Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Jú, þetta hefur gengið ágætlega undanfarið, en það hefur haldið aft- ur af mönnum hversu margar vikur eru bara með fjóra vinnudaga í landi vegna hátíðisdaga. Það þarf samt að hafa fyrir þessu segja strákranir í brúnni og auðvitað er það ekki sjálfgefið að koma trekk í trekk með fullfermi að landi á nokk- urra daga fresti,“ segir Birkir Hrannar Hjálmarsson, útgerðar- stjóri ísfiskskipa hjá HB Granda. Grandatogararnir Engey og Akurey hafa fiskað vel eins og sjá má á lista á aflafrettir.is og segir Birkir að þau hafi undanfarið komið að landi með blandaðan afla; karfa, þorsk og ufsa. Fullfermi er um 600 kör eða um 180 tonn af slægðum fiski. Skipin komu ný til landsins á síðasta ári frá Tyrklandi og fór Engey til veiða í lok júlí í fyrrasum- ar, en Akurey í lok janúar á þessu ári. Þriðja systirin af þessum þremur nýju Grandaskipum er Viðey, sem Birkir vonast til að fari að minnsta kosti í prufutúr fyrir sjómannadag, sem er helgina 2.-3. júní. Síðustu mánuði hefur verið unnið að nið- ursetningu á vinnslubúnaði á milli- dekki í Viðey og sjálfvirku, mann- lausu lestarkerfi hjá 3X á Akranesi. Áður þurftu menn að moka 50-70 tonnum af ís Í skipum HB Granda er búnaður til ofurkælingar afla (sub-chilling), en einnig tæki til að framleiða ís. Um borð í Engey og Akurey hefur kælibúnaður án íss og krapa ekki verið notaður og mörg erfið hand- tök sparast með því og sjálfvirkni í lest, en á þennan hátt eru mörg erf- iðustu handtökin liðin tíð. „Þetta er léttara fyrir sjómennina heldur en áður var og þá var ekki óalgengt að menn væru að moka 50- 70 tonnum af ís í hverjum túr, það voru nokkur handtökin,“ segir Birk- ir. Hann segir að ákveðið hafi verið að gera ráð fyrir bæði ofurkælingu og kælingu með ís. Báðir möguleik- arnir eru enn fyrir hendi enda getur sú staða hæglega komið upp ef landað er annars staðar en við kæli- geymslur í heimahöfninni Reykja- vík að ísa þurfi fiskinn við löndun. Hann segir að það hafi tekið nokkurn tíma að gera Engey klára til veiða og lengri tíma en gert var ráð fyrir. Það hafi reynt á hugvit, þor og þolinmæði en hafi gengið upp með góðri samvinnu og góðu fólki. Akurey hafi hins vegar nánast verið tilbúin til veiða undir álagi strax eftir einn prufutúr. „Staðan er þannig núna að lestar- kerfið virkar, kælingin virkar og hráefnið stenst okkar væntingar. Barnasjúkdómar í upphafi eru nán- ast að baki.“ Ljósmynd/Kristján Maack Um borð Í karfatúr með Engey síðasta haust. Fiskurinn streymir úr móttökunni yfir í vinnsluna þar sem hann er meðal annars flokkaður og kældur áður en hann fer niður í lestar skipsins. „Ekki sjálfgefið að koma trekk í trekk með fullfermi að landi“ Afli togara við landið hefur víðast verið góður síðustu vikur. Búnaður í tveimur nýjum togurum HB Granda hefur sannað gildi sitt og þriðja systirin fer á veiðar á næstunni. Þrjú íslensk frystiskip, Örfirisey RE, Vigri RE og Arnar HU, hafa síð- ustu daga verið að veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg utan ís- lenskrar lögsögu. Ekki hefur verið mikill kraftur í veiðunum, en kvóti íslenskra skipa á Reykjaneshrygg í ár er alls 2.016 tonn, sem er langt undir því sem var fyrir nokkrum árum. Karfastofnar þar hafa gefið eftir í mörg ár og Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur lagt til að karfaveiðar verði ekki stundaðar á Hryggnum. Rússar hafa ekki viljað fallast á það og verið stórtækir í veiðum miðað við aðrar þjóðir. Afli þeirra hefur gjarnan verið í kringum 25 þúsund tonn síðustu ár og heildarafli nálægt 30 þúsund tonnum. Að sögn Birkis Hrannars Hjálmarssonar máttu íslensku skipin hefja veiðar á Reykjaneshrygg 10. maí, en Rússar voru þá fyrir nokkru komnir á miðin. Munu fyrstu rússnesku skipin vera væntanleg með afla til Hafnarfjarðar upp úr helgi. Einnig hafa skip frá ríkjum Evrópusambandsins verið að veiðum á þessum slóðum. Um það leyti sem Íslendingar máttu byrja gerði brælu og „síðan hafa menn ekki hitt á það að neinu gagni,“ sagði Birkir. Örfirisey, skip HB Granda, hefur verið að fá í kringum eitt tonn á klukkutíma, sem þykir í minnsta lagi. „Ef aflabrögð fara ekki að hressast sjáum við til hvað við gerum. Kvóti fyrirtækisins í úthafskarfa er ekki neitt neitt miðað við það sem áður var, 550-560 tonn, og ef menn þyrftu að fjárfesta í veiðarfærum myndi varla svara kostnaði að sækja þetta.“ Tregt á Reykjaneshryggnum Þrír íslenskir frystitogarar byrjaðir á úthafskarfa Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.