Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 50

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Einhver skemmti- legasta bók sem ég hef lesið er bókin „Þar sem vegurinn endar“ eftir fyrrverandi skólabróð- ur minn, Hrafn Jökuls- son rithöfund. Þar lýs- ir hann á sérlega skemmtilegan hátt merkilegri sögu Ár- neshrepps á Strönd- um, mannlífi og oft á tíðum erfiðum lífsskil- yrðum fólks, en ekki síst órjúf- anlegri tengingu þess við magnaða náttúruna. Ófeigsfjörður kemur talsvert við sögu en það er einmitt í þeim firði sem vegurinn endar – lengra verður ekki komist akandi. Í þessum magnaða firði, nánar tiltekið við ósa Hvalár, stendur til að reisa 55 MW virkjun, steinsnar frá Drangaskörðum og friðlandinu á Hornströndum. Um leið eru stærstu ósnortnu víðerni Vestfjarða rofin í tvennt óafturkræft. Týndist sannleikurinn í vestfirskri þoku? En það er ekki bara akvegurinn sem endar í Ófeigsfirði heldur virðist sannleikurinn taka þar enda líka, a.m.k. í meðförum þeirra sem tala heitast fyrir Hvalárvirkjun. Annar af tveimur landeigendum sem selt hafa vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir verði af virkjun, talar niður sínar eig- in æskustöðvar og blaðafulltrúi fram- kvæmdaaðilans, Vesturverks, tekur enn dýpra í árinni og segir svæðið óspennandi og ljótt og aðeins að- gengilegt með góðu móti einn mánuð á ári. Sem er beinlínis rangt. Náttúrufegurð svæðisins er vandmál sumra En af hverju fara þessir aðilar svo rangt með staðreyndir? Jú, vegna þess að þeir vita að náttúrufegurð svæðisins, og þá sér- staklega fossarnir og klettum prýdd strand- lengjan, geta sett tug- milljarða gróðavon þeirra í uppnám. En það eru fleiri rang- færslur sem Vesturverk og HS Orka hafa haldið á lofti – staðreyndavillur sem því miður hefur reynst erfitt að vinda ofan af og margir Vestfirðingar virðast trúa. Þetta staðfestir nýlegt viðtal í Morgunblaðinu við Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku, undir fyrirsögninni: VesturVerk í meirihlutaeigu Íslendinga. Þarna reyna fyrirtækin að þvo af sér þá staðreynd að útlendingar ráði ríkjum í þeim – og að erlendir aðilar séu að fjárfesta í íslenskum náttúruauðæf- um með hagnað en ekki velferð Vest- firðinga að leiðarljósi. Útlendingar ráða ríkjum í HS Orku og Vesturverki Á netinu er auðvelt að sjá að HS Orka er í meirihlutaeigu (53,9%) Al- terra Power Corp í Kanada, sem síð- an er í eigu Innergex í Kanada. Aðrir hluthafar í HS Orku eru tveir fjár- festasjóðir, Jarðvarmi og Örk, sem eru í eigu lífeyrissjóða og fjárfesta. Hlutur Arkar var þar til í júlí á síð- asta ári í eigu Alterra Power Corp, sem þá átti 66,6% hlut í HS Orku. Mikilvæg staðreynd í þessu sam- hengi er að í stjórn HS Orku eru þrír aðilar frá Kanada og tveir Íslend- ingar. Stjórnarformaður er kanadíski milljónamæringurinn Ross Beaty. Vesturverk, sem vinnur að undirbún- ingi virkjunar Hvalárvirkjunar, er síðan í 70% eigu HS Orku, en hin 30% í höndum þriggja landeigenda í Ófeigsfirði. Vesturverk er ekki vest- firskt fyrirtæki, heldur skel utan um virkjunaráformin. Þróunarkostnaður er sagður aðaleign þess í ársskýrslu HS Orku. Af ofangreindu er ljóst að það eru erlendir aðilar sem fara með meirihluta í HS Orku og í Vestur- verki og fyrirsögn fréttarinnar í Morgunblaðinu því afar villandi. Bætt dreifikerfi rafmagns á Vestfjörðum er málið Enn alvarlegri eru fullyrðingar HS Orku og Vesturverks um að með virkjuninni muni afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum batna stór- lega. Allir eru sammála um að af- hendingaröryggi rafmagns á Vest- fjörðum er ófullnægjandi, ekki síst út í botnlanga kerfisins á Ísafirði og í Bolungarvík. Vandamálið liggur þó fyrst og fremst í dreifkerfinu, þ.e. raf- magnslínunum, fremur en að það vanti rafmagn. Enda er það svo að Orkubú Vestfjarða býður raforkunot- endum um land allt að kaupa raf- magn þaðan. Töluvert er til af um- framorku á Íslandi, t.d. frá Blöndu- virkjun og Kárahnjúkum, og væri nær að bæta dreifkerfið á Vest- fjörðum til að koma því til notenda. Einnig þarf að leggja af tengigjald sem Vestfirðingar greiða fyrir teng- ingu við Landsnetið. Vandamálið liggur í öðru líffærakerfi Staðreyndin er sú að helstu bilanir á raflínum á Vestfjörðum eru á heið- unum handan Kollafjarðar en ekki á línunni frá Hrútafirði í Kollafjörð, en þangað myndi fyrirhuguð Hvalár- virkjun tengjast inn á Landsnetið. Hringtenging rafmagns á Vest- fjörðum, sem kallar á sæstreng um Ísafjarðardjúp með miklum kostnaði fyrir Landsnet, er ekki á teikniborð- inu og ákvörðun um slíka fram- kvæmd ekki fyrirsjáanleg í nánustu framtíð. Þessu má líkja við ef gerð er skurðaðgerð á hjarta til að lagfæra brotna mjöðm. Vissulega „aðgerð“ en leysir ekki vandamál sjúklingins. Rafmagnið sem þarf á Vestfjörðum getur því komið hvaðan sem er af landinu og óþarfi að fórna ósnortnum víðernum á Ströndum til að bæta úr í þessum efnum þar. Rétt greining er forsenda lækningar Til þess að lækning náist verður greiningin að vera rétt – það veit ég sem læknir. Svo er ekki í þessu tilviki og mikilvægt að Vestfirðingar, og þá sértaklega íbúar Árneshrepps, átti sig á því. Það er nefnilega enn hægt að vinda ofan af röngum ákvörðunum og um leið leyfa einstakri náttúru Stranda að njóta vafans. Þar sem vegur sannleikans endar Eftir Tómas Guðbjartsson » Þeir vita að náttúru- fegurð svæðisins, og þá sérstaklega fossarnir og klettum prýdd strandlengjan, geta sett tugmilljarða gróðavon þeirra í uppnám. Tómas Guðbjartsson Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson Náttúrufegurð Við ósa Hvalár í Ófeigsfirði – þar sem vegurinn endar. Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Buxnadagar 30% afsláttur af öllum buxum fimmtudag til mánudags 30% afsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.