Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 og sandgildru áður en það er veitt í viðtaka. 50 manns að störfum ÍAV og svissneska fyrirtækið Marti, sem saman standa að Ósafli sf., eru aðalverktakar við ganga- gerðina. Á þess vegum og undir- verktaka eru um 50 manns að störfum nú. Í þeim hópi eru meðal annars starfsmenn Rafmanna á Akureyri sem annast alla raf- magnsvinnu í göngunum. Núna eru þeir að smíða og forrita ýmsan tækjabúnað, svo sem lýsingu, blás- ara og öryggisbúnað sem meðal annars verður í tæknirýmum ganganna sem verða alls fjögur. Inn af þeim eru svo hvelfingar eða neyðarrými þar sem fólk á að geta hafst við ef til dæmis kemur upp eldsvoði eða önnur hætta, en þetta eru fyrstu jarðgöngin á Íslandi sem eru þannig útibúin. Í gegnum göngin öll verða svo sérstakir neyðarskápar með slökkvitækjum og síma, sem eru tengdir beint við Neyðarlínuna. Mesta tækniverkið viðvíkjandi jarðgöngunum er sennilega gjald- heimtukerfið, sem nú er verið að forrita og hanna. Fyrirkomulagið verður þannig að myndavélar lesa af númeraplötum allra bíla sem fara í gegn. Bílar sem eru í áskrift og eru skráðir inn í tölvukerfið geta ekið beint í gegn og vega- gjaldið gjaldfærast þá sjálfkrafa af reikningi sem bílnum tilheyrir. Þá er áætlunin að ökumenn, til dæmis bílaleigubíla, geti keypt stakar ferðir með því að fara inn á heima- síðu og greiða þar. Ef ekki, verður mögulegt að aka beint í gegn en þá berst reikningur fyrir gang- aferðina í heimabanka eða greiðsluseðill á kennitölu skráðs eiganda viðkomandi bíls. Færeysk fyrirmynd í gjaldheimtu „Þessi útfærsla á gjaldheimtu er orðin mjög algeng í dag. Svona er þetta til dæmis í Færeyjum en það er fyrirmynd okkar í gjaldheimt- unni. Innheimta vegtolla í mönn- uðu gjaldskýli, eins og í Hvalfjarð- argöngum, er barn síns tíma,“ segir Valgeir sem segir enn ekki ákveðið hvert vegagjaldið í Vaðla- heiðargöngum verður. „Gjaldskráin á að verða einföld og gegnsæ. Sennilega verða meg- ingjaldflokkarnir aðeins tveir, það er bílar undir og yfir 3,5 tonnum og svo afsláttarkjör í samræmi við fjölda ferða. Allt afgreitt í gegnum netið og innheimtan þar með sjálf- bær þáttur í rekstri ganganna.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fnjóskadalur Er komið er í gegnum göngin austanmegin blasir þetta við. Sval- barðs- eyri HÚSAVÍK Laugar Vaðlaheiðargöng AKUREYRI Grenivík Goðafoss VAÐLA- HEIÐAR- GÖNG Hlífar og undirföt Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu og hlýjum án þess að valda kláða. Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið. Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki Y L F A ANGÓRA Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is n þess að m þurrum íþrótta, „Vaðlaheiðargöngin verða mikil samgöngubót og gagnrýnisraddir á hve dýr þessi framkvæmd er verða mjög fljótar að fjara út,“ segir Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Greiðar samgöngur eru mikið öryggismál og nú verða fáar fyrirstöður þegar fólk þarf að sækja til dæmis á Akureyri, þar sem er fullkomið sjúkrahús og ýmis miðlæg starfsemi heilbrigðisþjónustu á norðan- verðu landinu svo sem fæðingar- og slysadeildir. Jarðgöng munu sömuleiðis gera Eyjafjörð og Þing- eyjarsýslurnar að einu atvinnusvæði og að þessu leyti er þessi framkvæmd mjög öflug byggðaaðgerð. Að henni afstaðinni bíða svo mörg fleiri verkefni í samgöngumálum hér á Norðurlandi og þar hlýtur bygging nýrra brúa yfir Jökulsá á Fjöll- um og Skjálfandafljót að vera ofarlega á blaði og svo síðasti áfanginn við Dettifossveginn.“ Þetta er öflug byggðaaðgerð MIKIÐ ÖRYGGISMÁL OG GAGNRÝNI FJARAR ÚT Jón Helgi Björnsson „Ég þekki vel af æskuslóðum mínum fyrir vestan hvað allar samgöngubætur eru fljótar að sanna gildi sitt og breyta miklu. Vestfjarðagöng voru opnuð ár- ið 1996 og þar með fengu byggðarlög sem bjuggu við einangrun öruggar samgöngur árið um kring. Á sama hátt trúi ég því að jarðgöngin undir Vaðla- heiði verði fljótlega eftir opnun talin hafa sannað gildi sitt,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi. Albertína segir að meðal þingmanna kjördæmis- ins hafi verið samstaða um að tryggja framgang þessa verkefnis enda skipti það miklu fyrir Norður- og Austurland og mannlíf þar um slóðir. „Þetta stækkar atvinnu- svæðin. Sveitarstjórnarfólk sér líka ýmis tækifæri felast í þessu, til dæmis um aukna samvinnu og útfærslu þeirra margvíslegu verkefna sem unnið er að. Svo fylgir þessu að Akureyringar fá öruggari vatns- veitu og í skoðun er að nýta heita vatnið sem fellur fram úr göng- unum.“ Samgöngubætur sanna sig SAMSTAÐA MEÐAL ÞINGMANNA Á SVÆÐINU Albertína Frið- björg Elíasdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.