Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 52

Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Svo gæti farið að skortur verði á grásleppuhrognum á þessu ári, þar sem margt bendir til þess að ekki takist að veiða það magn sem mark- aðurinn kallar eftir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og þar segir að fréttir hafi borist frá Grænlandi um að þar hafi komið bakslag í veið- arnar. Veiðar í maí hafi gengið illa og því allt útlit fyrir minni heildar- afla en gert var ráð fyrir. Í Noregi hafi veiðar hins vegar gengið mun betur en undanfarin ár sem hafa verið afspyrnuléleg. Með- alveiði þar undanfarin fimm ár jafn- gildir 530 tunnum af hrognum. Nú er hins vegar búist við að vertíðin skili 1.500 tunnum. Hér á landi er aflinn kominn yfir 3.000 tonn sem er 15 - 16% meira en á sama tíma í fyrra. Meðalveiði á dag er 9% meiri. Alls hafa 181 bátar hafið veiðar, en búast má við að heildarfjöldinn verði milli 240 og 250 eða svipað og á síðasta ári. Heimilt er að stunda veiðarnar í 44 daga og hafa 85 bátar lokið veið- um. Nýttir veiðidagar á þriðjudag voru komnir yfir sex þúsund sem er 1.200 dögum fleira en á sama tíma í fyrra. Mismunurinn stafar aðallega af því að rúmlega 60 bátar voru hættir veiðum í fyrra þegar vertíðin var lengd úr 36 dögum í 46. Á móti kemur að nú er 11 bátum færra á veiðum. Miðað við stöðuna má búast við að vertíðin skili 9 - 10 þúsund tunn- um, en ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar jafngildir rúmum 10 þúsund tunnum eða 5.487 tonnum af grá- sleppu. Veiðar eru langt komnar á öllum veiðisvæðum nema í inn- anverðum Breiðafirði þar sem þær hefjast nk. sunnudag 20. maí. aij@mbl.is Heildarveiði á grásleppu er undir væntingum Talið er líklegt að heildarveiði Íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna á grá- sleppu nái ekki því magni sem framleiðendur grásleppukavíars höfðu vænst. Hér við land hefur meira veiðst af grásleppu í vor heldur en í fyrra. Morgunblaðið/Ófeigur Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í myndinni var fjallað um laxeldi í sjókvíum með áherslu á þau um- hverfisáhrif sem af því geta hlotist, en óhætt er að segja að dregin hafi verið upp dökk mynd af þessari atvinnu- grein. Einar seg- ist þó ekki hafa orðið var við mikla óánægju innan raða sam- bandsins. „Þessi mynd er áróðursmynd og til hennar var stofnað með það í huga, allt frá upphafi. Útkoman er eftir því og í samræmi við það sem við bjuggumst við; einhliða mál- flutningur gegn fiskeldi,“ segir Ein- ar í samtali við 200 mílur. „Við dveljum því ekki sérstaklega við þessa mynd, frekar en flestir aðrir.“ Í samræmi við ríkjandi stefnu Einar segir það ljóst að atvinnu- greinin hafi fest rækilega rætur á Íslandi og af því séu menn stoltir. „Ef útflutningur í fiskeldi er bor- inn saman við útflutningsverðmæti sjávarútvegsins þá er hann þar í þriðja sæti á eftir þorski og loðnu. Það er því hægur en stígandi vöxtur í gangi,“ segir Einar og bendir á að sú þróun einskorðist ekki við Ís- land. „Þessi atvinnugrein er orðin stór hluti af matvælaframleiðslu í öllum heiminum. Heildarframleiðsla á laxi í heiminum nam um 2,5 milljónum tonna á síðasta ári og til urðu úr því alls 17,5 milljarðar máltíða. Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, FAO, hefur þá hvatt til aukins fiskeldis og í sömu átt stefna þær þjóðir þar sem fisk- eldi er þegar stundað,“ segir Einar. „Okkar stefna er í samræmi við þá stefnu sem segja má að sé ríkjandi í heiminum.“ Áhættan bundin við fáar ár Einar bendir á að ólíku sé saman að jafna, aðstæðum eldis í kvíum í Noregi og Skotlandi og svo aðstæð- um hér, eins og gert hafi verið í myndinni. „Hafrannsóknastofnun hefur bent á það að þetta sé tvennt ólíkt, þar sem í þessum löndum er fiskeldi meðal annars stundað nærri árós- um. Hér á landi er einn og hálfur áratugur síðan ákveðið var að fisk- eldi færi nær eingöngu fram á Vest- fjörðum og á hluta Austfjarða, fjarri laxveiðiám. Áhættumat stofnunar- innar, sem kynnt var í fyrra, sýnir árangurinn af þessu, en hættan á erfðablöndun við villta laxfiska er þar sögð bundin við þrjár til fjórar ár.“ Skynsamleg stefna mörkuð Segir hann forsvarsmenn fyrir- tækja í atvinnugreininni telja eðli- legast að fiskeldi sé byggt upp á grundvelli vísindalegrar þekkingar. „Það var niðurstaða í stefnumót- unarnefnd sem skilaði áliti sínu í ágúst síðastliðnum, að svo skyldi gert. Að því verki komu fulltrúar eldisfyrirtækja, veiðifélaga, um- hverfisráðuneytisins og loks sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis- ins. Ég tel að þetta sé skynsamleg stefna, sem þarna var komist að sameiginlegri niðurstöðu um.“ Bent hefur verið á að varla sé til sú próteinframleiðsla sem skilji eft- ir sig jafnlítið kolefnisfótspor og fiskeldi. „Í heimi þar sem við glímum við þung kolefnisfótspor víða þá skiptir það miklu máli, eins og fjöldi al- þjóðastofnana hefur vísað til.“ „Dveljum ekki við þessa mynd“ Hægur og stígandi vöxtur er í fiskeldi á Íslandi, segir Einar K. Guðfinnsson, for- maður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann gefur lítið fyrir efni myndarinnar „Undir yfirborðinu“, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Laxeldi Ljóst er að fiskeldi hefur fest rækilega rætur á Íslandi, segir Einar. Einar K. Guðfinnsson Nýju skipi Samherja, Björgu EA-7, verður formlega gef- ið nafn við hátíðlega athöfn á laugardag. Hefst athöfnin klukkan 14 á Togarabryggjunni við hús Útgerðarfélags Akureyringa. Lúðrasveit Akureyrar spilar fyrir og eftir athöfnina og eru allir sem vilja hjartanlega velkomnir til að gleðjast með starfsfólki útgerðarinnar. Björgu formlega gefið nafn á laugardag Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.