Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 56

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Marta María mm@mbl.is Á föstudaginn verður hún með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði ásamt Gunna Hilmars en þau eru saman í hljómsveitinni Sycamore Tree. „Við í Sycamore Tree urðum ástfangin af töfraheimi Bæjarbíós í Hafnarfirði. Við héld- um okkar fyrstu tónleika þar um páskana og eftir það langar mig bara að spila þar. Þetta var bara eins og draumur, allt saman, og þessir tónleikar eru ekki síður haldnir fyrir okkur en áhorfendur. Við njótum þess svo innilega að skapa og flytja tónlistina, detta inn í þennan hliðarveruleika, þennan töfra- heim listarinnar,“ segir Ágústa Eva. Hún og Gunni eru á fullu að undirbúa tökur á nýrri plötu og verður eitthvað af því efni flutt á föstudaginn. „Ég get sagt að okkur klæjar í lófana af spenningi yfir því.“ Mánuði eftir barnsburð var Ágústa Eva aft- ur farin að vinna og þá aðallega í tónlistinni. Hún segir að leiklistin detti svo inn þegar dóttirin verður örlítið eldri. „Ég hef unnið mikið í tónlistinni eftir að dóttir mín fæddist og auðvitað líka þegar hún var í bumbunni. Það leynir sér ekki, hún dansar og hlær af mikilli innlifun. Það er mús- ík í henni. Þannig að hún nýtur þess ekki síð- ur. Við erum eins og blómi í eggi núna,“ segir hún. Einhvern veginn er ekki hægt annað en að spyrja Ágústu Evu örlítið um móðurhlut- verkið, hlutverk sem reynir á konur á allt annan hátt og umturnar tilverunni. Svo er það yfirleitt þannig að eitt barn er sem ekki neitt en tvö sem tíu. Ágústa Eva segir að hennar börn séu ákaflega stillt og prúð. „Nú á ég sex ára dreng fyrir sem er algjör engill og nú eru þau tvö og einhvern veginn eins og hugur manns sem var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Samt sem áður er þetta mest krefjandi verkefni sem ég hef fengist við, það að vera tveggja barna móðir. Aðstæður eru líka einkennilegar því faðir dóttur minnar starfar erlendis og því er landamæraflakk og það að horfa á lífið í köflum og tímabilum óumflýjanlegt. Börnin okkar eru ótrúleg, samrýnd og með mikla aðlögunarhæfni þann- ig að þetta er bæði æðislegt og krefjandi á sama tíma eins og lífið er jú oftast. En þessi systkinaást er eitthvað sem kemur mest á óvart. Það að verða vitni að því fær mann til að kikna í hnjánum,“ segir hún. Við erum eins og blómi í eggi Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er komin aftur í vinnuna eftir að hafa eignast dóttur í nóvember ásamt unnusta sínum, Aroni Pálmarssyni handboltastjörnu. Falleg fjölskylda Aron og Ágústa Eva með börnin tvö. Hér er dóttir þeirra nýlega fædd. Systkinaást Þorleifur Óðinn Jónsson 6 ára og Rebekka Aronsdóttir tæplega sjö mánaða. Sycamore Tree Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir verða með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. Sönn móðurást Ágústa Eva hefur unnið mikið í tónlistinni síðustu mánuði og segir að dóttir hennar sé mjög músíkölsk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.