Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 26

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Gjaldtaka við Hraunfossa í Borg- arfirði hófst aftur á þriðjudag þrátt fyrir að tekið hafi verið fyrir gjaldtökuna í fyrra. Síðdegis á miðvikudag stöðvaði lögregla svo gjaldtökuna. Fyrirtækið H-Fossar leigir Hraunsás II og þar með 90% af bílastæðunum við Hraunfossa. 10% af bílastæðunum eru í leigu veitingastaðarins við Hraunfossa. Vafi leikur á því hvort gjald- takan sé í raun lögmæt þar sem Hraunfossar eru friðlýst svæði og gjaldtaka því ekki heimil nema í samráði við Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun er heimilt að leggja á sektir vegna óheimillar gjaldtöku og geta þær orðið allt að 500.000 krónur daglega. Fyrir ári var gjaldtakan stöðvuð þar sem ógrynni ferðafólks lagði bílum sín- um við þjóðveginn til að forðast gjaldtöku. Það skapaði hættulegt ástand. Garðyrkjubóndi lét vita Þegar blaðamann og ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði í gær var gjaldtaka í fullum gangi en Einar Pálsson garðyrkjubóndi lét til sín taka og greindi ferðafólki frá því að það þyrfti ekki að greiða fyrir bílastæðin. Einar kveðst afar ósáttur við stöðu mála: „Mér finnst þetta óboðlegt. Þeir eru að rukka aðstöðugjald, fyrir hvaða aðstöðu? Vegagerðin lagði þetta bílastæði og þessir menn keyptu þetta land hérna fyrir nokkrum árum. Heimamenn hafa byggt upp glæsilega aðstöðu hérna sem var sárþörf á og þessir ribbaldar nýta sér það.“ Einar segist ekki hafa neinna hagsmuna að gæta en gat ekki set- ið hjá þegar gjaldtakan hófst aft- ur. „Mér bara ofbýður yfirgangur þessarra manna og þetta mun hafa rosalega neikvæð áhrif á ferða- þjónustuna. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stoppa þessa vitleysu. Þetta er í raun rán um hábjartan dag.“ Einar leggur áherslu á að þeir sem rukki fyrir stæðin hafi ekkert komið að aðstöðunni á svæðinu. „Þetta er friðlýst svæði hérna og einn af fjölsóttustu stöðum í Borgarfirði. Þessir menn hafa ekki lagt til krónu hérna. Þeir kaupa skika úr einhverri jörð hérna sem þetta bílastæði liggur á og þeir eiga ekki einu sinni allt bílastæðið. Hluti af bílastæðinu tilheyrir öðr- um. Sama hvort þetta sé löglegt eða ekki þá er þetta klárlega sið- laust. Ætlum við bara að sitja þegjandi og láta þetta yfir okkur ganga?“ Gjaldtakan hefur neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í Borgarfirði Snorri Jóhannesson, bóndi og eigandi veitingastaðarins við Hraunfossa, hefur einnig ýmislegt út á gjaldtökuna að setja. Hann segir hana hafa áhrif á rekstur veitingastaðarins en verst sé að hún komi niður á ferðafólki. „Það sem mér finnst verst við þetta mál er þessi lagalega óvissa, ferða- mennirnir eiga auðvitað að njóta vafans en það er erfitt fyrir þá að neita að greiða þegar þeir eru rukkaðir. Þessi gjaldtaka kemur ekki bara niður á okkur heldur allri ferðaþjónustu í Borgarfirði.“ Snorri telur málið þó eiga best heima í höndum yfirvalda. „Við höfum tekið þá ákvörðun að blanda okkur sem minnst í þetta, láta stofnanirnar sjá um þetta. Ef stofnanirnar ráða ekki við málið þá er lögfræðingurinn minn búinn að segja mér að hann geti fengið lög- bann á þetta samdægurs vegna þess að við eigum hluta af bíla- stæðunum. Það skiptir ekki máli hversu stór hluti það er. Þetta er sama staða og á Geysi. Gjaldtöku var hafnað þar af þeim sökum að fleiri en einn eigandi komu að mál- inu og eigendurnir voru ekki sam- mála.“ Snorri ítrekar að hann og hans fólk harmi þessa stöðu sem er aft- ur komin upp. „Okkar vilji er að allir geti komið hér. Mín skoðun er sú að fólk eigi að borga fyrir þjón- ustu. Þeir sem rukka eiga ekki bílastæðin og þeir eru ekki að veita neina þjónustu. Okkur finnst þetta bara slæmt og leiðinlegt og ég vona að þessu ljúki sem fyrst á farsælan hátt.“ Segjast vera í fullum rétti Guðlaugur Magnússon, einn af þeim sem stendur á bak við gjald- tökuna, var við Hraunfossa þegar Morgunblaðið bar að garði. Hann segir H-fossa í fullum rétti til að rukka fólk fyrir að leggja í bíla- stæðin og segir þá afstöðu sína studda af lögmanni sínum. Guð- laugur vildi ekki tjá sig frekar um málið. ,,Rán um hábjartan dag“  Einkaaðilar rukka fyrir aðstöðu hjá Hraunfossum sem þeir tóku ekki þátt í að byggja  Vafi leikur á því hvort gjaldtakan sé lögleg  Lögreglan stöðvaði gjaldtökuna í gær Morgunblaðið/Eggert Hraunfossar Ferðamaður myndar fossana sem eru með fjölsóttustu náttúruperlum í Borgarfirði. Ein af þeim sem greiddi fyrir bílastæði var Teresa sem kemur frá Þýskalandi. Hún sagðist hissa yfir háu verði á bílastæðunum. „Við erum mjög ósátt- ar yfir að hafa þurft að greiða svo hátt verð fyrir að leggja. Þeir sem rukkuðu okkur gátu ekki gef- ið okkur neinar skýrar ástæður fyrir því. Ég bað um að sjá leyfi en þá sagði hann að við yrðum að bíða eftir yfirmanni hans en við höfðum ekki tíma í það.“ Engin leyfi sýnileg TERESA FRÁ ÞÝSKALANDI Á ferð Teresa er þýsk. Ferðafólk við fossana var síður en svo ánægt með gjald- tökuna og sumir hverj- ir neituðu að borga, ekkert virt- ist gert í því. Kona sem er vön að koma á svæðið með fólk segist afar óánægð. Þau ákváðu að leggja nokkurn spöl í burtu til að forðast gjald- töku. „Sá sem var að rukka gat ekki sýnt mér neitt leyfi fyrir því að hann mætti taka við greiðslum. Ég skil alveg að það þurfi að greiða eitthvað fyrir viðhald og aðstöðu á svæðinu en ég hefði vitað af því fyrir fram að ég þyrfti að borga. Ef ég hefði vitað það þá hefði ekki verið neitt mál að greiða, þá hefði ég getað látið mitt fólk vita og við hefðum getað tekið ákvörðun í sameiningu um það hvort við vildum fara að fossunum. Mér finnst upphæðin fyrir það að leggja þarna líka of há.“ Ferðafólk óánægt MISJÖFN SJÓNARMIÐ Morgunblaðið/Eggert Rukkun Starfsmenn H-Fossa rukka ferðafólk. Gjaldtakan gæti verið ólögmæt. Slökkt var á ofni kísilvers PCC, BakkiSilicon, í fyrradag vegna bilunar í stjórnkerfi brúkrana steypuskálans. Ýmis vandkvæði hafa komið upp við gangsetningu ofnsins Birtu undanfarið, en þegar hafist var handa við að setja fullt afl á ofninn á mánudag kom upp tæknileg bilun. Steypulínan er því óvirk og án hennar er ekki hægt að framleiða kísil. Því liggur rekstur ofnsins niðri en von er á sérfræðinum frá framleiðanda kranans til Bakka frá Þýskalandi. Reiknað er með að það muni taka nokkra daga að koma starfsem- inni aftur í gang. „Þótt ofninn sé ekki í rekstri akkúrat núna er enn mikill hiti í honum. Það gæti valdið því, af sömu ástæðu og gerðist um helgina, að væg viðarbrennslulykt berist til Húsavíkur,“ segir á vef- síðu PCC. Slökkt á ofni kísil- vers BakkaSilicon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.