Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 4
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 nýr matseðill fylg ganum WWW.FABRIKKAN.IS BORÐAPANTANIR: 575 7575 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Körfuboltaliðið Harlem Globetrott- ers skemmti börnum og fullorðnum á Barnaspítala Hringsins í gær. Liðið sérhæfir sig í eins konar körfubolta- sirkus og hefur sýnt listir sínar úti um allan heim frá árinu 1926. Nú er liðið komið til Íslands í sjötta skipti og sýnir tvisvar til viðbótar við skemmtunina á Barnaspítalanum. Það var mikil eftirvænting á Barnaspítalanum á meðan beðið var eftir þeim Thunder, Cheese og Swoosh sem mættu á staðinn fyrir hönd liðsins. Körfuboltarnir þeirra sátu reyndar fastir á Keflavíkur- flugvelli en liðið gerði gott úr stöð- unni með því að draga fram litla körfuboltakörfu og nokkra bolta. Andlit barnanna lýstust upp þegar liðið mætti á svæðið og óhætt er að segja að þeir fullorðnu hafi skemmt sér jafn vel og börnin. Liðsmennirnir fengu börnin til að skjóta á körfuna og hver og einn uppskar mikil fagn- aðaróp þegar boltinn rataði rétta leið. Færa börnunum bros Thunder segir liðið gjarnan heim- sækja þau börn sem ekki geti komið á sýningar hjá þeim. „Við viljum gefa af okkur í samfélögum sem við heim- sækjum. Sum börn vilja mæta á skemmtanir hjá okkur en hafa ekki tækifæri á því. Við leysum vandann með því að mæta með skemmtan- irnar til þessara barna. Eitt af verk- efnum okkar kallast Broslestin og hún gengur út á það að færa brosin til barnanna.“ Ánægjan af heimsókn liðsins á spítalann liggur ekki ein- ungis hjá börnunum. „Að heimsækja staði eins og Barnaspítala Hringsins er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Thunder. Heimsækja Hringinn reglulega Gróa Gunnarsdóttir, leikskóla- kennari og starfsmaður á barnaspít- alanum, segir uppákomur sem þessar mikilvægar fyrir börnin. „Þetta gefur krökkunum mjög mikið. Liðið hefur komið til okkar fjórum sinnum. Þau komu hingað fyrst árið 2002 og heimsækja okkur því nánast í hvert skipti sem þau heimsækja Ísland.“ Hvort foreldrarnir eða börnin séu spenntari fyrir sýningum Globetrott- ers er ekki gott að segja. „Við drög- um fram barnið í hjarta hvers og eins. Margir foreldrar eru spenntir fyrir sýningunum okkar þar sem þeir muna eftir að hafa séð okkur fyrir löngu. Þegar foreldrarnir sjá börnin sín gleðjast eins og þeir glöddust einu sinni kallar það auðvitað fram bros,“ segir Thunder. Morgunblaðið/Arnþór Spenna Drengur á Barnaspítala Hringsins miðar einbeittur á körfuna og Thunder stendur spenntur hjá. Færðu börnum á Barna- spítala Hringsins bros  Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters er statt hérlendis Hittinn Þessi drengur átti auðvelt með að koma boltanum ofan í netið. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Yfirkjörstjórnir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum eru marg- ar hverjar ósáttar við kröfur frá Hagstofunni um upplýsingagjöf sem þær telja að brjóti jafnvel í bága við lög um persónuvernd. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar, þaulreynds kjörstjórnarmanns sem situr í yfirkjörstjórn á Akureyri, barst kjörstjórnum á síðustu dögum fyrir kosningar beiðni frá Hagstof- unni um að merkja við í kjörskrá þá einstaklinga sem ekki nýttu atkvæð- isréttinn og senda til Hagstofunnar. „Miðað við hvernig við fram- kvæmdum merkingarnar urðum við að velja milli þess að brjóta hugsan- lega lög um sveitarstjórnarkosning- ar og að sinna ekki beiðni Hagstof- unnar um ákveðnar upplýsingar eða svara Hagstofunni og verða hugsan- lega sökuð um brot á persónu- verndarlögum,“ segir Þorsteinn. Hann segir að kjörstjórn fái lista með kjósendum í ákveðinni röð þar sem búið er að úthluta hverjum ein- staklingi kjörskrárnúmeri. Atkvæði gætu verið rekjanleg „Við fáum lista frá Hagstofunni þar sem við eigum að merkja við kjörskrárnúmer hvers kjósanda sem ekki kýs og senda til Hagstofunnar. Þar á bæ segjast menn ekki bera kjörskrárnúmerið saman við kenni- tölu kjósanda. En með henni er hægt að sjá kjördeild, ríkisfang og fleiri breytur sem okkur finnst að ætti ekki að vera hægt að lesa út úr kjör- skrárnúmeri,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að yfirkjörstjórn sé gert að eyða kjörskrá að kosningum loknum og það geti ekki verið í anda laganna að yfirkjörstjórnir séu að ná í upplýsingar úr gögnum sem á að eyða samkvæmt lögum. Upplýsing- um sem jafnvel geta verið rekjan- legar. „Ef við fengjum að eyða rað- númerum og rugla röðinni þá væru upplýsingarnar ekki rekjanlegar að okkar mati,“ segir Þorsteinn sem tel- ur að beiðni um meiri skráningu megi rekja til þingsályktunartillögu frá 2016 um könnun á kjörsókn unga fólksins. „Það er hægt að beita skoð- anakönnunum til þess og við eigum að færa okkur til nútímans þegar kemur að kosningum.“ Kjörstjórnir neita að upplýsa Pétur Kjartansson, formaður yfir- kjörstjórnar á Seltjarnarnesi, tekur í sama streng og Þorsteinn varðandi óskir Hagstofunnar um upplýsinga- gjöf sem hann telur að brjóti í bága við persónuverndarlög. Pétur segir kjörstjórnir hafa neit- að að gefa slíkar upplýsingar og það sé ekki hlutverk kjörnefnda að veita meiri upplýsingar um kjósendur en lög segja til um þrátt fyrir óskir frá Hagstofu og dómsmálaráðuneyti. Kjörstjórnir hunsa Hagstofu Morgunblaðið/Eggert Leynilegt Gæta þarf að leynd sem ríkja á yfir atkvæðum kjósenda.  Kjörstjórnir þurfa að velja á milli hvaða lagagrein þarf að brjóta  Eiga að gefa upp þá sem ekki kjósa  Telja þá mögulegt að hægt sé að rekja atkvæði kjósenda Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að minni líkur en meiri séu á því að Alþingi takist að fresta fundum sínum næsta fimmtudag, 7. júní, eins og starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir. „Það gerist nú líklegra en hitt að það muni þurfa að bæta einhverjum dög- um við, en það skýrist ekki fyrr en kemur fram í næstu viku,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvort það væru nokkuð hundrað í hættunni þótt bæta þyrfti við einhverjum starfs- dögum Alþingis sagði Steingrímur: „Neinei, alls ekki. Í fyrsta lagi höfum við föstudag og laugardag upp á að hlaupa í þessari viku, sem getur væntanlega komið okkur vel áleiðis. Það getur vel farið svo að við verðum að bæta við einhverjum dögum og það verður þá bara svo að vera. Við munum væntanlega halda okkur við starfsáætlun þingsins fram í næstu viku og svo sjáum við bara til hvernig þing- störfin ganga þegar við nálgumst fimmtudaginn eftir viku.“ Gæti skapast óvissuástand Steingrímur var spurður hvort það væri ekki deginum ljósara að Alþingi yrði að afgreiða frumvarp dómsmálaráðherra um persónu- vernd áður en þingfundum yrði frestað með þingsályktunartillögu: „Jú, það er líklegt, því annars gæti skapast óvissuástand í sumar,“ sagði Steingrímur. „Ég skil það þannig að það sé mjög æskilegt að frumvarpið verði afgreitt fyrir frestun funda til þess að fyrirbyggja að eitthvert óvissu- ástand skapist í sumar. Það er þó ekki fyrr en í júlímánuði sem þess- ar nýju reglur um persónuvernd verða teknar upp á evrópska efna- hagssvæðinu, þannig að við höfum einhvern tíma upp á að hlaupa. Það er meiri spurning um það hvaða staða verður uppi í júlí, ágúst og september ef frumvarpið verður ekki afgreitt á Alþingi fyrir þingfrestun,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, enn- fremur. Þingið gæti þurft að starfa lengur  Gæti skapast óvissuástand í sumar Steingrímur J. Sigfússon „Flestar útstrikanir í sveitar- stjórnarkosningunum á Akur- eyri voru hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokks, Gunnar Gísla- son fékk 58 og Þórhallur Jóns- son 26. Hjá Samfylkingu fékk Hildur Jana Gísladóttir 26 og Dagbjört Pálsdóttir 25. Mið- flokkurinn og Píratar voru með fæstar útstrikanir, 6 hvor flokkur. Allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks nema einn voru strikaðir út af einum kjör- seðli, að sögn Helgu Eymunds- dóttur, formanns yfirkjör- stjórnar á Akureyri. Pétur Kjartansson, formaður yfirkjörstjórnar á Seltjarnar- nesi, staðfesti að um 100 út- strikanir hefðu verið í kosning- unum á laugardaginn, flestar hjá Sjálfstæðisflokknum. Strikaði yfir alla nema einn ÚTSTRIKANIR 4 FRÉTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.