Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Í gegnum tíðina hef-
ur hagsmunabarátta
bæði verslunar og neyt-
enda fyrir auknu frelsi í
viðskiptum með land-
búnaðarafurðir ein-
kennst af því að brjóta
niður þá nánast ókleifu
varnarmúra toll-
verndar sem staðið
hafa í vegi fyrir upp-
lýstu vali neytenda á
þessum vörum. Smátt og smátt hefur
sú barátta þó skilað ýmsum áfanga-
sigrum og þá einna helst á grundvelli
þeirra alþjóðaskuldbindinga sem ís-
lenska ríkið hefur undirgengist.
Má í þessu sambandi benda á við-
skiptasamninga á borð við samning-
inn um stofnun Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar, þ.e. WTO, sem og
samninga vegna þátttöku ríkisins á
vettvangi EFTA sem og samnings-
ins um Evrópska efnahagssvæðið.
Samningar þessir einkennast fyrst
og fremst af því markmiði að víkja til
hliðar ýmsum tæknilegum hindr-
unum og veita innlendum framleið-
endum samkeppnislegt aðhald neyt-
endum til hagsbóta.
Eftir sem áður hefur eftirfylgni
hérlendra stjórnvalda oftar en ekki
runnið í gagnstæða átt þar sem hag-
nýting tollkvóta á landbúnaðar-
afurðum hefur með inngripi stjórn-
valda snúist upp í andhverfu sína.
Sem dæmi um slíkt er álagning út-
boðsgjalda á tollkvóta sem hefur í för
með sér að innflutningur verður ekki
fjárhagslega hagkvæmur, álagning
verðtolla og hömlur á innflutning á
fersku kjöti. Þess ber að geta að fyrir
tilstuðlan SVÞ hefur reynt á tvö síð-
arnefndu dæmin fyrir dómstólum
þar sem dómstólar hafa tekið undir
gagnrýni samtakanna hvað varðar
þá heimatilbúnu verndarstefnu
stjórnvalda.
Nú síðast hafa borist af því fréttir
að innan atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytis eigi sér stað vinna
við að draga úr hagræði tollkvóta. Sú
vinna, sem grundvallast á tillögum
nefndar innlendra hagsmunaaðila
sem falið var að meta mótvægis-
aðgerðir vegna tollasamnings við
Evrópusambandið, felur í sér að við
útreikning á magni tollkvóta við inn-
flutning verði framvegis miðað við
ígildi kjöts með beini.
Nái sú tillaga fram að ganga er um
að ræða algeran viðsnúning á þeirri
framkvæmd sem núverandi innflutn-
ingur á kjöti grundvallast á. Óhætt
er að fullyrða að breyting þessi muni
fela í sér verulega rýrnum á því
magni sem nú er heimilt að flytja inn
samkvæmt tollkvótum, um allt að
þriðjung. Augljóst er að sem afleið-
ing þessa mun skerðast verulega sú
aukning á tollkvótum á kjöti sem
samið var um við Evrópusambandið
og kom til framkvæmda 1. maí sl.
Samkvæmt upplýsingum frá Evr-
ópusambandinu þá er við útreikning
tollkvóta miðað við vöruvigt, þ.e.
beinlaust kjöt, í samningum af þessu
tagi, nema annað sé sérstaklega tek-
ið fram í texta samningsins. Í samn-
ingum sambandsins við íslenska rík-
ið frá 2015 segir ekki að aðilar
samningsins ætli að notast við
skrokkavigt, þ.e. kjöt með beini.
Evrópusambandið miðar því sam-
kvæmt þessum samningum við vöru-
vigt í öllum tollkvótum vegna inn-
flutnings frá Íslandi. Á þessu er þó
ein undantekning, vegna lambakjöts,
og á hún sér sögulegar skýringar.
Í ljósi þeirra er það skýr krafa
bæði verslunar og neytenda að ís-
lenska ríkið virði þá alþjóðlegu
samninga sem ríkið er aðili að í stað
þess að taka gagnrýnislaust undir til-
lögur sérhagsmunaaðila sem bæði
fela í sér skýr og ótvíræð brot gegn
þessum samningum og algjöran við-
núning á þeirri framkvæmd sem
tíðkast hefur hingað til við útreikn-
ing á tollkvótum.
Stórbeinótt tollvernd
Eftir Brynhildi Pét-
ursdóttur og Andr-
és Magnússon
»Er það skýr krafa
bæði verslunar og
neytenda að íslenska
ríkið virði þá alþjóðlegu
samninga sem ríkið er
aðili að í stað þess að
taka gagnrýnislaust
undir tillögur sérhags-
munaaðila.
Brynhildur
Pétursdóttur
Brynhildur Pétursdóttir er fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtakanna
og Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu.
Andrés
Magnússon
Bretinn Tommy
Robinson (Stephen
Lennon) er þekktastur
fyrir að hafa stofnað
EDL í heimabæ sínum
Luton, baráttusamtök
gegn öfgamúslimum,
en hryðjuverkasam-
tökin Al Muhjiroun
höfðu náð góðri fót-
festu þar. Kveikjan að
stofnun EDL 2009 var
að borgaryfirvöld og
lögregla leyfðu íslamistum að mót-
mæla heimkomu hermanna úr stríð-
inu í Afganistan með niðrandi skilt-
um og formælingum, við litla
hrifningu vina og ættingja her-
mannanna.
Næstu árin mótmæltu EDL áhrif-
um íslamista í hinum ýmsu borgum
Bretlands, meðal annars voru sam-
tökin á móti því að svokölluð „gro-
oming gengi“ fengju óáreitt að tæla
barnungar stúlkur skipulega í vændi
með því að gera þær fyrst háðar
áfengi og eiturlyfjum. Fyrir 30 árum
stofnuðu síkhar samtök til að berjast
gegn gengjunum því yfirvöld huns-
uðu umkvartanir þeirra en það var
ekki fyrr en 2011 eftir að Andrew
Norfolk sem hafði áður fjallað um
EDL skrifaði grein í The Times að
menn neyddust til að viðurkenna til-
vist gengjanna og telur Peter McLo-
ughlin, höfundur Easy Meat, að
10.000 grunnskólastúlkur lendi í
klóm þeirra á hverju ári. Í ljós hefur
komið að 90% þeirra er hafa hlotið
dóma eru múslimar – langflestir frá
Pakistan en fórnarlömbin eru flest
hvít eða síkhar.
Er Tommy/Stephen var að alast
upp var Luton talin fyrirmynd ann-
arra borga hvað friðsamleg sam-
skipti kynþátta varðaði og átti hann
marga svarta vini en bestu vinir
hans voru múslimar. Þrátt fyrir að
allir kynþættir væru velkomnir í
EDL þá hafa fjölmiðlar alltaf út-
málað samtökin sem rasísk öfga-
hægrisamtök og á endanum gafst
Tommy upp á að halda rasistum ut-
an samtakanna og hætti sem leiðtogi
EDL 2013. Nú starfar hann sjálf-
stætt sem fréttaritari.
Tommy er sjálfur af innflytj-
endaættum því móðir
hans er írsk og hann
segir frá því í ævisögu
sinni Enemy of the
State (2015) að allir
vinir sínir í barnæsku
hafi verið synir inn-
flytjenda. Fram að 13
ára aldri segist hann
ekki hafa orðið var við
átök kynþátta eða
trúarhópa en eftir því
sem innflytjendum frá
Pakistan fjölgaði þá
hafi samskiptin versn-
að og hann segir að
óvildin hafi öll verið múslimanna
megin í upphafi.
Tommy vill alla íslamistana (ekki
múslimana) burt og með þeim sjarí-
alögin og barnavændissöluna. Hann
og fleiri dreymir um gömlu Luton
þar sem konur voru ekki áreittar úti
á götu, hús fólks voru ekki grýtt til
að flæma það úr hverfinu og menn
áttu ekki á hættu að vera myrtir úti
á götu fyrir að móðga meðlimi öfga-
hópanna.
Helsta vandamálið er kerfið
(stjórnvöld, dómstólar og fjöl-
miðlar), segir Tommy, sem verndar
múslimana í nafni pólitískrar rétt-
hugsunar, fjölmenningar og sakir
ótta við ásakanir um rasisma. Í bók-
inni segir hann frá því hvernig hann
var ítrekað handtekinn, oftast fyrir
tilbúnar sakir, og lýsir meðferð sem
virðist skýrt brot á mannréttindum.
Til dæmis var honum haldið í ein-
angrun í meira en fimm mánuði eftir
dóm sem hann fékk fyrir að fara til
BNA á vegabréfi vinar síns og eftir
að hafa fengið dóm fyrir skattalaga-
brot var Tommy settur beint í há-
marksöryggisfangelsi með mönnum
sem voru þar sumir fyrir að skipu-
leggja að drepa hann og telur hann
að það hafi verið ætlun og von yfir-
valda að hann yrði drepinn í fangels-
isátökum.
Tommy nefnir í bókinni mörg
dæmi um að tekið sé vægt á af-
brotum múslima en að þeir sem
gagnrýni þá fái að kenna á breskri
„réttvísi“ af fullum þunga. Þegar
hann klifraði 40 fet upp framhlið
húss og stökk yfir girðingu sem lög-
reglan hafði sett upp til verndar
salafistunum sem voru að brenna
minningarblóm breskra hermanna á
Vopnahlésdaginn með leyfi yfirvalda
þá var hann sektaður um 350 pund
fyrir að angra þá og síðast árið 2016
reyndi lögreglan að setja hann í fót-
boltabann fyrir að móðga ISIS með
F**k ISIS fána!
Tommy er langt frá því að vera
fullkominn. Er hann var yngri mátti
hann teljast fótboltabulla og hann er
hvatvís, orðhvatur, óútreiknanlegur
og óhræddur við að ögra mönnum.
Ég spái því að dómur sögunnar geri
þjóðhetju úr honum. Hann hefur til
að bera réttlætiskennd Hróa hattar
og þrjósku og seiglu Bjarts í Sum-
arhúsum. Þrátt fyrir ofsóknir, hót-
anir og rógburð úr ýmsum áttum
stendur hann enn keikur og berst
fyrir rétti alþýðunnar til að lifa í friði
í eigin landi, rétti til að upplifa sig
ekki sem annars flokks borgara of-
urseldan erlendri 7. aldar hug-
myndafræði í nafni umburðarlyndis
og útópískra hugmynda um fjöl-
menningu sem almenningur var
aldrei spurður um hvort ætti að taka
upp.
Stöðugt fleiri raddir heyrast sem
hafa efasemdir um ágæti fjölmenn-
ingar og fullyrða sumir að múslimar
sundri alls staðar slíkum sam-
félögum með því að líta niður á alla
sem ekki eru múslimar jafnframt því
að þeir telji sig ofsótta og undir-
okaða. Er hægt að endurvekja
gömlu Luton með því að taka hart á
íslamistunum, loka moskum salaf-
ista og deobandi hópa og íslömsku
skólunum, setja sjaríadómarana af
og fara að láta bresk lög gilda fyrir
alla?
Í dag, 17.5., mun Tommy halda
fyrirlestur á ráðstefnu sem haldin
verður á Grand Hótel í Reykjavík og
ber yfirskriftina Fjölmenning:
vandamál og lausnir.
Fjölmenningarsinninn
Tommy Robinson
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur » Fjölmiðlar hafa iðu-
lega útmálað
Tommy sem öfgahægri-
mann og rasista en ævi-
saga hans sýnir aðra
mynd.
Ingibjörg
Gísladóttir
Höfundur starfar við
umönnun aldraðra.
Hvernig er það, trúir
þú á tilvist engla? Eða
hefur þú annars heyrt
af heilögum anda
Guðs?
Líkt og með vindinn
þá veistu ekki hvaðan
hann kemur né hvert
hann fer en þú veist af
honum og finnur fyrir
honum. Missterkt. En
hann er þarna. Stund-
um sem svalur andblær eða ferskur
gustur en líka sem vermandi bjarmi
af geisla.
Eins er með heilagan anda, hann
hvíslar að okkur og minnir okkur á.
Hann birtist í náttúrunni, í kirkjunni
og jarðneskum englum sem leiddir
eru í veg fyrir okkur í fjölbreyttum
aðstæðum lífsins til að líkna og
lækna, hugga, styðja og styrkja. En
einnig til að hjálpa okkur að hafa
áhrif til góðs í samfélaginu og á með-
al þeirra sem á vegi okkar verða á
ævinnar göngu.
Frelsarinn okkar, Jesús Kristur,
hét því að skilja okkur ekki eftir
munaðarlaus heldur senda okkur
sinn heilaga anda til að hjálpa okkur
að takast á við verkefni og torfærur
daganna og til styðja okkur og
styrkja í gegnum áföll og sorgir. Til
að hjálpa okkur að brosa í gegnum
tárin og jafnvel að sjá með ein-
hverjum ófyrirséðum hætti til sólar
á ný og njóta lífsins, þótt ekkert
verði kannski eins og áður var.
Lífsins englar
Þegar ég greindist með krabba-
mein fyrir tæplega fimm árum sem
eftir heldur erfiðan og óskemmti-
legan uppskurð sem skilaði ekki til-
ætluðum árangri og síðan langri og
strangri geislameðferð sem skilaði
nákvæmlega engum árangri voru
mínar helstu áhyggjur þær og von-
brigði að ég ætti hugsanlega ekki
eftir að vera viðstaddur brúðkaup
sona minna eða hvað þá að upplifa
það að verða afi.
Til að gera langa sögu stutta get
ég upplýst það að ég hef nú þegar
fengið að vera viðstaddur brúðkaup
tveggja sona minna af þremur og á
nú þegar tvær litlar afastelpur. Lífs-
ins engla sem mér voru sendir á erf-
iðum tíma.
Sú eldri fæddist á hvítasunnudag
2015. Fékk ég símtal þess efnis fá-
einum augnablikum
eftir að ég hafði stigið
niður úr prédik-
unarstól Grafarvogs-
kirkju þar sem ég hafði
verið beðinn um að
flytja hátíðarprédikun.
En þar sagði ég meðal
annars frá undursam-
legri bænheyrslu sem
ég hafði upplifað á
göngu minni í baráttu
við hinn óboðna gest
sem krabbameinið svo
sannarlega er.
Engillinn sú hefur blessað afa
sinn meira en orð fá lýst og útvíkkað
alla hamingju, kærleiks- og þakk-
lætisstuðla sem ég gat ekki ímyndað
mér að hægt væri að gera og sá svo
sannarlega alls ekki fyrir.
Til gamans og undrunar má geta
þess að á hvítasunnudag í fyrra sem
bar reyndar ekki upp á afmælisdag-
inn hennar fórum við hjónin í ísbíl-
túr með hana ásamt tengdadóttur
okkar til Hafnarfjarðar. Þegar við
stígum út úr bílnum tökum við eftir
fjórum dúfum sitjandi á þakkanti
hornhússins hinumegin Strandgöt-
unnar. Þar af voru tvær þeirra
hvítar. Önnur hvíta dúfan tekur þá á
loft og flýgur í áttina til okkar, flögr-
ar í hring yfir okkur áður en hún
sest síðan aftur á þakkantinn hjá
hinum dúfunum.
Ég gat ekki túlkað þessa upplifun
öðru vísi en svo að þarna væri Guðs
heilagi andi á sjálfan hvítasunnudag
að minna mig á barnið sem kom sem
himnasending inn í líf mitt tveimur
árum áður. En eins og kunnugt er er
dúfan tákn heilags anda í Biblíunni.
Annar lífsins engillinn minn, sem
ekki er nú síðri blessun, kom svo inn
í líf mitt um níu mánuðum síðar eða í
lok febrúar 2016.
Í ágúst í fyrra vorum við stödd í
Vatnaskógi þar sem ég starfaði part
úr einum sextán sumrum hér á árum
áður. Að sjálfsögðu komum við við í
kapellunni góðu þar sem þúsundir
hafa upplifað svo sterkt nærveru
heilags anda í gegnum tíðina. Dró sú
stutta ritningarorð úr þar til gerðri
öskju sem finna má á altari kapell-
unnar og rétti mér. Orðin höfðu mik-
il áhrif á mig og geymdi ég þau í
hjarta mér. Þessi litli dásamlegi
engill, en engill þýðir sendiboði, hef-
ur fjórum sinnum síðan þá, komist í
svipaðar öskjur á sitt hvorum staðn-
um á heimili okkar hjóna. Hún ann-
aðhvort dregur miða úr öskjunum
og færir okkur eða hellir úr öskjun-
um á gólfið og kemur svo trítlandi
með miða og færir mér, ávallt í votta
viðurvist.
Alltaf skal hún færa mér miða
með sömu orðunum sem skráð eru í
Jesaja 41:10: „Óttast þú ekki, því að
ég er með þér. Vertu ekki hræddur,
því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig,
ég hjálpa þér, ég styð þig með sigr-
andi hendi minni.“
Já, dýrð sé Guði skapara okkar og
frelsara og hans heilaga góða anda
sem huggar, lífgar og styrkir um
aldir og að eilífu.
Blessanir má nefnilega upplifa
daglega við ólíklegustu tækifæri,
jafnvel í niðurlægjandi vonbrigðum
við allt að því óásættanlegar að-
stæður.
Látum eftir okkur að taka eftir
blessununum í lífi okkar og njóta
þeirra frá degi til dags. Í stað þess
að vera sífellt að bíða eftir þeim.
Guð gefi okkur öllum gleðilega
hvítasunnu.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Heilagur andi
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» „Óttast þú ekki, því
að ég er með þér.
Vertu ekki hræddur, því
að ég er þinn Guð. Ég
styrki þig, ég hjálpa þér,
ég styð þig með sigrandi
hendi minni.“
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.