Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 28

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í tilraunasal Vegagerðarinnar í Vesturvör í Kópavogi eru nýlega hafnar líkanatilraunir vegna hönn- unar varn- armannvirkja gegn krapaflóð- um á Patreks- firði og í Bíldu- dal. Tilraunirnar eru unnar fyrir Ofanflóðasjóð og eru samvinnu- verkefni verk- fræðistofunnar Verkís, Veður- stofu Íslands, Háskóla Íslands og siglingasviðs Vegagerðarinnar. Síðustu ár hefur verið unnið að frumhönnun varna fyrir Vestur- byggð gegn krapaflóðum ofan byggðar, neðan Stekkagils á Pat- reksfirði og Gilsbakkagils á Bíldu- dal. Varnargarðarnir verða útfærð- ir með hliðsjón af niðurstöðum tilraunanna og á meðfylgjandi mynd má sjá prófun á varnargarði og tveimur keiluröðum ofan garðs- ins. Hermt er eftir krapaflóðum sem fallið gætu víða á Íslandi í kjöl- far leysinga. Leita bestu útfærslunnar Kristín Martha Hákonardóttir, byggingarverkfræðingur og straum- fræðingur hjá Verkís, segir að til- gangurinn með þessum tilraunum sé að reyna að finna bestu varnar- útfærslu gegn krapaflóðum og þeim ljúki væntanlega í sumar. Katrín Helga Ágústsdóttir, meistaranemi í vélaverkfræði við HÍ, annast til- raunavinnuna. Í kjölfarið verður lokið við frum- athugunarskýrslu vegna varnar- garða í Vesturbyggð og tillögurnar kynntar bæjarstjórn og íbúum. Bæjarstjórn tekur svo ákvörðun um framhaldið en líklega þurfa fram- kvæmdirnar að fara í umhverfismat áður en að fullnaðarhönnun kemur og loks framkvæmdum. Önnur eðlisfræði „Virkni varnargarða gegn krapa- flóðum er önnur en gegn þurrum snjóflóðum og svona varnir hafa ekki verið hannaðar áður,“ segir Kristín Martha. „Eðlisfræðin er önnur þar sem krapaflóð eru vatnsmettuð og springa gjarnan fram, líkt og um stíflubrot sé að ræða, en við fáum vonandi svör við mörgum spurn- ingum með þessum tilraunum.“ Hún segir að ekki hafi verið gerð eftirlíking af fjöllum og giljum, held- ur sé renna notuð til að herma eftir flóðbylgju í skalanum 1 á móti 10. Með því að opna loku á rennunni komi skyndileg flóðbylgja, nokkurs konar flóðskafl, niður. Undanfarið hafi þau verið að stilla dýpt og hraða þannig að það passi við raunveruleg flóð sem gætu komið úr þessum giljum. Mikil tilraunavinna Kristín Martha segir að mikil til- raunavinna hafi verið unnin í tengslum við snjóflóðavarnir í Nes- kaupstað í kringum aldamót. Nú sé svipuð vinna í gangi vegna krapa- flóðavarna. Á Patreksfirði var unnið við gerð snjóflóðavarnargarðs fyrir ofan byggðina og krapaflóðavarna á bökkum Litladalsár á árunum 2013- 2016, auk frumhönnunar annarra snjóflóðavarna. Í ágúst 2016 var snjóflóðavarnargarður undan Búð- argili á Bíldudal formlega afhentur og lauk þar með fyrsta áfanga of- anflóðavarna í bænum. Krapaflóð í tilraunasal  Frumhönnun varna gegn krapaflóðum á Patreksfirði og Bíldudal  Hermt eftir krapaflóðum sem fallið gætu víða á Íslandi í kjölfar leysinga  Slíkar varnir hafa ekki verið hannaðar áður Ljósmynd/Katrín Helga Ágústsdóttir Prófun á varnarfyrirkomulagi Neðst er eins metra hár þvergarður sem væri tíu metrar í raun. Þvergarðurinn á að stöðva flóðið alveg. Ofan þvergarðsins eru tvær raðir af 0,3 metra háum keilum eða hnöllum, í raun þrír metrar, til þess að brjóta upp flóðbylgjuna og draga úr flóðhraða áður en flóðið lendir á þvergarðinum. Flóðhraðinn í tilraununum er um 4,5 m/s en væri í raun 10-15 m/s (sem svarar til 35-55 km/klst.) og flóðdýptin er um 0,15 metrar en væri í raun 1-2 metrar. Kristín Martha Hákonardóttir Bjarki Ómarsson, verkfræðingur á siglingasviði Vegagerðarinnar, segir að á síðustu árum hafi lík- anatilraunir verið gerðar í húsnæði Vegagerðarinnar við Vesturvör í Kópavogi á ölduhreyfingum í höfn- um víða um land. Síðustu misseri hafi mest áhersla verið lögð á Landeyjahöfn, en í líkani hafi verið líkt eftir raunverulegum aðstæð- um með mælingum á hreyfingum ferjunnar við hafnarkant og þannig fundnar út bestu lausnir til að bæta aðstæður. Nú sé verið að undirbúa útboð á ýmsum breytingum í Landeyja- höfn sem taki aðallega mið af þessum líkanatilraunum. Öldu- og skipahreyfingar inni í höfninni hafi verið ákveðið vandamál, en með stækkun innri hafnarinnar og fleiri framkvæmdum sé vonast til að sameiginleg áhrif minnki hreyf- ingar á skipinu. aij@mbl.is Áhersla á Landeyjar HAFNARMANNVIRKI Morgunblaðið/Sigurður Bogi Auður Elva Jóns- dóttir hefur ver- ið ráðin fjár- mála- og rekstrarstjóri Al- þingis í stað Karls M. Krist- jánssonar, sem lét af störfum 30. apríl sl. fyrir ald- urs sakir. Hún kemur til starfa síðar í sumar. Auður Elva er 49 ára viðskipta- fræðingur. Hún lauk MBA-námi frá Háskóla Íslands 2009 og BSc-prófi í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1997. Hún starfar nú sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Sjúkrahúss Akur- eyrar. Umsækjendur um starfið voru 47 en fimm þeirra drógu um- sóknir sínar til baka. Þriggja manna nefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda í samræmi við reglur um ráðgefandi nefndir til að meta hæfni umsækjenda. Auður Elva stýrir fjármálum Alþingis Auður Elva Jónsdóttir Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.