Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 92
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Fórnarlömbin fá 500 milljónir dollara
2. Gjaldtakan við Hraunfossa stöðvuð
3. Byko greiði 400 milljónir í sekt
4. Banaslys á Suðurlandsvegi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Kiriyama Family held-
ur tónleika á Húrra í kvöld ásamt tón-
listarkonunni GDRN. Kiriyama Family
hélt síðast tónleika á tónlistarhátíð-
inni Iceland Airwaves í nóvember í
fyrra enda hefur hún verið önnum
kafin í hljóðveri síðustu mánuði og
stefnir að útgáfu plötu á þessu ári.
Kiriyama Family
og GDRN á Húrra
Tónlistarhóp-
urinn Cauda Col-
lective heldur
tónleika í Mengi í
kvöld kl. 21 en
hann hefur að
markmiði að
blanda saman
stórverkum klass-
ískrar tónlistar
við nýja tónlist og flétta saman við
önnur listform. Tónleikarnir bera yf-
irskriftina Ferðalag til Frakklands og
tunglsins og flutt verða verk eftir
Maurice Ravel, Halldór Eldjárn og
Sigrúnu Harðardóttur.
Ferðalag til Frakk-
lands og tunglsins
Djasssveitin Mantra kemur fram
í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í
Fríkirkjunni í dag kl. 12 og flytur
djassstandarda og
frumsamið efni í
bland við framandi
möntrur. Mantra er
skipuð Aroni
Steini Ásbjarn-
arsyni, Erni Ými
Arasyni, Gísla Páli
Karlssyni og
Gunnari Gunn-
arssyni.
Mantra í Fríkirkjunni
Á föstudag Suðvestan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél V-
til, en léttir til á A-verðu landinu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast A-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s síðdegis,
talsverð rigning og snarpar hviður við fjöll. Heldur hægari og þurrt
fram á kvöld á N- og A-landi. Hiti 7 til 15 stig.
VEÐUR
„Mér finnst það mjög sér-
stakt í ljósi þess sem á und-
an er gengið að setja þessa
dómara á leiki í úrslita-
keppninni,“ sagði Magnús
Stefánsson, fyrirliði ÍBV, í
samtali við Morgunblaðið.
Óánægju gætti í herbúðum
ÍBV og FH þegar liðin mætt-
ust öðru sinni í úrslitum Ís-
landsmótsins. Dómarar
leiksins höfðu komið mjög
við sögu hjá ÍBV fyrir
skömmu. »1
Dómarar settir í
óþægilega stöðu
Jussi Pitkanen, afreksstjóri Golf-
sambandsins, telur góðar líkur á
því að Ísland muni eiga fulltrúa í
golfkeppni næstu Ólympíuleika
sem haldnir verða í Tókýó árið
2020. Þetta kemur fram í viðtali
við Finnann í íþróttablaðinu í dag.
Golf varð ólympíugrein á ný eftir
langt hlé þegar leikarnir fóru
fram í Ríó fyrir tveimur árum. » 3
Keppir Íslendingur á
leikunum í Tókýó?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Wanda Anderson í Riverton var út-
nefnd fjallkona Íslendingadags-
nefndar í Manitoba í Kanada á dög-
unum og daginn eftir hélt hún til
Íslands, meðal annars til þess að að-
stoða við sauðburð á Þrastarstöðum
í Skagafirði.
Fjallkonan er eitt helsta virðing-
arembættið í íslenska samfélaginu í
Manitoba og gegnir viðkomandi
kona af íslenskum ættum því í eitt
ár, mætir á helstu viðburði þar sem
Íslendingadagurinn á Gimli fyrsta
mánudag í ágúst er hápunkturinn.
„Útnefningin er mikill heiður og
ég ætla að njóta þessarar virðingar,
embættisins og því sem því fylgir út
í ystu æsar,“ segir Wanda sem á
ættir m.a. að rekja til Ísafjarðar-
djúps og Hrútafjarðar, Skagafjarðar
og Eyjafjarðar.
Tengslin mikilvæg
Snorraverkefnið Snorri West
byrjaði í Manitoba 2001 og var
Wanda verkefnisstjóri þess fyrstu
tíu árin. Hún fæddist og ólst upp á
Gimli og bendir á að tengsl hennar
við Ísland hafi byrjað þar 1975. „Ég
kynntist Helgu Guðmundsdóttur,
sem var skiptinemi frá Íslandi, í
gagnfræðaskólanum og við höfum
verið bestu vinkonur í 43 ár, heim-
sótt reglulega hvor aðra síðan 1979,
þegar ég fór fyrst til Íslands,“ segir
Wanda. Hún bætir við að tengslin
við Ísland hafi fyrst og fremst verið
vegna beinna samskipta við lands-
menn, bæði í gegnum Snorraverk-
efnið og einnig vegna vinskapar sem
hafi þróast með öðrum hætti. „Við
Tim elskum að taka á móti Íslend-
ingum og þannig hafa orðið til náin
kynni.“
Fyrstu minningar Wöndu af fjall-
konunni tengjast Íslendingadeg-
inum á Gimli. „Ég man eftir að hafa
séð hana í bílalestinni, sitjandi á
fjallstoppi með sína aðstoðarstúlk-
una á hvora hönd,“ rifjar hún upp.
„Ég vissi að hún skipti miklu máli en
það var ekki fyrr en síðar að ég gerði
mér grein fyrir að hún væri í raun
tákn Íslands.“
Wanda leggur mikið upp úr mik-
ilvægi þess að varðveita íslenska
menningararfleifð í Manitoba og er
m.a. í stjórn félags við Íslend-
ingafljót sem hefur það að markmiði.
„Við vinnum að því að vernda og
kynna íslenska menningu á svæðinu
við Íslendingafljót,“ segir hún og
bætir við að hún sé upp með sér af
því að hafa tekið þátt í uppbyggingu
Snorraverkefnisins. „Við unnum að
því að styrkja tengslin milli Kanada
og Íslands og nú hefur verkefnið
vaxið í að styrkja tengslin milli
Norður-Ameríku og Íslands. Það á
bara eftir að eflast.“
Wanda segir að meðan á Íslands-
dvölinni standi leiði hún ekki mikið
hugann að virðingarembættinu sem
bíði hennar í Manitoba, en svo komi
það af fullum þunga í júní.
„Fjallkonan er móðir Íslands og
eitt helsta hlutverk hennar er að
vinna áfram að því að vekja athygli á
menningu og arfleifð fólks af ís-
lenskum ættum í Manitoba,“ segir
hún. „Ég held áfram góðu starfi for-
veranna og er hreykin af því að hafa
verið útnefnd í embættið.“
Hjónin Wanda og Tim eru nýhætt
rekstri kúabús en þau hafa oft komið
til Íslands og meðal annars tekið
þátt í sveitalífinu í Skagafirði, sauð-
burði á vorin og göngum og réttum á
haustin. „Við komum hingað til þess
að skemmta okkur og sveitalífið er
skemmtilegt,“ segir Wanda And-
erson.
Fjallkonan í sauðburði
Wanda tekur
púlsinn á Íslandi
fyrir verkin vestra
Ljósmynd/Árdís Kjartansdóttir
Frænkur Frá vinstri: Valdís Hálfdánardóttir, Wanda Anderson, Vanda Rúnarsdóttir (og dóttir Valdísar, heitir eftir
Wöndu) og Dagmar Þorvaldsdóttir, móðir Valdísar. Langömmur Valdísar og Wöndu voru systur.
Ljósmynd/Rosanna Cuthbert
Fjallkonan Wanda Anderson mát-
aði kórónuna og fór svo til Íslands.
„Íslandi er frábært land
og ég nýt lífsins hérna.
Veðrið hérna er ekkert
sérstakt en allir á Ís-
landi eru mjög vin-
gjarnlegir og það
hefur gert Ís-
landsdvölina
enn þá betri,“
segir Ariana
Calderón,
miðjumaður
Þórs/KA, sem er
í liði 3. umferðar
Pepsi-deildar
kvenna í knatt-
spyrnu. »2-3
Líður vel á Íslandi og er
dugleg að skoða landið