Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 42

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gerði at- hugasemdir við hvernig sölu brauðs var háttað í fimm versl- unum Krónunnar. Þetta var nið- urstaða reglubundinnar skoðunar eftirlitsins frá því í mars síðast- liðnum í Krónunni Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Vallakór, Flata- hrauni og Skógarlind. Morgunblaðið hefur áður fjallað um deilu forsvarsmanna Krón- unnar við heilbrigðiseftirlitið um sölu brauðs á svokölluðum brauð- bar. Athugasemdir eftirlitsins nú sneru að umhverfi sem brauðið er selt í, framkvæmd þrifa, fram- kvæmd þjálfunar starfsfólks og verklagi um vörn gegn mengun. „Körfur undir brauðmeti eru úr basti. Þær er ekki hægt að þrífa, einungis er brauðmylsna hrist úr körfunum. Bein snerting matvæla er ekki heimil við þessar körfur,“ segir í athugasemdum. „Sérstök afmörkuð aðstaða ekki til staðar þar sem hægt er að þrífa áhöld og ílát. Ekki til staðar upp- þvottavél til þrifa á áhöldum,“ segir þar enn fremur. Þá segir að ekki séu til staðar umgengisreglur fyrir viðskiptavini, áhöld/tangir séu ekki föst við sjálfsafgreiðslubarinn heldur liggi ofan á brauðkössum og ekki hafi verið til staðar áhöld fyr- ir hverja tegund brauðmetis til að lágmarka hættu á krossmengun. Að sögn Guðmundar H. Einars- sonar, framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, var samþykkt að veita fyrirtækinu frest til að skila andmælum og úrbótaáætlun. „Fyrirtækið hefur kynnt úrbætur sem taldar eru fullnægjandi,“ segir Guðmundur. Jón Björnsson, forstjóri Festis sem rekur verslanir Krónunnar, segir að komið hafi verið til móts við athugasemdir Heilbrigðiseft- irlitsins. Hann segir að gerð hafi verið krafa um sérstaka upp- þvottavél í verslanir og breytt fyr- irkomulag afhendingu brauða til verslunarinnar. „Við verðum að þvo tangirnar sem notaðar eru á brauðbörunum í sérstakri uppþvottavél inni í sér- herbergi. Þá voru athugasemdir varðandi afhendingu bakarísins á brauðunum til okkar. Það er búið að gera ráðstafanir í því líka og þær kalla á meiri plastnotkun. Við hins vegar andmælum enn því að við þurfum að selja brauðin í svo- kölluðum lokuðum plastkössum. Ís- land virðist vera eina landið í Evr- ópu þar sem farið er fram á það að allt brauð sé lokað ofan í plastköss- um með loki ofan á. Við höfum reynt að fá heilbrigðiseftirlitið í lið með okkur en án árangurs. Við skiljum þetta ekki.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Krónan Heilbrigðiseftirlit gerði athugasemdir við það hvernig sölu brauðs var háttað í fimm verslunum í mars. Úrbætur hafa síðan þá verið gerðar. Krónan og heilbrigðiseft- irlit deila um brauðsölu  Forstjóri segir heilbrigðiskröfur kalla á meiri plastnotkun Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég vil líta á þetta sem einn við- burð á Listahátíð. Það bara gleymdist að setja hann á dag- skrána,“ segir Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður. Ólafur hefur skipulagt forvitni- lega veitingasölu sem verður í Hafnarhúsinu á Listahátíð í Reykjavík. Hátíðin sjálf verður sett á morgun en Ólafur og hans fólk hefur framreiðslu á laugardag. Veitingasalan er í raun tvíþætt. „Annars vegar á neðri hæðinni á Klúbbi Listahátíðar. Þar verður hellingsdagskrá meðan hátíðin stendur og við verðum með einfald- ar veitingar sem verða í boði allan daginn. Þær verða framreiddar úr Skúrnum sem fær þarna enn eitt hlutverkið,“ segir veitingamaður- inn. Umræddur Skúr er hugarfóstur myndlistarmannsins Finns Arnars Arnarsonar og hefur hann verið kallaður fjölnota menningarhús. Finnur Arnar kom Skúrnum á laggirnar á Grenimel síðla árs 2012 og náðu fimm listamenn að sýna þar áður en fjarlægja þurfti skúr- inn. Síðan þá hefur hann farið víða, til að mynda til Stykkishólms. Nú verður hann notaður til að selja súpur og grillaðar samlokur á Listahátíð. Á efri hæð Hafnarhússins verður hins vegar settur upp vínbar sem kallast mun Partí & kjaftæði, með vísan í lag með rapparanum Biggie Smalls. „Blessuð sé minning hans,“ segir Ólafur en þema umrædds vín- bars er náttúruvín, náttúrumatur og 90’s-hipphopp. „Þarna er samankomið í þemanu allt það sem mér finnst skemmti- legt. Náttúruvín er vinsælt núna, maturinn verður allskonar en gerð- ur úr náttúrulegu og lókal hráefni. Við römmum þetta svo inn með tónlist frá gullaldartímabili hipp- hopptónlistar. Hún verður meira og minna spiluð af vínyl svo þetta mun hljóma sjúklega vel. Það er ekkert sem getur klikkað þarna,“ segir veitingamaðurinn. Ólafur vinnur þetta í samstarfi við Kjartan Óla Guðmundsson. „Hann er pop up-meistari Reykja- víkur, er með fyrirtæki sem heitir Borðhald og hefur staðið fyrir alls- konar viðburðum,“ segir Ólafur en þeir hafa síðustu daga verið að leggja lokahönd á matseðilinn. Þá hafa þeir haft alla anga úti við að útbúa vínseðil. Stefnan er sett á að geta boðið upp á allar þær tegundir náttúruvíns sem fást hér á landi. „Mér sýnist þetta stefna í vínseðil með um 100 titlum.“ Náttúruvín hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi að undan- förnu, sér í lagi meðal háværs hóps úr listageiranum sem notar hvert tækifæri á samfélagsmiðlum til að tala vínið upp. Fer þar sennilega fremstur í flokki Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Engar reglur um náttúruvín Ólafur kveðst fyrst hafa smakkað náttúruvín á veitingastaðnum Dill, sem hann tók þátt í að setja á stofn fyrir um 7-8 árum. Síðan þá hefur orðið til hreyfing úti í heimi um náttúruvín og sú hreyfing er að ryðja sér til rúms hér. „Ég vil auðvitað opna augu fleira fólks fyrir þessari tegund víns sem kallast náttúruvín. Þetta er samt opið heiti, það eru engar reglur til um gerð náttúruvíns. Þetta er svo- lítil pönk-víngerð. En þetta er þó gjarnan vín sem búið er til á sama hátt og vín var búið til fyrir mörg hundruð árum, í því er ekkert auka-ger, ekkert súlfít og í sumum tilvikum er það ekki síað. Margar tegundir þess eru með mjög sér- kennilegum blæ. Mig langar ekki síst að fá eitthvert samtal um þetta vín. Ég hef sjálfur smakkað vont náttúruvín en það dregur ekki úr forvitninni að smakka fleiri teg- undir.“ 100 gerðir náttúruvíns í Hafnarhúsi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Partí & kjaftæði Veitingamennirnir Kjartan Óli Guðmundsson og Ólafur Örn Ólafsson munu reiða fram náttúruvín og náttúrumat á efri hæð Hafnarhússins á Listahátíð í Reykjavík. Á fóninum verður hipphopp frá tíunda áratugnum.  Veitingasala á Listahátíð í Reykjavík með hressilegu móti  Vínbarinn Partí & kjaftæði í Hafnar- húsinu  Selur náttúruvín og náttúrumat undir hipphopptónlist frá tíunda áratug síðustu aldar Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.