Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur tekið neikvætt í tillögu um uppbyggingu á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Mið- bakki er í hjarta hafnarinnar, fyrir framan Hafnarhúsið og Hafnarhvol. Það voru PKdM Arkitektar ehf. sem lögðu fram fyrirspurnina fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. sem er félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims hf. Það félag á sam- nefnda húseign, Geirsgötu 11. „Það er mat skipulagsfulltrúa að þó svo að götusýn við Geirsgötu geti vel tekið á sig breytta mynd með frekari uppbyggingu við götuna þá sé hér verið að sýna of mikið bygg- ingarmagn,“ segir í umsögn skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur um fyrir- spurnina. Húsið á Geirsgötu 11 var byggt árið 1982. Þar voru fyrst vöru- geymslur Ríkisskipa, en síðar var þar fiskvinnsla Jóns Ásbjörnssonar hf. og Fiskkaupa hf. sem seldu Brimi hf. húsið. Það hefur staðið að mestu autt undanfarið og var farið að láta á sjá. Húsið var málað fyrir fáeinum árum. „Fjölsóttur áfangastaður“ „Markmiðið er að Miðbakki verði að öflugu sjálfbæru borgarumhverfi og vinsæll fjölsóttur áfangastaður í miðborginni þar sem fjölbreytt starfsemi þrífst með vönduðu mann- gerðu umhverfi í góðri tengingu við höfnina og náttúruna og skapi sér þar með sérstöðu sem spennandi staður, fullur af iðandi mannlífi og nýjum tækifærum,“ segir m.a. í hug- myndum PKdM að nýju deiliskipu- lagi fyrir Miðbakkann. Þarna verði fjölbreytt hefðbundin hafnarstarf- semi með áherslu á þjónustu við skemmtiferðaskip, fiskiskip og báta, menningarstarfsemi og ferðaþjón- ustu. Verslun og þjónusta og hótel og veitingastaðir séu heimil á þessu svæði. Hugmyndin er að rífa Geirsgötu 11 og í staðinn rísi fjölnota hús sem m.a. nýtist fyrir móttöku og aðkomu farþegaskipa og tengda þjónustu. Einnig sem upplýsinga- og þjónustu- miðstöð ásamt markaðstorgi fyrir fjölbreytta viðburði árið um kring, s.s. tónleika, fiskimarkað og sýning- arsvæði í góðri tengingu við nálæg útisvæði. Vitinn, nýr áfangastaður fyrir borgarbúa sem og ferðamenn, verði kennileiti í borginni. Hann muni draga fólk að svæðinu og skapa ramma fyrir nýjar upplifanir. Alls gerir hugmyndin ráð fyrir sjö nýbyggingum, tveimur stærri hús- um og fimm minni. Byggingamagn ofanjarðar var áformað 20.500 fer- metrar og bílageymsla og bygg- ingamagn neðanjarðar 7.460 fer- metrar, eða alls 27.760 fermetrar. Nýtingarhlutfall ofanjarðar 2,75. Við Geirsgötu áttu nýbygging- arnar á Miðbakka að taka mið af byggingarstíl og skala gamalla pakk- húsa, vöruhúsa og fiskvinnsluhúsa við höfnina til þess að styrkja sam- ræmda götumynd Geirsgötu og skapa samhengi milli sögunnar og umhverfisins og brú á milli fortíðar og framtíðar. Hafnarkanturinn átti ávallt að vera aðgengilegur almenningi. Að- gangur að skemmtiferðaskipum verði með hjálp landgöngubrúa frá þjónustumiðstöð og frá nýrri bryggju/flotbryggju. Fyrir liggur rammaskipulag fyrir Miðbakkann og Faxaflóahafnir hafa látið vinna deiliskipulag. Þar er gert ráð fyrir að byggingamagn fyrir Geirsgötu 11 verði óbreytt. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að í til- lögum PKdM sé byggingamagn of mikið auk þess sem tilllagan geri ráð fyrir framkvæmdum út fyrir lóða- mörk. Hugmynd að skipulagi hafnað  Skipulagsyfirvöld borgarinnar tóku neikvætt í tillögu um uppbyggingu á Miðbakka við Gömlu höfnina  Byggingamagn talið of mikið  Ráðgerðu menningarstarfsemi, hafna- og ferðaþjónustu Tölvumynd/PKdM Miðbakkinn Húsin sjö sem hugmyndin gekk út á eru fremst á hafnarbakkanum. Þau áttu taka mið af byggingarstíl húsa sem fyrir eru við höfnina. Morgunblaðið/Eggert Geirsgata 11 Húsið var byggt árið 1982 og var upphaflega vöruskemma Ríkisskipa. Um árabil verkaði Jón Ásbjörnsson saltfisk í húsinu. eftir fundinn en þá var komið annað hljóð í strokkinn og hann taldi hug- myndina ekki ganga upp lengur. „Þetta er okkar upphaflega hug- mynd að tengja sjávarútveginn við ferðamennina og leyfa þeim að borða Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rætt hefur verið um að hleypa meiri lífi í umrætt svæði á Miðbakkanum. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna 7. febrúar 2014 var hugmynd Brims hf. að breyttri nýtingu og breyttu útliti hússins Geirsgata 11 tekin fyrir en í henni var gert ráð fyrir að í húsinu yrði fiskvinnsla, sýningarrými fyrir almenning um sjávarútveg, fiskmark- aður og útimarkaður, skrifstofur fyr- irtækisins, veitingasala og aðstaða fyrir sjóstangveiðifólk. Hafnarstjórn- in tók jákvætt í tillöguna um breyt- ingar á húsinu og lýsti sig reiðubúna til viðræðna um framhald málsins, samkvæmt fundargerð stjórnarinnar. Morgunblaðið ræddi við Guðmund Kristjánsson í Brimi nokkrum dögum það sem kemur úr hafinu. En með nýjasta skipulagi Reykjavíkurborgar þar sem á að fylla alla höfnina af íbúðablokkum þá verður engin fisk- vinnsla eða útgerð í höfninni,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Margþætt Svona átti Geirsgata 11 að líta út samkvæmt hugmyndum 2014. Starfsemi tengd vinnslu á fiski  Eigandinn hætti við áformin 2014 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.