Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 20

Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 leggur ferðir fyrir Íslendinga til Rússlands vegna HM, telur að reikna megi með 10 til 15 þúsund Ís- lendingum alls á leikjunum þremur, en sumir fara á tvo leiki þannig að ekki svo margir ferðast austur. Einhverjir fara á eigin vegum en ekki íslenskra ferðaskrifstofa og ómögulegt að giska á þann fjölda. Á vegum ferðaskrifstofunnar Vita fara um 1.000 manns til Rússlands í tengslum við HM, í mislöngum ferð- um, sumir á fleiri en einn leik. Að sögn Lúðvíks Arnarsonar, forstöðu- manns íþróttadeildar fyrirtækisins, verða um 800 manns á vegum þess í Moskvu, um 300 í Volgograd og um 200 í Rostov. Nokkrir tugir fara til Rússlands á vegum ferðaskrifstofunnar Bjarma- lands, sumir bara á leikinn í Moskvu, aðrir á síðari leikina tvo. Haukur Hauksson, fram- kvæmdastjóri Bjarmalands, er bú- settur ytra og þekkir því aðstæður vel. Segir hann allt klappað og klárt og kveðst sannfærður um að keppn- in verði glæsileg í hvívetna. Haukur var um síðustu helgi við formlega vígslu nýs leikvangs í Rostov, þar sem þrír landsliðsmenn voru í byrjunarliði heimamanna; Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sig- urðarson. Þeir verða í eldlínunni þegar Ísland spilar við Nígeríu á þessum sama velli. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman- ferðum er nýkominn frá Rússlandi þar sem hann skoðaði aðstæður, m.a. öll hótel sem farþegar fyrirtæk- isins gista á og segir allt í ljómandi góðu lagi. Um 700 manns fara á veg- um Gamanferða á HM. „Allt leit satt að segja betur út en ég bjóst við,“ sagði Þór við Morgun- blaðið. Allt lítur vel út Vandræði hafa verið varðandi gistingu fyrir stuðningsmenn á HM eins og fram hefur komið í fréttum en farþegar íslensku ferðaskrifstof- anna þurfa ekkert að óttast. „Í upp- hafi prófuðum við að skipta beint við einstaka hótel en hættum því fljót- lega því þau virtust aldrei geta stað- fest endanlegt verð. Fórum þess í stað að vinna með samstarfsaðilum [Alþjóðaknattspyrnusambandsins] FIFA og rússneskum ferðaskrif- stofum sem tóku að sér að semja við hótelin og þá komst allt í mjög gott lag.“ Hópur fer á HM á vegum Úrvals- Útsýnar, en ekki fékkst upp gefið hve margir. Þá er að geta ferðaskrif- stofunnar Tripical en á vegum henn- ar fara um 360 manns utan til að fylgjast með HM, í tveimur ferðum. Sú fyrri er fjórir dagar; á leikinn í Moskvu, en sú síðari sjö dagar. Sá hópur sér leikina í Volgograd og Ro- stov. Stóru íslensku flugfélögin bjóða bæði upp á beint flug til borganna þriggja þar sem Ísland spilar. Far- þegar ferðaskrifstofanna fljúga með félögunum tveimur, en einnig fólk sem útvegar sér sjálft gistingu. Færri „húh-arar“ á HM en EM  Gera má ráð fyrir 4.000 Íslendingum á leik hið mesta en mun færri á þeim fyrsta gegn Argentínu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Víkingar á EM Vel stemmdir stuðningsmenn á Stade de France leikvanginum í París áður en leikurinn við Frakka hófst í átta liða úrslitum EM 2016. HM Í FÓTBOLTA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Víkingaklappið og „húh-ið“ sér- íslenska, sem glöddu heimsbyggðina meðan á EM í fótbolta karla stóð í Frakklandi fyrir tveimur árum, munu án efa hljóma á leikvöngunum í Moskvu, Rostov og Volgograd á leikjum Íslands á heimsmeistara- mótinu í næsta mánuði. Hins vegar er ljóst að mun færri stuðningsmenn fylgja landsliði Íslands héðan að heiman á HM en á EM svo hver og einn þarf að klappa fastar og „húh-a“ hærra ef stuðningurinn á að vera samur. Miðað við þær upplýsingar sem Morgunblaðið hefur aflað sér má gera ráð fyrir að um 4.000 Íslend- ingar hafi fengið miða á leikina gegn Nígeríu í Volgograd 22. júní og gegn Króatíu í Rostov fjórum dögum síð- ar en líklega voru um 10.000 Íslend- ingar á leikjum liðsins í Frakklandi á sínum tíma. Tvennum sögum fer af mögulegum fjölda íslenskra áhorf- enda á fyrsta leik Íslands, gegn Arg- entínu 16. júní. Einn viðmælandi í ferðabransanum gerði ekki ráð fyrir að fleiri en 2.000 Íslendingar yrðu viðstaddir þann leik. Mikill áhugi á fyrsta leiknum Langmest spurn var eftir miðum á leikinn gegn Argentínu héðan af ísa landi en áhuginn einskorðaðist reyndar fráleitt við stuðningsmenn liðanna tveggja sem þar eigast við; þetta er einn fjögurra leikja á mótinu öllu sem flestir vilja sjá; auk hans eru það leikirnir tveir í undan- úrslitunum og úrslitaleikurinn! Samkvæmt upplýsingum ganga miðar í fjórða og ódýrasta verðflokki – verstu sætin sem í boði eru – á leik Íslands og Argentínu nú á um 800 dollara, um það bil 80.000 krónur. Miðar í betri sæti eru því að öllum líkindum einhvers staðir falir fyrir margfalt það verð. Rými verður fyrir liðlega 40.000 áhorfendur á hverjum leik Íslands. Fólk í ferðaþjónustu, sem skipu- Margir, sem skipulagt hafa ferð á eigin vegum til Rússlands vegna HM, hafa lent í vandræðum í viðskiptum sínum við rússnesk hótel. „Ég er mjög undrandi á að bókunarsíða eins og booking.com skuli virðast leyfa þessu að viðgangast,“ segir Þór Bæring hjá Gamanferðum. „Það er ömurlegt að lenda í svona uppákomum vegna gistingar,“ segir Þór, en töluverður hópur fólks, sem bókaði gistingu með löngum fyrir- vara, hefur lent í því að fá skilaboð um að bókunin hafi misfarist eða að bóka þurfi að nýju, án útskýringar. Þegar pantað er aftur er verðið marg- falt hærra en hið fyrra sinni. Vert er að minna á að öllum, sem hafa lögleg stuðningsmannaskilríki vegna HM - svokallaða ID passa, stendur til boða ókeypis lestarferð á milli keppnisborganna. Takmarkaður fjöldi ferða er í boði en fyrstur kem- ur, fyrstur fær. Hafa ber í huga að ekki er eins einfalt að keyra á milli staða og t.d. í Frakklandi. Þannig er leiðin frá Moskvu til Volgograd um 1.000 kílómetrar og bílferð þar á milli gæti tekið 13 klukkutíma. „Ömurlegt að lenda í svona uppákomum vegna gistingar“ HM Í RÚSSLANDI Í SUMAR HÚH! Stuðningsmenn Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Innihald: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar Heilbrigð melting Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.