Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 81
Menning
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Glæpasagan Merkt komEmelie Schepp á kortiðog ekki er spennan minnií Kaldri slóð. Sænski rit-
höfundurinn heldur sig enda við
vinningsformúluna, veltir við mörg-
um steinum í átt að lausn gát-
unnar, en heldur
nokkrum endum
lausum með
framhaldið í
huga.
Sænska borgin
Norrköping er
helsti vettvangur
sögusviðsins.
Sem fyrr er Jana
Berzilius sak-
sóknari í aðalhlutverki. Miðað við
stöðu hennar fær hún að leika ótrú-
lega lausum hala en tilgangurinn á
að helga meðalið. En ekki er sama
hver á í hlut og ýmsar spurningar
vakna um spillingu á ólíklegustu
stöðum.
Engum dylst að í raunveruleik-
anum er öllum brögðum beitt í hin-
um harða heimi eiturlyfjanna. Lýs-
ingarnar á smygli og afleiðingum
þess í bókinni koma því ekki á
óvart, en vissulega má ætla að les-
andinn fyllist viðbjóði við lesturinn.
Til þess er líka leikurinn gerður.
Spennuþráðurinn er vel ofinn og
kryddaður með frásögnum af
einkalífi helstu persóna. Sambönd
ganga misjafnlega eins og gengur,
sumar uppákomur eru vægast sagt
broslegar en aðrar kalla vafalaust
fram tár á hvarmi einhverra.
Til þess að fá niðurstöðu í glæpa-
málum þarf stundum að beita
óvanalegum brögðum og það er á
stundum gert í þessari frásögn.
Sumt orkar tvímælis og er ótrú-
verðugt fyrir vikið, en er það ekki
einmitt gjarnan tilfellið, þegar flett
er ofan af óþægilegum málum?
Glæpasagan Köld slóð gerist í
aðdraganda jóla. Fátt minnir á
fæðingu frelsarans í bókinni og
jafnvel jólagjöfum er ekki beint
fagnað, en ætla má að nýtt líf boði
bætta tíma, jafnt í skáldskap sem
raunheimum. Þriðja bókin hlýtur
að binda enn fleiri hnúta.
Ljósmynd/Helén Karlsson
Höfundurinn Emelie Schepp.
Viðbjóðurinn á sér
engin takmörk
Spennusaga
Köld slóð bbbbn
Eftir Emelie Schepp.
Kristján H. Kristjánsson þýddi.
mth 2018. Kilja, 396 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Tom Wolfe, einn áhrifamesti og
virtasti rithöfundur og blaðamaður
Bandaríkjanna í meira en hálfa öld,
er látinn 88 ára að aldri.
Fyrsta skáldsaga Wolfe, The
Bonfire of the Vanities, kom út árið
1987 og í kjölfarið fylgdu A Man in
Full (1998), I Am Charlotte Simm-
ons (2004) og Back to Blood (2012).
Áður hafði Wolfe sent frá sér tíu
greina- og ritgerðasöfn, ferðasögur
og verk sem mætti kenna við heim-
ildaskrif unnin út frá forsendum og
með aðferðum skáldskapar en þær
fyrstu, The Kandy-Kolored Tan-
gerine-Flake Streamline Baby
(1965) og The Electric Kool-Aid
Acid Test (1968) slógu í gegn. Sú
síðarnefnda hefur verið kölluð eitt
af lykilverkum sjöunda áratugarins
í bandarísku menningarlífi. Önnur
þekkt bók Wolfe er geimfarafrá-
sögnin The Right Stuff (1979) sem
vinsæl kvikmynd var gerð eftir.
Eftir háskólanám buðust Wolfe
störf við kennslu en hann kaus að
gerast blaðamður og starfaði frá
sjötta áratugnum við virt blöð og
tímarit. Hann varð afar áhrifamik-
ill á því sviði og átti stóran þátt í að
móta nýja frásagnartækni á prent-
miðlum sem kennd er við „nýja
blaðamennsku“, þar sem aðferðum
úr skáldskaparskrifum er beitt við
greinaskrif um veruleikann.
AFP
Virtur Tom Wolfe hafði mikil áhrif sem
blaðamaður og höfundur ólíkra bóka.
Rithöfundurinn Tom Wolfe látinn
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105, kata@mbl.is
Blaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn,
pallinn, heita potta,
sumarblómin, sumar-
húsgögn og grill ásamt
girnilegum uppskriftum.
Garðar &grill
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. maí
SÉRBLAÐ
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
Borðapantanir á apotek.is og í síma 551 0011
HÁDEGIS POP UP
fimmtudag til laugardags
frá kl. 11.30–14.30
Hrikalega spennandi réttir
„Spicy“ Kock súpa & mini humarloka 1.990 kr.
Reykt ýsa, skelfiskur, kartöflur, grasker
og tómatar
Tilboð framtíðarinnar 2.900 kr.
Ostborgari og Grískar franskar
„Philly cheese steak“ samloka 2.900 kr.
Kartöfluhleifur, rib eye, jalapeno relish,
súrar gúrkur, reyktur ostur og „Magic“
kartöflur
„Magic“ kartöflur 1.000 kr.
Smælki, pikklað chillí, kock-sósa
og vorlaukur
Grískar kartöflur 1.000 kr.
Smælki, fetaostur, vínber, hnetur
og ranch-dressing