Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 leggur ferðir fyrir Íslendinga til Rússlands vegna HM, telur að reikna megi með 10 til 15 þúsund Ís- lendingum alls á leikjunum þremur, en sumir fara á tvo leiki þannig að ekki svo margir ferðast austur. Einhverjir fara á eigin vegum en ekki íslenskra ferðaskrifstofa og ómögulegt að giska á þann fjölda. Á vegum ferðaskrifstofunnar Vita fara um 1.000 manns til Rússlands í tengslum við HM, í mislöngum ferð- um, sumir á fleiri en einn leik. Að sögn Lúðvíks Arnarsonar, forstöðu- manns íþróttadeildar fyrirtækisins, verða um 800 manns á vegum þess í Moskvu, um 300 í Volgograd og um 200 í Rostov. Nokkrir tugir fara til Rússlands á vegum ferðaskrifstofunnar Bjarma- lands, sumir bara á leikinn í Moskvu, aðrir á síðari leikina tvo. Haukur Hauksson, fram- kvæmdastjóri Bjarmalands, er bú- settur ytra og þekkir því aðstæður vel. Segir hann allt klappað og klárt og kveðst sannfærður um að keppn- in verði glæsileg í hvívetna. Haukur var um síðustu helgi við formlega vígslu nýs leikvangs í Rostov, þar sem þrír landsliðsmenn voru í byrjunarliði heimamanna; Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sig- urðarson. Þeir verða í eldlínunni þegar Ísland spilar við Nígeríu á þessum sama velli. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman- ferðum er nýkominn frá Rússlandi þar sem hann skoðaði aðstæður, m.a. öll hótel sem farþegar fyrirtæk- isins gista á og segir allt í ljómandi góðu lagi. Um 700 manns fara á veg- um Gamanferða á HM. „Allt leit satt að segja betur út en ég bjóst við,“ sagði Þór við Morgun- blaðið. Allt lítur vel út Vandræði hafa verið varðandi gistingu fyrir stuðningsmenn á HM eins og fram hefur komið í fréttum en farþegar íslensku ferðaskrifstof- anna þurfa ekkert að óttast. „Í upp- hafi prófuðum við að skipta beint við einstaka hótel en hættum því fljót- lega því þau virtust aldrei geta stað- fest endanlegt verð. Fórum þess í stað að vinna með samstarfsaðilum [Alþjóðaknattspyrnusambandsins] FIFA og rússneskum ferðaskrif- stofum sem tóku að sér að semja við hótelin og þá komst allt í mjög gott lag.“ Hópur fer á HM á vegum Úrvals- Útsýnar, en ekki fékkst upp gefið hve margir. Þá er að geta ferðaskrif- stofunnar Tripical en á vegum henn- ar fara um 360 manns utan til að fylgjast með HM, í tveimur ferðum. Sú fyrri er fjórir dagar; á leikinn í Moskvu, en sú síðari sjö dagar. Sá hópur sér leikina í Volgograd og Ro- stov. Stóru íslensku flugfélögin bjóða bæði upp á beint flug til borganna þriggja þar sem Ísland spilar. Far- þegar ferðaskrifstofanna fljúga með félögunum tveimur, en einnig fólk sem útvegar sér sjálft gistingu. Færri „húh-arar“ á HM en EM  Gera má ráð fyrir 4.000 Íslendingum á leik hið mesta en mun færri á þeim fyrsta gegn Argentínu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Víkingar á EM Vel stemmdir stuðningsmenn á Stade de France leikvanginum í París áður en leikurinn við Frakka hófst í átta liða úrslitum EM 2016. HM Í FÓTBOLTA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Víkingaklappið og „húh-ið“ sér- íslenska, sem glöddu heimsbyggðina meðan á EM í fótbolta karla stóð í Frakklandi fyrir tveimur árum, munu án efa hljóma á leikvöngunum í Moskvu, Rostov og Volgograd á leikjum Íslands á heimsmeistara- mótinu í næsta mánuði. Hins vegar er ljóst að mun færri stuðningsmenn fylgja landsliði Íslands héðan að heiman á HM en á EM svo hver og einn þarf að klappa fastar og „húh-a“ hærra ef stuðningurinn á að vera samur. Miðað við þær upplýsingar sem Morgunblaðið hefur aflað sér má gera ráð fyrir að um 4.000 Íslend- ingar hafi fengið miða á leikina gegn Nígeríu í Volgograd 22. júní og gegn Króatíu í Rostov fjórum dögum síð- ar en líklega voru um 10.000 Íslend- ingar á leikjum liðsins í Frakklandi á sínum tíma. Tvennum sögum fer af mögulegum fjölda íslenskra áhorf- enda á fyrsta leik Íslands, gegn Arg- entínu 16. júní. Einn viðmælandi í ferðabransanum gerði ekki ráð fyrir að fleiri en 2.000 Íslendingar yrðu viðstaddir þann leik. Mikill áhugi á fyrsta leiknum Langmest spurn var eftir miðum á leikinn gegn Argentínu héðan af ísa landi en áhuginn einskorðaðist reyndar fráleitt við stuðningsmenn liðanna tveggja sem þar eigast við; þetta er einn fjögurra leikja á mótinu öllu sem flestir vilja sjá; auk hans eru það leikirnir tveir í undan- úrslitunum og úrslitaleikurinn! Samkvæmt upplýsingum ganga miðar í fjórða og ódýrasta verðflokki – verstu sætin sem í boði eru – á leik Íslands og Argentínu nú á um 800 dollara, um það bil 80.000 krónur. Miðar í betri sæti eru því að öllum líkindum einhvers staðir falir fyrir margfalt það verð. Rými verður fyrir liðlega 40.000 áhorfendur á hverjum leik Íslands. Fólk í ferðaþjónustu, sem skipu- Margir, sem skipulagt hafa ferð á eigin vegum til Rússlands vegna HM, hafa lent í vandræðum í viðskiptum sínum við rússnesk hótel. „Ég er mjög undrandi á að bókunarsíða eins og booking.com skuli virðast leyfa þessu að viðgangast,“ segir Þór Bæring hjá Gamanferðum. „Það er ömurlegt að lenda í svona uppákomum vegna gistingar,“ segir Þór, en töluverður hópur fólks, sem bókaði gistingu með löngum fyrir- vara, hefur lent í því að fá skilaboð um að bókunin hafi misfarist eða að bóka þurfi að nýju, án útskýringar. Þegar pantað er aftur er verðið marg- falt hærra en hið fyrra sinni. Vert er að minna á að öllum, sem hafa lögleg stuðningsmannaskilríki vegna HM - svokallaða ID passa, stendur til boða ókeypis lestarferð á milli keppnisborganna. Takmarkaður fjöldi ferða er í boði en fyrstur kem- ur, fyrstur fær. Hafa ber í huga að ekki er eins einfalt að keyra á milli staða og t.d. í Frakklandi. Þannig er leiðin frá Moskvu til Volgograd um 1.000 kílómetrar og bílferð þar á milli gæti tekið 13 klukkutíma. „Ömurlegt að lenda í svona uppákomum vegna gistingar“ HM Í RÚSSLANDI Í SUMAR HÚH! Stuðningsmenn Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Innihald: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar Heilbrigð melting Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.