Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 54

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Hlýlegt svefnherberi með dökkum rauðviðarveggjum og ljósu rúm- teppi. Borðlamparnir eru fallegir. Fábrotin stofa í anda miðbiks síðustu aldar. Scaffer-bygging- in í Los Angeles Tom Ford og leikarinn Nicholas Hoult. Húsið í kvikmynd- inni „A Single Man“ eftir Tom Ford er lúxus hús staðsett í Los Angeles. Hurðir sem hægt er að opna þannig að skilin á milli þess hvað er inni og hvað er úti, hverfa. Vita silvia kúpu- ljós úr Casa. Man sófi úr NORR 11. Leikarinn Colin Firth. Með stórum gluggum fæst falleg lýsing, tré og útigróðurinn virka eins og listaverk frá náttúruni. Goose lounge stóll úr NORR 11. „A Single Man“ er algjört augnakonfekt þegar kemur að hönn- un, útliti, litum og umgjörð. Kvikmyndin fjallar um kennara í Los Angeles sem missir stóru ástina í lífinu í bílslysi. Kvikmyndin gerist að mestu leyti í húsi sem er hannað af arkitektinum John Lautner Schaffer. Schaffer-fjölskyldan átti lóðina sem húsið stendur á og notaði hana fyrir lautarferðir, þar sem hún gæddi sér á gómsætum mat inni á milli stórfenglegra eikartrjánna. Húsið var klárað árið 1949. Það er að mestu gert úr kaliforn- ískum rauðvið. Arkitektúrinn er í anda þess tíma sem húsið var byggt á, þegar skilin á milli þess sem er inni og úti urðu óljós. Stórir gluggar og viðurinn í húsinu færir garðinn inn í húsið og öfugt. Þar sem tískan á þessu ári er mikið viður og karlmannleg form, þá er ekki úr vegi að líta til húsa sem hönnuð eru af fagmönnum á borð við Schaffer til að festa myndbrot á hug- myndaborð áður en hugað er að breytingum og lag- færingum í okkar húsum. Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.