Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 54

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veiðar á kolmunna í færeyskri lög- sögu hafa gengið vel síðustu vikur. Aflinn frá áramótum er kominn yfir 200 þúsund tonn, en aflaheimildir ársins eru um 315 þúsund tonn að meðtöldum sérstökum úthlutunum og flutningi á milli ára. Skipin tínast nú eitt af öðru til hafnar, en í kringum sjómannadag eiga öll skip að vera bundin við bryggju í þrjá sólarhringa á tíma- bilinu frá hádegi á föstudegi til há- degis á þriðjudegi. Skipin hafa verið að veiðum í fær- eyskri lögsögu undanfarnar vikur, en dregið hefur úr afla þar síðustu daga. Kolmunnavertíðin byrjaði fljótlega eftir áramót á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi og við Færeyjar. Í febrúar veiddu íslensku veiðiskipin tæplega 10 þúsund tonn, tæp 20 þúsund í mars, 94 þúsund tonn í apríl og tæplega 83 þúsund tonn í maí. Ekki er ólíklegt að afli mánaðarins fari yfir 90 þúsund tonn þegar búið verður að landa í dag og á morgun, en skipin koma öll inn fyrir sjómannadag. Á norðurleið í ætisleit Í reglugerð um kolmunnaveiðar sem gefin var út í byrjun febrúar er kveðið á um að a.m.k. 25% af kol- munnaveiði íslenskra skipa skuli fara fram í íslenskri lögsögu eða á al- þjóðahafsvæði. Af Færeyjamiðum er búið að landa tæplega 180 þúsund tonnum í ár, eða nálægt 90% af afl- anum. Innan íslenskrar lögsögu er búið að veiða um þrjú þúsund tonn og a.m.k. eitt skip reyndi fyrir sér inn- an lögsögunnar í gær. Líklegt er að útgerðir kanni möguleika á kol- munnaveiðum í lögsögunni eftir sjómannadag en kolmunni gengur norður á bóginn í ætisleit að lokinni hrygningu vestur af Bretlands- eyjum. Kolmunnaafli yfir 200 þúsund tonn Morgunblaðið/Ómar Hákon á leið til hafnar Uppsjávarskipin hafa undanfarið verið á kolmunnaveiðum við Færeyjar. Vegna sjómannadagsins eru skipin á leið til hafnar.  Hátíð sjómanna um helgina og skipin tínast hvert af öðru til hafnar Ísfisktogarinn Ottó N. Þorláksson RE kom til Reykjavíkur sl. sunnu- dag með fullfermi. Þetta var síð- asta veiðiferð þessa mikla afla- skips fyrir HB Granda en í stað þess kemur nýsmíðin Viðey RE, segir í frétt á vef HB Granda. Ottó N. Þorláksson var smíð- aður í Stálvík í Garðabæ árið 1981. Skipstjóri hefur verið Jó- hannes Ellert Eiríksson, en hann tók við togaranum fyrir 24 árum. Ottó N. Þorláksson er nú í slipp í Reykjavík þar sem nýir eigendur taka við honum í vikunni. Viðey hefur eftir komuna frá Tyrklandi í desember sl. verið á Akranesi þar sem starfsmenn Skagans 3X hafa unnið að upp- setningu nýs, sjálfvirks lestar- kerfis, aðgerðaraðstöðu á milli- dekki og stillingu á ýmsum tölvu- búnaði. Stefnt er að því að togar- inn fari í reynslusiglingu fyrir sjómannadag og svo á veiðar í framhaldinu. Otto kom með fullfermi í sinni síðustu veiðiferð Ljósmynd/HB Grandi Aflaskip Ottó hefur farið í síðustu veiði- ferð sína fyrir HB Granda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.