Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Meghan og Harry verða gefin sam-
an klukkan 12 á laugardaginn. Erki-
biskupinn í Kantaraborg, Justin
Welby, gefur þau saman og Michael
Curry, prestur í söfnuði ensku bisk-
upakirkjunnar í Bandaríkjunum,
predikar.
Óvíst er hver leiðir Meghan inn
kirkjugólfið. Til stóð að það yrði
Thomas faðir hennar, en í gær var
tilkynnt um að hann hefði fengið
hjartaáfall og þyrfti að fara í aðgerð.
Fyrr í vikunni var greint frá því að
Thomas hefði sviðsett myndatöku af
sjálfum sér í samráði við ljósmynd-
ara slúðurtímarits og sagðist hann í
kjölfarið skammast sín svo mikið að
hann myndi ekki koma til brúð-
kaupsins. Svaramaður Harrys verð-
ur bróðir hans Vilhjálmur.
Á boðskortinu eru leiðbeiningar
um viðeigandi klæðnað. Fyrir konur
er það hattur og dagklæðnaður og
karlar eru beðnir um að vera í kjól-
fötum eða jakkafötum. Stórar töskur
og myndavélar eru bannaðar og
gestir eru vinsamlegast beðnir um
að bera hvorki orður né sverð.
Að athöfninni lokinni munu brúð-
hjónin aka í opnum vagni um bæinn
Windsor, taka við árnaðaróskum al-
mennings og halda síðan til Wind-
sorkastala þar sem fyrri brúðkaups-
veislan af tveimur verður haldin.
Farkosturinn, svo framarlega sem
ekki rignir, verður ekki af verri
gerðinni; opinn hestvagn af gerðinni
Ascot Landau frá árinu 1883. Sá
varð einnig fyrir valinu þegar Vil-
hjálmur og Katrín óku um götur
London eftir brúðkaup sitt 2011.
Feðgar draga vagninn
Verði rigning verður ekið í lok-
uðum vagni með stórum gluggum,
sem kallast Skoski ríkisvagninn.
Hann er frá árinu 1830 og var síðast
notaður við hátíðahöld vegna 90 ára
afmælis Elísabetar drottningar.
Fjórir gráir hestar, þeir Milford
Haven, Plymouth, Storm og Tyrone
fá það hlutverk að draga vagninn og
samkvæmt fréttatilkynningu frá
bresku hirðinni eru tveir þeir síðast-
nefndu feðgar. Riddaralið lífvarð-
arsveitar hennar hátignar mun
fylgja vagninum en Harry var með-
limur sveitarinnar.
Breska konungsfjölskyldan greið-
ir allan kostnað við athöfnina og
veisluhöldin og um 600 hefur verið
boðið til brúðkaupsins og veislunnar.
Hvorki athöfnin né veislan er skil-
greind sem opinber viðburður, þar
sem Harry er sjötti í erfðaröðinni til
bresku krúnunnar, og því er stjórn-
málafólk eins og t.d. Theresa May,
forsætisráðherra Bretlands, og Je-
remy Corbin, leiðtogi breska Verka-
mannaflokksins, ekki á gestalista.
En þar eru aftur á móti allar fimm
Kryddstúlkurnar úr Spice Girls og
hafa verið uppi vangaveltur um að
þær muni troða upp í veislunni en
ekkert hefur verið staðfest í þeim
efnum. Um kvöldið verður síðan 200
manna veisla í boði föður brúðgum-
ans, hún verður haldin í Frogmore
House, setri í eigu konungsfjölskyld-
unnar. Spurst hefur út að Meghan
hyggi á ræðuhöld í veislunni sem
mun vera heldur óvenjulegt fyrir
konu sem giftist inn í konungs-
fjölskyldu.
Þá þykir það talsverð nýlunda að
2.640 almennum borgurum hefur
verið boðið að vera við Windsor
kastala á afgirtu svæði og hafa
þannig betra útsýni yfir það sem
fram fer. Í þessum hópi eru m.a.
fulltrúar þeirra góðgerðarsamtaka
sem prinsinn hefur starfað með og
skólabörn úr nágrenninu.
Krárnar opnar lengur
En þó að almenningi sé ekki boðið
til veislunnar, verður glaumur og
gleði víða um breska konungsveldið.
Til dæmis hafa mörg þúsund beiðnir
um leyfi til veisluhalda á almanna-
færi borist borgar- og bæjar-
stjórnum um allt England og breska
ríkissjónvarpið BBC afléttir endur-
varpsgjöldum þennan dag þannig að
varpa má beinu útsendingunni frá
brúðkaupinu á stóra skjái á al-
mannafæri án endurgjalds. Brúð-
kaupsveisluhöld verða í Dreamland
skemmtigarðinum í Kent, þar sem
allir sem heita Harry eða Meghan fá
frítt inn og það sama gildir um þá
sem koma í brúðarkjól.
Afgreiðslutími öldurhúsa verður
lengdur um tvær klukkustundir
bæði á föstudags- og laugardags-
kvöld og hefur það mælst vel fyrir
hjá breskum almenningi. Amber
Rudd, innanríkisráðherra Bret-
lands, sagði að brúðkaupið væri
kjörið tilefni fyrir bresku þjóðina til
að gleðjast saman. „Ég er sannfærð
um að almenningur fagnar því að
hafa rýmri tíma til að lyfta glasi og
skála fyrir brúðhjónunum.“
Brúðkaupsfögnuður víða um England
AFP
Kirkjan Athöfnin mun fara fram á laugardaginn klukkan 12 á hádegi í kap-
ellu heilags Georgs í Windsor. Þar var Harry skírður 21. desember 1984.
AFP
Brúðkaupskökur Veisluhöld á al-
mannafæri verða víða um Bretland.
sældaröðinni því um árabil hefur
hann verið sá meðlimur bresku kon-
ungsfjölskyldunnar sem almenn-
ingur hefur mest dálæti á og er
gjarnan kallaður „hressi prinsinn“.
Henry Charles Albert David, eins
og hann heitir fullu nafni, fæddist á
St Marýs sjúkrahúsinu í London 15.
september 1984 þar sem eldri bróðir
hans Vilhjálmur kom í heiminn
tveimur árum áður. Foreldrar hans
höfðu þá verið gift í 3 ár og var þeg-
ar á þessum tíma farið að tala um
bresti í hjónabandi þeirra.
„Ég vildi ekki vera Harry“
Framan af var Harry, eins og
hann var fljótlega kallaður, sá
óframfærnari og stilltari af bræðr-
unum tveimur. Móðir hans sagði
hann vera með „listrænt eðli“ og að
honum liði best í rólegheitum. En
það átti eftir að breytast og þegar
hann komst á legg gat hann sér
frægðarorð fyrir ýmsan prakk-
araskap. Ófáar myndir birtust í
heimspressunni af Harry að gretta
sig í átt að fjölmiðlafólki eða rekandi
út úr sér tunguna. Í heimildarmynd
sem sýnd var í fyrra þegar 20 ár
voru liðin frá dauða Díönu prinsessu,
viðurkenndi ljósmyndari nokkur að
hann og starfsbræður hans hefðu
gert sér að leik að espa drenginn
upp því að mynd af böldnum prinsi
var talsvert meira virði en mynd af
prúðum prinsi.
Aðalheimili fjölskyldunnar var í
Kensingtonhöll í London og árið
1989 innritaðist litli prinsinn í Wet-
herby drengjaskólann þar sem bróð-
ir hans var fyrir á fleti. Bræðurnir
fóru síðan báðir í Ludgrove heima-
vistarskólann og eftir að leiðir þeirra
Karls og Díönu skildu árið 1992
bjuggu þeir til skiptis hjá foreldrum
sínum, gjarnan í umsjá barnfóstra.
Sunnudaginn 31. ágúst 1997 voru
bræðurnir í sumarfríi í Balmoral
kastala í Skotlandi með afa sínum og
ömmu, Elísabetu Englandsdrottn-
ingu og Filip prins. Snemma um
morguninn hringdi síminn, á línunni
var faðir þeirra með þau sorgartíð-
indi að móðir þeirra hefði látist í bíl-
slysi í París þá um morguninn.
Heimsbyggðin syrgði Díönu og
komst við þegar prinsarnir ungu
gengu ásamt föður sínum á eftir
kistu hennar. „Ég held að það ætti
ekki að leggja slíkt á nokkurt barn,
ekki undir nokkrum kringum-
stæðum. Ég held að þetta myndi
ekki gerast í dag,“ sagði Harry í
sjónvarpsviðtali í fyrra þegar hann
rifjaði þetta upp. Í sama viðtali sagð-
ist hann hafa verið haldinn ýmsum
efasemdum í eigin garð í mörg ár
eftir þetta. „Ég vildi ekki vera
Harry prins. Ég vildi ekki þessa
ábyrgð, ég vildi ekki þetta hlutverk.“
Hann hóf nám í Eton einkaskól-
anum árið 1998 og þegar leið á ung-
lingsárin fóru að birtast ýmsar
hneykslisfréttir af ýmsu athæfi sem
varla myndi teljast fréttnæmt ef
„venjulegur“ unglingur hefði átt í
hlut. Eftir útskrift frá Eton 2003
lagðist Harry í ferðalög, síðan skráði
hann sig í Sandhurst herskólann og
eftir útskrift þaðan gegndi hann her-
þjónustu í Afganistan og víðar til
ársins 2015. Síðan þá hefur hann
unnið að ýmsum góðgerðarmálum.
Hún lét snemma til sín taka
Brúðurin tilvonandi ólst upp við
aðrar aðstæður en breski prinsinn.
Rachel Meghan Markle fæddist í
Los Angeles í Kaliforníu 4. ágúst
1981. Foreldrar hennar eru þau
Doria Loyce Ragland, jógakennari
og félagsráðgjafi sem er af afrískum
uppruna, og Thomas Markle sem
var ljósamaður í fjölmörgum sjón-
varpsþáttum og vann m.a. til Emmy-
verðlauna fyrir störf sín. Foreldrar
Meghan skildu þegar hún var sex
ára og eftir það bjó hún með móður
sinni í Los Angeles. Hún gekk í
frægan einkaskóla þar í borg, Little
Red Schoolhouse, þar sem margir
frægir leikarar hafa stundað nám og
síðan í kaþólskan einkaskóla á
menntaskólaárunum.
Hressi
prinsinn
giftir sig
Bandaríska leikkonan Meghan
Markle og Harry Bretaprins ganga í
það heilaga í Windsor á laugardaginn
AFP
Verðandi hjón Harry og Meghan stilltu sér upp fyrir myndatöku við Kens-
ington höll eftir að tilkynnt var um trúlofun þeirra 27. nóvember.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Búist er við því að mörg hundruð
milljónir manna um allan heim muni
fylgjast með því næstkomandi laug-
ardag, 19. maí þegar rúmlega þrí-
tugt par, breskur karl og bandarísk
kona ganga í það heilaga í kapellu
heilags Georgs í Windsor í Englandi.
En þetta er ekkert hversdagslegt
par því brúðguminn er Harry prins,
yngri sonur Karls Bretaprins og
Díönu heitinnar prinsessu.
Almenningur um víða veröld hef-
ur fylgst með prinsinum vaxa úr
grasi allt frá því að hann var fjör-
kálfur sem veltist um í stuttbuxum í
fangi móður sinnar. Milljónir manna
um allan heim komust við þegar13
ára gamall prinsinn gekk niðurlútur
á eftir kistu móður sinnar í líkfylgd
hennar. Það komst líka í heimsfrétt-
irnar þegar hann missteig sig á ung-
lingsárunum, það var einnig frétta-
efni þegar hann gegndi herþjónustu
í Afganistan og í gegnum tíðina hafa
ýmis atvik í lífi hans bæði stór og
smá verið tilefni blaðaskrifa.
Og núna er komið að einni stærstu
fréttinni í lífi hins 33 ára gamla
prins; brúðkaupi hans og bandarísku
leikkonunnar Meghan Markle.
Ólíklegt er að hann verði nokkurn
tímann Englandskonungur, til þess
er hann of aftarlega í erfðaröðinni.
En hann er vissulega fremstur í vin-
Brúðkaup Harrys Bretaprins og Meghan Markle