðurinn merki um
mikla natni og gott viðhald. Síð-
ustu árin tók hann upp marga
græðlinga þar og hafa margir
þeirra verið gróðursettir í sælu-
reit hans og mömmu sem kall-
aður er Fossreitur og er á
æskuslóðum pabba undir Fjöll-
unum. Við Stefán erum einnig
svo heppin að hafa nokkur tré í
garðinum okkar sem pabbi kom
til og síðastliðið sumar blómstr-
aði gullregnið í fyrsta skipti og
mun á næstu árum minna okk-
ur á pabba í hvert sinn sem það
blómstrar.
Til pabba og mömmu var
alltaf gott að leita og höfum við
Stefán og strákarnir okkar ver-
ið svo lánsöm að hafa fengið að
búa hjá þeim tvisvar sinnum í
langan tíma meðan við vorum á
milli íbúða. Síðast fyrir 10 árum
þegar við vorum að byggja.
Heilsu pabba var farið að hraka
og fannst honum stundum erfitt
að geta ekki gengið í öll verk
eins og hann var vanur eins og
þegar hann byggði eigin hús
eða aðstoðaði bræður mína við
byggingu sinna húsa. Pabbi
fylgdist grannt með og aðstoð-
aði okkur við þau verk sem
hann gat. Hann var einnig dug-
legur að skutlast með afastrák-
ana sína.
Við höfum átt margar góðar
samverustundir í sveitinni og
búa strákarnir mínir sérstak-
lega að því að afi var duglegur
að fara með þá um sveitina og
segja þeim sögur. Okkur þótti
öllum merkilegt að pabbi lærði
að synda í gömlu Seljavalla-
lauginni og gisti þar í tjaldi í
viku að vori, sem er mjög ólíkt
því sem nútímabörn þekkja.
Ég gæti haldið lengi áfram
að skrifa en læt hér staðar
numið og vil þakka pabba fyrir
allt. Mér finnst fallegt til þess
að hugsa að pabbi mun nú fara
aftur í sveitina sína sem var
honum svo kær og hvíla í
Ásólfsskálakirkjugarði þar sem
vorfuglarnir munu syngja fyrir
hann.
Eyrún Baldvinsdóttir.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja afa minn Baldvin
Einarsson, enda skilur hann
eftir sig stórt skarð í lífi okkar
allra. Dugnaður, dulúð, skil-
virkni, stolt, ósérhlífni, skoðanir
og karakter þar sem aldrei var
langt í gleðina, brosið og hlát-
urinn. Þetta er svo lýsandi fyrir
þig. Ég man alltaf eftir hlátr-
inum þínum sem var svo ein-
kennandi, hann þekktu allir.
Það á líka við um sögurnar sem
sagðar voru í fjölskyldunni, þar
sem sterk persónueinkenni þín
voru svo áberandi að það var
ekki nauðsyn að upplýsa hver
sögupersónan var, það fór ekki
á milli mála.
Oftar en ekki er haft á orði
að það sé erfitt að lýsa ástvin-
um sínum á þessari stundu, en
það finnst mér ekki og í raun
finnst mér þú hafa gert mér
auðvelt fyrir.
Fyrir þér var ekkert sem
heitir á morgun, flest átti að
gerast í gær. Ég man einmitt
eftir því þegar þú baðst mig um
að hjálpa þér að byggja skúrinn
fyrir austan, sem var auðvitað
sjálfsagt mál. Ég fór ferð aust-
ur,við spekúleruðum og loks
var ákveðið að byggja kofann
(þetta var fullmótað). Þú ætl-
aðir að hringja í mig þegar þú
værir klár í slaginn, enda vant-
aði efni. Tveim vikum seinna
var kofinn kominn upp og ég
heyrði aldrei frá þér, þú klár-
aðir verkið. Það eru margar
sögur sem eru í þessum dúr, en
þær eru bara svo einkennandi
fyrir þig, þú bara gerðir hlut-
ina.
Ég man, þegar ég kom í
heimsókn til ykkar ömmu, þú
sast í sófanum og tókst á móti
mér með pípu í hendi og spilin
á borðinu. Ég man svo vel lykt-
ina af spilunum sem þú lagðir
kapalinn með, gekk hann upp?
Ég man gullkeðjuna og arm-
bandið sem skein svo glatt á yf-
ir brúnkunni frá því á Kanarí,
mér fannst þið vera svo fram-
andi.
Ég man hvað þú varst alltaf
tilbúinn að gera þig sekan um
að dekra við okkur barnabörnin
með því að gefa okkur sælgæti
úr búrinu. Ég mátti aldrei fá
tyggjó heima, en ég fékk alltaf
tyggjó hjá afa Baldvini, það var
svo mikið sport.
Það er sagt að góður bassa-
leikari spili svo vel að þú heyrir
ekki í honum, hann er bara
hluti af laginu, en þú heyrir aft-
ur á móti ef hann vantar. Það
mætti segja að þú hafir verið
þessi taktur í lífi okkar, en það
fór ekki mikið fyrir þér á yf-
irborðinu, en þín er sárt saknað
sem stjórnanda undirleiksins.
Þó að þú hafir kannski ekki
verið mikið fyrir að sýna til-
finningar þínar, þá veit ég vel
hvað bjó að baki þykkum
skrápnum, ást og umhyggja,
bara á þinn hátt. Það var alltaf
gott að leita ráða, enda hafðir
þú sterkar skoðanir á hlutunum
og oftar en ekki með fullmót-
aðar hugmyndir að hinum ýmsu
málum og hlutum. Ég man hvað
þú varst stoltur þegar þú sýnd-
ir mér ritefni eftir þig, þetta
skipti þig svo miklu máli.
Baldvin afi minn var mér
alltaf traustur, ég gat alltaf
leitað til hans og hann var alltaf
tilbúinn þegar kallið kom. „Ég“
er í raun barnabörnin þín sem
eiga eftir að sakna þín svo mik-
ið. Minningarnar og sögurnar
sitja eftir, það eitthvað sem við
munum taka með okkur og
deila stolt áfram. Takk fyrir
samfylgdina, traustið og ráðin.
Þín barnabörn,
Anna Karen, Erna Björk,
Einar Örn, Jón Valur og
Baldvin.
Baldvin Einarsson
✝ Albert Wathnevar fæddur á
Seyðisfirði 21. febr-
úar 1931. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold í
Garðabæ þann 8.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Lára
Sigurborg Frið-
riksdóttir Wathne,
f. í Reykjavík 6.
janúar 1900, d. 10. júní 1981, og
Jóhann Anton Wathne, f. á Búð-
areyri við Reyðarfjörð 30. jan-
úar 1895, d. 29. ágúst 1969.
Albert var yngstur í hópi fjög-
urra systkina: 1) Hjördís
Wathne, f. 6. maí 1925, d. 30.
ágúst 2001, gift Hektori Sig-
urðssyni, f. 13. september 1921,
stjóri, f. 29. nóvember 1900, d. 6.
janúar 1962, og Elísabet Þor-
grímsdóttir, húsfreyja, f. 20.
desember 1901, d. 26. maí 1995.
Sonur Alberts og Maju er Jó-
hann Ottó, f. 1. mars 1976. Börn
hans eru Heiðar Davíð, f. 27.
júní 2006, og Elísabet, f. 9. ágúst
2010.
Albert fluttist ásamt for-
eldrum og systkinum til Reykja-
víkur 1935. Hann fór ungur að
vinna eins og venja var á þeim
árum. Byrjaði að sendast 9 ára
gamall með skólanum í Kidda-
búð í vesturbæ Reykjavíkur. Um
árabil rak Albert söluturn er
stóð við Austurvöll í Reykjavík
og seinna meir stundaði hann
ýmis verslunarstörf. Megnið af
starfsævi sinni starfaði Albert í
Kassagerð Reykjavíkur.
Útför Alberts fer fram frá
Langholtskirkju í dag, fimmtu-
daginn 17. maí, og hefst athöfn-
in kl. 13.
d. 22. október 2007.
Börn þeirra eru
Hrefna, Sigurður
Örn og Jóhann Már.
2) Friðrik Ferdin-
and Wathne, f. 3.
júní 1923, d. 16.
mars 2001, giftur
Ástu Eiríksdóttur,
f. 22. júní 1923.
Börn þeirra eru
Guðbjörg Lára, Jó-
hann Albert og Ei-
ríkur Jón. 3) Jón Atli Wathne, f.
19. mars 1929, d. 17. janúar
1993. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Albert kvæntist þann 20. júlí
1968, Maju Veigu Halldórs-
dóttur, f. 20. maí 1938 í Hafn-
arfirði. Foreldrar hennar voru
Halldór Guðmundsson skip-
Elsku pabbi minn, þá er
komið að kveðjustund, í bili að
minnsta kosti.
Þú varst ekki maður margra
orða en komst skoðunum þín-
um engu að síður að með þínu
lagi. „Á morgun segir sá lati“
og „ekki geyma hluti til morg-
uns sem hægt er að klára í
dag“ eru dæmi um setningar
sem hljómuðu reglulega í
Nökkvavoginum og áttu eftir
að móta mig fyrir lífstíð.
Það er af sem áður var, en á
meðan ég var í fótboltanum
varstu einn af fáum foreldrum
sem komu iðulega á völlinn og
horfðu á. Ávallt beiðstu þol-
inmóður eftir mér í bílnum eftir
leiki og sama hvernig okkur
Frömurunum gekk á vellinum,
alltaf tókstu á móti mér kapps-
fullum með þinni stóísku ró og
tillitssemi. Þú varst samt sem
áður keppnismaður með mikið
keppnisskap, sem ég var svo
heppinn að fá frá þér. Sást það
best í því hvað þú hafðir gaman
af því að því að fara út í Jóns-
hús, eftir að þið mamma fluttuð
í Garðabæinn, til að spila bilj-
arð við félagana.
Á mínum yngri árum hélt ég
mikið upp á föstudaga en þá
fórum við reglulega að útrétta
eins og þú orðaðir það. Löbb-
uðum við meðal annars á milli
happdrætta og endurnýjuðum
miðana þína en þess á milli
komum við við í sjoppu og
fengum okkur kók og súkku-
laði. Þótt þú hafir aldrei orðið
ríkur í efnislegri merkingu
eignaðist þú tvo gullmola í
Heiðari og Lísu. Þau voru þitt
ríkidæmi og skiptu þig öllu
máli. Þau munu ávallt muna
eftir afa sínum sem einstaklega
ljúfum og góðum manni, já, og
virkilega glæsilegum í tauinu.
Veikindi þín gerðu þér erfitt
fyrir í gegnum tíðina en þú
tókst þeim ávallt af miklu
æðruleysi og ró. Aldrei heyrði
ég þig kvarta eða tala illa um
nokkurn mann. Ég trúi því að
þau hafi gert okkur nánari, þú
kenndir mér meðal annars að
tala um hlutina ef mér leið illa
og hvað stórt knús frá þeim
sem maður þykir vænt um get-
ur skipt miklu máli.
Síðustu mánuðina dvaldistu á
Hjúkrunarheimilinu Ísafold í
Garðabæ. Vil ég fyrir hönd
okkar mömmu þakka frábæru
starfsfólki heimilisins fyrir ein-
staka umönnun og væntum-
þykju.
Þegar sá tími kemur veit ég
að þú munt taka brosandi á
móti mömmu í brúna bleisern-
um þínum, jafn reffilegur og þú
varst á fyrsta stefnumótinu
ykkar.
Við munum knúsast síðar.
Þinn elskandi sonur,
Jóhann Ottó.
Það var einstök gæfa fyrir
okkur frændsystkinin sem vor-
um fædd og uppalin í Fax-
askjóli 4 að fá að vaxa úr grasi í
návist elskulegs föður- og móð-
urbróður, Alberts Wathne. Alli
var yngsti bróðirinn í hópi fjög-
urra systkina frá Seyðisfirði
sem fluttust með foreldrunum
til Reykjavíkur á kreppuárun-
um. Bjó Alli heima hjá ömmu
Láru og afa Jóhanni í Faxa-
skjólinu, þar til hann og Maja
Veiga hófu búskap saman. Í
Faxaskjólinu var bernskuheim-
ili mitt og samgangur okkar því
mikill við Alla og bræður hans,
Friðrik og Jón Atla. Ég minnist
Alla fyrir einstaka hlýju og
góðvild alla tíð. Fyrstu æviár
mín var faðir okkar langdvölum
að heiman í fraktsiglingum.
Móðurbræður mínir sáu hins
vegar til þess að við bræður og
systir færum ekki á mis við föð-
urlega umhyggju og leiðsögn í
fjarveru pabba.
Enda var ávallt einstaklega
kært á milli mömmu og bræðr-
anna. Alli var mikill öðlingur.
Þess utan var Alli eftirminni-
legur okkur litlu snáðunum fyr-
ir svo marga hluti. Alli átti á
þessu tímum með flottustu bíl-
um í bænum. Mörgum borg-
arbúum af kynslóð Alla er
minnisstæður stórglæsilegur
hvítur blæjubíll af Buick-gerð
og síðan kom blár Chevrolet,
sem við frændsystkinin munum
best.
Það var ævintýri, þegar við
krakkarnir fengum bíltúr með
Alla. Það voru ófáar ferðirnar
sem ég fékk að fara með Alla í
flottu bílunum hans niður í
söluturninn sem hann átti og
rak í Kirkjustrætinu, þar sem
hann gaukaði að manni ýmsu
góðgæti, þar á meðal grilluðum
pylsum sem hann mun hafa
verið fyrstur manna til að selja,
enda framsýnn og hugmynda-
ríkur kaupmaður. Þegar svo
Vesturbæjarlaugin var opnuð lá
leiðin ósjaldan þangað í fylgd
Alla, þar sem hann kenndi mér
að synda löngu fyrir daga míns
skólasunds. Yfir Alla var ávallt
ljómi í augum okkar krakk-
anna. Hann var glæsilegur
maður, ljúfmenni og mikið
séntilmenni og alltaf fínn í
tauinu allt til síðasta dags.
Hann var greindur og bráð-
minnugur. Glaðvær og velvilj-
aður og hjálpsamur öllum. En
glaðværasta fólk getur átt við
ættgenga lyndisröskun að
stríða. Alli fór ekki varhluta því
alvarlega meini sem þunglyndi
getur verið. Þrátt fyrir alvarleg
veikindi á löngum köflum bar
hann þá byrði af einstöku
æðruleysi. Ég man aldrei eftir
að heyra Alla kveinka sér und-
an þeim byrðum, sem andleg
og líkamleg vanheilsa lagði á
hans. Enda lék Alli á als oddi,
jafnskjótt og fannfergið leysti
og naut þess að lifa góðu stund-
irnar, sem lífið gaf honum. Það
var mikil gæfa fyrir Alla að
eignast eftirlifandi eiginkonu
sína, hana Maju Veigu, sem var
stoð hans og stytta í lífinu.
Þrátt fyrir erfið veikindatíma-
bil Alla lét Maja aldrei deigan
síga þótt syrti í álinn. Naut Alli
umhyggju og eljusemi hennar í
umönnun hans bæði heima við
og nú allra síðasta spölinn á
Ísafold. Gleðigjafinn í lífi þeirra
var svo auðvitað sonurinn Jó-
hann Ottó, sem ætíð var stolt
föður síns, svo og barnabörnin
tvö, Heiðar Davíð og Elísabet.
Um leið og ég þakka Alla ævi-
langa samfylgd og fyrirmynd
sendum við Hrönn þeim öllum
okkar hugheilu samúðarkveðj-
ur.
Sigurður Örn Hektorsson.
Albert Wathne