Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 32

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur tekið neikvætt í tillögu um uppbyggingu á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Mið- bakki er í hjarta hafnarinnar, fyrir framan Hafnarhúsið og Hafnarhvol. Það voru PKdM Arkitektar ehf. sem lögðu fram fyrirspurnina fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. sem er félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims hf. Það félag á sam- nefnda húseign, Geirsgötu 11. „Það er mat skipulagsfulltrúa að þó svo að götusýn við Geirsgötu geti vel tekið á sig breytta mynd með frekari uppbyggingu við götuna þá sé hér verið að sýna of mikið bygg- ingarmagn,“ segir í umsögn skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur um fyrir- spurnina. Húsið á Geirsgötu 11 var byggt árið 1982. Þar voru fyrst vöru- geymslur Ríkisskipa, en síðar var þar fiskvinnsla Jóns Ásbjörnssonar hf. og Fiskkaupa hf. sem seldu Brimi hf. húsið. Það hefur staðið að mestu autt undanfarið og var farið að láta á sjá. Húsið var málað fyrir fáeinum árum. „Fjölsóttur áfangastaður“ „Markmiðið er að Miðbakki verði að öflugu sjálfbæru borgarumhverfi og vinsæll fjölsóttur áfangastaður í miðborginni þar sem fjölbreytt starfsemi þrífst með vönduðu mann- gerðu umhverfi í góðri tengingu við höfnina og náttúruna og skapi sér þar með sérstöðu sem spennandi staður, fullur af iðandi mannlífi og nýjum tækifærum,“ segir m.a. í hug- myndum PKdM að nýju deiliskipu- lagi fyrir Miðbakkann. Þarna verði fjölbreytt hefðbundin hafnarstarf- semi með áherslu á þjónustu við skemmtiferðaskip, fiskiskip og báta, menningarstarfsemi og ferðaþjón- ustu. Verslun og þjónusta og hótel og veitingastaðir séu heimil á þessu svæði. Hugmyndin er að rífa Geirsgötu 11 og í staðinn rísi fjölnota hús sem m.a. nýtist fyrir móttöku og aðkomu farþegaskipa og tengda þjónustu. Einnig sem upplýsinga- og þjónustu- miðstöð ásamt markaðstorgi fyrir fjölbreytta viðburði árið um kring, s.s. tónleika, fiskimarkað og sýning- arsvæði í góðri tengingu við nálæg útisvæði. Vitinn, nýr áfangastaður fyrir borgarbúa sem og ferðamenn, verði kennileiti í borginni. Hann muni draga fólk að svæðinu og skapa ramma fyrir nýjar upplifanir. Alls gerir hugmyndin ráð fyrir sjö nýbyggingum, tveimur stærri hús- um og fimm minni. Byggingamagn ofanjarðar var áformað 20.500 fer- metrar og bílageymsla og bygg- ingamagn neðanjarðar 7.460 fer- metrar, eða alls 27.760 fermetrar. Nýtingarhlutfall ofanjarðar 2,75. Við Geirsgötu áttu nýbygging- arnar á Miðbakka að taka mið af byggingarstíl og skala gamalla pakk- húsa, vöruhúsa og fiskvinnsluhúsa við höfnina til þess að styrkja sam- ræmda götumynd Geirsgötu og skapa samhengi milli sögunnar og umhverfisins og brú á milli fortíðar og framtíðar. Hafnarkanturinn átti ávallt að vera aðgengilegur almenningi. Að- gangur að skemmtiferðaskipum verði með hjálp landgöngubrúa frá þjónustumiðstöð og frá nýrri bryggju/flotbryggju. Fyrir liggur rammaskipulag fyrir Miðbakkann og Faxaflóahafnir hafa látið vinna deiliskipulag. Þar er gert ráð fyrir að byggingamagn fyrir Geirsgötu 11 verði óbreytt. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að í til- lögum PKdM sé byggingamagn of mikið auk þess sem tilllagan geri ráð fyrir framkvæmdum út fyrir lóða- mörk. Hugmynd að skipulagi hafnað  Skipulagsyfirvöld borgarinnar tóku neikvætt í tillögu um uppbyggingu á Miðbakka við Gömlu höfnina  Byggingamagn talið of mikið  Ráðgerðu menningarstarfsemi, hafna- og ferðaþjónustu Tölvumynd/PKdM Miðbakkinn Húsin sjö sem hugmyndin gekk út á eru fremst á hafnarbakkanum. Þau áttu taka mið af byggingarstíl húsa sem fyrir eru við höfnina. Morgunblaðið/Eggert Geirsgata 11 Húsið var byggt árið 1982 og var upphaflega vöruskemma Ríkisskipa. Um árabil verkaði Jón Ásbjörnsson saltfisk í húsinu. eftir fundinn en þá var komið annað hljóð í strokkinn og hann taldi hug- myndina ekki ganga upp lengur. „Þetta er okkar upphaflega hug- mynd að tengja sjávarútveginn við ferðamennina og leyfa þeim að borða Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rætt hefur verið um að hleypa meiri lífi í umrætt svæði á Miðbakkanum. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna 7. febrúar 2014 var hugmynd Brims hf. að breyttri nýtingu og breyttu útliti hússins Geirsgata 11 tekin fyrir en í henni var gert ráð fyrir að í húsinu yrði fiskvinnsla, sýningarrými fyrir almenning um sjávarútveg, fiskmark- aður og útimarkaður, skrifstofur fyr- irtækisins, veitingasala og aðstaða fyrir sjóstangveiðifólk. Hafnarstjórn- in tók jákvætt í tillöguna um breyt- ingar á húsinu og lýsti sig reiðubúna til viðræðna um framhald málsins, samkvæmt fundargerð stjórnarinnar. Morgunblaðið ræddi við Guðmund Kristjánsson í Brimi nokkrum dögum það sem kemur úr hafinu. En með nýjasta skipulagi Reykjavíkurborgar þar sem á að fylla alla höfnina af íbúðablokkum þá verður engin fisk- vinnsla eða útgerð í höfninni,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Margþætt Svona átti Geirsgata 11 að líta út samkvæmt hugmyndum 2014. Starfsemi tengd vinnslu á fiski  Eigandinn hætti við áformin 2014 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.