Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Fram að þessu hafa einungis verið til þrjár súkkulaðitegundir í heim- inum; mjólkur-, dökkt og hvítt súkkulaði, en 80 ár eru síðan hvíta súkkulaðið leit dagsins ljós. Ruby-súkkulaðið er að sögn fram- leiðandans náttúruleg afurð þar sem engin litar- eða bragðefni eru notuð við framleiðsluna. Liturinn kemur frá ruby-kakó- bauninni en að sögn framleiðandans tók mörg ár að leysa eiginleika baunarinnar úr læðingi með háþró- uðum aðferðum. Ruby-súkkulaðið þykir bæði bragðmikið auk þess sem litur þess er mjög afgerandi þrátt fyrir að vera algjörlega nátt- úrulegur. Ruby-súkkulaði er sagt afar óvenjulegt á bragðið en afskaplega bragðgott. Það sé bæði súrt og sætt með margslungið eftirbragð. Bragð- ið ber keim af ávöxtum, sítrus og berjum, í bland við hefðbundið súkkulaði. Matgæðingar og súkku- laðispekúlantar um heim allan hafa mikið velt þessu fyrir sér og greini- legt er að tíðindin um að komið sé fram „fjórða“ súkkulaðið eru í huga margra ígildi þess að nýtt sólkerfi hafi verið uppgötvað. Slagsmál um Evrópu Það er svissneski súkkulaðifram- leiðandinn Barry Callebaut sem framleiðir súkkulaðið en fyrirtækið hefur verið að þróa bleiku kakó- baunina og nýja súkkulaðið í 13 ár. Nú er súkkulaðið komið á markað úti í heimi því hið víðfræga fyrir- tæki Nestlé fékk fyrst allra að fram- leiða úr því. Var fyrsta afurðin, bleikt KitKat, sett á markað í Kóreu og Japan í byrjun árs og kostar eitt stykki (sem er ein „stöng“) tæpar 400 krónur. Til stóð að Nestlé myndi einnig ná að verða fyrsta fyrirtækið til að selja ruby-súkku- laðið í Evrópu en lúxusvörufram- leiðandinn Fortnum & Mason náði að vera þremur dögum á undan. Þessir æsispennandi atburðir áttu sér stað í apríl á þessu ári en enn er ekki vitað hvaða fyrirtæki fær næst að framleiða úr bleiku baununum þar sem enn er afar takmarkað magn til af þeim. Mikil eftirvænting ríkir því í súkkulaðiheiminum yfir því hvar ruby-súkkulaðið birtist næst en í Evrópu hafa áhugasamir verið að panta það frá Kóreu og Japan og því ljóst að menn eru tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir bita af eftirsóttasta súkkulaði heims. Eftirsóttasta súkkulaði heims Ljósmynd/Barry Callebaut Bleikt og fagurt Svona lítur hin goðsagnakennda ruby-súkkulaðibaun út og hér má jafnframt sjá súkkulaðið sjálft. Stórtíðindi bárust úr sælgætisheiminum fyrr á þessu ári þegar sviss- neski súkkulaðiframleið- andinn Barry Callebaut frumsýndi það sem kall- að hefur verið „fjórða“ súkkulaðið og hlotið nafnið Ruby. Ljósmynd/Nestlé Selst eins og heitar lummur Svona lítur KitKat-súkkulaðið úr ruby- súkkulaðinu út. Hvert stykki kostar tæpar 400 krónur. Sú var tíðin að aspas var eingöngu borðaður niðursoðinn hér á landi en nú er tíðin aldeilis önnur og töluvert úrval af þessu sælgæti til í versl- unum. Hér gefur að líta sérlega huggu- legan partírétt sem ætti að slá í gegn í hvaða boði sem er. Aspasinn er hér með bæði brie-osti og smjör- deigi og má færa nokkuð sannfær- andi rök fyrir því að gott boð verði enn betra með kræsingum sem þessum. 1 pakki frosið smjördeig 1½-2 búnt lítill aspas 1½ brie 2 msk. olía salt og pipar 1 egg 2 msk. hunang 1 tsk. vatn 1 tsk. timían Aðferð: Þíðið smjördeigið og skerið það í helminga svo hvor hluti verður að jafnhliða ferhyrningi. Kveikið á ofn- inum og stillið á 190 °C. Skerið brie- ostinn í sneiðar (ca ½ cm þykkar) og leggið ofan á smjördeigið á ská. Veltið aspasnum upp úr olíu, saltið og piprið, skiptið honum svo á milli deighlutanna og leggið ofan á brie- inn. Vefjið endum smjördeigsins ut- an um aspasinn og klípið deigið vel saman. Hrærið eggið og penslið því á smjördeigið. Bakið stykkin í ofni í um það bil 20 mínútur eða þar til smjördeigið er orðið vel loftkennt og farið að dökkna fallega. Hrærið örlítið vatn saman við hun- angið til þess að gera auðveldara að smyrja með því, hrærið timían sam- an við og smyrjið því á heit stykkin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gullmoli Allt verður betra með góðum aspas. Unaðsleg aspasstykki Myndin er ekki af tilboðsdemanti Carat Color Clarity Cut Polish Symmetry Certificate 1.42 J SI1 Very good Good Good Shape Round brilliant GIA Tilboð á lausum steini: 899.000 kr.* *Tilboðið gildir í tvær vikur Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 demantar@jonogoskar.is I www.jonogoskar.is SÉRFRÆÐINGAR Í DEMÖNTUM Við útvegum allar stærðir og mismunandi slípanir demanta í mörgum gæðaflokkum, veitum ráðgjöf og gefum tilboð í sérsmíði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.