Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hótaði í gær að aflýsa fyrirhuguðum fundi leiðtoga síns með Donald Trump Bandaríkjaforseta ef reynt yrði að knýja hana til að afsala sér kjarnavopnum. Einræðisstjórnin af- lýsti einnig fyrirhuguðum fundi hátt settra embættismanna Kóreuríkj- anna og sagði ástæðuna vera sam- eiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem hófust á föstu- daginn var. „Ef Bandaríkjastjórn reynir að hrekja okkur út í horn og knýja okkur til einhliða kjarnorkuafvopnunar höf- um við ekki áhuga á slíkum viðræð- um,“ sagði aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, Kim Kye-gwan. Hann bætti við að ef þetta yrði reynt þyrfti einræðisstjórnin að „endurskoða“ af- stöðu sína til áformanna um leiðtoga- fund Bandaríkjanna og Norður-- Kóreu sem fyrirhugaður er í Singapúr 12. júní. Bandarískir embættismenn hafa sagt að einræðisstjórnin þurfi að eyða öllum kjarnavopnum sínum og standa þurfi þannig að afvopnuninni að er- lendir eftirlitsmenn geti staðfest hana og tryggt verði að Norður-Kóreu- menn geti ekki hafið smíði kjarna- vopna að nýju. Leiðtogar Kóreu- ríkjanna samþykktu á sögulegum fundi við landamæri þeirra 27. apríl að stefna að samningi um kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga. Ekki kom þó fram hvaða skilyrði Norður-Kóreu- stjórn setur fyrir kjarnorkuafvopnun og mikil óvissa hefur því verið um hvort hún sé í raun tilbúin að eyða kjarnavopnum sínum. Norður-- Kóreustjórn hefur alltaf haldið því fram að hún þurfi á kjarnavopnum að halda til að verjast hugsanlegri innrás Bandaríkjanna. Þegar hún hefur tal- að um „kjarnorkuafvopnun á Kóreu- skaga“ hefur hún alltaf krafist þess að Bandaríkin flytji alla hermenn sína frá Suður-Kóreu og lofi að nota ekki kjarnavopn til að verja landið. Banda- rísk stjórnvöld hafa aldrei léð máls á slíkum samningi. Argir út í Bolton John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í sjónvarps- viðtali 29. apríl að einræðisstjórnin í Pjongjang þyrfti að heimila banda- rískum og breskum vopnasérfræð- ingum að hafa eftirlit með kjarnorku- stöðvum í Norður-Kóreu, eins og Muammar Gaddafi, þáverandi ein- ræðisherra Líbíu, gerði þegar hann féllst á að hætta þróun kjarnavopna og annarra gereyðingarvopna árið 2003 eftir leynilegar viðræður við bandarísk og bresk stjórnvöld. Bolton sagði að stjórn Trumps liti á tilhögun eftirlitsins í Líbíu sem fyrirmynd í viðræðunum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Þessi ummæli Boltons fóru greini- lega fyrir brjóstið á ráðamönnunum í Norður-Kóreu. Það ætti ekki að koma á óvart því að einræðisstjórnin hefur litið á örlög Gaddafis sem dæmi um það sem myndi gerast ef hún afsalaði sér kjarnavopnum. Uppreisnarmenn steyptu Gaddafi af stóli og tóku hann af lífi eftir loftárásir vestrænna ríkja á Líbíu um átta árum eftir að hann féllst á að afsala sér gereyðingar- vopnunum. „Heimsbyggðin veit mjög vel að land okkar er hvorki Líbía né Írak, því að þeirra beið ömurlegt hlut- skipti,“ sagði Kim Kye-gwan. „Það er öldungis fáránlegt að dirfast að líkja kjarnorkuveldinu Norður-Kóreu við Líbíu sem var aðeins að hefja fyrsta áfangann í þróun kjarnavopna.“ Aðstoðarutanríkisráðherrann sagði að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu ekki leynt því að þau hefðu „ímugust“ á Bolton og það væri „óheppilegt“ að bandarísk stjórnvöld skyldu ögra Norður-Kóreumönnum „fyrir leiðtogafundinn með því að hrækja fáránlegum yfirlýsingum“. John Bolton er fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og var á meðal helstu stuðningsmanna hernaðarins í Írak árið 2003 vegna meintra gereyðingar- vopna einræðisstjórnar Saddams Husseins. Hann hefur varið þá ákvörðun George W. Bush, þáverandi forseta, að fyrirskipa innrás í Írak, þótt gereyðingarvopn hafi ekki fund- ist þar, og sagt að það væri „fullkom- lega réttlætanlegt“ að hefja hernað gegn einræðisstjórninni í Norður- Kóreu til að koma í veg fyrir að hún geti ógnað Bandaríkjunum með kjarnavopnum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn var að stjórn Trumps myndi fallast á afnám refsiaðgerða gegn Norður- Kóreumönnum ef þeir samþykktu að láta öll kjarnavopn sín af hendi. Kim Kye-gwan hafnaði slíkri tilslökun og sagði að Norður-Kóreumenn myndu aldrei afsala sér kjarnavopnum í fyrir það eitt að tryggja sér viðskipti við Bandaríkin. Nokkrir fréttaskýrendur telja að markmiðið með þessum breytta tóni í yfirlýsingum N-Kóreustjórnar sé að reyna að styrkja samningsstöðu hennar fyrir leiðtogafundinn. Joshua Pollack, bandarískur sérfræðingur í baráttunni gegn útbreiðslu kjarna- vopna, segir að svo virðist sem Norður-Kóreustjórn gremjist sú af- staða Bandaríkjamanna að refsiað- gerðunum verði ekki aflétt nema hún fallist á kjarnorkuafvopnun. „Norður- Kóreumenn vilja breyttan tón frá Bandaríkjunum og þeir hafa ekki heyrt hann, enn sem komið er að minnsta kosti,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir Pollack. Vilja að Trump fái Nóbelinn Fréttaskýrandinn Frida Ghitis segir í grein á vef CNN að Kim Jong- un sé að reyna að gera það sama og faðir hans og afi gerðu þegar þeir voru við völd í Norður-Kóreu: að knýja fram efnahagslegar og pólitísk- ar tilslakanir af hálfu Bandaríkjanna gegn smávægilegum tilslökunum eða fögrum fyrirheitum sem þeir stóðu síðan ekki við. Kim sé að reyna að komast að því hversu langt Trump vilji ganga til að koma í veg fyrir að fundinum verði aflýst. Ghitis segir að þótt Trump hafi lýst sjálfum sér sem afburðasnjöllum samningamanni hafi honum þegar orðið á reginmistök í aðdraganda leið- togafundarins. „Það er ekkert leyndarmál að samningur við Norður-Kóreustjórn væri mikill póli- tískur sigur fyrir forseta, sem á undir högg að sækja og lætur sig nú þegar dreyma um að hljóta friðarverðlaun Nóbels. Þegar hann var spurður í vik- unni sem leið hvort hann verðskuldaði Nóbelinn svaraði hann glaðlega: „allir telja það“.“ Trump hefur verið bjartsýnn í yfir- lýsingum sínum um Norður-Kóreu á Twitter og fundum með stuðnings- mönnum sínum. Hann tísti eitt sinn að Norður-Kóreumenn hefðu fallist á kjarnorkuafvopnun og sagði að hann teldi að Kim Jong-un hefði verið „mjög hreinskilinn“ og „mjög heið- virður“ í viðræðunum um afvopnun. Aðdáendur Trumps eru farnir að tala um að hann ætti að fá Nóbelinn fyrir að knýja fram „frið með valdi“ og orðnir svo uppveðraðir að það yrði mikið áfall fyrir forsetann ef fundur- inn færi út um þúfur. Nóbelinn í húfi fyrir Trump?  Norður-Kóreustjórn hótar að aflýsa fyrirhuguðum leiðtogafundi með Donald Trump ef hann reynir að knýja hana til kjarnorkuafvopnunar  Álitið mikið áfall fyrir forsetann ef fundurinn fer út um þúfur Stefnt hefur verið að því að Donald Trump Bandaríkjaforseti eigi fund með leiðtoga N-Kóreu í Singapúr 12. júní en þau áform virðast nú vera í uppnámi Helstu fundir í viðræðunum við einræðisstjórnina í Norður-Kóreu Heimild og ljósmyndir: AFP/KCNA í gegnum KNS/CCTV/ríkisstjórn Bandaríkjanna/KoreaSummitPressPool Febrúar 25.-28. mars Apríl 27. apríl 9. maí Kim fór til Peking og það var fyrsta utanlands- ferð hans frá því að hann komst til valda. Ræddi við Xi Jinping, forseta Kína Mike Pompeo, semTrump hafði tilnefnt í embætti utanríkisráðherra, fór til Peking og ræddi þar við Kim Kim ræddi við forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, á fundi í landamæra- bænum Panmunjom Nýskipaður utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna,Mike Pompeo, fór í heim- sókn til Pjongjang 8. maí Kim fór til borgarinnar Dalian í Kína og og ræddi þar við forseta landsins, Xi Jinping Kim Jong-un (t.v.) heilsar forseta Kína, Xi Jinping, ámynd sembirt var 28.mars Mike Pompeo (t.v.) heilsar Kim Jong-un ámynd sembirt var 26. apríl Kim Jong-un heilsar forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in,með handabandi Kim Jong-un og forseti Kína, Xi Jinping, á fundinum í Dalian Mike Pompeo, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong-un á fundi í Pjongjang Leiðtogi N-Kóreu, Kim Jong-un, sendi systur sína, KimYo-jong til Suður-Kóreu vegna Vetrarólympíuleikanna KimYo-jong (t.v.) heilsar forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, 10. febrúar Norður-Kóreumenn hótuðu í gær að hætta við fyrirhugaðan fund Kims með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna Kim Jong-un ogDonald Trump forseti 12. júní? Trump enn vongóður » Donald Trump Bandaríkja- forseti er enn vongóður um að fyrirhugaður fundur hans með leiðtoga einræðisstjórnar Norður-Kóreu verði haldinn, að sögn fjölmiðlafulltrúa hans í gær. » „Á sama tíma erum við und- ir það búin að þetta gætu orðið erfiðar samningaviðræður,“ bætti fjölmiðlafulltrúinn við. » Kínverjar, helstu banda- menn Norður-Kóreustjórnar, hvöttu til þess að leiðtoga- fundurinn yrði haldinn. Daniel Ortega, forseti Níkaragva, hóf í gær viðræður við stjórnarandstæðinga til að reyna að binda enda á götumótmæli gegn stjórn hans. Mannréttinda- hreyfingar segja að 58 manns hafi beðið bana í mót- mælunum. Þau beindust í fyrstu að misheppnaðri til- raun til að breyta almannatryggingakerfinu en mótmælendurnir krefjast nú þess að Ortega láti af for- setaembættinu. Hann hefur verið forseti síðustu ellefu ár og var áður leiðtogi landsins á árunum 1979 til 1990. Námsmenn mótmæla hér í höfuðborginni Managua. AFP Krefjast afsagnar Ortega forseta Bandalagið og hreyfingin Fimm stjörnur á Ítalíu reyndu í gær að ná samkomulagi um myndun sam- steypustjórnar eftir að drögum að stjórnarsáttmála þeirra var lekið í fjölmiðla. Þar kom m.a. fram að flokkarnir ætla ekki að hlíta reglum Evrópusambandsins í innflytjenda- málum og ríkisfjármálum, að sögn breska ríkisútvarpsins. Í drögunum var m.a. tillaga um ráðstafanir til að gera Ítalíu kleift að draga sig út úr evrusamstarfinu en báðir flokkarnir sögðu í gær að fallið hefði verið frá henni og hún væri ekki lengur í nýjustu drögunum, að sögn fréttaveitunnar AFP. Flokk- arnir virðast hins vegar ekki hafa fallið frá öðrum tillögum sem líklegt er að Evrópusambandið hafi miklar áhyggjur af, að því er fram kemur í frétt BBC. Í drögunum mun m.a. vera krafa um að Seðlabanki Evrópu afskrifi um 10% af skuldum Ítalíu við bank- ann, að sögn AFP. Flokkarnir vilja einnig semja um breytingar á stöðugleikasátt- mála ESB sem kveður á um að fjárlagahallinn megi ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu. Þeir ræða enn- fremur tillögur um að herða innflytjendalöggjöfina með breytingum sem kunna að vera í andstöðu við reglur Evrópusam- bandsins, að sögn BBC. Þá er í drög- unum tillaga um að refsiaðgerðum gegn Rússlandi verði aflétt þegar í stað. Matteo Salvini, leiðtogi Banda- lagsins, og Luigi Di Maio, leiðtogi Fimm stjarna, sökuðu embættis- menn ESB um „óviðunandi afskipti“ af stjórnarmyndunarviðræðunum. Flokkarnir tveir fengu meirihluta í báðum deildum þingsins í kosning- um sem fóru fram í mars. Sagðir ætla að bjóða ESB birginn  Reynt að mynda ríkisstjórn á Ítalíu Matteo Salvini
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.