Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 66

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 ✝ Ragnar GeirdalIngólfsson fæddist í Reykjavík 18. júní 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans 28. apríl 2018. Foreldrar hans voru Ingólfur G. Geirdal, f. á Ísafirði 29. apríl 1915, d. í Hafnarfirði 13. mars 2006, kennari og síðar húsvörður í Háskóla Ís- lands, og Svanhildur Vigfús- dóttir, f. á Reykjanesi, Hafnahr., Gull. 26. júní 1918, d. í Reykjavík 14. mars 2002, húsfreyja og hús- vörður í Reykjavík. Systkini Ragnars eru: 1) Vig- fús Geirdal, f. í Reykjavík 24. janúar 1948, d. í Kópavogi 14. desember 2016, sagnfræðingur, kennari og starfaði m.a. við Ragnarsdóttir, f. í Reykjavík 20. janúar 1970. 3) Sigurður Geirdal Ragnarsson, f. í Hafnarfirði 3. apríl 1973. Maki hans er Ólöf Erla Einarsdóttir, f. 8. apríl 1974. Barnabörnin eru: a) Anetta Sigdís Kristinsdóttir, f. 30. mars 1993, b) Ragnar Ingvi Kristins- son, f. 19. september 1995, c) Katrín Jenný Ingólfsdóttir f. 17. maí 2008. Barnabarnabörn eru: Sig- urdís Eva Maríuszardóttir, f. 27. júlí 2013, og Kristinn Þór Geir- dal Jóhannesson, f. 21. desember 2016. Ragnar var menntaður bif- vélavirki og bílasmiður og vann hjá Landsvirkjun á árunum 1975 til 1987 m.a. sem línumaður. Hann vann einnig á skrifstofu Dagsbrúnar á árunum 1980 til 1982. Frá 1987 var Ragnar sjálf- stæður verktaki við bíla- viðgerðir, m.a. fyrir Lands- virkjun, en frá 1993 og fram á síðasta dag vann hann við að gera upp fornbíla. Útför Ragnars fór fram 18. maí 2018. kennslu, löggæslu, þýðingar og út- varpsstörf. Eigin- kona hans var Sig- rún Ágústsdóttir, f. 19. apríl 1951. 2) Sjöfn Ingólfsdóttir Geirdal, f. í Reykja- vík 2. maí 1953. Eiginmaður hennar er Ásbjörn Ásgeirs- son, f. 28. janúar 1954. 3) Guðbjörg María Ingólfsdóttir, f. í Reykja- vík 14. ágúst 1961. Eiginmaður hennar er Ásgeir Sverrisson, f. 15. nóvember 1952. Eiginkona Ragnars er Jenný Hjördís Sigurðardóttir, f. í Reykjavík 26. maí 1948. Þau giftust 17. ágúst 1968. Börn þeirra eru: 1) Ingólfur Hjálmar Ragnarsson Geirdal, f. í Reykja- vík 9. maí 1968. 2) Kolbrún Svala Flest fólk sem maður kynnist á lífsleiðinni er bara svona einhvern veginn venjulegt, ef þannig má að orði komast og með fullri virð- ingu. Svo eru þeir sem hafa eitt- hvað svolítið auka við sig og í þann flokk fer Ragnar Geirdal svo sannarlega. Ég held og vona að allir viti hvað ég á við og reyni að tileinka sér þá góðu kosti. Ragnari kynntist ég fyrst á tjaldstæðinu á Kirkjubæjar- klaustri í hringferð fornbíla- klúbbsins sumarið 93. Það bar þannig við að Volkswagninn minn var eitthvað dyntóttur og þurfti hvatningu, mér var bent á að tala við „kommúnistann“ eins og það var orðað, auðvitað vissi ég að það hlyti að vera sá á rússajeppanum, en hver það var og hvernig hann leit út vissi ég hinsvegar ekki, því ég hafði ekki veitt honum neina sérstaka athygli og Rússinn svo sannarlega ekki neitt gróðurhús. Fljótlega kom þó Ragnar til mín og veitti mér og mínum þá hvatn- ingu sem við þurftum fyrir ferð- ina. Áhugi minn á gömlum bílum var kannski geirnegldur einmitt í þessari ferð og með árunum hafa sjónir mínar beinst æ meir austur yfir múrinn mikla sem skipti Evr- ópu í tvennt í tæpa hálfa öld, framgang stríðsins og þróun mála þar eystra og ekki síst sam- gangna. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi síðastliðin ár að eiga þess kost að ferðast og skoða þó nokkur söfn og sýningar bæði í Lettlandi og Litháen og var svo heppinn að hafa einmitt töluvert af myndum í símanum mínum frá einni slíkri ferð þegar ég hitti Ragnar nokkuð óvænt á Selfossi nú í haust. Þvílíkur hafsjór af fróðleik um svo margt og kom því líka vel, skilmerkilega og skemmtilega frá sér. Þetta varð því miður í síðasta sinn sem ég hitti þennan eftirminnilega og góða mann og langar mig að þakka honum fyrir allt. Fjölskylda og vinir eiga samúð mína alla. Eggert Sæmundur Rútsson. Ekkert líf án dauða. Enginn dauði án lífs. Þannig er það hjá okkur öllum, þótt erfitt sé að sætta sig við það. Raggi gerði sér grein fyrir því að nýtt ferðalag væri handan við hornið. Þegar Raggi hringdi í mig til að segja mér frá stöðu mála lét hann fylgja með að hann ætlaði að ganga þessi síðustu spor sín eins og Auður frænka, móðir mín, þ.e. með fullkomnu æðruleysi og það gerði hann. Vinskapur minn við Ragga frænda var alltof stuttur en góð voru þau ár. Það má segja um Ragga að hann var ekki allra og allir voru ekki hans en þeir sem komust inn fyrir hrjúfan múrinn fundu fyrir mikilli manngæsku og tryggð, sem við sem eftir stöndum mun- um sakna og eiga sem góða minn- ingu um hann. Það var eins og hann fengi smá vítamínssprautu við það að fá að vita um stöðu mála. Nú skyldi klára sem mest af því sem ógert var í skúrnum, t.d. Volguna henn- ar Jennýjar o.fl. Við ræddum um að nú skyldi fara í Ystafell til Sverris, því það voru nákvæm- lega 10 ár síðan við frændurnir fórum síðast saman norður. Þangað fór Raggi oft til að hjálpa Sverri vini sínum. Við ræddum oft um þessa komandi ferð, þó svo að hann væri kominn á síðustu metr- ana. „Við verðum að taka Jennýju með,“ sagði hann við mig. Raggi var tryggur meðlimur í Fornbílaklúbbnum og hjálpaði hann mörgum félagsmönnum þar við bílaviðgerðir. Ég hef oft sagt það að þeir sem fara á undan okkur séu að undir- búa okkur fyrir komandi ferð. Raggi minn, þakka þér fyrir allt og allt. Ég votta Jennýju og börnun- um þeirra Ingólfi Hjálmari, Kol- brúnu, Sigurði og systrum Ragga, Sjöfn og Guðbjörgu, sam- úð mína. Það er vel við hæfi kveðja Ragga með Æðruleysisbæninni: Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Vignir J. Jónasson. Ragnar Geirdal Ingólfsson Elsku besti pabbi, það er svo óraun- verulegt að skrifa um þig minningar- grein þrátt fyrir að hafa vitað að hverju stefndi. Ég er svo glöð að hafa komið til landsins í tæka tíð til að vera með þér síð- ustu dagana, spjalla, þegja, gráta, hlæja og kveðjast. Þú varst skemmtilegur og góð- ur pabbi, alltaf hress og sást sjald- an reiður. Orkumikill og áttir þér mörg áhugamál sem ég fékk að taka þátt í. Frá því ég var ung var ég dregin á skíði og fór með ykkur í Kerlingarfjöll strax á fyrsta aldursári. Skíðaferðirnar urðu margar, bæði innanlands og utan, en Skálafellið var alltaf í sérstöku uppáhaldi. Við fórum í vélsleða- Steinar Petersen ✝ Steinar Peter-sen fæddist 18. nóvember 1946. Hann lést 18. maí 2018. Útför Steinars fór fram 24. maí. ferðir upp á jökla landsins, endalausar jeppaferðir og úti- legur. Mér finnst í minningunni eins og við höfum nánast bú- ið í tjaldi á sumrin og það er mér dýrmæt minning í dag. Við ferðuðumst mikið erlendis og ég fékk ung að standa á eigin fótum og fékk t.d. í gegnum samstarfsfélaga þína er- lendis vinnu í hrognunum í Sví- þjóð eins og þú hafðir gert sem unglingur. Badminton var stór hluti af þínu lífi og byrjaði ég snemma að fara með þér í TBR. Við spiluðum saman einu sinni í viku í mörg ár og þú kenndir mér margt sem ég nýtti mér síðar á vellinum. Þú varst duglegur að fylgjast með mér í badmintoninu og eftir að ég hætti að keppa tóku barnabörnin við og þú fylgdist með af sama áhuga og metnaði. Ég var heppin að fá að spila með þér á mótum og þar er mér efst í huga ferðirnar norður á Pro Kennex. Mótin voru fín en það er ekki síður félagslegi hlutinn sem ég man svo vel eftir. Mér þótti alltaf svo gaman að dansa við þig í og „á“ Sjallanum þar sem þú kunnir sko aldeilis að sveifla mér og stjórna í „swingi“ og mér finnst þú ennþá bestur í „swingi“. Það að vilja helst dansa við pabba sinn sem unglingur er líklega ekki mjög algengt en þannig var staðan hjá mér. Pabbi kúl! Þrátt fyrir að skipta sjaldan skapi varst þú strangur, pabbi, en nú þegar ég á börn á unglingsaldri sjálf fatta ég að kannski varstu ekkert strangur. Þú varst alltaf til í að lána okk- ur bíla, tjöld og annað, þótt bílarn- ir yrðu fyrir hnjaski og tjöldum væri skilað í misjöfnu ásigkomu- lagi eftir útihátíðir var það aldrei mál. Þú varst bara feginn að ung- lingurinn kom heill heim. Á mínum fullorðinsárum hef ég búið erlendis og þú talaðir oft um að erfitt væri að missa frumburð- inn úr landi, en varst feginn því að ég fór ekki lengra en til Noregs því þangað væri ekki svo langt að fara í heimsókn. Við fjölskyldan vorum alltaf velkomin til ykkar í Goðheimana og þið mamma voruð dugleg að heimsækja okkur í Sandefjord. Barnabörnin dýrkuðu þig og það var gaman að finna hvað þú varst stoltur af þeim og fylgdist vel með afrekum þeirra í íþrótt- unum, skólanum og öðru. Þið Ken náðuð líka vel saman og þú sagðist skilja mig vel að hafa ílengst í Noregi, sem var mikilvægt fyrir mig að finna. Elsku pabbi minn, ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert nú. Langamma, amma Munda, afi Gunni, afi Binni og Dimma hafa pottþétt tekið vel á móti þér. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku pabbi. Þín Birna. Elsku pabbi. Það virðist svo stutt síðan þú fórst með bænirnar og klóraðir mér á bakinu fyrir svefninn; hjálpaðir mér að klára fiskinn af diskinum mínum þegar mamma leit undan; fórst yfir ritgerðirnar mínar, að við fórum saman í bad- minton og ég renndi mér á eftir þér á skíðum og reyndi að fylgja förunum þínum. Þú varst mér fyrirmynd á margan hátt. Þú áttir fjölbreytt áhugamál, varst vinmargur og kunnir að njóta lífsins. Minningarnar eru óteljandi. Síðustu tvö ár eru mér afar dýrmæt, við fengum auka- tíma. Í stað þess að sýna uppgjöf þegar þú veiktist ákvaðstu að fá allt út úr lífinu sem þú mögulega gast og nýttir tímann vel. Þú varst vakandi yfir litlu hlut- unum í kringum þig, náttúrunni og tónlistinni og minntir mig oft á hversu dásamlegt lífið væri. Þú fórst í ferðalög og veiðiferðir, spil- aðir golf, passaðir vel upp á fjöl- skyldu og vini og hélst upp á sjö- tugsafmælið þitt með stæl. Aldrei kvartaðir þú, dofinn á fingrum og fótum eftir lyfjagjafir bröltirðu með mér niður árbakka og út í á til að kenna mér réttu handtökin við veiðina. Það eru ekki allir sem fá tíma og tækifæri til að kveðja ástvin sinn en það hafði ég. Ég hugsaði mikið um hvað mig langaði að segja þér áður en þú kveddir eða hvað mig langaði að heyra frá þér. Ég man eftir augnabliki þar sem ég sat á rúmstokknum við hliðina á þér á líknardeildinni. Ég hugsaði með mér að nú væri rétta tækifærið og einhvern veg- inn fannst mér eins og þú værir að hugsa það sama. Við horfðumst í augu og þögðum. Við vissum að við elskuðum hvort annað, það var nóg. Takk fyrir allt, við sjáumst. Þín pabbastelpa, Eva. Ástkær faðir minn, sonur minn og bróðir, SIGURSTEINN SIGURÐSSON, Flókagötu 54, 105 Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 15. maí. Útför hans fer fram í kyrrþey. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð. Alva L.A. Sigurdsson Audrey Magnússon Ingibjörg, Anna María, Snjólaug Elín, Hjördís og fjölskyldur Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn, langömmubarn, frændi, mágur og vinur, EINAR DARRI ÓSKARSSON, Hagamel 1, Hvalfjarðarsveit, lést á heimili sínu föstudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju, þriðjudaginn 5. júní klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Einars Darra er bent á Styrktarsjóð Einars Darra fyrir ungmenni í fíkniefnavanda, reiknnr. 0354-262322, kt. 160370-5999. Óskar Vídalín Kristjánsson Bára Tómasdóttir Andrea Ýr Arnarsdóttir Aníta Rún Óskarsdóttir Árni Kristján Rögnvaldsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, FILIPPÍA GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, lést mánudaginn 28. maí á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 4. júní klukkan 10.30. Elín Dögg Gunnarsdóttir Valmar V. Väljaots Kristdór Þór Gunnarsson Ásgerður Halldórsdóttir Kristín Lind, Bóel Birna, Karen Tara Sóley Sara og Gunnar Aron Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN VALDEMARSDÓTTIR, Stigahlíð 32, Reykjavík, lést á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn laugardaginn 26. maí. Útför auglýst síðar. Ásta Ólafsdóttir Rene Jørgensen Magnea Ólafsdóttir Jón Baldvin Haraldsson Sjöfn Sigfúsdóttir Kristján K. Haraldsson Margrét Einarsdóttir Valdemar Örn Haraldsson Sigrún Guðný Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Boðahlein 20, Garðabæ, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 28. maí. Útför hennar verður gerð frá Garðakirkju þriðjudaginn 5. júní klukkan 13. Hjálmfríður Ragnheiður Sveinsdóttir Þorgeir Magnússon Erla Guðjónsdóttir Þorleifur Friðrik Magnússon Anna Björg Aradóttir Viðar Magnússon Sigríður Elín Thorlacius Snorri Magnússon Elín Steiney Kristmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÞORKELS EGGERTSSON netagerðarmaður, Keflavík, lést laugardaginn 26. maí á hjúkrunarheimilinu Hlévangi. Útförin verður auglýst síðar. Hólmfríður Guðmundsdóttir Eggert Jónsson Una Hafdís Hauksdóttir Ingimundur Jónsson Aðalgeir Jónsson Þóra Lilja Ragnarsdóttir og barnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, THOMAS M. LUDWIG, lést á Landspítalanum mánudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 6. júní klukkan 11. Margrét Ludwig Björgvin Jósefsson Brandur Thor Ludwig Anna Margrét Rögnvaldsdóttir og barnabörn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.