Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
NÝJAR
VÖRUR
KRINGLUNNI
Nú styttist í borg-
arstjórnarkosningar
og aldrei hafa fleiri
listar komið fram.
Maður skyldi ætla að
nú verði úr ýmsu að
moða fyrir kjósendur.
Margir sem skipa
sæti á hinum ýmsu
listum eru vel mennt-
að fólk sem langar til
að koma málefnum
sem varða borgina
okkar í höfn. Það hefur einnig ver-
ið vilji núverandi borgarstjórnar,
með Dag B. Eggertsson í farar-
broddi. En hvernig hefur hann for-
gangsraðað?
Mér er í fersku minni gæluverk-
efni borgarstjórans við Hofs-
vallagötu árið 2013, sem kostuðu
borgina 17,7 milljónir króna. Íbúar
við umrædda götu voru ekki sáttir
með þessa framkvæmd. Ekki virð-
ist að skipulagsnefnd hafi haft
samráð við íbúa götunnar um flögg
og fuglakassa og annað í þeim dúr.
Var framkvæmdin harðlega gagn-
rýnd. Svo virðist að verkinu hafi
lokið 5.9. 2013, en þá birti Morg-
unblaðið mynd af útkomunni. En
skjótt skipast veður. Þann 29. nóv-
ember sama ár er það ákveðið í
borgarstjórn að taka niður skrautið
og skilgreina Hofsvallagötu sem
borgargötu, þ.e. lykilgata hverf-
isins.
Þá vil ég minnast á ömurlega
framkvæmd við Miklubraut. Íbúar
götunnar höfðu kvartað undan há-
vaða og mengun frá umferð og
fóru fram á að borgin kæmi upp
gróðurmön sem mild-
aði þessi neikvæðu
áhrif. En borgarstjór-
anum þóknaðist ekki
að fara þá leið, heldur
lækkaði hann götuna
um einn metra og setti
upp mikinn grjótvegg
meðfram Klambratúni
og steyptan vegg að
sunnan. Grjótvegg-
urinn er 1,3-1,5 metri
á hæð. Hef ég aldrei
séð hörmulegri fram-
kvæmd í nokkurri
borg. Þegar borgarráðsfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins gerði fyrir-
spurn og setti fram þrjár spurn-
ingar varðandi grjótveggina kom í
ljós að veggirnir voru aldrei
árekstrarprófaðir og sýndist mörg-
um vegfaranda að þarna væri um
stórhættulegt mannvirki að ræða
og auk þess kostaði það borgina
um 60 milljónir króna. Af svari
umhverfis- og skipulagssviðs
Reykjavíkurborgar mátti ráða að
umrætt mannvirki stæðist ekki
evrópska umhverfisstaðla. (Mbl.
23.9. 2017.)
Jónas Kristjánsson ritar nokkra
punkta í Morgunblaðið 4.2. 2018 og
segir: „Nú er þessari skrítnu fram-
kvæmd lokið. Þá segir loks sam-
göngustjóri borgarinnar, að eftir
nokkrar vikur komi skýrsla um að
setja Miklubraut í stokk á milli
Kringlumýrarbrautar og Snorra-
brautar. Þarna er um að ræða tví-
verknað sem léttir umferðina ekki
neitt. Í samgöngumálum höf-
uðborgarinnar virðist skorta verks-
vit“.
Þétting byggðar
Þau verk, sem núverandi borg-
armeirihluti hefur hlotið mesta
gagnrýni fyrir er þétting byggðar.
Það er vandaverk að setja niður
stórar byggingar á smáreiti hér og
þar í borginni. Þetta verður aldrei
gert nema að þrengja að öðrum
byggingum og eyðileggja útsýni
íbúa viðkomandi hverfis og þar
með lækka verðgildi eigna þeirra.
Þó steig reiði mín hæst þegar í ljós
kom að reisa ætti blokkarbyggð
umhverfis hús Ríkisútvarpsins. Það
átti að kaffæra þessa formfögru
byggingu, sem gerð var eftir verð-
launateikningu. Sömuleiðis eyði-
leggja lóð hússins og allan gróður
sem var hluti verkefnisins og
gladdi augað. Þessi ákvörðun var
óskiljanleg, sér í lagi blokkirnar
fjórar neðan við útvarpshúsið sem
nú hafa fengið nafnið Jaðarsleiti,
m.a. sökum þess að þegar gerðar
hafa verið mælingar á svifryki og
annarri mengun í loftinu, hefur að
jafnaði ástandið verið verst við
Grensásveg og Bústaðaveg. Ein-
mitt hér hefur borgarstjóri ákveðið
að hrúga niður íbúðarblokkum með
allri þeirri umferð og bílaflota sem
því fylgir. Á þessu svæði er að
mestu byggð eldri borgara, bæði
vestan við þessar nýju byggingar,
þ.e. Ofanleiti, Efstaleiti, Miðleiti og
Neðstaleiti, og síðan neðan við Bú-
staðaveginn við Sléttuveg, þar sem
íbúðir skipta hundruðum – heimili
eldri borgara. Því eru engin tak-
mörk sett hverju er hægt að hella
yfir þennan hóp fólks. Nokkrir
reyndu að bera hönd fyrir höfuð
sér á prenti en Dagur B. Eggerts-
son hlustaði ekki.
Nú er nýjasta útspil hans og
meirihlutans í borginni að þétta
byggð á Skólavörðuholtinu. Nú á
að þrengja að Hallgrímskirkju og
hefur verið birt mynd í Morg-
unblaðinu af skipulagi og tillögum
um byggingar á lóð Iðnskólans og
við enda Bergþórugötu. Borg-
arstjóranum er ekkert heilagt.
Næsta gæluverkefni borg-
arstjóra er 70 milljarða borgarlína.
Það hefur verið gerð könnun sem
leiddi í ljós að aðeins 6% borg-
arbúa nota almenningssamgöngur.
Hver á að borga?
Á þessum árum sem Dagur hef-
ur stjórnað í borginni hafa „stóru
málin“ verið sett til hliðar og enn
er óljóst hvað verður gert með
flugvöllinn í Vatnsmýrinni, hvernig
uppbyggingu Landsspítalans reiðir
af og framkvæmdir um Sundabraut
hafa verið svæfðar. Hvað gerist ef
eldgos kæmi upp í Reykjavík eða
nágrenni eins og nýverið gerðist á
Hawaii.
Þörf á breytingum
Í komandi kosningum mun ég
kalla á breytingar. Kalla eftir fólki
sem hlustar á borgarbúa. Á und-
anförnum vikum hefur maður séð
fyrirsagnir í dagblöðunum á borð
við þessar: „Skuldir borgarsjóðs:
22 milljónir á dag.“ „Er velferð í
Reykjavík?“ „Heimilislaus kona
svaf í kjallara ráðhússins í marga
mánuði.“
Það er ekki pólitík sem hér tal-
ar. Ég hef aldrei verið flokks-
bundin, en hef hingað til kosið fólk
en ekki flokka. Það geri ég einnig
nú.
Ó borg, mín borg
Eftir Maríu Krist-
ínu Einarsdóttur
María Kristín
Einarsdóttir
»Hafa borgarbúar
ekkert fylgst með
hvernig fjármunum
borgarinnar hefur verið
varið þessi ár sem núver-
andi borgarstjóri hefur
haldið um taumana?
Höfundur er eldri borgari og
umhverfisverndarsinni.
mariake@simnet.is
að fara á sýningar, kynna sér starf
myndlistarmanna og efla umræður
um myndlist á samfélagsmiðlum og í
fjölmiðlum landsins. Nýta þarf þau
tækifæri sem gefast til að styðja við
söfn, gallerí, samtök og sjóði sem
varða myndlist. Síðast en ekki síst
þarf að vekja athygli á íslenskri
myndlist á erlendri grund og skapa
tækifæri fyrir þá sem starfa á vett-
vangi myndlistar til að koma vinnu
sinni á framfæri hér heima og er-
lendis.
Myndlist endurspeglar samtímann
hverju sinni og ef vel tekst til getur
hún sagt sögu, spurt spurninga, vak-
ið tilfinningar og kennt okkur ótal
margt um lífið og tilveruna. Til þess
að við áttum okkur á mikilvægi
myndlistar og áhrifa hennar á menn-
ingarsögu okkar Íslendinga þurfum
við að gefa okkur tíma til þess að
skoða hana og meta. Það er greininni
ákaflega mikilvægt að stuðla frekar
að því að fólk heimsæki okkar frá-
bæru söfn, kynnist metnaðarfullri
flóru gallería og skoði sýningarrými
og vinnustofur myndlistarmanna.
Með aukinni þekkingu á myndlist er-
um við betur í stakk búin til þess að
takast á við þann sjónræna heim sem
við lifum í, heim internets og snjall-
símavæðingar. Á þetta ekki síst við
um börnin okkar og ungmennin sem
við verðum að kenna snemma að
meta myndlist og gefa sér tíma til
þess að skoða hana og kynna sér
sögu hennar. Á sama hátt og aðgengi
að fyrstu styttum bæjarins ollu
straumhvörfum í íslensku menning-
arlífi getur ný og framsækin mynd-
list gert hið sama. Án þekkingar og
skilnings verður ekki framþróun. Er
ekki markmið okkar Íslendinga að
halda áfram að byggja upp og auðga
menningarlíf landsins? Nýtum dag-
inn og njótum myndlistar.
Höfundur er myndlistarmaður og
í framboði til formanns Sambands
íslenskra myndlistarmanna.