Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Einföld lausn fyrir lítil félög til að skila ársreikningi Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 442 1000 rsk@rsk.is ❚ Hnappurinn er einföld og þægileg lausn fyrir lítil félög (örfélög) til að setja upp og skila ársreikningi. ❚ Eftir að félög hafa skilað inn skattframtali geta þau farið á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, og valið að láta ríkis­ skattstjóra útbúa ársreikning félagsins. ❚ Ríkisskattstjóri útbýr ársreikning byggðan á upplýsingumúr skattframtali félagsins sem síðan er skilað til ársreikningaskrár. ❚ Algjörlega rafrænt ferli ­ enginn pappír til ríkisskattstjóra. Hvaðer örfélag? Örfélag er félag semvið uppgjörsdag fer ekki framúr tveimur af þremur stærðarmörkum semeru: a) Heildareignir: 20milljónir kr. b) Hrein velta: 40milljónir kr. c) Meðalfjöldi ársverka á reikningsári: 3 starfsmenn. Fullgild skil Skili félög hnappsársreikningi teljast það fullgild skil til ríkisskattstjóra og ársreikningaskrár. Ef stjórnendur örfélags vilja ekki nýta sér heimildina verða þeir líkt og áður að skila hefðbundnum ársreikningi bæði til ríkisskattstjóra og ársreikningaskrár. Félög sem eru endurskoðunarskyldmega ekki skila hnappsársreikningi. Nánari upplýsingar umHnappinn eru á vef ríkisskattstjóra, rsk.is Yfir 12 milljónir hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Þar af söfnuðust um fimm milljónir í skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar og Hróksins sem fór fram í Pakkhúsinu um síð- ustu helgi. UNICEF á Íslandi hóf neyð- arsöfnun fyrir Jemen undir yf- irskriftinni „Má ég segja þér sold- ið?“ í síðustu viku. Um 200 manns mættu þá í Hafnarhúsið til að heyra sögur jemenskra barna í áhrifa- miklu myndbandi. „Greinilegt er að almenningi er umhugað um að hjálpa börnum í Jemen, en hátt í 2000 manns hafa stutt neyðarsöfnunina. Söfnunin er í fullum gangi og enn hægt er að leggja henni lið,“ segir í tilkynn- ingu frá UNICEF á Íslandi, en tekið er á móti framlögum á vefnum uni- cef.is. Þá er hægt að senda sms-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 kr. til neyðaraðgerða í Jemen. Fyrir 1.900 krónur er sem dæmi hægt að veita barni rúmlega tveggja vikna meðferð við vannær- ingu. Með réttri meðhöndlun í tæka tíð má koma í veg fyrir 99% dauðs- falla hjá vannærðum börnum. 12 milljónir króna hafa safnast  Neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen Ljósmynd/UNICEF Jemen Börn þar í landi búa við hörmulegar aðstæður. Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt Arn- þrúði Karlsdótt- ur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, til þess að greiða Guðfinnu Aðal- heiði Karlsdóttur 3,3 milljónir króna, auk drátt- arvaxta sem og 630 þúsund krónur í málskostnað, vegna láns sem Guðfinna veitti henni. Deilt var um það hvort fjárhæðir sem Guðfinna greiddi inn á reikning Arnþrúðar hefðu verið lán eða styrk- ir vegna rekstrar Útvarps Sögu. Arnþrúður kannaðist ekki við að hafa fengið féð að láni og hélt því þvert á móti fram að um styrki hefði verið að ræða. Héraðsdómur telur Arnþrúði ekki hafa tekist að sanna það. Þarf að greiða um 4 milljónir Arnþrúður Karlsdóttir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í gær Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 á mann- réttindadegi borgarinnar. Mann- réttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Samtökin hafa staðið að vitund- arvakningu á stöðu kvenna af er- lendum uppruna á Íslandi. „Sög- ur þeirra í tengslum við #Metoo hafa vakið fólk til umhugsunar um sérstaklega viðkvæma stöðu þessa hóps innan íslensks sam- félags. Þær hafa sýnt hugrekki og styrk, verið fyrirmyndir og öflugt tengslanet þeirra hefur orðið afl til þjóðfélagsbreytinga,“ segir í tilkynningu frá Reykjavík- urborg. Logi Sigurfinnsson, forstöðu- maður Sundhallarinnar og Laug- ardalslaugar, hlaut hvatningar- verðlaun mannréttindaráðs fyrir að hafa tryggt jafnt aðgengi fyrir alla að sundstöðunum. Þá hlaut verkefnið Móttaka nýrra íbúa verðlaunin fyrir að taka heild- stætt á móti fjölskyldum með annað móðurmál en íslensku og veita fræðslu um hvernig þjón- usta borgarinnar virkar innan hverfis. Samstarfsaðilar eru Ár- bæjarskóli, Ársel og Þjónustu- miðstöð Árbæjar og Grafarholts. Mannréttindi Frá afhendingu verðlaunanna við Höfða í gær. Verðlaun afhent á mannréttindadeginum  Reykjavíkurborg afhenti þrenn verðlaun  Aðalverð- launin fóru til Samtaka kvenna af erlendum uppruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.