Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 8

Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐADANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði OPIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 09 til 15 ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HöNNUm OG TEIKNUm VöNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG Reykjavík glímir við aðminnsta kosti þrjú risastór og vaxandi vandamál.    Í fyrsta lagi erfjárhagur höf- uðborgarinnar slæmur. Borgin er gríðarlega skuld- sett og mælist með neðstu sveitar- félögum þegar fjárhagur þeirra er borinn saman.    Ekkert í stefnu meirihluta-flokkanna í Reykjavík bend- ir til að þeir geri sér grein fyrir þessu.    Í öðru lagi eru samgöngumál íólestri. Fólk situr fast löngum stundum í bílum sínum og sá bið- tími lengist stöðugt.    Meirihlutaflokkarnir í Reykja-vík sýna þessu ekki aðeins skilningsleysi heldur ýta undir þessa þróun og eru andsnúnir öll- um raunhæfum lausnum.    Í þriðja lagi er ófremdarástandá húsnæðismarkaði. Verðið hefur hækkað upp úr öllu valdi vegna skorts sem stafar af stefnu borgarinnar um að takmarka mjög uppbyggingu utan svokall- aðra þéttingarsvæða.    Meirihlutaflokkarnir í Reykja-vík hafa í engu sýnt að þeir vilji reyna nýjar leiðir sem gætu skilað árangri. Þvert á móti berja þeir hausnum við steininn og vilja ganga enn lengra með áframhaldandi skorti og verð- hækkunum.    Hvernig verður umhorfs íReykjavík eftir fjögur ár af því sama? Þrjú vaxandi og risastór vandamál STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 alskýjað Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 19 skúrir Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað London 12 alskýjað París 20 skúrir Amsterdam 14 léttskýjað Hamborg 23 léttskýjað Berlín 19 skýjað Vín 16 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 10 heiðskírt Barcelona 20 heiðskírt Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 rigning Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 8 skýjað Montreal 11 léttskýjað New York 17 rigning Chicago 22 léttskýjað Orlando 25 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:06 22:43 ÍSAFJÖRÐUR 3:44 23:15 SIGLUFJÖRÐUR 3:26 22:59 DJÚPIVOGUR 3:29 22:19 Útsendingar frá HM í knatt- spyrnu munu fara fram í Hljómskálagarð- inum og á Ing- ólfstorgi í sumar. Leikir Íslands verða sýndir í Hljómskálagarð- inum en allir leik- ir mótsins á Ing- ólfstorgi. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi í Hljóm- skálanum í gær þar sem KSÍ og bak- hjarlar þeirra, ásamt Reykjavíkur- borg, kynntu áformin. Þá mun RÚV verða með útsendingar frá HM torgi og með umfangsmikla aðstöðu á staðnum. Bakhjarlar Knattspyrnusam- bandsins eru N1, Advania, Lands- bankinn, Coca Cola, Vodafone og Icelandair. Leikir Íslands verða gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní, gegn Nígeríu í Volgograd 22. júní og Króatíu í Rostov 26. júní. Fari svo að Ísland komist upp úr riðlinum verða þeir leikir jafnframt sýndir í Hljómskálagarðinum. HM sýnt í Hljóm- skálagarði  Allir leikir mótsins sýndir á Ingólfstorgi HM Frá blaða- mannafundinum. „Það hefur allt gengið vel og staðist okkar væntingar. Við viljum hins vegar hafa vaðið fyrir neðan okkur og læra fyllilega á þessa vagna áður en þeir fara í fulla notkun,“ segir Jó- hannes Svavar Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó. Strætó bs. festi nýverið kaup á fjórtán rafmagnsstrætisvögnum frá kínverska framleiðandanum Yutong. Heildarkostnaður við vagnakaupin er um 920 milljónir króna. Fjórir vagnar eru komnir hingað til lands eftir að afhending hafði dregist vegna galla í hönnun. Að sögn Jó- hannesar hafa vagnarnir verið í prufukeyrslu þann mánuð sem liðinn er síðan þeir komu til landsins. „Við höfum verið að keyra þá á svokölluðum stubbavöktum en höf- um líka prófað þá á lengri vöktum. Þetta er ákveðin nýjung og það þarf að læra hvernig vagnarnir nýtast best. Enn sem komið er hefur ekk- ert komið upp á,“ segir Jóhannes. Hann segir aðspurður að hleðsla vagnanna dugi í 20 klukkustundir og svo taki 2-4 tíma að hlaða þá, eftir því hversu mikla hleðslu þarf. „Við höfum ekki enn farið í það að setja upp hraðhleðslustöðvar á leið- um vagnanna. Við eigum raunar enn eftir að ákveða hvort henti betur, að fá hleðslustöðvar á leiðunum eða hlaða vagnana yfir nótt í bækistöð.“ Framkvæmdastjórinn segir að næstu fimm vagnar komi til landsins um mitt sumar og fimm síðustu síð- sumars. „Við búumst við að þessir vagnar verði komnir í fulla notkun einhvern tímann síðla sumars.“ hdm@mbl.is Rafvagnar í fulla notkun síðla sumars  Ekki hefur verið ákveðið hvernig hleðslu strætisvagnanna verður háttað Rafmagnsstrætó Fjórir vagnar eru enn í prufukeyrslu hjá Strætó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.