Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
✝ Guðjóna EyglóFriðriksdóttir
fæddist í Miðkoti í
Þykkvabæ í Rang-
árþingi 23.02.
1921. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 8.5. 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Friðrik
Friðriksson frá
Miðkoti f. 17.5.
1894, d. 11.3. 1970
og Jónína Valgerður Sigurð-
ardóttir frá Akranesi f. 27.12.
1893, d. 19.8. 1970.
Albróðir Guðjónu var Hilm-
ar f. 13.9. 1929, d. 17.5. 2013,
maki Sigrún Alda Hoffritz f.
18.6. 1930. Systkini sammæðra
voru: Elínborg f. 31.7. 1914, d.
6.9. 1991, maki I)var Karl Ingi-
berg Wium Vilhjálmsson f.
12.6. 1918, d. 9.10. 1975, maki
II) Björn Sigurður Gunnarsson
f. 19.1. 1921, d. 10.10. 1988.
Karlotta Sigríður f. 18.7.1916,
d. 23.11.1916. Sigurbjartur f.
7.3. 1918, d. 31.8. 2003, maki
Halldóra Guðleif Magnúsdóttir
f. 18.11. 1917, d. 28.12. 2004.
Uppeldissystur Guðjónu voru
Ástríður Sveinsdóttir f. 25.9.
1926, d. 6.8. 2010, maki I) Ólaf-
ur E. Sigurðsson f. 12.1. 1926,
d. 13.06.1964, maki II) Magnús
Ingi Sigurðsson f. 6.09. 1930,
d. 31.07. 2016. Ragnhildur
Óskarsdóttir f. 13.11. 1937,
1952 og eiga þau 1d) Hrafn
Jónsson f. 1985 1e) Atla Jóns-
son f. 1987 sem er í sambúð
með Rakel Sif Sigurbjörns-
dóttur og eiga þau Emil f.
2016. Fyrir átti Hrafnhildur 1f)
Örn Kára Arnarson f. 1973
sem á dótturina Asíu Björk f.
2006. 2) Friðrik Magnússon f.
1946. Eiginkona hans Hrafn-
hildur Guðnadóttir f. 1949.
Börn þeirra eru 2a) Guðjóna
Eygló Friðriksdóttir f. 1966
gift Runólfi Runólfssyni f. 1961
og eiga þau börnin Eyjólf
Darra f. 1990, Hrafnhildi Björk
f. 1993 og Daníel Guðna f.
1996. 2b) Friðrik Friðriksson f.
1971 er giftur Margréti Helgu
Theódórsdóttur f. 1975 og eiga
þau börnin Friðrik Gauta f.
2005 og Atla Frey f. 2010.
Guðjóna lauk barnaskóla-
námi í Þykkvabænum og þar
kynntist hún Magnúsi sem kom
þangað til starfa sem bókari í
verslun föður hennar. Þau
bjuggu í Eyrarlandi þar til þau
fluttu til Reykjavíkur árið 1988
þegar Magnús þurfti frekari
aðhlynningu vegna veikinda.
Guðjóna lauk prófi frá Hús-
mæðraskólanum á Ísafirði og
hélt mikið fyrirmyndarheimili,
hún var í kirkjukór Þykkva-
bæjarkirkju og var gjaldkeri
kvenfélags Þykkvabæjar, Sig-
urvon. Eftir að Magnús veiktist
tók hún við stöðu hans hjá
Pósti og síma og var starfandi
símstöðvar- og póststjóri þar
til þau fluttu til Reykjavíkur.
Útför Guðjónu fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í Suð-
urprófastdæmi í dag, 17. maí
2018, og hefst athöfnin kl. 14.
hún var gift Svav-
ari Guðbrandssyni
f. 12.10. 1935, d.
2.6. 1996.
Guðjóna var gift
Magnúsi Sigurlás-
syni frá Lambhaga
á Rangárvöllum f.
26.03. 1920, d.
12.07. 1994. Börn
þeirra eru: 1) Jón
Viðar Magnússon
f. 1944. Fyrrver-
andi eiginkona Hrafnhildur
Inga Sigurðardóttir, f. 1946.
Börn þeirra eru 1a) Sara Jóns-
dóttir f. 1963, í sambúð með
Stefáni Karlssyni f. 1961. Börn
hennar eru Arnheiður f. 1982
sem er gift Birni Lárusi f. 1981
og eiga þau synina Ísleif
Krumma f. 2009 og Lárus
Flóka f. 2012. Arnar f. 1989, í
sambúð með Emilíu Kristínu f.
1990 og eiga þau Söru Hrafn-
hildi f. 2012 en fyrir átti Emilía
Kristín, Birnu Dís f. 2008. 1b)
Magnús Jónsson f. 1966, í sam-
búð með Hrund Atladóttur, f.
1980. Barn hans er Hekla f.
1989 sem er gift Simon Jo-
hannes Leonhardt f. 1985 og
eiga þau Bjart Ljónshjarta f.
2016. 1c) Andrea Magdalena
Jónsdóttir f. 1969. Börn henn-
ar eru Kári f. 1999, Hrafnkell
f. 2002 og Gunnar f. 2005. Nú-
verandi eiginkona Jóns er
Hrafnhildur Bernharðsdóttir f.
Ég man ekki eftir æskuár-
unum án þess að hafa verið hjá
ömmu og afa í Þykkvabænum á
sumrin og í skólaleyfum. Oftast
fór ég með rútu austur eða fékk
far með Gretti í Skarði á
grænbláa vörubílnum þegar
hann var að sækja varning í
borgina fyrir búðina. Yfirleitt
var ég komin austur undir
kvöld og undantekningarlaust
þá biðu mín heimabakaðar
kræsingar í eldhúsinu enda
bakaði amma ljúffengar kökur
og pönnukökurnar bráðnuðu í
munninum. Það var alltaf mikið
um að vera á Eyrarlandi. Amma
kenndi mér heimilisstörfin af
alúð og ég var þátttakandi í því
að taka á móti gestum enda var
þar mikill gestagangur.
Þorpsbúar vöndu komur sínar á
Eyrarland og komu margir þar
daglega við ef skreppa þurfti í
búðina. Eyrarland var í alfara-
leið, við helstu þjónustu
Þykkbæinga og aðkoman í
þorpið var rétt við hús ömmu og
afa. Alla tíð stóð heimili þeirra
opið enda var útidyrahurðin
ólæst þannig að þeir sem komu
við á Eyrarlandi gengu beint
inn, fóru úr skónum og settust
við eldhúsborðið – það heyrðist
ekki í neinni dyrabjöllu. Alltaf
var til uppáhellt kaffi og dregn-
ir voru fram fullir bakkar af
kökum til að gæða sér á. Það er
merkilegt að hafa fengið tæki-
færi til að kynnast því hvernig
fólk, sem fætt var fyrir fyrri
heimsstyrjöld og síðar talaði
saman um lífið í þorpinu,
stjórnmál eða um heimsmálin
sem í minningunni voru aðal-
lega samtöl um Óla Jó, Gunnar
Thoroddsen og Khomeini. Aldr-
ei nokkurn tíma heyrði ég
ömmu tala illa um fólk eða gera
lítið úr neinum. Hún mátti ekk-
ert aumt sjá og hún hugsaði til
okkar allra með mikilli hlýju og
kærleika. Hún styrkti börn á
Indlandi til skólagöngu og sýndi
mér stolt bréf og myndir sem
bárust af þeim þar sem sagt var
frá því hvað þau voru þakklát
fyrir stuðning hennar. Amma
var mjög trúuð, fór alltaf í
messu, söng í kirkjukórnum og
þreif kirkjuna ef á þurfti að
halda ásamt því að snyrta leiði
ættingja í kirkjugarðinum. Hún
passaði ætíð upp á sína og æv-
inlega kvaddi hún mig með orð-
unum: „Gleymdu nú ekki bæn-
unum þínum, Andrea mín.“
Sumum hef ég gleymt en öðrum
ekki, sem ég hef nú kennt
drengjunum mínum. Amma
hafði góðan húmor og hún gat
gert grín að sjálfri sér og ég er
viss um að létta skapið jókst
þegar kaflaskil urðu í lífi henn-
ar þegar afi Magnús veiktist.
Ég held að hennar leið til að
takast á við breytingarnar hafi
verið að reyna að sjá lífið í öðru
ljósi, án þess að hún hafi endi-
lega ætlað sér það. Eftir að hafa
haldið myndarlegt heimili í tugi
ára í Þykkvabænum tók amma
við símstöðvarstjórastöðunni af
afa ásamt því að halda áfram
fyrirmyndarheimili og sjá um
afa sem hrakaði hratt. Hún
hafði lítið keyrt um ævina og ef
hún keyrði þá var það í Þykkva-
bænum og í mesta lagi upp á
Hellu. Á sjötugsaldri fluttu
mamma og afi til Reykjavíkur
og hún keyrði um borgina og lét
ekkert stoppa sig. Auðvitað var
þetta ekkert annað en þrekvirki
og ásýnd borgarinnar var allt
önnur á níunda áratugnum
heldur en þegar hún dvaldist
þar ung að árum í Vesturbæn-
um. Amma var klettur, hún var
dásamleg og í hugum margra
var hún drottning. Ég mun
halda áfram í nærveru hennar
og fallegu minningarnar. Hún
kenndi mér að vera góð mann-
eskja og ég trúi því að hún svífi
hátt á himni með hinum Guðs
englunum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Andrea Magdalena
Jónsdóttir.
Ég var alnafnan hennar
ömmu, við áttum samt alveg
hvor sitt nafnið, hún var amma
Guðjóna og ég var hún Eygló,
en þar sem við vorum nöfnur
fannst mér alltaf að ég yrði að
reyna að feta í sporin hennar á
einhvern hátt.
Amma var um margt sérstök
kona, hún var algjör „lady“ eins
og ein vinkona mín skrifaði mér
í samúðarskeyti. Hún hafði
gildin sín alveg á hreinu. Hún
elskaði Guð og átti frið við
menn. Ég man aldrei eftir að
hafa heyrt hana tala illa um
nokkurn, en oft kom hún til
varnar.
Hún var ávallt vel til höfð,
með varalitinn tiltækan og fína
slæðu. Hún var mikill veislu-
kokkur og kunni ýmis eldhús-
trikk, eins og að gera þriggja
rétta máltíðir með alvöru uxa-
halasúpu í forrétt. Húsmæðra-
skólagengin tók hún mjög al-
varlega verkefnið að leggja á
borð, hnífar og gafflar skyldu
snúa rétt og vera réttir við
diskana. Amma var mjög trygg
sínum manni og skammaði okk-
ur barnabörnin fyrir að vera
matvönd, við ættum að borða
allt eins og hann afi Magnús.
Ég var orðin fullorðin þegar ég
vissi að hann afi borðaði alls
ekki allt, en amma bara eldaði
það sem honum fannst gott og
stóð með honum eins og klettur
í blekkingunni um matvendn-
ina.
Svo kom amma líka á óvart
og gat hluti sem voru ekkert
kvenlegir. Hún og afi héldu
partý þar sem var dansað í
garðinum. Hún sem hvorki
drakk né reykti, púaði vindil til
að koma réttu lyktinni í hús fyr-
ir jólin.
Hún hló líka að allskonar vit-
leysisgangi, alveg hjartanlega.
Þegar afi varð ófær um að aka
þá tók amma við bílnum og
keyrði um allt í Reykjavík sem
hún hafði ekki gert áður, það
hefur ekki verið auðvelt fyrir
hana og í raun aðdáunarvert
hvernig hún tók nýjum verk-
efnum sem fylgdu veikindum
afa.
Við kveðjustund ætla ég að
reyna að líkjast henni meira. Þó
ég verði reyndar aldrei „lady“
eins og amma, þá get ég haldið
matarboð, dansað í garðinum,
elskað Guð og reynt að tala ekki
illa um neinn.
Ég er þakklát fyrir allt sem
amma kenndi mér og minnist
hennar með mikilli hlýju, hún
var mér og mínum góð. Nú vil
ég hugsa um fagnaðarfundina
sem hún er að njóta á himnum
og geri ráð fyrir að þar sé veisla
í uppsiglingu.
G. Eygló Friðriksdóttir.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast Guðjónu
fyrir rúmum þremur árum þar
sem hún var sessunautur móður
minnar á Hrafnistu. Við systk-
inin hændumst að henni þar
sem hún var alltaf kát og glöð
og hnyttin og fyndin í tilsvör-
um.
Guðjónu þótti kandís mjög
góður eins og móður minni og
áttum við oft gæðastundir sam-
an með kaffibolla og kandís eft-
ir matinn. Hún sagði mér
stundum sögur af því þegar hún
var lítil stúlka í sendiferðum og
fékk þá gjarnan kandísmola að
launum. Það var góð tilfinning
að kandísmoli frá okkur
mömmu vekti upp skemmtileg-
ar minningar hjá Guðjónu sem
hún deildi svo með okkur. Guð-
jóna sagði stundum eins og upp
úr eins manns hljóði: „Ef ég
mætti yrkja, yrkja vildi ég
jörð.“
Ég varð forvitin um þessa
setningu sem var henni svo
hugleikin. Þá kom í ljós að Guð-
jóna var líka söngelsk með ein-
dæmum og söng með kórnum
sínum lag við þetta ljóð Bjarna
Ásgeirssonar. Ég fann svo
þetta uppáhalds lag Guðjónu á
Youtube sungið af Skólakór
Hvanneyrar 1973-1974. Þá varð
ekki aftur snúið. Við sungum
þetta lag saman með Skóla-
kórnum í símanum mínum og
líka mörg önnur í hvert skipti
sem við hittumst. En við vorum
ekki nógu vissar á seinna er-
indinu, töfsuðum alltaf báðar
tvær á textanum, en fyrra er-
indið vorum við alveg með á
hreinu. Þá var það Björn bróðir
minn sem tók sig til og prentaði
út allan textann sem Guðjóna
geymdi alltaf í veskinu sínu.
Eftir það vafðist textinn ekkert
fyrir okkur, en við urðum samt
alltaf að taka blaðið uppúr vesk-
inu til að geta sungið það erindi
eins og alvöru kórkonum sæm-
ir.
Mér þótti vænt um að heyra
Guðjónu segja mér frá því
hvernig nafn hennar kom til og
í höfuðið á hverjum hún var
skírð. Það var virkilega falleg
saga.
Pabbi minn, Grímur M
Björnsson, minnist Guðjónu
með hlýhug; gáfuð og skemmti-
leg kona sagði hann við mig í
dag. Sömu sögu er að segja af
öllum fimm systkinum mínum
og öðrum fjölskyldumeðlimum
sem nutu gleði í samtölum og
söng með Guðjónu okkar.
„Ef ég mætti yrkja, yrkja
vildi ég jörð,“ lifir í hugum okk-
ar allra og tengir okkur við
yndislega minningu skemmti-
legrar konu.
Margrét Rósa Grímsdóttir.
Guðjóna Eygló
Friðriksdóttir
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
GÍSLI S. GÍSLASON
brúarsmiður,
Miðgrund, Skagafirði,
lést miðvikudaginn 9. maí á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands, Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Flugumýrarkirkju föstudaginn 18. maí
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ingibjörg Jóhannesdóttir
Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 10-17 alla virka daga
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR ÁSBJÖRN JÓNSSON,
Baugholti 1,
Keflavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Land-
spítalanum miðvikudaginn 9. maí.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. maí
klukkan 13.
Emma Hanna Einarsdóttir
Einar Ásbjörn Ólafsson Elfa Hrund Guttormsdóttir
Ólafía Ólafsdóttir Gísli M. Eyjólfsson
Jón Sigurbjörn Ólafsson Jón Sigurbjörn Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORKELL STEINAR ELLERTSSON,
fyrrverandi skólastjóri,
kennari og bóndi,
lést mánudaginn 7. maí.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 25. maí klukkan 13.
Þormar Úlfur Þorkelsson Helga Luna Kristinsdóttir
Þorri Þorkelsson Kjersti Beate Rosland
Álfrún G. Guðrúnardóttir Kjartan Ólafsson
Teitur Þorkelsson Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir
Baldur Helgi Þorkelsson Guðrún Snorra Þórsdóttir
Þórhildur Þorkelsdóttir Hjalti Harðarson
Þorkell Máni Þorkelsson
og barnabörn
Elskuleg dóttir mín og systir okkar,
GUÐRÚN RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kjartansgötu 6,
lést þriðjudaginn 15. maí á sjúkrahúsi í
Gautaborg eftir skammvinn veikindi.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Sigrún Brynjólfsdóttir
Brynjólfur Jónsson
Þorlákur Jónsson
Þorgerður Jónsdóttir
Jón Erlingur Jónsson
Þuríður Jónsdóttir
Elskulegur faðir okkar,
PÁLL PÉTURSSON,
fv. gæðastjóri Icelandic USA í
Bandaríkjunum,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Blönduósi mánudaginn 7. maí. Útförin fer
fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. maí klukkan 14.
Tinna Petursson og fjölskylda
Heba Petursson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
BRYNLEIFS H. STEINGRÍMSSONAR
læknis,
Lækjasmára 7, Kópavogi.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Gunnlaugur A. Jónsson
Helga Brynleifsdóttir Jón G. Hauksson
Brynja Blanda Brynleifsd. Ingvaldur Thor Einarsson
Steingrímur Brynleifsson
barnabörn og barnabarnabörn