Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Bir tm eð fr irv ar au m re ntv illu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 9. október í 13 nætur Frá kr. 429.895 595 1000 . heimsferdir.is SRI LANKA Leyndardómar Innifalið: Flug, skattar, innrituð 30 kg taska, gisting í 11 nætur á 3*+ og 4* hótelum með morgun- og kvöldverði á hótelunum ásamt 5 hádegisverðum. Kynnisferðir skv. ferðatilhögun. Aðgangseyrir þar sem við á. Ferðmannaáritun og íslensk fararstjórn. Fararstjóri: Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, fjölmiðlakona Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Það eru allir samstiga“  Formlegar viðræður Viðreisnar og gamla meirihlutans í Reykjavík hefjast í dag Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur hefjast í dag. Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, oddviti Viðreisnar, greindi frá þessu í frétta- tilkynningu undir kvöld í gær. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki munu sitja við samningaborðið. Fyrsti fundur nýrrar borgar- stjórnar verður 19. júní og stefna flokkarnir fjórir að því að samstarfssáttmáli nýs meirihluta liggi fyr- ir nokkru fyrr. „Við erum ekki að koma í stað Bjartrar fram- tíðar. Við erum að fara að hefja viðræður um mynd- un nýs meirihluta. Forsendur eru breyttar og við lítum ekki á okkur sem staðgengil neins,“ sagði Þórdís Lóa í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Hún segir að ekki hafi enn verið rætt um hver setjist í stól borgarstjóra. Eins og kunnugt er hafa verið kenningar á lofti þess efnis að Viðreisn myndi krefjast þess að Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingar, yrði ekki áfram borgarstjóri. „Við setjum ekki neina úrslitakosti í þessum við- ræðum. Við förum beint inn í þetta og látum mál- efnin varða leiðina. Það eru allir samstiga. Hlutverk og verkaskipting verða ákveðin í lokin.“ Þið hafið lagt áherslu á málefni tengd atvinnulíf- inu. Munuð þið taka þær áherslur með ykkur í við- ræðurnar? „Já, ásamt áherslum okkar til dæmis í mennta- og velferðarmálum. En já, við höfum sagt að það verði að huga að litlum og meðalstórum fyrirtækj- um til að við getum hugað að fólki. Eins að atvinnu- lífið sé úti um alla borg, ekki bara í vesturbyggð borgarinnar.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði við Morgunblaðið að kjósendur hefðu ekki kallað eftir þessum meirihluta. „Niðurstaða kosn- inganna var skýr. Hún var ákall um breytingar. Ekki að sömu flokkar héldu áfram og nú með stuðn- ingi Viðreisnar.“ Eyþór kveðst hafa átt marga ágæta fundi með Viðreisn. Hann kveðst ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að heilindi hafi verið að baki viðræðunum. „Af því sem við máttum sjá var einlægur áhugi á að starfa með okkur. Ef þetta var leikrit – þá var það vel leikið.“ Á stjórnarfundi Hörpu í gær kynnti forstjórinn, Svanhildur Konráðs- dóttir, stjórn félagsins þá ákvörðun sína að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem tekur í meginatriðum mið af samningum sem voru í gildi á síðasta ári, skv. tilkynningu. Einnig var á fundinum samþykkt tillaga stjórnarformanns um að falla frá átta prósenta hækkun stjórnar- launa. Laun stjórnarmanna haldist því óbreytt frá árinu 2013. Breytingarnar hafa verið kynntar þjónustufulltrúum og taka gildi 1. júní nk. Verður tímakaup 26,1% yfir taxta stéttarfélags eða að meðaltali 2.935 kr. á klst. í eftirvinnu, en 85% vinnustunda þjónustufulltrúa eru á kvöldin og um helgar. Stjórnin samþykkti tillögu for- stjórans um að utanaðkomandi fag- aðili gerði markaðslaunagreiningu á kjörum þjónustufulltrúa Hörpu sem starfa í hlutastarfi. Kjör þeirra verði m.a. borin saman við sambærileg störf annars staðar. Leitað hefur verið til ráðgjafarfyrirtækisins At- tentus mannauður og ráðgjöf ehf. um að annast verkið. Í samráði við starfsmenn verður hafinn undirbún- ingur að gerð starfsmats og mark- aðslaunagreiningar fyrir öll störf hjá Hörpu og jafnlaunavottun. Í frétt frá stjórninni segir að mikilvægt sé að byggja á árangri sem náðst hefur og tryggja stöðug- leika í starfsumhverfi Hörpu. Sér- stök stefnumótunarvinna fari nú fram innan Hörpu með þátttöku helstu hagsmunaaðila og muni niðurstaða vinnunnar móta starf- semina á næstu árum. Stjórn Hörpu vilji stuðla að víðtækri sátt og sam- stöðu um starfsemina í húsinu. Fá gamla kaupið aftur  Forstjóri Hörpu gefur eftir Morgunblaðið/Júlíus Harpa Hart hefur verið deilt um launamál innanhúss undanfarið. „Ég vil bara hvetja niðurrignda Reykvíkinga til að láta sjá sig í góða veðrinu hérna í Ásbyrgi,“ segir Guð- mundur Ögmundsson landvörður í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur nýlokið við að slá tjaldsvæðið og umhverfis Gljúfra- stofu í Ásbyrgi, en það hefur ekki verið gert áður fyrr en í júní. Hitamet, 24,3 gráður, mældist í Ásbyrgi í fyrradag og útlit er fyrir áframhaldandi sunnan- og vestan- áttir, sem eru hagstæðar fyrir svæðið. „Hér er allt komið á fullt, gróðurinn, dýrin og ferðamennirn- ir,“ segir Guðmundur, ekki sé að sjá fækkun ferðalanga frá sama tíma í fyrra. Ásbyrgi sé vinsæll áfangastað- ur bæði íslenskra og erlendra gesta. Aðstaða á svæðinu sé góð og verði enn bætt í sumar. Tjaldsvæðið í Ásbyrgi slegið og hitametið einnig  Ferðamenn í glaðasólskini  Hitinn mældist 24,3 gráður Ljósmynd/Guðmundur Ögmundsson Heyskapur í Ásbyrgi Ferðamenn fylgjast með Guðmundi Ögmundssyni landverði raka saman heyi í sólskini og brakandi þurrki í fyrradag. Hestamennirnir Sigurbjörn Magnússon og nafni hans Bárðarson komu ríðandi í höfuðstöðvar Ár- vakurs í Hádegismóum í gærmorgun. Tilefni reiðtúrsins var Landsmót hestamanna sem hald- ið verður í Reykjavík 1.-8. júlí næstkomandi. Í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 greindu þeir félagar frá því að mikið yrði um dýrðir á Landsmótinu sem er hið 23. í röðinni. Ókeypis verður inn fyrsta dag mótsins. »58 Hestamenn í Hádegismóum Morgunblaðið/Arnþór Hitað upp fyrir 23. Landsmót hestamanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.